Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989.
11
Utlönd
Norðurlönd:
Vaxandi kyn-
þáttahatur
Kynþáttahatarar í Svíþjóð beina spjótum sínum að innflytjendum og flótta-
mönnum.
Kynþáttafordómar og kynþáttahatur
hafa farið vaxandi á Norðurlöndum
á undanfómum árum í kjölfar sívax-
andi straums flóttamanna og inn-
flytjenda af öðrum litarhætti. Kyn-
þáttahatarar í Svíþjóð eru að sækja
í sig veðrið og í Noregi voru nýlega
framin tvö morð sem rekin eru til
kynþáttahaturs.
Úr Framfaraflokknum
Kynþáttahatarar í Svíþjóð hafa að
undanfömu verið að skipuleggja
hreyfingu sína upp á nýtt og stofnað
samtök sem þeir kalla Sænska lýð-
ræðisflokkinn, undir forustu manns
að nafni Anders Klarström. Að baki
honum standa hins vegar samtökin
„Svíþjóð fyrir Svía“, SFS, sem ekki
fara í launkofa með kynþáttafor-
dóma sína.
Nýi flokkurinn, sem var stofnaður
í febrúar í fyrra, hefur nú um 2500
manns innan sinna vébanda. Hann
hefur stofnað deildir í fjölmörgum
bæjarfélögum víðs vegar um landið
og fleiri eru í burðarliðnum.
í flestra augum er Sænski lýöræð-
isflokkurinn nýr og óþekktur flokk-
ur. Hann getur þó rakið uppruna
sinn til Framfaraflokksins sem stofn-
aður var á 7. áratúgnum að fyrir-
mynd samnefnds flokks Mogens
Ghstrup í Danmörku. Framfara-
flokkurinn í Svíþjóð varð innflytj-
* endum enn fjandsamlegri þegar hag-
fræðingurinn Stefan Herrmann tók
við forustu hans. Flokkurinn sam-
einaðist SFS árið 1986 undir nafngift-
inni Svíþjóðarflokkurinn og varð
Herrmann flokksformaður.
„Svíþjóð fyrir Svía“
Samtökin „Svíþjóð fyrir Svía“ voru
mynduð í upphafi 9. áratugarins af
manni sem heitir Leif Zeilon og kom
upphaflega úr Lýðræðisbandalaginu
sem er öfgasinnaður hægriflokkur.
Zeilon er nú aftur kominn fram á
sjónarsviðið sem formaður kjör-
nefndar Sænska lýðræðisflokksins.
Zeilon var áður leiðtogi sænskra nas-
ista og fasista og var rekinn úr vinnu
þegar það komst í hámæli á árinu
1981. Höfuðmarkmið Zeilons og SFS
var að berjast gegn innflyfjendum til
landsins. Boðskapur Sænska lýð-
ræðisflokksins er hinn sami.
Ofbauð hatrið
Samstarfið milli SFS og Framfara-
flokksins varði í eitt ár. Þá fengu
aödáendur Glistrups meira en nóg
af hatursáróðrinum gegn innflytj-
endum. Svíþjóðarflokkuriim sprakk
árið 1987 eftir miklar deilur þar sem
ásakanir um fjárdrátt og valdaráns-
tilraunir gengu á víxl milli flokks-
brotanna. Afleiðingarnar voru alger
upplausn meðal flokksmanna og um
tíma leit út fyrir að hatursstefnan
væri með öllu horfin.
Svo fór þó ekki, því Sænski lýðræð-
isflokkurinn hefur hafið merki kyn-
þáttahataranna á loft. Forusta hans
er að mestu leyti hin sama og hjá
SFS. Flokkurinn gefur út tvö dag-
blöð, Sverige-Kuriren og Gjallar-
hornet og flytur jafnframt boðskap
sinn í svæðisútvarpi þeirra Svía um
allt land.
