Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ '1989.
15
Evrópubandalagið
eftir Madridfundinn
Eölilega fylgjast íslendingar af
áhuga með því sem er aö gerast í
Evrópubandalaginu. Bandaríki
Evrópu eru að myndast og þangað
beinast viðskipti okkar í vaxandi
mæli.
Kosningar til Evrópuþingsins
fóru fram 18. júní sl. og þar kom
m^rgt á óvart. Græningjar virðast
sigurvegarar kosninganna. Þeir
tvöfolduðu fylgi sitt og hlutu 39
þingsæti af 518 sætum þingsins. Af
þessu má draga þá ályktun að
umhverfismál verði rædd af meiri
þunga á þinginu í framtíðinni.
Græningjar V-Þýskalands juku
fylgi sitt og græningjar frá Frakk-
landi og Belgíu mæta til leiks ásamt
fulltrúum annarra ríkja. Bretland
sker sig úr. Þar hlutu græningjar
15% fylgi en engan þingmann
vegna óréttláts kosningakerfis, ein-
menningskjördæmi.
Reyndar tóku aðeins 56% þeirra
242 milljóna manna, sem kosninga-
rétt áttu, þátt í kosningunum.
Athygh vakti hve illa íhaldsflokki
Schluters gekk í Danmörku og
íhaldsflokki Thatcher í Bretlandi.
Sumir vilja rekja ósigur Thatcher
í þessum kosningum til baráttu
hennar gegn því að afsala sjálfs-
ákvörðunarrétti til bandalagsins.
íhaldsmenn í Bretlandi segja hins
vegar að ástæðumar séu allt aðrar,
þ.e. erfiðleikar í stjórnmálum
heima fyrir, háir vextir og verð-
hólga ásamt fleiru.
Myntkerfi
Evrópubandalagsins
Barátta Thatcher hefur að und-
anfórnu einkum beinst gegn þátt-
KjaUarirm
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
töku í myntkerfmu EMS sem hún
hefur kallað „óviðunandi framsal
sjálfsákvörðunarréttar til Brussel"
og félagsmálasáttmálanum sem
hún hefur kallað „að koma sósíal-
isma á um bakdyrnar".
Þessi atriði eru mjög umdeild í
Bretlandi. Til að mynda hafa bæöi
utanríkisráðherrann og fjármála-
ráðherrann reynt að hafa áhrif á
járnfrúna og tahð það gagnstætt
hagsmunum Breta að tengjast ekki
myntkerfmu.
Fyrir Madridfundinn veltu menn
því fyrir sé hvort slæm útreið
Thatcher í kosningunum til Evr-
ópuþingsins mundi ekki hafa áhrif
á hana eða hvort fundinum myndi
ljúka með pattstöðu.
Niðurstaðan varð sú að sam-
komulag var um að vinna áfram
að því að Evrópubandalagið yrði
eitt myntkerfi og þessu kerfi yrði
komið á í þrem áfóngum. Vandinn
er sá að aðildarríkin túlka ekki
samkomulagið öll á sama veg.
Thatcher féllst á aö tengja pundið
fastar Evrópumyntinni þegar
ákveðnum skilyrðum væri full-
nægt, þ.e. þegar 1) verðbólgan í
Bretlandi, sem nú er 8,3%, hefði
lækkað verulega og 2) komið hefði
verið á fullu frelsi á sviði fjármagns
og fjármálaþjónustu innan banda-
lagsins.
Segja má að meginniöurstaöa
fundarins sé skuldbinding ríkj-
anna til að koma á fullu frelsi fjár-
magnshreyfinga og fjármálaþjón-
ustu fyrir 1. júlí 1990.
Síðan eru í farvatninu tveir
áfangar sem ekki eru tímasettir.
a) Settur verði á fót Evrópuseðla-
banki er stjórni peningamála-
póhtík ríkjanna.
b) Þriðji og síðasti áfanginn að
löndin taki öll upp eina og sömu
Evrópumynt, þ.e. ECU.
