Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 32
im am i A S K O X I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn 7 Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. Húsnæðisstjóm: Leggur á ann- an milljarð í banka „Það er enginn greiði við þá sem eru aö bíða í lengri tíma eftir lánslof- orðum aö láta mörg hundruð millj- ónir vera í banka,“ sagði Þráinn Valdimarsson, varaformaður Hús- næðisstjómar. Stofnunin á nú hátt í 2 milljarða í sjóði í Seðlabankanum sem er mikl- um mun hærri upphæð en undanfar- in ár. Að sögn Þráins þurfti áöur Húsnæðisstofnun að fá lán frá Seðla- bankanum þótt reikningur hennar þjá bankanum hefði alitaf verið já- kvæður um áramót. „Það er í sjálfu sér ekki gaman að vera alltaf hræddur um að gefa út falskar ávísanir með því að gefa út ■-+ of mikið af lánsloforðum. En okkur sýnist að það hafi verið farið fuiivar- lega í þetta á undanfomum misser- um,“ sagði Þráinn um gagnrýni inn- an húsnæðisstjómar á þessa sjóða- myndun í Seðlabankanum á sama tíma og biðtími eftir lánsloforðum væri mjög langur. Ekki fengust upplýsingar frá Hús- næðisstofnun eða Seðlabanka um hversu stór inneign Húsnæðisstofn- unar í bankanum væri. Um síðustu áramót var hún um 1,3 milljarðar af Jáeildarinneign fjárfestingalánasjóð- ' anna sem þá var um 1,8 milljarðar. Heildarinneign allra sjóðanna var í lok maí orðin um 3,5 miUjarðar. Þótt Húsnæðisstofnun eigi ekki alla þessa aukningu segja heimildir DV að inn- eign hennar sé nú hátt í 2 miUjarðar króna. „Þetta stafar af því að það hefur verið farið varlega í að veita lánslof- orð undanfarið ár eða rúmlega það. Menn hafa verið hræddir við að það kæmi ekki þó þetta mikið inn af pen- ingum; bæði frá lífeyrissjóðunum og eins ríkinu," sagði Þráinn Valdi- marsson. -gse Sæfinnur h/f: * Kaupandi bíður eftir Arinbbni Fyrirtækið Sæfinnur h/f hefur ver- ið innsiglað vegna vangoldinnar staðgreiðslu skatta. Fyrirtækið á og gerir út frystitogarann Arinbjöm frá Reykjavík sem er á veiöum og stöðv- ast trúlega þegar hann kemur í land. Samkvæmt heimildum DV verður fyrirtækið trúlega gert upp en eignir ættu hins vegar aö hrökkva fyrir skuldum. Kaupandi bíður eftir Arin- bimi RE og er sá tilbúinn að greiða um 350 milljónir fjrir skipið. Gengið ’^erður frá sölunni um leið og upp- gjör á bókhaldi fyrirtækisins liggur fyrir. -Pó Utihátíðin í Húnaveri: A| a 2Lamm_________ 5^IU1Oníi©ii ii cpf^rií^ci @kki 4,8 milljónir í vasann Fyrir verslunarmannahelgina sóttu aðstandendur útihátíðarinn- ar í Húnaveri um undanþágu vegna söluskatts tU gármálaráðu- neytisins og var hún veitt. Alls komu um 24 miUjónir inn í að- gangseyri á hátíðimú. Söluskattur- mn afþeirri upphæð er 4,8 miiyón- ir en vegna undanþágu frá sölu- skatti em líkur á að aðstandendur Húnavershátiöarinnar fái þessa upphæð í vasann ofan á annan gróða af hátíðinni. Að sögn Snorra Olsen, deildar- stjóra í fiármálaráðuneytinu, hefur enn ekkert þaö komiö fram sem bendir til að Stuðmenn þurfi að inna söluskattgreiðslu af hendi. Reglurnar um undanþágu sölu- skatts vegna tónleikahalds séu þær að á tónleikunum sé frumfiutt ís- ienskt efhi, dagskráin sé fyrirfram ákveðin og hátíðin hafi verið aug- lýst sem tónieikar. Það 9é 9vo hlut- verk löggjafarvaldsins á hyetjum stað, í þessu tilfelli Jóns ísberg, sýslumanns í Húnavatnssýslum, að fylgjast með því að þessar reglur hafi ekki verið brotnar. Hafi þeim verið fylgt þurfi ekki