Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989.
43
Heiðar Guðbrandsson
Heiðar Guðbrandsson, bryti við
Héraðsskólann í Reykjanesi við ísa-
fjarðardjúp, var í DV-fréttum sl.
fóstudag vegna deilna um agamál í
skólanum.
Heiðar fæddist í Reykjavík 12.4.
1947. Hann stundaði verslunar- og
verkamannastörf á unglingsárun-
um en um tvítugsaldur fór hann til
sjós og var lengst af kokkur á togur-
um og bátum, til ársins 1987. Á árun-
um 1970-71 var Heiðar þó kokkur í
mötuneytinu á Álafossi í Mosfells-
sveit. Þá starfaði hann um skeið í
fry'stihúsinu í Súðavík, m.a. sem
verkstjóri. Hann hefur veriö bryti í
Reykjanesi tvo síðustu vetur og var
þar með hótelrekstur sl. sumar.
Heiðar sótti námskeið hjá Hótel-
og veitingaskóla íslands og lauk
þaðan prófi með matsveinaréttindi.
Þá stundaði hann nám við Félags-
málaskóla alþýðu í Ölfusborgum.
Heiðar var formaður Verkalýðs-
og sjómannafélagsins í Súðavík
1973-78, sat í fjögur ár í sambands-
stjórn Sjómannasambands íslands
og situr í stjórn matsveinafélags ís-
lands. Hann var hreppsnefndar-
maður í Súðavík 1982-86, sat í skóla-
nefnd Grunnskóla Súðavíkur, var
formaður hennar 1982-86 og for-
maður barnaverndamefndar Súða-
víkur á sama tíma. Hann var for-
maður Björgunarsveitarinnar í
Súðavík um skeiö, hefur setið í
stjóm Kaupfélags ísfirðinga í tólf
ár og situr í stjóm Steiniðjunnar hf.
á ísafirði. Hann sat í stjórn Sam-
bands ungra framsóknarmanna um
skeið, sat í miðstjóm Framsóknar-
flokksins, í stjóm kjördæmasam-
bands Framsóknarflokksins á Vest-
fjörðum og var formaður Fram-
sóknarfélagsins í Súðavík.
Heiðarkvæntist 10.8.1968Maríu
Kristófersdóttur, húsmóður og
starfsstúlku í eldhúsi, f. 13.11.1947,
dóttur Kristófers Ingimarssonar, b.
á Grafarbakka í Hrunamanna-
hreppi, og konu hans, Kristínar
Jónsdóttur.
Sonur Heiðars frá því fyrir hjóna-
band er Guðmundur Birgir Heiðars-
son, f. 22.5.1966, fyrrv. sveitarstjóri
í Súðavík.
Synir Heiðars og Maríu em
Kristófer, f. 31.1.1969, starfsmaður
hjá Frosta í Súöavík; Albert, f. 6.4.
1970, nemi í bifvélavirkjun, og Ár-
mann, f. 19.2.1976, nemi í foreldra-
húsuni.
Foreldrar Heiðars eru Guðbrand-
ur Rögnvaldsson, fyrrv. bílamálara-
meistari í Reykjavík og nú starfs-
maður hjá Securitas, og kona hans,
Bjarndís Inga Albertsdóttir, hús-
móðir og starfsstúlka hjá Þvotta-
húsinuFönn.
Guðbrandur er sonur Rögnvalds,
verkamanns í Reykjavík, Guð-
brandssonar, b. í Sælingsdalstungu,
Ormssonar, á Eiði í Eyrarsveit,
Brandssonar, hreppstjóra á Hvoh í
Saurbæ, bróður Jóns, langafa Karls,
afa Péturs Einarssonar flugmála-
stjóra. Jón var einnig langafi þeirra
systkina, Jónasar, fóður Snæbjam-
ar vegamálastjóra, Hafliða, föður
Kristjáns, rekstrarstjóra Pósts og
síma, og Olínu, móður Jóns Gauta
Kristjánssonar, fyrrv. forstjóra OUs.
Annar bróðir Brands var Jón eldri,
afi Sesselju, ömmu Gunnlaugs Ás-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Þróunarfélagsins. Þriðji bróðir
Brands var Sigurður, langafi Rós-
mundu, ömmu Ingibjargar Þor-
bergs. Fjórði bróðir Brands var Vig-
fús, langafi Bjöms Guðfinnssonar
prófessors, föður Fríöu, fram-
kvæmdastjóra BÍ, en systir Bjöms
er Agnes, móðir Björns, skólastjóra
Hagaskólans. Fimmti bróðir Brands
var Guðmundur, langafi Kristjönu,
ömmu Garðars Cortes óperusöngv-
ara. Faðir Brands var Ormur, b. í
Fremri-Langey, Sigurðsson, ætt-
faðir Ormsættarinnar. Móðir Rögn-
valds var Guðfríður, dóttir Sól-
mundar, b. á Mjóhóli, Jónssonar og
Guðrúnar Guðbrandsdóttur.