Jafnframt var ákveðið að ríkis-
stjórnir landanna tækju þátt í ráð-
stefnu sem ákvað nánar undirbún-
ing þessara þátta. Ráðstefnan var
ekki tímasett. Leiðtogar flestra að-
ildarríkjanna telja að þar með sé
eining komin um markmiðið, ein
Evrópumynt, ECU.
Thatcher segist hins vegar ekkert
hafa samþykkt enn. Raunar er þaö
rétt ef grannt er skoðað. Fyrsta
skrefið að tengja pundið ECU (og
reyndar myntir allra aðhdarríkj-
anna) er skilyrt frá henni en auk
þess ekki mikh breyting frá því
ástandi sem nú ríkir.
Annað skrefið með sameiginlegum
seðlabanka Evrópubandalagsins er
stærra mál. Eftir það er stjóm pen-
ingamála ríkja bandalagsins mið-
stýrð og sjálfsákvörðunarvald ríkj-
anna í raun lítið í þeim málum.
Menn velta því fyrir sér hvernig
hin ýmsu ríki muni þá bregðast við
fjárlagahalla og viðskiptahaha við
útlönd.
Thatcher hefur ekki fahist á þetta
framsal sjálfsákvörðunarréttar en
Mitterrand er ákafastur talsmaður
myntkerfisins.
Hugmynd Delors framkvæmda-
stjóra virðist vera að styðja veikari
ríkin með sameiginlegum sjóði
bandalagsins th að mæta haha á
utanríkisviðskiptum þegar þau
hafa afsalað sér rétti til að feha
gengi gjaldmiðilsins. Flækjumar
em því margar þótt myn^erfið
veröi eitt og enginn sér fram úr
þeim öhum.
Ákvörðun eða biðleikur
Eins og fyrr segir virðast flestir
þjóðarleiðtogarnir þeirrar skoðun-
ar að teningunum hafi verið kast-
að. Eigi að síður er það svo þó að
Thatcher hafi undirritað sam-
komulagið að sumt er skhyrt en
annað ótímasett og óumsamið
þannig að á síðari stigum getur hún
komið að fleiri skhyrðum t.d. varð-
andi vald Evrópuseðlabankans.
Ahir leiötogarnir voru ánægðir
með niðurstöðu fundarins en túlk-
uðu hana á mismunandi veg.
Menn töldu að Thatcher hefði
óvænt sýnt samkomulagsvhja.
E.t.v. vegna úrslita kosninganna,
e.t.v. vegna vaxandi þrýstings frá
samstarfsmönnum.
í stað fyrri yfirlýsinga um að
Bretland tæki þátt í myntkerfinu í
fylhngu tímans (when time is ripe)
lét hún sér nægja að setja skilyrði.
Því telja flestir að ekki verði aftur
snúið, innan bandalagsins verði
ein mynt innan skamms tíma.
Áfram halda erfiðir samningar.
Mitterrand leggur áherslu á félags-
lega samninginn. Vhjandi frestuðu
menn honum á Mádridfundinum.
Myntkerfið var næghega stór biti.
Tíminn mun hins vegar leiða í
ljós hvort skrefiö var í raun stigið,
hvort ákvörðunin var tekin, eða
hvort undirskriftin var í raun bið-
leikur og átökin um framsal
sjálfsákvörðunarréttar eru eftir.
Guðmundur G. Þórarinsson.
„Segja má aö meginniðurstaða fundar-
ins sé skuldbinding ríkjanna til að
koma á fullu frelsi Qármagnshreyfmga
og fjármálaþjónustu fyrir 1. júlí 1990.“
Samtrygging eða sérhyggja!
Þingmaður okkar Sunniendinga,
Guðni Ágústsson, skrifaði nýlega
forsíðugrein um lífeyrismál í Dag-
skrána á Selfossi og get ég ekki
orða bundist eftir lestur hennar.
Greinar sem þessar eru til þess
eins fahnar að skapa óánægju með
núgildandi lögbundið kerfi. Og fer
ekki hjá því að manni detti í hug
að slíkur sé thgangurinn. Auðvitað
er kerfið ekki gallalaust, á því eru
ýmsir hnökrar, en mér þætti það
standa þingmanninum nær að leita
leiða th úrbóta fremur en varpa
fram slíkum hugmyndum og fram
koma í umræddri grein.
