Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. Útlönd Allir hermenn heim Indverjar eru reiðubúnir að kveðja afla hermenn sina á Sri Lanka heim. Simamynd Reuter Indveijar eru reiöubúnir aö kveðja alla hermenn sína heim frá Sri Lanka fyrir febrúar á næsta ári og hastta að berjast við skæruliða Tamila ef stjómvöld á Sri Lanka fallast á skilyrði þeirra. Rartjan Wijeratne, utanríkisráðherra Sri Lanka, sagði á þingi í gær að í staðinn vildu Indverjar aö sett yrði á laggimar nefnd til að fjalla um öryggisráöstafanir og yrði hún að vera undir forsæti ráöherra norðaustur- héraðs eyjunnar þar sem tamílar era í meirihluta. Fulltrúar ríkjanna tveggja ræddust við í Nýju Delhí í síðustu viku en uröu ekki á eitt sáttir um hvenær tæplega 45 þúsund indverskir hermenn sem enn eru á Sri Lanka skyldu kvaddir heim. Indveijar ætla að flytja um 1500 hermenn frá eyjunni í þessari viku. Hernaðarútgjöld skorin niður Sovétríkin ætla að skera hemaöarútgjöld sín niður um helming árið 1995 ef risaveldin ná samkomulagi um fækkun hefðbundins herafla í Evrópu og kjarnaflauga, að því er hemaöarráðgjafí Gorbachovs Sovétleið- toga sagði í gær. Sergei Akhromeyev, fyrram yílrmaöur herráös Sovétrikjanna, skýrði frá þessu á fundi sovéskra þingmanna og hermálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í Moskvu. Gorbachov hefur þegar tilkynnt að útgjöld til hermála yrðu minnkuð og fénu veitt til annarra þarfa í sovéska efnahags- kerflnu. Umhverfið á undanhaldi Gro Harlem Brandtiand, forsæt- isráðherra Noregs, segir að ekki sé gert nóg til að stöðva eyðingu um- hverflsins. „Ég hef áhyggjur af því að alþjóðlegri samvinnu um um- hverfismál miðar ekki nógu hratt áfram,“ sagði hún í samtali við Reuter-fréttastofuna í gær. Brandtland sagði að róttækra leiða væri þörf og nýs hugsunar- háttar en ekki væri til nein lög- regla sem gæti þvingað rikisstjórn- ir sem ekki væru reiðubúnar að taka þátt. Brundtland hefur gengið í lið með þróunarlöndunum í deilunni um hver eigi að borga fyrir að minnka loftmengun, hreinsa úthöfin og Gro Harlem BrundUand hefur bjarga ósonlagi jarðarinnar. áhyggjur a» umhvertinu. Minna ofbeldi í sjónvarpi? ffirgir ÞóriaBcm, DV, New York: Þótt ekki hafi fengist úr því skorið hvort tengsl séu milli ofbeldis í skemmtiefhi og mikillar ofbeldishneigöar í Bandaríkjunum hafa þær raddir sem viija setja ofbeldinu skorður orðiö æ háværari. Yfirgnæfandi meirihluti á Bandaríkjaþingi samþykkti að veita framleiö- endum sjónvarpsefnis undanþágu frá hringamyndunarlögum sem gerir þeim kleift að setja iðnaðinum reglur um hve mikið ofbeldi mætti vera í framleiöslunni. Hægrisinnaðir þingmenn bættu viö lagaheimildina leyfi til aö takmarka kynlífssenur. Gallinn er bara sá að framleiöendur virðast hafa lítinn áhuga á að tak- marka ofbeldi og kynlíf þar sem þeir telja þetta öruggustu leiðina til að laöa að áhorfendur. Sá siður Kana að slíta sjónvarpsefni í sundur með auglýsingum gerir það að verkum að framleiðendur nota það sem þumal- puttareglu aö selja auglýsingar inn mitt í krassandi senur tii aö tapa ekki áhorfendum meðan hinir eiginiegu neytendur sjónvarpsefnisins, auglýsendurnir, koma efni sínu að. Það er kaldhæðni örlaganna að helstu krossberar gegn lausung og of- beldi í sjónvarpi eru hægrisinnaðtr þingmenn sem fyrr á áratugnum beittu sér fyrir auknu fijálsræði og minna opinberu eftirliti með fjölmiöl- um. Lögfræðingur fundinn sekur E. Robert Wallach, persónulegur vinur og lögfræðingur Ed Meese, fyrr- um dómsmálaráöherra Bandaríkjanna, var í gær fúndinn sekur um fiár- málamisferli. Wallach var ákærður fyrir að hafa svindlað 425 þúsund dollara út úr Wedtech-fyrirtækinu með loforði um að hann mundi reyna að fá Meese og aöra embættismenn til að veita fyrirtækinu verkefhi fyr- ir vamarmálaráðuneytiö. Lögfræðingurinn á yfir höföi sér tuttugu ára fangelsi. Meese var aldrei ákærður f tengslum við rannsókn Wedtech-málsins. Samband hans og fyrirtækisíns hefúr þó verið rannsakað og hann bar vitni fyrir réttinum. Rabin, varnamálaráðherra ísraels, og Marrack Goulding, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, ræddu gísladeiluna í Libanon í gær. Símamynd Reuter Goulding gagn- rýnir Israel Marrack Goulding, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sem ræddi við báða deiluaöila í gísladeilunni í Líba- non, fór í dag til New York frá Mið- Austurlöndum eftir að hafa skýrt ísrael frá því að S.