Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ
25
Isson sækir fast að honum. KR-ingar unnu 1-0 sigur og bikarmeistarar Vals eru þar
DV-mynd GS
. Sveins frágengin:
Sveinsson
mdsliðinu
leika með liðinu á HM 1990
við Val síðan þeir komu hingað í júní. hins vegar átekta því næsti leikur í stöð-
Þeir ræddu þá við forkólfa Valsliðsins unni er hjá ráðamönnum franska liðs-
en síðan þá hefur lítið gerst. Við bíðum ins,“ sagði Pétur við DV. -JÖG/JKS
Er mjög ánægður
- sagði Jón H. Magnússon
„Ég er mtjög ánægður með að þess mál eru frágengin og að Spánveijamir
skyldu hafa gengiö að ölium kröfum HSÍ,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon,
formaöur HSÍ, í kjölfar þess að samningar voru handsalaöir milli HSÍ, KR,
Alfreðs Gíslasonar og Bidasoa í gær.
„Þá er ég ekki síður ánægður með að Alfreð skuli taka þátt í undirbúningi
íslenska landshðsins vegna HM og í heimsmeistaramótinu sjálfu," hélt Jón
áfram.
„Við óskum Alfreð góös gengis með sínu nýja hði en söknum hans úr íslands-
mótinu," sagði Jón Hjaltalín.
-JÖG
______________________________íþróttir
Mj ólkurbikarkeppnin:
Verðskuldaður
sigur KR-inga
- sigruðu bikarmeistara Vals á Hlíðarenda í gærkvöldi
„Þetta var verðskuldaður sigur.
Við vorum betri aðihnn í leiknum
og gátum vel skorað fleiri mörk. Þaö
verður spennandi verkefni að kljást
við Eyjamenn í undanúrshtunum en
það verður án efa mjög erflður leik-
ur,“ sagði Ian Ross, þjálfari KR-inga,
eftir að hðið hafði sigrað bikarmeist-
ara Vals á Hhðarenda í 8 hða úrsht-
um mjólkurbikarsins í gærkvöldi.
KR-ingar sigruðu með einu marki
gegn engu og var sá sigur mjög sann-
gjarn.
Viðureign hðanna var sannkallað-
ur bikarleikur þar sem baráttan var
mikil og ekkert gefið eftir. Valsmenn
voru meira með boltann í fyrri hálf-
leik en það voru KR-ingar sem náðu
að skapa sér marktækifæri eftir
hættulegar skyndisóknir. Bjöm
Rafnsson fékk tvívegis góð færi á að
koma KR-ingum yfir. Fyrst komst
hann einn í gegnum vöm Vals en í
stað þess að skjóta reyndi hann að
leika á Bjama Sigurðsson sem náði
knettinum á síðustu stundu. í seinna
skiptið komst Bjöm inn í sendingu
Magna Blöndal Péturssonar en skot
hans úr þröngu færi fór í hhðarnetiö.
Á 71. mínútu skomðu KR-ingar
eina mark leiksins. Aukaspyrna var
dæmd rétt utan vítateigs og Heimir
Guðjónsson skoraði rakleitt úr
spyrnunni. Valsmenn mótæltu og
töldu að Sveinn Sveinsson dómari
hefði dæmt óbeina aukaspymu og
því væri markið ekki löglegt. Markið
var engu að síður dæmt gilt og bikar-
meistaramir voru því komnir undir
í leiknum. KR-ingar vom nálægt því
að bæta við heldur en Valsmenn að
jafna. Litlu munaði þegar Magni gaf
enn misheppnaða sendingu aftur á
Bjama sem stóð fyrir utan teiginn
og Rúnar Kristinsson komst á milli
en fyrir algera tílviljun rúllaði bolt-
inn framhjá stönginni.
Undir lokin reyndu Valsmenn allt
hvað þeir gátu til að jafna en sóknir
þeirra vora bitlausar og vöm KR
átti ekki í neinum umtalsverðum
vandræðum. Fögnuður vesturbæjar-
hðsins var mikill þegar flautað var
til leiksloka enda sigur á bikarmeist-
urunum staðreynd.
KR-liðið lék einn sinn besta leik í
sumar og var hðið vel að sigrinum
komið. Fæstir áttu von á því að KR-
ingar ættu mikla möguleika þar sem
Pétur Pétursson gat ekki leikið með
liöinu. Það sýnir að breiddin í hðinu
er mikil og ungu strákarnir hvöttu
hver annan til dáða. Gunnar Odds-
son var feiknasterkur í vöminni og
besti maöur höins. Rúnar Kristins-
son lék einnig mjög vel eins og reynd-
ar liðiö í heild.
Valsmenn áttu ekki góðan dag og
hðið var hreinlega lélegt. Það munaði
mikið um Atla Eðvaldsson og Einar
Pál Tómasson sem báðir em meidd-
ir. Vömin var óöragg og einungis
Bjarni Sigurðsson kom í veg fyrir
stærra tap. Baldur Bragason komst
mjög vel frá sínu en aðrir voru undir
meðallagi.
-RR
f ■
Alfreð Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, ásamt Halldóri Björnssyni, formanni handknattleiksdeildar KR,
og Errazquin, framkvæmdastjóra Bidasoa frá Spáni. Samningur var handsalaður milli aðilanna í gær.
DV-mynd Brynjar Gauti
Samningar Alfreðs Gíslasonar við Bidasoa frágengnir:
Höfum náð í tvo bestu
handboltamenn heims
- sagði framkvæmdastjóri Bidasoa í viðtali við DV 1 gær
Forvfgismenn spánska stórhðsins
Elgorriaga Bidasoa gengu frá sam-
komulagi sínu við Alfreð Gíslason,
KR og HSÍ í gær.
Framkvæmdastjóri liðsins, Jóse
Antonio Errazquin, kom hingað til
lands gagngert th að ganga frá samn-
ingunum.
„Ég er mjög ánægður með að fá
Alfreð til liðsins," sagði Errazquin í
viðtali við DV í gær en hann var þá
staddur á skrifstofu HSÍ.
„Það stóð til að við fengjum tvo
íslendinga til hðsins enda höfum við
jafnan haft útlendinga af sama þjóð-
erni í hðinu og hefur það reynst vel.
Samningar við Sigurð Gunnarsson
gengu hins vegar ekki upp. Ástæð-
una má rekja til samkomulags
heimastjórnar Baska við Pólveija en
Pólverjum er boðið að æfa í Baska-
héraðum Spánar fyrir ólympíuleik-
ana í Barcelona við sama kost og
heimamönnum. í kjölfar þessa samn-
ings gátum við fengið Pólveijann
Bogdan Wenta til liðs við okkur á
hagstæðum kjörum til tveggja ára,
með möguleika á framlengingu um
eitt ár,“ sagði Errazquin.
Errazquin kvað nei við, aðspurður
hvort Bidasoa hygðist greiða Sigurði
Gunnarssyni skaðabætur vegna
samningsrofanna.
Hann kvað hins vegar mögulegt að
bjóða honum einhverjar bætur í
formi þess að leika með öðrum hðum
á Spáni eða annars staðar.
Errazquin sagðist bjartsýnn á kom-
andi leikár, enda teldi hann sig hafa
náð samningum við tvo af bestu
handknattleiksmönnum heims.
„Við urðum meistarar fyrir þrem-
ur árum en okkur hefur hins vegar
gengið miður síðan þá. Við htum hins
vegar björtum augum til næstu ára,
við eigum unga og efnilega leikmenn
og höfum auk þess fengið til okkar
þessa tvo sterku útlendinga,“ sagði
Errazquin við DV.
-JÖG/JKS