að greiða söluskatt af hátíöinni. Að sögn Jóns ísberg sýslumanns á að greiða söluskatt af söluskatts- skyldri veltu, þar með töldum dansleikjum. Hins vegar sé ekki buið að gera upp söluskatt af hátíð- inni í Húnaveri og hann hafi ekki fengið neinar skýrslur í hendumar um veltuna eða hvemig húm 9kipt- ist miili Stuðmanna og Félags- heimiiisins í Húnaveri sem hafi haft leyfi til dansleikjahalds.,J>eir eiga að borga söluskatt af dans- leikjum, svo getur verið að það hafi ekki verið neitt ball þama, ég hef engar upplýsingar rnn það á þessari stundu,“ sagði Jón ísberg í morgun. -J.Mar Söluturn (rá Kjörís fauk nánast yfir tjömina en stöðvaóist við annan enda hennar. Mörg hundruð kílóa farg var sett á hann í upphafi til að halda honum niðri - það dugði ekki til. DV-mynd Ómar Veörið á morgun: Skýjað og skúrir Á morgun verður austan- og norðaustanátt á öllu landinu, víð- ast 4-5 vindstig. Skýjað verður alls staðar, þurrt vestanlands en skúrir annars staðar. Hitinn verður á bilinu 6-13 stig. LOKI Er nema von að fjármála- ráðuneytið vilji styrkja mestu fylliríshátíð landsins! Isfiskútflutmngurinn: Reykjavíkur- togararnir fengu mest Togarar frá Reykjavík standa best að vígi efdr að Landssamband ís- lenskra útvegsmanna úthlutaði leyf- um til siglinga með ísfisk á haust- mánuðum. Það eru togarar Hrað- frystistöðvarinnar og Ögurvíkur sem fá leyfi til að sigla með mestallan sinn afla en þessir togarar hafa undanfar- in ár einbeitt sér að siglingum með karfa á Þýskalandsmarkað. Að sijgn Sveins Hjartar Hjartarson- ar, hagfræðings LÍU, var mest ásókn í að sigla með karfa til Þýskalands. Af 91 beiðni um siglingar var 41 hafn- að. Eftir standa 50 sighngar til ára- móta sem er svipað og í fyrra. „Viö reyndum að komast sem næst því sem ailir gætu sætt sig viö þótt enginn sé ánægður,“ sagði Sveinn Hjörtur. „Þeir í,em miðað hafa útgerð sína við siglingar og hafa náö bestum árangri fá eðlilega mest. “ -GK Húnavershátíðin: Nauðgun ekki kærð Engin formleg nauðgunarkæra hefur borist sýslumannsembættinu á Blönduósi í kjölfar útihátíðarinnar í Húnaveri um verslunarmannahelg- ina. Að sögn Jóns ísberg sýslumanns komu tvær stúlkur frá útihátíðinni til lögreglunnar um helgina og til- kynntu um nauðgun. Fylgdi lög- reglukona þeim í læknisskoðun og eftir hana ákváðu stúlkurnar aö leggjaekkiframkæru. -hlh Herjólfsdalur: Stórtjón á mannvirkjum Ómar Garðarsson, DV, Vestmaiuiaeyjum; í fyrrinótt gerði austan rok í Vest- mannaeyjum og varð stórtjón á mannvirkjum í Herjólfsdal. Um kvöldið höíðu félagar í knattspyrnu- félaginu Tý reynt að bjarga því sem bjargað varð en urðu frá að hverfa um tíuleytið vegna hættu sem skap- aðist vegna foks á jámplötum og öðru lauslegu. Svo mikill var vind- styrkurinn að jámplöturnar fuku upp í miðjar hlíöar. Morguninn eftir var Herjólfsdalur nánast eins og eftir loftárás. Nær öll mannvirki voru í rúst og varð þá ljóst að stórljón hafði oröið. Ekki hggja fyrir tölur um tjón en í gærkvöldi var unnið fram á nótt við björgunar- störf. Nánast allar byggingar í daln- um skemmdust eða eyðilögðust nema hth danspallurinn. Stóri dans- pallurinn og allar sölubúðir vom orðin ein hrúga. Kgntucky Fned Ghicken Kjúklingur sem bragó erað. Opið alla daga frá 11—22. UmAmsterdam tíl allra átta ARNARFLUG tóf KLM Lágmúia 7, Austurstræti 22 ® 84477 & 623060 ESSEBSHnBBBBHBHBHBBBHEBBSBHl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.