Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Page 6
.6 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989. ViðskiptL Miklar hræringar hjá ferðaskrifstofunum: Saga, Veröld og Pólaris með þreifingar um sameiningu DV hefur öruggar heimildir fyrir því aö forráðamenn ferðaskrifstof- anna Sögu, Veraldar og Pólaris hafl verið með þreifingar að undanfömu um að sameinast. Máhð hefur verið rætt í alvöru en það er ekki enn kom- ið á formlega stigið. Forstjóri Pólar- is, Karl Sigurhjartarson, neitar þessu hins vegar. „Þetta er ekki rétt. Þetta mál hefur ekki verið rætt,“ sagði hann við DV. Það er fyrst og fremst léleg afkoma ferðaskrifstofanna á þessu ári sem ræður úrslitum um það að alls kyns hugmyndir eru nú uppi hjá mörgum ferðaskrifstofanna um að grípa til aðgerða. Sumarið búið og stundin runnin upp Einn þeirra ferðaskrifstofumanna sem DV hefur rætt við síðustu daga segir að nú sé sá tími kominn sem menn fari að skoða hugmyndir um sameiningu fyrir alvöm. Sumarið sé að baki og tölur um afkomu fyrstu mánuði ársins liggi fyrir, svo og nýt- ingartölur. Enda sé líka óliklegt að menn ræði sameiningu þegar mesta fjörið sé í starfseminni á vorin og yfir hásumarið. Einn viðmælanda DV, sem tengist hluthafahópi einnar af ferðaskrif- stofunum þremur, Veröld, Sögu og Pólaris, segir að sér finnist það stór- sniðug hugmynd að sameina þessar ferðaskrifstofur. En þess beri að gæta að ein sé sú hindrun sem ekki megi gleyma. Það sé sú staðreynd að í ferðaskrifstofubransanum sé mikið um smákónga með símadömur og fallegar skrifstofur og því sé spum- ingin hverjir eigi að gefa forstjóra- stólinn eftir ef ferðaskrifstofur sam- einast. „Það getur verið erfitt að vera forstjóri í dag en stólalaus á morg- un,“ sagði hann. Samdráttar hefur gætt í sólar- landaferðum hjá ferðaskrifstofunum í sumar. Þegar hefur margoft komið fram að samdráttur í sólarlandaferð- um er frá 20 til 25 prósent frá því í fyrra. Þá fóm um 20 þúsund íslend- ingar í sólarlandaferðir en miðað við 25 prósenta samdrátt má reikna með að um 15 þúsund íslendingar hafi farið út þetta sumarið þegar upp verður staðið. Of margar ferðaskrifstofur Sá veruleiki, sem ferðaskrifstof- umar standa því frammi fyrir, er að þær em of margar. Það eru of marg- ir að reka dýrar skrifstofur á sama tíma og markaðurinn er að minnka og verðið að lækka að raungildi. Mjög varasamt hlýtur að vera fyrir ferðaskrifstofurnar að álykta sem svo að farþegum fjölgi á næsta ári. Þveröfugt má búast við áframhald- andi samdrætti allt næsta ár sé tekið mið af þjóðarbúskapnum og minnk- andi þorskafla, eins og fiskifræðing- ar fara fram á um þessar mundir. Markaðsfræðingar í ferðaþjón- Fréttaljós Jón G. Hauksson ustunni hljóta því að berja í bjölluna og láta aðvörunartón khngja. Það era einmitt þessi rök sem mæla með því að ferðaskrifstofur sameinist. Á íslandi em yfir þrjátíu ferðaskrifstofur. Þegar markaðurinn fer minnkandi þarf færra fólk til að reka skrifstofumar og minna hús- næði. Eitthvað hlýtur því að þurfa að láta undan. Leyniplaggið DV birti í gær upplýsingar úr inn- anhússplaggi Flugleiða um farmiða- sölu einstakra ferðaskrifstofa fyrir félagið fyrstu sex mánuði ársins. Plaggið var fyrir misskilning sent út th allra ferðaskrifstofanna þannig að nú vita þær um farmiðasölu hver annarrar fyrir Flugleiðir. Það er athyghsvert að sala ferða- skrifstofanna fyrir Flugleiðir jókst fyrstu sex mánuði þessa árs eða úr 38.397 í 40.162 farmiða. Þetta