Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. 15 Hlutverk og staða Ivfeyrissjóða Nú um nokkum tíma hafa mál- efni lífeyrissjóðanna fengið veru- lega umfjöllun í fjölmiðlum og er í þeim efnum skemmst að minnast fjölmargra lesendabréfa og kjallar- agreina sem birst hafa að undan- fömu í DV. Því verður varla neitað að tónn- inn í þessum skrifum hefur oft ver- ið frekar neikvæður í garð lífeyris- sjóðanna. Vert er þó að geta tveggja ágætra greina í DV eftír tvær ungar forystukonur úr verkalýðshreyf- ingunni, þær Þóra Hjaltadóttur og Hansínu Stefánsdóttur, þar sem með nýög skýrum hætti er greint frá hinu tryggingafræðilega hlut- verki sjóðanna og leiðréttur ýmis misskilningur um stöðu þeirra og hlutverk. Þrátt fyrir ágætar tilraunir til að svara á málefnalegan hátt því sem sagt og skrifað hefur verið um líf- eyrissjóðina virðist umfjöllun og gagnrýni margra um stöðu og hlut- verk sjóðanna vera byggð á svo djúpstæðum misskilningi að nauð- synlegt reynist að undirstrika enn frekar sérstöðu sjóðanna og svara þeim atriðum sem helst virðast valda ágreiningi. Tekið skal þó fram að ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsemi lífeyrissjóð- anna eru vissulega réttmætar og ber að þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa á framfæri slíkum at- hugasemdum til sjóðanna. Er lífeyrissjóðakerfið flókið? Því er oft haldið fram að réttinda- kerfi lífeyrissjóðanna sé mjög flók- ið og það sé ógjörningur fyrir allan þorra almennings að komast í gegnum þann frumskóg. Þá séu líf- eyrissjóðirnir alltof margir og kostnaður við rekstur þeirra og stjórnun mjög mikill. Kjallariim Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri SAL (Sam- bands almennra lífeyrissjóða) Þessu er til að svara að lífeyris- sjóðimir hafa orðið til eða 'verið settir á stofn með frjálsu samkomu- lagi starfsmanna og stéttarfélaga annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Menn mega ekki gleyma þessari forsögu sjóðanna. Lífeyrissjóðimir hafa almennt ekki orðið til vegna einhvers lagaboðs að ofan heldur eru lífeyrissjóðirnir bein afleiðing frjálsra kjarasamn- inga. Starfshópar, stéttarfélög eða landshlutar gera kröfur um aukin lífeyrisréttindi, umfram þann lág- marksrétt sem stjórnvöld ákvarða á hverjum tíma með grunnlífeyri og tekjutryggingu almannatrygg- inga. Þessi heilagi réttur verkalýðs- hreyfingarinnar til að semja um betri lífeyriskjör, þ.á m. með til- stuðlan lífeyrissjóðanna, verður að sjálfsögðu aldrei af henni tekinn. Umræður og ákvarðanataka um starfsemi og hlutverk lífeyrissjóð- anna verður alltaf á samningsborði aðila vinnumarkaðarins, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þess vegna er allt tal um að allir launamenn skuli njóta sömu lífeyr- isréttinda úr lifeyrissjóðum byggt á þeim grundvallarmisskilningi að þau réttindi eru kjaraatriði sem um er samið milh aðila vinnumarkað- arins. Hins vegar er hægt að taka undir þau sjónarmið að lífeyrissjóðimir í landinu séu alltof margir óg þeim beri að fækka. í því sambandi er vert að geta frumvarps um starf- semi lífeyrissjóða sem samið var að tílstuðlan aðila vinnumarkaðar- ins og hefur legið óhreyft í tvö ár í skúffu þriggja fjármálaráðherra en verður vonandi lagt fram á næsta þingi. Fækkun og sameining Ef frumvarpið nær fram að ganga mun það hafa í for með sér umtals- verða fækkun lífeyrissjóðanna. Um 85 lífeyrissjóðir em skráðir í landinu en þeim hefur þó frekar farið fækkandi á undanfómum árum - vom t.d. um 100 fyrir ára- tug eða svo. Enginn ný lífeyrissjóð- ur hefur verið stofnaður eftir 1978. Til samanburðar má geta þess að útibú banka og sparisjóða eru nú rúmlega 200 talsins. Þrátt fyrir fjölda lífeyrissjóðanna er það þó svo að fimm stærstu sjóðimir era með mn 45% af heildareignum líf- eyrissjóðanna