Þ. muni ekki semja um fangaskipti. Megintilgangur ferðar Gouldings var aö endurheimta lík Bandaríkja- mannsins Williams Higgins sem mannræningjar segjast hafa hengt í síðustu viku en viðræður hans við leiðtoga múhameðstrúarmanna og Sýrlendinga gefa til kynna að hann hafi einnig verið aö reyna að koma á fangaskiptum til að binda enda á deiluna. „Það er ekki mitt starf að hafa milligöngu um fangaskipti," sagði Goulding þegar hann kom af fundi með Rabin varnarmálaráðherra ísraels í gær. Rabin fagnaði ummæl- um Gouldings og sagði að ísraels- menn hefðu lagt til að Rauði krossinn hefði milligöngu í málinu. „Ég var glaður að heyra það frá aöstoðar- framkvæmdastjóra S.Þ., hr. Gould- ing, að samtökin ætluðu ekki að taka' það hlutverk að sér,“ sagði Rabin við félaga sína í Verkamannaflokknum. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði rán ísraelsmanna á Abdel- Karim Obeid, shítaklerki og meint- um leiðtoga Hizbollah-samtakanna (Flokki guðs). Rán hans varð til þess að Higgins var sagður hengdur og öðrum gíslum, sem taldir eru vera í haldi hópa á bandi írana, var hótað lífláti. Á fundi sínum með Rabin hvatti Goulding ísraelsmenn til að láta Obeid lausan úr haldi og gagnrýndi enn á ný að ísraelskir herflokkar skyldu hafa rænt honum. Hann og Rabin greindi á um hvort rán ísraels- manna á Obeid hefði orðið til þess að hleypa nýju blóði í tilraunir til að frelsa gíslana í Líbanon. Goulding ferðaðist til Líbanon og Sýrlands áður en hann kom til ísra- els en honvun tókst ekki að sann- reyna hver hefðu orðið örlög Higg- ins. Reuter Skæð árás skæruliða Afganskir skæruliðar skutu i metra fjarlægö frá flugvelli Kabúl- daga hafa að minnsta kosti tuttugu gærkvöldi eldflaug að stærsta borgar. Miklar sprengingar stóðu og einn látist og eitt hundrað og vopnabúri afganska hersins í höf- yfir í langan tíma og mátti sjá eld saulján særst alvarlega. uöborginni Kabúl. Sprengingin og reyk leggja upp frá því í margra Þessi árás í gær var einhver sú kom af stað keðjuverkun spreng- kílómetra Qarlægð. Björgunar- alvarlegasta sem skæruliðar hafa inga sem skók borgina klukku- menn sögðu aö að minnsta kosti gert á hermenn Kabúl-stjórnarinn- stundum saman. fimm hefðu særst alvarlega i árás- ar sem Sovétmenn styðja. Skæra- Embættismaöur afgönsku frétta- inni og vora fluttir á sjúkrahús. liðar hafa gert tíðar árásir á Kabúl stofunnar sagði að eldflaug hefði Þeir kváðust búast við að tala siðasta mánuð og hafa flestar eld- veriö skotið að Khair Khana særðra hækkaði. flaugamar lent á íbúöarhverfúm vopnabúrinu sem er í um kíló- i eldflaugaárásum síðustu fimm borgarinnar. Reuter Njósnahnöttur í geiminn Geimfarar bandarísku geimskutl- unnar Columbiu komu fyrir leyni- legum njósnahnetti yfir Sovétríkjun- um í gærkvöldi að því er heimildir innan hersins sögðu Reuters frétta- stofunni. Hvorki NASA né vama- málaráðuneytið vUdu staðfesta að svo væri né heldur var tilvist njósna- hnattarins viðurkennd. Tafiö er að njósnahnötturinn sé aðalfarmurinn í leynilegri ferð geimskutlunnar fyrir herinn. Sérfræðingar telja að um borð í Columbiu sé annaðhvort háþróaður ljósmyndahnöttur eða ratsjárhnött- ur. Sagt er að ljósmyndahnötturinn geti myndaö blaðafyrirsagnir á jörðu niðri utan úr geimnum. Ratsjár- hnötturinn er sagður geta fundið mannvirki neðanjarðar. Columbia, sem er elsta geimskutia Bandaríkjanna, hóf sig til flugs í gær í 30. geimskutluferðina og þá fimmtu síðan Challenger sprakk í loft upp í flugtaki í janúar 1986. Talsmaður stjómstöðvarinnar í Houston skýrði Reuters fréttastof- unni frá því að í dag yröi gefin út tilkynning um hvenær geimskutlan væri aftur væntanleg til jarðar síðar í vikunni. Ekki er vitað hvort ferðin verður lengri en fjórir dagar sem er hið minnsta fyrir flug geimskutlunn- ar. Reuter Geimskutlan Columbia hefur sig til flugs frá Canaveral-höfða í Flórída í leyniförfyrirherinn. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.