Má fækka verulega
Við sem höfum kynnt okkur mál-
efni lífeyrissjóðanna höfum oft
heyrt athugasemdir um kerfið,
sumar réttmætar en ahtof margar
byggðar á misskhningi og vanþekk-
ingu. Misskilningurinn stafar aðal-
lega af rangtúlkunum á þeim hug-
myndum sem varpaö hefur veriö
fram, þ.e. einn lífeyrissjóður fyrir
aha landsmenn, gegnumstreym-
issjóður, skyldusparnaður o.fl.
Okkar færustu tryggingafræð-
ingar hafa komsist að raun um að
það kerfi, sem notað er í nágranna-
íöndum okkar, henti okkur best,
þ.e. samtrygging lífeyris með upp-
söfnun réttinda.
Auðvitað má deha um þaö hvað
margir lífeyrissjóðirnir eiga að
vera. Flestir eru sammála um að
þeim megi fækka verulega og er sú
þróun reyndar komin vel á veg.
Óneitanlega myndi það flýta þeirri
þróun ef frumvarp 17 manna
nefndarinnar, sem legið hefur í
skúffu ráðherra sl. 3 ár, næði fram
að ganga en í því felst veruleg end-
urbót á núgildandi kerfi. Sam-
kvæmt því frumvarpi mun lífeyris-
KjaUarinn
Hansína Á. Stefánsdóttir
starfsmaður Verslunarmanna-
félags Árnessýslu
sjóðum væntanlega fækka en eftir
sem áöur verður í aðalatriðum
byggt á svæðis- eða faglegum sjóð-
um með uppsöfnun og samtrygg-
ingu. Mér þætti ekki úr vegi að
þingmaðurinn kynnti sér þetta
frumvarp örlítið, ásamt fleiri þátt-
um lífeyrismálanna. Hugmyndir
Guðna og annarra þeirra sem telja
einkareikninga hvers og eins leysa
allan vanda líta ekkert illa út séðar
á pappír. En er þá ekki eins hægt
að hugsa sér að menn bruna-
tryggöu húsin sín eða húftryggðu
bílana sína á sama hátt, þ.e. að
þegar húsiö brennur eða bhhnn
eyðileggst fáist greidd th baka þau
iðgjöld sem viðkomandi hafði greitt
að viðbættum vöxtum? Mér er
sannarlega th efs að nokkur mundi
vilja tryggja eigur sínar á þennan
hátt.
Byrðinni dreift
I núgildandi kerfi er samtrygg-
ingin eitt af aðalatriðunum. Sam-
tryggingin felst í því að þegar menn
verða fyrir áföhum er byrðinni
dreift eins og gert er í almennu lif-
eyrissjóðunum. Hugmynd Guðna
um að leggja 1% af iðgjöldum_til
að mæta áhættulífeyri lítur þokka-
lega út en þegar litið er á reikninga
lífeyrissjóða kemur glögglega í ljós
að hún er fjarri öllum raunveru-
leika. Sem dæmi má taka skiptingu
lífeyris hjá tilteknum hfeyrissjóöi
en bætur vegna áhættulífeyris hjá
honum voru þannig árið 1987:
Örorkulífeyrir 10,7% af iðgjaldatekjum
Makalífeyrir 9,0% af iðgjaldatekjum
Bamalifeyrir 1,1% af iðgjaldatekjum
Samkvæmt þessu er áhættulifeyrir
20,8% af iðgjaldatekjum sjóösins.
Aðeins hluti þessara bóta er vegna
áunnins lífeyris, stærsti hluti þeirra er
vegna framreiknings, en hver sá sem
greiðir í lífeyrissjóð þegar/ef hann verð-
ur fyrir áfalli fær th vdðbótar áunnum
rétti þann rétt sem hann hefði öðlast sjö-
tugur miðað við iðgj aldagreiðslur 3ja síð-
ustu ára.