í landinu og 20 stærstu sjóðimir era með um 75% af heildareignunum. Hvað varöar mismunandi háan rekstrarkostnað sjóðanna með hliðsjón t.d. af iðgjaldatekjum þá er það að sjálfsögðu svo að því færri sjóðfélagar sem greiða iðgjöld til viðkomandi lífeyrisjóðs þeim mun hærri verður hlutfallslegur rekstr- arkostnaður. Þessar staðreyndir hafa að sjálf- sögðu altaf legið fyrir, bæði hjá líf- eyrissjóðunum, bönkum, spari- sjóðum, sveitarfélögum og annars staðar þar sem hagkvæmni stærð- arinnar lækkar rekstrarkostnað- inn. M.a. af þeim ástæðum hefur lífeyrissjóðum farið fækkandi - litl- ir lífeyrissjóðir hafa sameinast stærri sjóðum. í raun og vera er ekkert því til fyrirstöðu að þessi þróun haldi áfram. Ef launamenn í htlu verkalýðs- félagi eöa byggðarlagi vhja þrátt fyrir allt halda starfsemi lífeyris- sjóðs áfram er hins vegar ekkert sem kemur í veg fyrir það, svo fremi sem iðgjöld og ávöxtun standa undir lífeyrisskuldbinding- um framtíðarinnar. Ef aftur á móti sjóðfélagar og atvinnurekendur standa frammi fyrir þeirri stað- reynd að þurfa að greiða hærri ið- gjöld eða njóta minni lífeyrisrétt- inda vegna of mikils kostnaðar mun sú þróun halda áfram að htlar og óhagkvæmar rekstrarstærðir verða lagðar niður. Tvíþætt kerfi Þær raddir heyrast að lífeyris- sjóðakerfið sé frumskógur og alltof flókið almenningi. Því er tíl að svara að í meginatriðum er rétt- indakerfi lífeyrissjóðanna tvíþætt. Annars vegar er um að ræða þá launamenn sem era innan Al- þýðusambands íslands, auk sjó- manna og bænda. Þeir era almennt í lífeyrissjóðum sem byggjast á svo- köhuðu stigakerfi sem ákvarðar lif- eyrisréttíndi. Hins vegar er um að ræða opinbera starfsmenn og starfsmenn banka og sparisjóða. Eins og kunnugt er njóta þeir starfsmenn mun betri lífeyrisrétt- inda en launafólk innan ASÍ. Lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna og bankamanna fara al- mennt eftir starfi því sem viðkom- andi starfsmaður gegnir þegar að lífeyristöku kemur. Flestir launa- menn geta markað sér bás innan "þessara tveggja réttindakerfa. Þá ber að geta þess að um 50 lífeyris- sjóðir era aðhar að víðtæku sam- komulagi um samskipti lífeyris- sjóða sem kemur m.a. í veg fyrir niðurfellingu lífeyrisréttinda þó launamaður fari á mihi lífeyris- sjóða. Auk þess ber að nefna sér- stök lög um skráningu lífeyrisrétt- índa sem eiga að koma í veg fyrir að sjóðfélagar glati lífeyrisréttind- um þegar að lifeyristöku kemur. Þá er ekki síður vert að vekja athygli á hinu nána samstarfi líf- eyrissjóða innan Sambands al- mennra lífeyrissjóða en gagnvart sjóðfélögum komá aðhdarsjóðir SAL fram sem ein samræmd lifeyr- ishehd þar sem bótarétturinn er sá sami ahs staðar. Hrafn Magnússon „Hins vegar er hægt að taka undir þau sjónarmið að lífeyrissjóðirnir í landinu séu alltof margir og þeim beri að fækka.“ Loðdýrarækt og landbúnaður: Fúsk í fyrirrúmi Verða haugalömbin að „graf lömbum" á veitingahúsum? Eg er nú að verða einn af þeim fáu sem ekki hafa tjáð sig í orði eða æði um vandamál landbúnaðarins. Það er þó ekki vegna þess að land- búnaðarvandamálið komi ekki jafnhla við mína pyngju og annarra heldur vegna þess að maður þarf víst að vera sammála bændunum og forsvarsmönnum þeirra th þess að teljast geta fjallað um þessi mál af einhveiju viti! Óarðbær sóun! Öðru hveiju koma þó upp tilfelh þar sem mann hreinlega blóðlang- ar að festa nokkur orð á blað. Þann- ig vakti „Líth bók um lambakjöt“, sem gefin var út í vetur af samtök- um sauðfjárbænda, verulega tján- ingarþörf hjá mér. Það var þó ekki vegna þess að lambakjötsréttimir, sem kynntir voru í bókinni, væru svona girni- legir heldur vegna þess hvað bók- arkápan var „söluörvandi". Já, það er ekki ónýtt að sýna manni hníf og gaffal og 3 kindur á gangi í hag- anum! - Og ég