Móðir Guðbrands, föður Heiðars,
var Steinunn, systir Ingveldar,
ömmu Helenu Eyjólfsdóttur söng-
konu. Faðir Steinunnar var ÞorkeU,
b. í Lambhaga, Árnason, bróðir
Guðrúnar, langömmu Víglundar
Þorsteinssonar, formanns Félags ís-
lenskra iðnrekenda, og Péturs Guð-
mundssonar flugvallarstjóra. Móðir
Þorkels í Lambhaga var Steinunn
Þorkelsdóttir, b. í Krýsuvík, Valda-
sonar og konu hans, Þórunnar Álfs-
dóttur, b. í Tungu í Flóa, Arasonar,
hreppstjóra á Eystri-Loftsstöðum,
Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlu-
sonar, ættfóður Bergsættarinnar.
Móðir Steinunnar, ömmu Heiðars,
var Ingveldur, langamma Páls Jens-
sonar prófessors. Systir Ingveldar
var Sigríður, langamma Harðar Sig-
urgestssonar, forstjóra Eimskipafé-
lagsins. Önnur systir Ingveldar var
Sigurbjörg, amma Guðmundar
Bjömssonar læknaprófessors. Ing-
veldur var dóttir Jóns, b. á Setbergi
í Hafnarfirði, forföður Setbergsætt-
Fólk
Heiðar Guðbrandsson
arinnar, og bróður Sigurðar, afa
Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta for-
seta ASÍ. Jón var sonur Guðmund-
ar, b. í Miðdal í Mosfellsveit, bróður
Einars, langafa Sigríðar, móður
Vigdísarforseta.
Bjarndís er dóttir Alberts frá
Hvítanesi í Djúpi Magnússonar, frá
Skáleyjum Guðmundssonar. Móðir
Alberts var Ingibjörg Sigurðardóttir
frá Arnardal, þremenningur við Jón
forseta, frá Ólafi lögsagnara á Eyri.
Móðir Bjarndísar var Vigdís, dóttir
Benedikts, sjómanns á ísafirði,
Sveinssonar, af Pálsætt, og Ingunn-
ar Jóhannsdóttur.
Afmæli
Carmen María
Róbertsdóttir Briickner
Carmen María Róbertsdóttir
Bruckner, hjúkrunarkona og hús-
móðir, Freyvangi 11, Hellu á Rang-
árvöllum, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Carmen fæddist í Nissa í Suður-
Frakklandi en ólst upp í Túnis til
fjögurra ára aldurs þar sem faðir
hennar var starfandi verkfræðing-
ur. Eftir fyrri heimsstyrjöldina
sneri fjöldskyldan til Guebwiller í
Elsass þar sem Carmen gekk í
bamaskóla. Eftir lát móðir hennar
1925 gekk Carmen í kaþólskan
heimavistarskóla St. Joseph í Rouf-
fach-Haut Rhin þar sem hún lauk
gagnfræðaprófi. Hún stundaði síðan
nám í dömuklæðskeraiðn og tísku-
hönnun og lauk sveinsprófi í Colm-
ar þar sem hún hóf nám á sviði tisk-
unnar „Haut couture í Paris“.
Carmen starfaði í vegabréfsdeild
hjá Chambre des Deputés 1942-44.
Hún giftist síðar framkvæmdastjór-
anum og héraðslögmanninum Horst
Altpeter sem eftir stríðið varð prest-
ur hjá Landeskirche í Hannover.
Þau hjónin skildu síðar barnlaus.
Er leið á seinni heimsstyríöldina
gerðist Carmen sjálfboðaliði sem
hjúkrunarkona hjá Rauða krossin-
um. í sjúkraskýlinu Horseöd við
Helsingör í Danmörku kynntist hún
höfuðsmanninum og dýralæknin-
um dr. Karh Helmut Bruckner (síö-
ar Kortssyni) sem síðar varð eigin-
maður hennar.
Dr. Karl er sonur dr. Karls
Brúckner, borgardýralæknis í
Crimmitsschau í Saxlandi, og Jó-
hönnu, f. Helling, af Karohngerætt.
Böm Carmenar og Karls eru Hans
Karlsson, f. 4.2.1946, verkfræðingur
sem starfar við mótorhönnun í
Russelsheim í Þýskalandi; Haraldur
Karlsson, f. 25.3.1947, verkfræðing-
ur, búsettur í Houston í Texas,
kvæntur Moniku, f. Röpke, og eru
þeirra börn Kristín, f. 1967, og
Freyja, f. 1979; Helgi Karlsson, f.