Erfið innheimta
Ekki virðist þingmaðurinn hafa
kynnt sér málefni sjóðanna ofan í
kjölinn. Honum virðist alls ókunn-
ugt um samstarfssamning sjóö-
anna og hlutverk skráningar lif-.
eyrisréttinda þegar hann heldur
því fram að bótaréttur glatist séu
iðgjöld greidd th fleiri en eins sjóðs.
Lög um skráningu lífeyrisrétt-
inda og samstarfssamningurinn
eru th þess gerð að tryggja að allar
greiðslur til lífeyrissjóðanna skih
rétti th bóta.
Því miður kemur fyrir aö iðgjöld-
um til lífeyrissjóðanna sé aldrei
skhað og getur bótaréttur rýrnað
af þeim sökum. Mér fyndist það
þarfara verkefni fyrir Guðna og
aðra þá sam nú hamast við að gera
núghdandi kerfi tortrygghegt og
vilja brjóta það niður að leggjast á
sveif með sjóðunum við að efla inn-
heimtur og fá því framgengt að íjár-
málaráðuneytið, f.h. skráningar líf-
eyrisrétinda, framfylgi ákvæði í 7.
gr. laga nr. 91/1980 en þar segir:
„Lífeyrisskráin skal eftir því sem
kostur er fylgjast með þvi að
ákvæðum laga um starfskjör laun-
þega og skyldutryggingu lífeyris-
réttinda sé framfylgt að þvi er varð-
ar greiðslu iðgjalda."
Núna reynist lífeyrissjóðunum
oft býsna erfitt aö innheimta þau
iðgjöld sem launagreiðendur hafa
sannanlega tekið af starfsmönnum
sínum og áreiðanlega yrði mun
erfiöara að innheimta þessi iðgjöld
væru þau að öhu leyti einstaklings-
bundin. Eða hver á að hafa eftirht
með skilunum?
Misrétti
í tengslum við núgildandi kerfi
viðgengst ýmislegt misrétti sem
fuh ástæða er th aö leiðrétta, t.d.
tvísköttun á iðgjaldahluta launþeg-
ans. En iðgjaldahlutinn er skatt-
lagður fyrst þegar teknanna er afl-
að og aftur þegar iðgjöldin eru end-
urgreidd í formi bóta.
Annað hróplegt dæmi um mis-
rétti er skerðing tekjutryggingar
vegna bóta frá lífeyrissjóðum. Þeir
aöilar, sem hafa tök á því að greiða
ekki til lífeyrissjóða, en safna ið-
gjöldum á eigin reiknigna, eru
verðlaunaðir með því að þeim er
veitt full tekjutrygging, auk þess
sem þeir sleppa við tvísköttunina
þar sem vextir eru skattfrjálsir. Þá
má einnig benda á að þegar bætur
almannatrygginga eru hækkaðar
hækkar grunnlífeyrir sjaldnar og
minna heldur en tekjutrygging.
1972 var grunnlífeyrir einstakhngs
um 77% af héildarlífeyri, þ.e.
grunnlífeyrir að viöbættri tekju-
tryggingu, en í dag er grunnlífeyr-
irinn aðeins 27% af heildarlífeyri.
Það er nefnilega hægt að taka
tekjutrygginguna, þ.e. 73% lífeyris-
ins, aftur af mönnum hafi þeir far-
ið að lögum og greitt til lífeyris-
sjóös.
í lokin vhdi ég benda hæstvirtum
þingmanni á að líta sér nær og bera
saman lífeyrissjóð þingmanna og
almennu sjóðina. Væri þaö ekki
verðugt verkefni fyrir hann og aðra
þá þingmenn, sem á tylhdögum
a.m.k. vilja kenna sig við félags-
hyggju, að beita sér fyrir lagfæring-
um á almenna kerfinu þannig að
verkamaðurinn og sjómaðurinn og
alhr hinir fái svipuð réttindi og
þingmaðurinn?
Hansína Á. Stefánsdóttir
„Núna reynist lífeyrissjóöunum oft
býsna erfitt að innheimta þau iðgjöld
sem launagreiðendur hafa sannanlega
tekið af starfsmönnum sínum..