bíð spenntur eftir söluátakinu á hrossakjötinu en kápuna á þeirri bók mun væntan- lega prýða mynd frá hestamanna- móti! En það er oftar sem tjáningar- þörfin hefur verið kitluð upp á síðkastið en aldrei eins og þegar blessaða loðdýraræktina ber á góma nema ef vera skyldi að þing- maður hefði eitthvað um hana að segja. Ég skh annars ekkert í mönnum að ætlast th þess að menn verði loðnir um lófana af loðdýra- rækt þegar vitað er að gengi dönsk- u krónunnar, sem söluverð skinn- anna er greitt í, tekur ekkert mið af vanda loðdýrabænda! KjaUarinn Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur Það mega þó sumir af þingmönn- unum okkr eiga að þeir reyna hvað þeir geta th að bjarga loðdýrarækt- inni frá því að verða gjaldþrota og stuðla þannig að því að skattborg- aramir séu ekki að eyða sjálfsaflafé sínu í að kaupa álíka vitleysu og íslenska iðnframleiðslu eða þjón- ustu. Það væri nefnhega slæmt ef þeim peningum, sem nú er varið í að halda uppi óarðbærri fram- leiðslu, væri sóaö! Hahdór Blöndal alþingismaður, sem sæti á í stjóm Stofnlánadehdar landbúnaðarins, lét t.d. hafa það eftir sé í Mbl. 6. júh sl. „að hann teldi að það miklu hefði verið kostað th lodýraræktar- innar að nauðsynlegt væri að halda henni áfram hér á landi“! Að vísu var Hahdór annaðhvort á Akureyri eða nýkominn þaðan þegar þetta var haft eftir honum, þannig að viðbrögð hans við eðlhegar aðstæð- ur era ekki .þekkt. Aftur á móti viðurkenndi Hahdór að „næstu misseri yrðu mjög erfið, og í augna- blikinu skhaði loðdýraræktin engu upp í vinnulaun og íjármagns- kostnað". Beintfrá ríkisstjórninni Eins og ég sagði í upphafi þá hef ég ekkert vit á landbúnaðarmálum en tel mig aftur á móti hafa eitt- hvert vit á fjármálum. Ég skamm- ast mín nú ekkert fyrir þetta því mér hefur nú yfirleitt ekki sýnst þessi tvö „vit“ notuð saman. En að nota það sem rök fyrir áframhaldandi rekstri að búið sé að tapa svo miklu á honum hingað th lýsir náttúrlega algerri vit - leysu. Og að Stefán Valgeirsson sé sama sinnis hlýtur nánast að vera sönnun þess að svo sé en Stefán lætur hafa eftir sér í DV 6.7. sl. að hann haldi „að það séu ahir sam- mála um að ódýrast sé að halda þessu áfram“! Á þessu síðustu og verstu tímum held ég að einungis þjóðleikhús- stjóri hafi sýnt meiri fjármálaspeki þegar haft var eftir honum að Þjóð- leikhúsið hefði ekki farið fram úr fjárlögum ef framlag ríkisins hefði bara verið nógu mikið! En landbúnaðurinn er nú ekki alvondur. Þannig fór ég fyrst að taka eftir „graf lambi“ á veitinga- húsum eftir að haugalömbin komu til. Við höfum kynnst kartöflum í miklu fleiri „gæða“flokkum heldur en ef við hefðum þurft að sætta okkur við erlenda gæðaframleiðslu og kunnum því betur að meta góðar kartöflur en áður. Að sama skapi vitum við að það er sama hversu mikið lambakjötið er snyrt og sneitt, það er ahtaf 40% fita og bein! Þekking af þessu tagi verður í askana látin hvað sem hver segir. Og að síðustu má ekki gleyma því að við vitum nú að ahar nýjungar í hlutun á kjöti þurfa að koma beint frá rikisstjórninni. Það sem kitlar þó kannski mest tjáningarþörfma er þegar gera á íslenska lambakjötið að lúxusvöru í útlöndum. Eins og allir vita þá eigum við „besta lambakjöt í heimi“ ásamt „besta“ fiskinum og „besta“ vatninu. Það er þvi sárgræthegt að þessi útlenski lýður, sem ekki kann gott að meta, skuli ekki vilja borga nema brot af því sem íslenskir neytendur era neyddir th að borga. - Og af því þeir era svona miklir gikkir þá skulum við bara halda áfram að hefna okkar á þeim með því að kasta kjötinu á haugana! Friðrik Eysteinsson „En að nota það sem rök fyrir áfram- haldandi rekstri að búið sé að tapa svo miklu á honum hingað til lýsir náttúr- lega algerri vit - leysu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.