Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. Fréttir________________________________________________________________________dv Dagur og Dagsprent með greiðslustöðvun til þriggja mánaða: Vilja að Byggðastofnun kaupi fasteignir sínar Húsnæði Dags og Dagsprent við Strandgötu 31 sem fyrirtækin hafa boðið Byggðastofnun til kaups. DV-mynd gk Gylfi Kistjánsson, DV, Akureyii; Dagblaðið Dagur á Akureyri, sem er eina dagblaðið utan Reykjavíkur, og Dagsprent hf. hafa bæði fengið greiðslustöðvim til þriggja mánaða og boðið Byggðastofnun húseignir sínar að Strandgötu 31 til kaups. Dagur var stofnaður árið 1918 og er því liðlega 70 ára en Dagsprent var stofnað árið 1981, fyrst og fremst í þeim tilgangi að annast prentun blaðsins. Dagur flutti í nýtt húsnæði að Strandgötu í ársbyrjun 1981 og var um að ræða gamalt iðnaðarhúsnæði og nýja viðbyggingu og Dagsprent tók þá til starfa á sama stað um leið. Útgáfudögum Dags var fjölgað í þrjá í viku og í fimm daga í viku áriö 1985, og þá skömmu síðar var farið að fjár- festa fyrir alvöru. Bruðl og taprekstur Lóðin við hliðina - Strandgata 29 - var keypt og síðan ráðist í byggingar- framkvæmdir af miklum krafti. Bæði var byggt við eldra húsiö og einnig stórhýsi á þremur hæðum fram við götuna. Mun ekkert hafa veriö til sparað að gera allt sem glæsilegast og töluðu reyndar margir um bruðl í því sambandi. í fréttatilkynningu frá Degi og Dagsprenti segir m.a. að ástæðan fyr- ir beiðninni um greiðslustöðvun sé fyrst og fremst erflð lausafjárstaða vegna mikilla fjárskuldbindinga sem rekja megi til oöjárfestinga. Áætlan- ir, sem unnið hafi verið eftir, hafi ekki staðist og rekstur fyrirtækjanna standi ekki undir þeim gífurlega fjár- magnskostnaði sem á þeim hvíli. Því þurfi ráörúm til að létta þessum kostnaði af rekstrinum og greiðslu- stöðvun sé tæki til að skapa slíkt ráðrúm. Fyrirtækin voru rekin með rumlega 19 milljóna króna tapi á síð- asta ári. Dagsprent tapaði 9 milljón- um fyrstu 6 mánuði þessa árs en Dagur skilaði 4 milljóna króna hagn- aði fyrir fjármagnsgjöld. Þegar þau eru tekin með er reksturinn í jám- um. Sameinig við P.O.B.? Eins og fram hefur komið í DV, hafa átt sér stað viðræður á milli Dagsprents og Prentverks Odds Bjömssonar um sameiningu fyrir- tækjanna. Þær viðræður hafa leitt í ljós að forsenda sameiningar sé að selja eignir. í framhaldi af því hafa Dagur og Dagsprent boðiö Byggða- stofnun eignir sínar til kaups. Takist Fréttaljós Gylfi Kristjánsson ekki að selja þessar eignir komi einn- ig til greina að selja stóra húseign P.O.B. við Tryggvabraut. Sigurður Jóhannesson, stjómar- formaður Dags, segir að það sé mjög mikils virði fyrir fyrirtækin að Byggöastofnun taki jákvætt í erindi fýrirtækjanna um kaup á húseignum þeirra. Til greina komi þó að selja þessar eignir hverjum sem áhuga hafi, en þeir séu þó ekki margir því um stórar eignir sé að ræða. „Hi- minninn hrynur ekki þótt þetta bregðist, en óneitanlega væri það mikill léttir fyrir okkur og góð lausn að Byggðastofnun tæki erindi okkar jákvætt," sagði Sigurður. Segir Byggðastofnun nei? „Þetta erindi Dags og Dagsprents var rætt hér í stofnuninni en engin ákvörðun var tekin,“ segir Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, og bætti við að ekki yrði