Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Side 12
 Spumingin Hlakkar þú til aö byrja í skólanum aftur? Kolbeinn Einarsson: Já, vegna þess aö þá styttist í aö hann veröi búinn aftur. Ólafur Kjartansson: Já, það veröur gaman að hitta alla vinina aftur. Guðmundur Jónsson: Nei, þaö er svo leiöinlegt i skólanum, sérstaklega í tónmennt. Hrönn Óskarsdóttir: Já, já, það er svo gaman að hitta krakkana aftur. Amór Bohic: Já, það veröur gaman að hitta vinina og byrja að læra aftur. Lesendur \, FÖSTUDAGUR 25.' -AGCST T989. DV Bensínstöðvar taki greiðslukort Sigþór hringdi: Fólki, sem hefur ekiö erlendis í sumarleyfi sínu eöa búið erlendis, finnst það viðbrigði að geta notað greiðslukort við kaup á bensíni í hvaða landi sem er á meginlandi Evrópu. Ekki þarf að minnast á Bandaríkin í þessu sambandi, svo sjálfsagt sem þar þykir að taka við greiðslukortum. Ég er einmitt nýkominn til landsins eftir gott og notalegt frí í Belgíu og Frakklandi. Þarna var alls staðar tekið við greiðslukortum á bensín- stöðvum. Þetta er orðið það stór liður í almenningsþörfum hvarvetna að ekki þykir nema sjálfsagt aö þessi neysluliður falli líka undir alla þætti greiðslumáta. - Nema á íslandi! Sennilega eitt landa í hinum vest- ræna heimi sem neitar að viður- Bensín gegn greiðslukorti. - Alls staðar nema á Islandi! kenna greiðslukort í olíuviðskiptum. Ég er ekki sá eini sem á þetta minn- ist. Maður hefur séð lesendabréf um þetta mál með vissu millibili, senni- lega flest á haustin, eftir að fólk kem- ur hvað mest frá öðrum löndum eftir að hafa verið þar í leyfum. - En hversu sjálfsagt sem þaö ætti að vera að verða við kvörtunum fólks þá hafa íslensku olíufélögin ekki séð ástæðu til þess og bera við ólíkleg- ustu og ótrúlegustu rökleysum. Stundum eru það bankarnir sem eru sagðir vera þumalskrúfa á olíufé- lögin um að taka ekki við greiðslu- kortum, stundum er sagt að þetta sé ekki hægt bókhaldslega (tölvurnar ráði ekki við þetta!) og svo hefur ver- ið gefið í skyn að olíufélögin bara þoli ekki að „lána“ viðskiptavinum svo háar upphæðir sem mynda þessi viðskipti, í allt að hálfan annan mán- uð! - Og ég spyr; hvernig hafa önnur fyrirtæki farið að? En auðvitað snýst þetta ekkert um lánsviðskipti, peningarnir flæöa inn jafnt og þétt eftir fyrsta úttektartíma- bilið. - Ég held að það sé verðugt verkefni fyrir hinn nýja íslands- banka að bjóðast til að liðka til fyrir olíufélögunum um að koma á greiðslukortaviðskiptum í bensín- sölu. Alltof dýrir sveppir Vinnuferðir i K.Ó. skirfar: herra, sem er þessa dagana í Tyrk- Mér finnst það skjóta skökku við landi ásamt eiginkonu sinni að að nú er allt í einu fariö að kalla sinna málefnum NATO og skoða * ferðir ráðamanna og fyrirfólks í vörusýningu í leiðinni. Jú, auðvit- þjóðfélaginu til útlanda „vinnu- að er þetta „vinnuferð“, hvað ann- ferðir". Það er eins og alltaf áður aö? hafi ferðir þessara manna ekki átt En má þá ekki flokka allar ferðir neitt skylt við vinnu! stjórnmálamanna okkar hér eftir Þettaorðaiagum„vinnuferð“ var undir „vinnuferðir“? Eða hvað eru fyrst tekiö upp í sambandi viö ferð ráðamenn þessa þjóðfélags að vilja forsetans okkar til Kanada nú ný- erlendis á vegum hins opinbera ef lega. Síðan tóku aörir þetta upp, þæreruekkivinnuferðir.