6.11.1950, sölustjórihjá Saudia-
flugfélaginu í Þýskalandi, kvæntur
HeUu, f. Ziehe, og era þeirra börn
Edda, f. 1985, og Silja, f. 1988; Kristj-
ana Karlsdóttir, f. 24.11.1951, fyrrv.
hótelstýra, gift Magnúsi Sigurðs-
syni, lækni og þýskum ræðismanni
á Suðurlandi, og eru þeirra börn
Sigríður Sif, f. 1975, María Kirstín,
f. 1976, Sigurður Hólmsteinn, f. 1978
og Karl Magnús, f. 1979.
Carmen var fulltrúi Frakklands í
þeirri hjálparnefnd Rauða krossins
sem annaðist flóttafólk er flýði til
Vestur-Þýskalands en við þá starf-
semi kynntist hún ræðismanni ís-
lands í Lubeck, Árna Siemsen.
Carmen og Karl fluttu til íslands
1950 og settust að á Hellu á Rangár-
völlum. Karl var skipaður héraðs-
dýralæknir í Rangái-vaUasýslu og
varð síðar ræðismaður þýska sam-
bandslýðveldisins á Suðurlandi.
Hann var sæmdur riddarakrossi
Carmen María Róbertsdóttir
Bruckner
fálkaorðunnar er hann lét af störf-
um fyrir aldurssakir.
Starf og menntun Carmenar sem
hjúkrunarkonu kom oft að góöum
notum á HeUu enda aðstoðaði hún
gjarnan við lækningar og aðhlynn-
ingu á mönnum og dýrum.
Faðir Carmenar var Róbert Thony
verkfræðingur, f. 1889, d. 1948 í
GuebwUler í Elsass í Frakklandi, en
Thony-fjöldskvldan kom frá Ung-
verjalandi 1849, þar sem hún tók
þátt í Kossut-byltingunni og ung-
verskri sjálfstæðisbaráttu.
Móðir Carmenar var Berthe, f.
Themkoy, 1890, í Staint Brieuc
Bretagne, d. 1925, dóttir EmUien
Themoy, skipstjóra í Brest, og
Marie, f. le Troquer, barónsfrú.
Carmen María dvelur á afmæhs-
daginn á heimUi sonar síns, Harald-
ar Karlssonar, að 4010 Pecan Park
Lane, Kingwood via Houston í Texas
77345, USA, sími 90 1 713 360 94 69.
Evjólfur E. Kolbeins
Eyjólfur E. Kolbeins, birgðavörður
á Hótel Sögu, til heimihs að Tjarnar-
bóh 15, Seltjarnamesi, er sextugur
ídag.
Eyjólfur fæddist að Bygggarði á
Seltjarnarnesi og ólst þar upp. Hann
starfaði lengi hjá Eimskipafélagi ís-
lands en hefur starfað á Hótel Sögu
sl. tíu ár.
Eyjólfur hefur starfað og sungið
með Selkórnum í fjölda ára. Hann
sat í stjórn kórsins og var formaður
hans um skeið.
Kona Eyjólfs er Erna Kristins-
dóttir Kolbeins, húsmóðir og
saumakona, f. 25.11.1934, dóttir
Kristins Sigmundssonar, starfs-
manns hjá SÍS, en hann er látinn,
og Karólínu Kolbeinsdóttur hús-
móður.
Börn Eyjólfs og Emu eru Eyjólfur
Kristinn Kolbeins, kokkur í Reykja-
vík, f. 20.9.1954; Elín Karolína Kol-
beins, lyíjatæknir í Reykjavík, f.
20.2.1959, og Ámi Kolbeins, starfs-
maður hjá hljómplötufyrirtækinu
Steinum í Reykjavík, f. 4.8.1967.
Eyjólfur á fjórar systur sem allar
emálífi.
Foreldrar Eyjólfs eru Eyjólfur
Eyjólfsson Kolbeins, sem er látinn,
og Ásta Helgadóttir Kolbeins.
Eyjólfur og Erna taka á móti gest-
um á heimili sínu, eftir klukkan 16
á afmælisdaginn.
Eyjólfur E. Kolbeins
Tilmæli til afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisböm og
aðstandendur þeirra til að senda
því myndir og upplýsingar um
frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að ber-
ast í síðasta lagi þremur dögum
fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Drangsnes
Nýr umboðsmaður á Drangsnesi frá og með 1. júní
1989 til 15. ágúst 1989.
Sólrún Hansdóttir
Kvíabala 5
Sími 95-3224
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
INNRITUN 1989-1990
Innritun í nám skólaárið 1989-1990 stendur yfir.
Grunnskólaprófsnemendur:
skulu skila umsókn sinni ásamt prófskírteini á skrif-
stofu skólans. Innritaðir verða 250 nemendur í 3ja
bekk.
Verzlunarprófsnemendur:
skulu skila umsókn sinni, ásamt prófskírteini, ef þeir
hafa verzlunarpróf frá öðrum skóla en V.Í., skrifstofu
skólans eigi síðar en 12. júní.
Öldungadeild:
tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu skólans
5.-8. júní gegn greiðslu innritunargjalds, kr. 2.000.