haldinn stjórnarfundur fyrr en seint í þessum mánuði eða í byrjun september og fyrst þá yrði í fyrsta lagi rætt frekar um máhð. Um það hvort sú staðreynd, aö Byggða- stofnun hefði fengiö úthlutað lóð á besta stað í miðbæ Akureyrar ásamt Búnaðarbankanum, kæmi ekki til með að hafa áhrif þegar „tilboð" Dags og Dagsprents verður afgreitt sagði Guðmundur: „Jú sjálfsagt. Við skulum heldur ekki gleyma því að það er ekki nema tæpt ár síðan viö lukum við að innrétta og ganga frá okkar skrifstofum í Búnaðarbanka- húsinu á Akureyri." Samkvæmt öðrum heimildum DV er ólíklegt að Byggöastofnun taki erindinu jákvætt og þá vaknar sú spuming hvað gerist í málefnum Dags og Dagsprents. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að sala á fast- eignum P.O.B. við Tryggvabraut sé einnig inni í myndinni og það hús- næði gæti hentað mjög vel undir starfsemi væntanlegrar sjávarút- vegsbrautar Háskólans á Akureyri. „Stjómir fyrirtækjanna telja það engan veginn í anda byggðastefnu að Byggðastofnun eða aðrar stofnan- ir hins opinbera hyggjast byggja stór- hýsi á Akureyri á sama tíma og nægt framboð er af hentugum fasteignum á staðnum. Með því myndi ríkisvald- ið einungis stuðla að lækkun fast- eignaverðs og því að fyrirtæki og ein- stakhngar sætu uppi með ihseljan- legar eignir...“ segir m.a. í fréttatil- kynningu sem Dagur og Dagsprent hafa sent frá sér. Ef ekki tekst að selja annaðhvort fasteign Dags og Dagsprents við Strandgötu eða fasteign P.O.B. við Tryggvabraut er ljóst aö ekki verður af sameiningu Dagsprents og P.O.B. Þá er ahur vandi Dags og Dagsprents óleystur og þvi óhætt að segja að mikil óvissa sé með framtíö þessara fyrirtækja svo ekki sé meira sagt. I dag mælir Dagfari Þaö er eins og fyrri daginn að ríkis- stjómin má ekkert aumt sjá öðm- vísi en hlaupa upp th handa og fóta og rétta sína göfugu hjálparhönd. Nú er það Dagur á Akureyri sem þarf á aðstoð aö halda og ekki stendur á ríkisvaldinu ef marka má fréttimar. Dagur er lítiö blað í próvinsinu sem hefur lengi komið út og þjónað Framsóknarflokknum af mikilh hohustu. Þetta hefur löngum verið geðþekkasta blaö, einkum fyrir þá sök að það hefur ekki verið að viha á sér heimhdir og kemur th dyranna eins og það er klætt. Framsókn hefur rétt fyrir sér, hinir hafa rangt fyrir sér og heimsmyndin skiptist í framsókn- armenn og aðra menn. Svo gerðist það sem stundum hendir á bestu bæjum. Dagur fann það út að hann væri miklu merki- legri en hann er. Blaðið tók að stækka við sig í blaösíðum og mannahaldi, keypti hús og prent- smiðju og var sem sagt meö mannalæti eins og þeir hafa í frammi fyrir sunnan. Sjálfsagt hef- ur Dagiu- tekið Nútímann sér th fyrirmyndar en það var blað fram- sóknaráianna sem gefið var út í Reykjavík og átti að verða stærsta blað í heimi ef marka mátti ritstjó- Dagur vonar rann á því blaði. Nútíminn reyndist hins vegar svo nútímalegur að hann hentaði hvorki framsóknarmönnum né öðrum lesendum. Framsóknar- menn eru ekki mikið fyrir nútím- ann gefnir og annað venjulegt fólk áttaði sig hreinlega ekki á gæðum NT fyrr en það var orðið of seint. Þá var NT farið á hausinn og fram- sóknarmenn horfnir aftur th for- tíðarinnar. Síðan hafa þeir dundað sér við aö gefa út Tímann fyrir sjálfa sig og nánustu fjölskyldur og