-Égbara sfjómmálamenn og aðrir, td. ráð- spyr. herrar. - Nú síðast utanríkisráð- Bréfritara finnst mismunur á verði íslenskra sveppa vera óeðlilegur. Anna Einarsdóttir skrifar: Ég er í þeirra hópi sem finnst græn- meti vera alltof dýrt hér á landi. Ég kaupi talsvert af því en myndi gera enn frekar ef það væri ekki svona dýrt. íslenskt grænmeti er hlutfalls- lega við erlent mjög dýrt. Sveppir eru meðal þess sem ég kaupi a.m.k. einu sinni í viku. Ég var einmitt að kaupa þá í gær þegar ég tók eftir að verðmunur er talsverður milli innlendra tegunda. - Þannig sá ég sveppi í versluninni sem ég kaupi í og voru þeir á allmisjöfnu verði. Ástæðan var sögð sú að þeir kæmu frá tveimur framleiðendum. Annars vegar var þama um að ræða svokallaða Flúða-sveppi, sem vom seldir á 780 kr. kg. - Hins vegar vom þama Ártúnssveppir á 980 kr. kg. - Ég spurði afgreiðslumann hverju þessi verðmunur sætti. Hann kunni ekki á því skýringu. Mér finnst hins vegar þessi verðmunur nokkuð mikill og raunar verðiö á sveppun- um. - Mér finnst einnig að sveppir sem koma lengra að (frá Flúðum) hefðu þá átt að vera þeir með hærra verðinu. En því var öfugt farið. - Það hlýtur að vera meira en lítiö bogiö við verðlagningu á matvælum hér á landi, ekki síst grænmetinu. Bjórinn Karl Kortsson, Hellu, hringdi: Ég hefi tvisvar farið frá Hellu til Reykjavíkur til aö kaupa bjór hjá útsölu ÁTVR á Stuðlahálsi. Ég spurði eftir tegundunum Pilsner Urquell og Bass, og í báðum tilvikunum var svarið „Þær eru ekki til, við vitum ekki hvenær þær koma aftur“. Mér fmnst ótækt aö ekki skuli vera hægt að skipuleggja innkaupin á betri hátt en en þennan, og geta ekki svarað því hvenær ákveðnar tegund- ir bjórs verða á boðstólum. - Góður kaupmaður kappkostar aö hafa jafn- an vörur sínar á boðstólum. Lesendasíða hafði samband viö verslunarstjóra ÁTVR á Stuðlahálsi ekki til og upplýsti hann að bjórtegundin Bass væri væntanleg í lok mánaðar- ins eða byrjun næsta. Hann vísaði hins vegar á aðalskrifstofu ÁTVR varðandi Pilsner Urquell. Hjá inn- kaupadeild ÁTVR fengum viö það svar að báðar þessar tegundir væru væntanlegar í lok ágúst. Það væri hins vegar ekki hægt að tryggja að allar þær tegundir sem ekki hefði verið samið um sérstak- lega að fyrirliggjandi væru og eru til sölu í vínbúðum ÁTVR væru ávallt á lager. - En ÁTVR reyndi hvað hægt væri og vonandi liði aldrei langur tími milli sendinga ef einhver tegundin seldist örar en önnur. Davíð og vinir hans „Gamall á Grettisgötunni“ skrifar: Sorpmál Reykjavíkur og nágrennis ætla að veröa endlaus harmskopleik- ur. Refsiaðgerð Davíðs gegn Kópa- vogsbúum er liðin hjá þegar þeir létu krók koma á móti bragði og raunar héldu menn að málið væri úr sög- unni. Böggunin yröi fyrir sunnan Hafnaríjörð, á framtíðarvatnasvæöi Suðumesja, og urðunin yrði fyrir sunnan Krýsuvík þar sem hvorki er mannabyggö né landnýting önnur, fyrir utan það sem sauökindinni þóknast að tyggja í sig. Snemma spurðist að vísu að núver- andi eigendur jarðarinnar Álfsness á Kjalarnesi áttu mikið undir því að samþykki fengist fyrir því aö urða sorpbaggana þar, endá. héfðu þeir keypt jörðina í þeim tilgángi áð selja hana eða leigja fyrir góðán pening undir þær þarfir. Davíð er líklega vinur þeirra því hann lagði kapp á að þeir fengju þann arð sem þeir höföu stofnað til og vonast eftir. Það vildu Kjalnesingar ekki og bentu á annan stað, afskekktari og minna fyrir mönnum. Það vildu Álfs- nesingar og Davíð, vinur þeirra, ekki. Sá gróði heföi líklega ekki farið til réttra vina. Heilmikill akstur að fara fyrst með allt-sorp suður fyrir Hafnaríjörð og aka því síðan upp á Kjalarnes - og undarleg ráðstöfun að ætla endilega að setja það við vitin á þeim sem færa út næstu kvíar Reykjavíkur, með fyrirhugaðri snobbbyggð í salt- rokinu á Geldinganesi. Þaö væri svo huggulegt fyrir þá aö hafa sorpiö í Gufunesi á aðra hönd en Álfsnesi á hina! - Þá skipti ekki máli af hvaða átt hann væri. Endirinn verður, væntanlega sá að sorpiö verður baggað fyrir sunnan Hafnarfjöt'ð og urðað fyrir sunnan Krýsuvík\ Það virðist líka vera heppilegast og rökréttast. Það er bara spuming hvers vinir þeir eru sem eiga landið í Krýsuvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.