Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 5
fct ■; : I > f \ni • 'f ’r;Hi MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGtJST 1989. 5 Fréttir BILASALAN Þróun smásöluverðs á niðurhlutuðu kindakjöti vekur athygli: Raunverð tvöfald aðist á tíu árum HYRJARHÖFÐA 4 - SÍMI 673000 heildsöluverð hefur hækkað umtalsvert frá búvörusamningnum Verð á lambakjöti í samanburði við almenna verðþróun Verðbreytingar frá haustmánuöum 1980 Smásöluverð á lambakjöti hefur hækkað umtalsvert umfram al- mennt verðlag á undanfórnum árum. Mest hefur hækkunin orðið á niðurhlutuðu kjöti öðru en súpu- kjöti. Þannig eru lærissneiðar í dag um 90 prósent dýrari í dag en þær voru á haustmánuðum 1980 og er þá miðað við fast verðlag. Aðrir hlutar Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson lambsins hafa hækkað ívið minna. Lambakjöt í heilum skrokkum er þannig um 20 prósent dýrara í dag en það var árið 1980. Eftír að álagning var gefin fijáls á niðurhlutuðu kjöti hafa læri, hiíygg- ir, lærissneiðar og kótelettur hækk- að mun meira en kjöt í heilum skrokkum. Þessi áhrif virðast hins vegar ekki hafa komið fram strax heldur hefur verðmismunurinn auk- ist jafnt og þétt. Þegar litíö er til hugsanlegra áhrifa búvörusamnings Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra við bændur kemur í ljós að heildsöluverð á ónið- urgreiddu lambakjöti hefur hækkað um 10,7 prósent frá 1985. Smásölu- verð á heilum skrokkum hefur hins vegar lækkað um 7,5 prósent frá sama tíma. Eins og margir hafa bent á hefur landbúnaðarkerfið ekki dregið jafn- mikið úr kostnaði og sem nemur minni framleiðslu. Það ætti því ekki að koma á óvart að búvörusamning- urinn haíi leitt til hærra heildsölu- verðs. Ríkið hefur hins vegar eytt áhrifum þessarar hækkunar á smá- söluverð meö auknum niðurgreiðsl- um. Þegar verðþróun á lambakjöti er skoðuð kemur í Ijós að eftir að matar- skatturinn var settur á hækkaði nið- urhlutað kjöt mun meira en kjöt í heilum skrokkum. Þannig hækkaði niðurhlutað kjöt um 13 prósent frá því í nóvember 1987 þangað til í fe- brúar 1988 á sama tíma og skrokkar hækkuðu ekki um nema 6 prósent. Eins og sjá má af línuriti hér á síð- unni hefur lambakjöt hækkað langt umfram almennt verðlag á undan- fornum árum. Fólk fær nú helmingi minna af lærissneiðum fyrir sama raunvirði en það gat fengið fyrir fá- einum árum. Heil læri hafa hækkað um 60 prósent frá haustmánuðum 1980, hryggir um 45 prósent, kótelett- ur um 40 prósent og súpukjöt og skrokkar um 20 prósent. Á sama tíma hefur kindakjötsneysla stórlega dregist saman eða um 25 prósent. Range Rover ’85,5 gíra, 30.000 kcn. T, Landcruiser ’85, ajálf- skiptur. Ráðherrar í lax: Steingrímur fékk átta Svo virðist sem stór hluti ríkis- stjómar Steingríms Hermanns- sonar sé búinn að fmna hinn rétta anda í Vopnafirði því ráðherr- arnir stefna þangað hver á fætur öðrum til laxveiða eða em búnir að veiða þar að undanfornu. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra var við veiðar í Selá í Vopnafirði um verslunar- mannahelgina og fékk hans hóp- ur 60 laxa. Steingrímur veiddi 8 laxa og alla á flugu. Stærsta lax- inn veiddi Steingrímur, 17 punda fisk, en stærsti laxinn úr ánni er 19 pund. Steingrímur veiddi ein- göngu á flugu en hinir vora flest- ir með maðk. Með Steingrími í þessm fengsæla hópi vom meðal annarra Helgi Hjálmarsson, Kristinn Finnbogason, Jóhannes Stefánsson og Hermann Jónsson. Innan fárra daga koma einnig Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra og Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra til veiða í Selá. Vopnafjörðurinn virðist hafa mikiö aðdráttarafl fyrir ráðherr- ana. Eflaust eru það góðar lax- veiðiár sem þar ráða mestu um og sá mikh friður sem veiðimenn fá við ámar. Steingrímur hefur haft tölu- verða yfirferð í veiðinni í sumar. Hann hefur veitt í Laxá í Kjós, Haffjarðará, Norðurá og Laxá í Aðaldal, svo einhveijar ár séu nefndar. Steingrímur J. Sigfús- son og Jón Sigurðsson hafa farið htið til veiða ennþá. Fjöldl fólks streymdi upp í Haukadal í Biskupstungum aö sjá Geysi gjósa á laugardaginn. Ekki brást gamli höfðinginn gestunum en ruddi úr sér þúsundum tonna vatns á örskömmum tima við mikla hrifningu áhorfenda. DV-myndEJ 42 óhöpp um helgina Ahs vom skráð 42 umferðaróhöpp um verslunarmannahelgina. Þar af var eitt banaslys og nokkur slys þar sem meiðsh urðu alvarleg. Slösuðust 9 alvarlega en 26 í aht. 98 vom tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur og kom ölvim við sögu í nokkrum óhöppum. í fréttatilkynningu frá Umferðarráði segir að almennt hafi lögregla hrósað ökumönnum eftir helgina. -hlh MMC Lancer GLX ’88-’89, sjálfsk, m/ðllu. T. Carina II ’87, 5 gira, 25.000 km. Sími 673000 Broslð breikkar í betri bíl Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.