Anders Klarström, hinn nýi for-
maður, vill ekki kannast viö það
starfsheiti og kallar sig talsmann
flokksins. Klarström hélt nýlega
fund með fréttamönnum í Stokk-
hólmi þar sem hann kynnti nýja
stefnuskrá flokksins sem sett var
saman í sumar. Klarström varði
ræðu sinni að mestu í að tala um
stefnuna í málefnum innflytjenda og
flóttamanna og taldi þá óæskilega í
sænsku samfélagi. Þá krafðist hann
þess að skattaívilnanir væru ein-
göngu fyrir Svía og að ríkisstjómin
kæmi sér saman um „raunhæfa
stefnu í málefnum flóttamanna".
Einræði múhameðstrúar-
manna
í auglýsingabækhngum flokksins
er varað við því að Svíþjóð geti orðið
að einræðisríki múhameðstrúar-
manna innan fimmtán ára. Þá er
einnig krafist dauðarefsingar fyrir
alvarlega glæpi.
Á sama tíma er gamli framfara-
flokkurinn að blása nýju lífi í starf-
semi sína. Ný stjóm hefur tekið við
forustu flokksins og hann starfar nú
í um tuttugu hæjarfélögum. Nýi for-
maðurinn heitir Tony Wiklander.
Mesti vaxtarbroddurinn er í Helsing-
borg og Stokkhólmi. Boðskapurinn
er svipaður og hjá Sænska lýðræðis-
flokknum, stöðva straum. innflytj-
enda og flóttamanna til Svíþjóðar,
barátta gegn glæpum og lækkun
skatta.
Morð í Noregi
Innflytjendur í Noregi hafa heldur
ekki farið varhluta af kynþáttafor-
dómum. Tveir Pakistanar vora
myrtir í miðborg Oslóar fyrir
skömmu af óðum Pólverja sem er
búsettur í Noregi. Tahð er að kyn-
þáttahatur hafi búið að baki morðun-
um.
Pakistanarnir tveir vora að koma
af veitingastað þar sem þeir héldu
upp á 29 ára afmæh sitt þegar Pól-
verjinn vatt sér að þeim og kom til
orðaskaks með þeim. Skipti engum
togum að árásarmaðurinn dró upp
hníf og veitti Pakistönunum banasár.
Tveir Pakistanar, Ghazanfar Ali Shan, t.v., og Muhammed Nawaz, voru
myrtir á götu í Osió fyrir skömmu.
Eftir ódæðisverkið flýði morðinginn
til Svíþjóðar og þaðan th Póllands.
Hann hafði ekki verið handsamaður
þegar síðast fréttist.
Mikinn óhug sló á aðra pakist-
anska innflytjendur við fréttirnar af
morðunum. Þeir segja að útlendinga-
hatrið í Noregi hafi aukist mjög á
síðasthðnum tveimur árum og nú sé
svo komið að þeir séu famir að ótt-
ast um líf sitt. í Noregi eru tólf þús-
und innflytjendur frá Pakistan.
Innflytjendumir komu flestir til
Noregs þegar efnahagur landsins var
blómlegur og atvinna næg. Þá var
vel tekið á móti þeim. Með versnandi
efnahags- og atvinnuástandi segja
Pakistanarnir að annað hljóð sé
komið í strokkinn, þeir séu sakaðir
um að stela atvinnu og húsnæði frá
Norðmönnum og misnota trygginga-
kerfi landsins.
DN, Dagbladet o.fl.
Gabriel
HÖGGDEYFAR
STERKIR, ORUGGIR
ÓDÝRIR!
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
w
BILASPRAUTUN
LARÉTTINGAR
Vantar þig vinnu?
• Viljum ráða:
% réttingamenn
bílamálara
• Góð vinnuaðstaða
• Góðir vinnufélagar
• Góð vinnulaun
Varmi
Sími 44250
Auöbrekka 14 - Kóp
Lágmúla 7, sími 91-84477, Austurstræti 22, sími 91-623060.