Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskötið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstfóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989.
Sykurmolamir:
Seldist upp á
lokatónleikana
á tveim tímum
Birgir Þórisson, DV, New Yorfc
Tónleikaferðalagi Sykurmolanna
lauk í gærkveldi með því að þeir spil-
uðu fyrir fullu húsi, 20.000 manns, í
New York. Þetta voru 22. tónleikarn-
ir í fórinni. Með þeim í fór voru tvær
aðrar hljómsveitir, Public Image
Limited og New Order, sem eru ráð-
settar í þessum bransa.
Tónleikarnir í New York voru liöur
í tónlistarhátíð sem nefnist New
Music Seminar. Þrjár íslenskar
hljómsveitir, Risaeðlan, Bless og
Ham, spiluðu einnig á þeirri hátíð á
vegum Smekkleysu, fyrirtækis
M þeirra Sykurmolanna, en minna var
látið með þær en Sykurmolana sem
eru orðnir vel þekktir meðal fólks
sem nýungagjarnt er með tónhst.
Miðar á tónleikana seldust upþ á
tveim tímum tyeim mánuðum fyrr.
Eitt er víst að nógir vildu heyra þá.
Og New York var ekki einsdæmi.
Hljómsveitirnar þrjár komu fram á
22 tónleikum um landið þvert og
endilangt. Milli 10.000 og 20.000
áhorfendur voru á hverjum tónleik-
um og var jafnan uppselt.
Þetta var því nokkuð strangur túr,
■»þó ekki eins og fyrri tónleikafór
þeirra vestra, að sögn Einars Arnar
Benediktssonar. Viðtökur áhorfenda
segir Einar Örn að hafi verið frekar
góðar eftir svipnum á fólkinu að
dæma . Samt vildi hann ekki kalla
þetta sigurför en sagði Sykurmolana
hafa náð að hrekkja hinar hljóm-
sveitirnar með vasklegri framgöngu
á sviðinu. Ekki vildi hann heldur
viðurkenna að þau væru orðin stór-
stjörnur eins og umboðsaöih þeirra
hérna vestra vildi meina.
í ágúst hggur svo leiðin til Bret-
lands í blaðaviðtöl því aö plata er
væntanleg í september, tónleika-
ferðalag um Evrópu í október og svo
aftur vestur um haf í febrúar á næsta
.. ári.
Nauðgunarkæran:
Málið upplýst
Garöar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Rannsókn á kæru um nauðgun,
sem ung stúlka á Akranesi lagði fram
fyrir nokkru, er að ljúka og verða
gögn send ríkissaksóknara til
ákvörðunar á næstunni.
Að sögn Jóns Snorrasonar hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins er mál-
ið upplýst og styrktist grunur um að
um kynferöisafbrot hafi verið að
ræða.
Atburðurinn átti sér stað að
■^tiorgni sunnudagsins 2. júh en kær-
an var lögð fram nær viku síðar,
föstudaginn 7. júh.
LOKI
íþróttamenn í Hafnarfirði
munu á hraðferð austur til að
taka þátt í Skaftárhlaupi!
Aflasamdrátturinn hefur enn ekki sagt til sín:
20 prósent samdráttur
á síðari hluta ársins
mestur samdráttur á Suöurlandi, Reykjanesi og Vesturlandi
Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir
um 10,9 prósent samdrætti i þor-
skafla á þessu ári drógust þorsk-
veiðar ekki saman um nema 2,5
prósent á fyrri helmingi þessa árs.
Til þess að ná boðuðum samdrætti
þarf þvi að draga úr þorskveiðum
um tæp 22 prósent á síðari helm-
ingi þessa árs miöað við sama tíma
í fyrra.
Þessi mikli samdráttur mun að
likindum koma harðast niður á
Suðurlandi, Reykjanesi og Vestur-
landi. Á iyrri hluta þessa árs hefur
verið landað í þessum landshlutum
um 12 til 22 prósent meira af þorski
en á sama tíma í fyrra. Ef ekki
hefur komið til umtalsverðrar til-
færslu á kvóta til þessara lands-
hluta frá öðrum má búast við feiki-
legum samdrætti i sjávarútvegi á
síðari helraingi ársins.
Þar sem togaraútgerð er meiri
hefur verið aflað minna af þorski
á fyrri hluta ársins en á sama tíma
í fyrra. Á Vestfjörðum, Norður-
landi og Austurlandi hefur þorsk-
fah verið um 17 til 21 prósent minni
í ár en í fyrra. Bf þessir landshlutar
haí'a ekki misst kvóta ætti þorskafl-
inn á síðari helmingi ársins að geta
verið svipaður eða jafnvel meiri en
í fyrra.