er far- miðasala, sólarlandaferðir standa al- gerlega fyrir utan þetta. í fyrra sá franska félagið Lion Air um hluta verkalýðsfélaganna sem nú féhu að hluta í skaut Flugleiða. Snemma árs var Arnarflug mjög í sviðsljósinu vegna skulda við ríkissjóð og eflaust má gera ráð fyrir að Flugleiðir hafi fengið eitthvað af Amarflugsfar- þegum til sín. Auk þess var Arnar- flug aðeins með eina vél í gangi stór- an hluta fyrstu sex mánaöanna. Samkvæmt leyniplagginu seldu Samvinnuferðir 8.241 farmiöa fyrstu sex mánuðina núna borið saman við 6.592 á sama tíma í fyrra. Útsýn er í öðm sæti með 4.901 miða á móti 6.477 í fyrra, Saga í þriðja sæti með 3.813 miða á móti 2.826 í fyrra, Úrval í fjórða sæti með 3.642 miða á móti 3.861 á sama tíma í fyrra. Ferðamið- stöðin Veröld er í fimmta sæti með 2.902 miða á móti 2.234 miðum Ferða- miðstöðvarinnar í fyrra. í sjötta sæti er Feröaskrifstofa ríkisins með 2.420 Algengasta verð á kvóta er 15 krónur - verðið fer þó hærra Þrátt fyrir áberandi meiri eftir- spum eftir kvóta að undanfomu hef- ur verðið á honum htið hækkað. Enn er algengasta verð á kvóta 15 krónur fyrir khóið. Verðið hefur þó farið hærra og veit DV um sölur á 16 og 17 krónur. Það verð sem seljendur heimta hggur á bilinu 15 th 20 krónur khóið. „Besta verð er það sem bæði kaup- endur og seljendur em ánægðir með,“ segir Ólafur Strömland, fram- kvæmdastjóri Hólmadrangs hf. en fýrirtækið auglýsti eftir kvóta í einu dagblaðanna í gær. í auglýsingunni stóð að Hólmadrangur væri thbúinn að greiða besta verð. Ólafur vhl ekki gefa upp verð á þeim kvóta sem Hólmadrangur hefur keypt að undanfomu. „Auðvitað er nokkur eftirspum eftir kvóta núna en ég hef líka fundið fyrir því að framboð er að aukast. Síðustu daga hef ég fengið mim fleiri hringingar en fyrr í sumar þegar við auglýstum lika,“ segir Ólafur. Útgerðarfélag Akureyringa hf. hef- ur að undanfömu auglýst eftir kvóta. „Það eru fremur líth viðskipti með kvóta en við höfum keypt um 200 tonn síðustu daga. Ég vh ekki gefa upp verðið sem við höfum borgað,“ sagði Vhhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. Útgerðarfélagið á tæp 5 þúsund tonn af kvóta eftir á þessu ári. Hehd- arkvóti fyrirtækisins í upphafi árs var innan við 19 þúsund tonn. Félag- ið hefur keypt um 500 tonn af kvóta á þessu ári en keypti aht árið í fyrra um 1.600 tonn. „Ég tel ákaflega ólíklegt að sá kvóti sem við eigum eftir dugi th ára- móta,“ segir Vilhelm. í fyrrasumar var algengasta verð á kvóta um 8 krónur khóiö af þorski. Á lokaspretti ársins tók verðið samt að teygjast upp í 10 th 12 krónur khó- ið. Verð á kvóta hefur því tvöfaldast á mhh ára. -JGH efstu vöruflokka í • f • Lumiiiu Vöruflokkar 1986 Staða vöruflokkanna 198619831973 Bílar 5,3% 1 2 4 Hráolía 5,2% 2 1 1 Tölvur 3,3% 3 6 20 Vefnaðarvörur 3,1% 4 4 3 Fatnaður 3,1% 5 5 9 Járn og stál 3,0% 6 3 2 Unnar olíuvörur 3,0% 7 13 7 Bílavarahlutir 2,6% 8 7 8 Plastvörur 2,5% 9 8 15 Tré- og pappírsv. 2,2% 10 10 6 Lífræn leysiefni 2,1% 11 18 18 Grænm. og ávextir 1,7% 12 14 11 Fjarskiptabúnaður 1,5% 13 17 17 Gas 1,5% 14 9 47 Raftæknivörur 1,4% 15 19 48 A ’BATAR-SKIP Kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarann Hólma drang. Greiðum besta verð. Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband í símum 95-13209, 95-13203 og 95-13308. Hólmadrangur hf. Þetta er auglýsing Hólmadrangs hf. í gær. Auglýst er besta verð. Mjög hefur borið á kvótaauglýsingum að undanförnu. Bíllinn algengasta varan í alþjóðlegum viðskiptum - tölvur komnar í þriðja sætið Billinn hefur ótvíræða forystu sem algengasta varan í heimsviðskiptum og hefur skákað olíunni sem hefur verið í toppsætinu mörg undanfarin ár. Rillinn er algengasta varan í al- þjóðlegum viðskiptum. Þetta kemur fram á nýlegum topp-fimmtán hsta yfir algengustu vörur í alþjóðlegum viðskiptum. Hráolía er komin í ann- að sætið en hún hefur mörg undan- farin ár vermt fyrsta sætið á listan- um. Það sem vekur mesta athygh er að tölvur em komnar í þriðja sætið en fyrir fimmtán árum, árið 1973, vora þær í tuttugasta sæti yfir al- gengustu vörur í heimsviðskiptum. Afkastagetu og tækni tölva hefur fleygt fram á síðustu áram án þess að tölvur hafi hækkað mikið í verði. Nú er hægt er að fá hágæðatölvu á jafnvel lægra verði en þurfti að borga fyrir sæmhega tölvu fyrir nokkmm árum. Þetta gerir það að verkum að fleiri geta keypt tölvur en áður og þar með aukast viðskiptin stórlega, sérstak- lega hjá einstakhngum. Aö öðm leyti skýrir topp-fimmtán hstinn hér til hhðar sig sjálfur. -JGH miða á móti 2.723 miðum í fyrra. Aðrar ferðaskrifstofur em með minna. Það vekur athygh að Saga er komin í fiórða sæti og hefur bætt við sig. Hluti af skýringunni er sú að Saga hefur selt sólarlandaferðir með Flug- leiðum í gegnum London og em þær ferðir inni í þessum tölrnn. Svo og hefur Saga fengið nokkur stór fyrir- tæki th sín í viðskipti vegna farmiða- sölu. Ferðamarkaðurinn er því vel heit- ur og sólbrenndur þegar haustar og alls kyns hugmyndir um sameiningu fá byr. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 10-12 Úb.lb,- Sparireikningar Sb.Ab 3ja mán. uppsögn 10,5-15 Vb 6 mán. uppsögn 12-17 Vb 12mán.uppsögn 11-14 Úb.Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-7 Ab Sértékkareikningar 4-13 Ib.Ab Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb 6 mán. uppsögn 2.53.5 Allir Innlán meðsérkjörum 17,7-22,7 nema Sp Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab Sterlingspund 12,5-13 Sb,Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab Danskarkrónur 7,75-8,5 Bb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) b,Sp,A- b lægst Útlán óverðtryggð Almennirvlxlar(forv.) 27.5-30 lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 29-33,5 Ib Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7-8,25 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 25-33,5 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandarikjadalir 10,5-11 Allirne- Sterlingspund 15,5-15,75 maúb Allir ^ Vestur-þýsk mörk 8,25-8.5 nema Úb Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR óverðtr. ágúst 89 35.3 Verðtr. ágúst89 7,4 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 2557 stig Byggingavisitala ágúst 465stig Byggingavísitalaágúst 145,3 stig Húsaleiguvísitala 5%hækkun l.júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,125 Einingabréf 2 2,280 Einingabréf 3 2,704 Skammtimabréf 1,415 Lifeyrisbréf 2,074 Gengisbréf 1,836 Kjarabréf 4,101 Markbréf 2,183 Tekjubréf 1,777 Skyndibréf 1,240 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,976 Sjóðsbréf 2 1,585 Sjóðsbréf 3 1,392 Sjóðsbréf 4 1.165 Vaxtasjóðsbréf 1,3960 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 375 kr. Flugleiðir 172 kr. Hampiðjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 131 kr. Iðnaðarbankinn 162 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 109 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.