réðu th þess afturgenginn ritstjóra. Ritstjórinn gamnar sér viö að púsla saman fyrirsagnaletri á for- síðunni og semur brandara í leið- inni sem kallaðar eru fréttir. Sumir segja að þessi blaðamennska á Tímanum sé á undan sinni samtíð, aðrir að þetta sé aftuhrvarf th for- tíðar. Ahavega er ljóst aö Tíminn hefur sagt skilið við nútímann eins og aðrir framsóknarmenn og segir ekki frekar af því blaöi. Af Degi er það hins vegar aö segja að þeir uppgötvuðu fljótlega að það var sama hvað blaðið var stækkaö og hversu margar prentsmiðjur voru keyptar eða blaðamenn ráðn- ir, ekki jókst salan. Þeir uppgötv- uöu sem sagt of seint að Dagur Ak»r«yri, lUtmiafm, 4. ifúu I9>9 V«n/ut*gir ofl dMntnlatkornl trúlofunarhringar Laganna verðir í S.-Þing. í viðbragðsstöðu: Hafaaugameðölvun, ljósum og bðbeltum - búist við Qölda tjalda í Vaglaskógi **' þr J.r D«gur rua. Uli •( rcjiuam t Húu«ik «>r hun I þö mtp td.rlnilnð I Kðlduklnn. Hrerö- cklgMljl tr i knA umlerft.na rkki mtm cn á SnAnr-Mnfcyjanýrin ca Iftj «cn|ulcfum f,mmiudtt, «tm t mirt "I »* "*nn fnru ckkr aft QAUf hu»“ •*' "I hreyfrnp fyrr cn I daf ffann ufð< >ð lógrcglan myndi lcu/a mikla itrcralu á þaft . lan.lcikir cru akipulagðrr I klaphcinulinu Ydftlum og Sk)ólbrckku f Mý«aln«vcii og rcrður löfntlan mikið á tcrðmni >f fylgrai m<................... ’an eflrr acll um hclgina bmftr á þcaau r.aðr of ill af þ»l. Grcrmlegl er aft Uraumur fólka mun liuja «tnur I Húna«cr fi >crður ðrujglcga mrkrð aft fera I kringum hclaiu hentar í próvinsinu en gagnast lítið fyrir lesendur sem vilja að eitthvað sé að lesa í blaðinu sem þeir kaupa. Framsóknarblaðamennskan dugar tvisvar eða þrisvar í viku en hún er of stór skammtur fyrir venjulega lesendur þegar blaðið kemur út á hveijum degi. Nú eru þeir komnir í þrot á Degi og þá fer að sjálfsögðu með það þrotabú eins og önnur merk fyrir- tæki í landinu. Ríkisstjórnin kem- ur hlaupandi og telur það í þágu þjóðarhagsmuna að framsóknar- blaðið á Akureyri haldi lífi. Þetta eru hvort sem er ekki nema nokkur hundruð mhljónir og hvaö munar stöndugan ríkissjóð um að hlaupa undir bagga þegar þjóðarhagur er annars vegar? Dagur verður að koma út th að halda áfram trúboö- inu. Norðanmenn mega ekki missa af fréttaskýringum Framsóknar- flokksins og kletturinn í hafinu verður að hafa sitt málgagn th að þjóðin lifi þetta af. Auk þess er þetta byggðapólitískt mál. Ef blöð koma út fyrir sunnan og ef Tíminn lifir nútímann af verður að hafa jafnvægi í byggð landsins og láta Dag halda velli. Þess vegna er það sem Byggðastofnun íhugar nú að kaupa húsbyggingar Dags th að eiga fast aðsetur í höfuðstað Norð- urlands og hafa vakandi auga með því að ekki hallist á. Það var lán fyrir Dag að Byggða- stofnun skyldi vera th og það er lán fyrir Byggðastofnun að Dagur skuh vera th. Annars hefði engum dottið í hug að kaupa séstakt húsnæði undir Byggðastofnun og þá hefði engin leið verið th að redda Degi út úr vandræðunum. Þetta er dag- ur vonar þar sem byggðastefnan og framsóknartrúboðið geta sam- einast í andanum og peningunum og bjargað sameiginlegu þrotabúi beggja. Segið svo að Byggðastofnun komi ekki að neinu gagni! Segið svo aö þaö borgi sig ekki að gefa út blöð í próvinsinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.