Það er gert ráð fyrir minni sam-
drætti í veiðum á öðrum botnfisk-
tegundum en þorski eða um 4 pró-
sent. Það sem aí'er þessu ári hefur
hins vegar borist að landi um 4,5
prósent meira af helstu tegundun-
um. Það má því búast við um 14
prósent samdrætti á síöari helm-
htgi ársins. Sá samdráttur bætist
við fyrirséðan samdrátt í þorsk-
veiðum.
Samdrátturiim í öðrum tegrmd-
um en þorski mun skiptast mun
jafnar ’ niður á landshlutana. Af
flestum tegundum hefur nokkuö
svipað eða örlítið magn borist aö
landi á fyrri helmingi þessa árs og
í fyrra og á þetta við um alla lands-
hluta. -gse
Skákþing Norðurlanda:
Jón L sigraði
Wedberg
Urslit í fyrstu umferð skákþings
Norðurlanda í Finnlandi urðu þessi:
Jón L. Árnason vann Wedberg frá
Svíþjóð. Larsen frá Dánmörku vann
landa sinn. Yrjola frá Finnlandi vann
samlanda sinn, Westerinen. Jafntefli
varð í öðrum skákum, meðal annars
í skák þeirra Helga Ólafssonar og
Margeirs Péturssonar. -J.Mar
Sala ÁTVR:
Um 75 þúsund
alkóhóllítrum
Skaftá er nú í rénun en hlaupið sem hófst á mánudaginn er talið vera eitt hið stærsta síðan 1984. Tekur það ána
um þrjá til fjóra daga að komast aftur í eðlilegt ástand. Vegurinn inn í Skaftárdal grófst i sundur og símasam-
bandslaust varð við tvo bæi. Áætlað er að viðgerðir á því sem aflaga fór í hlaupinu geti hafist á mánudaginn en
ekki var gert ráð fyrir að hægt væri að gera neitt fyrir helgi. -GHK/DV-mynd Valgeir Ingi
meiri en í fyrra
Vandi loödýrabænda:
Samþykkt stjórnarinnar ekki til neins
- segir Stefán Valgeirsson alþingismaður
„Þetta er engin niðurstaða. Þessi
samþykkt, sem gerð var í ríkisstjórn-
inni, er ekki til neins eins og staðan
er. Þetta sýnir bara að þeir vita ekki
hvernig staðan raunverulega er,“
sagði Stefán Valgeirsson, þingmaður
Samtaka um jafnrétti og félags-
hyggju, um afgreiðslu ríkisstjórnar-
innar á vanda loðdýrabænda.
Stefán telur þá afgreiðslu ekki
þjóna neinum thgangi. Verið sé að
loka fóðurstöðvunum og þetta komi
ekki í veg fyrir það. Margar fóður-
stöðvar séu komnar með greiðslu-
stöðvun og fái ekkert afgreitt nema
gegn staðgreiðslu.
Stefán taldi aö fyrst og fremst þyrfti
að skuldbreyta afurðalánum frá
fyrra ári svo að stöðvarnar fengju
afurðalán til að halda rekstrinum
áfram í ár. Stefán taldi þetta ekki
vera neitt gríðarlegar upphæðir sem
þannig þyrfti að millifæra til loð-
dýrabænda. Hann sagðist þó ekki
treysta sér til að segja hve há upp-
hæðin væri fyrr en hann hefði stað-
festaútreikningaáþví. -SMJ
Fyrstu sex mánuði ársins seldi
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
455.992 alkóhóllítra. Er það rúmlega
75 þúsund alkóhóllítrum meira en á
sama tíma í fyrra.
Heildarsala á áfengi á fyrstu sex
mánuðum ársins nam 1.224.262 lítr-
um sem gera 330.858 alkóhóllítra. Á
sama tíma í fyrra höföu selst 1.451.299
lítrar af áfengi sem gera 380.644 alkó-
hóllítra. Þarna hefur því orðið sam-
dráttur í sölu sterkra og léttra vína,
sem nemur 13,08%.
Þessar tölur segja þó-ekki alla sög-
una því bjórinn er ekki inni í þessu
dæmi. í marsmánuði nam heildar-
sala á honum 1.170.303 lítrum sem
gerir 61.081 alkóhóllítra. Heildarsala
til júníloka nam 2.418.950 lítrum sem
gerir 125.134 alkóhóllítra. - JSS
Veörið á morgun:
Engin
breyting
Veðurspáin fyrir morgundaginn
er nákvæmlega eins og hún hefur
verið undanfarna viku eða meira.
Fremur hæg suðvestlæg átt verður
ríkjandi á landinu öllu. Afleiðing-
arnar láta heldur ekki á sér standa.
Á Suður- og Vesturlandi verður
súld en þurrt og víða bjart annars
staðar. Á dimmviðrissvæðinu
verður hitastigið 10-11 gráður en
allt upp í 18 gráður hjá þeim heppn-
ustu sem að þessu sinni verða Ák-
ureyringar.
SHlÐASKACIIin
4
4
4
t
í
í
4
4
I