Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Síða 15
FÖSTUDÁGtJR 25. 'ÁGÚST 1989/ 15, Prófessor í heil- brigðri skynsemi Gætum orðið háð öðrum þjóðum um aðdrætti í landbúnaðarvörum og þá yrði sparnaður fljótt að engu, segir greinarhöf. m.a. Við svonefndar æðri mennta- stofnanir er að sjálfsögðu ýmislegt kennt og auðvitað flest af því góðra gjalda vert. Það fer þó ekki hjá því að maður fái á tilfinmnguna að sumt mætti þar betur fara. - Til dæmis held ég að það sé nokkuö algengt að fólk, bæði sumir þeir sem hafa gengið í skóla af þessu tagi og aörir, álíti að of mikið sé þar gert að því að bíta sig fastan í kenningar sem síðar verða mönn- um eins og trúarbrögð. Ég held að einna gleggstu dæmin um þetta sjáist í deilum hagfræð- inga og annarra slíkra um fræðin. Þeir virðast ósammála um hvað- eina sem greinamar varðar og þetta eru menn sem.hafa sjálfsagt í meginatriðum lært það sama en túlkun og skilningur er svona rækilega mismunandi. Annars held ég þegar allt kemur til alls að sú hagfræði, sem reynist mönnum notadrýgst, hafi meira með heilbrigða skynsemi og rétt mat á aðstæðum hverju sinni að gera en staðlaðar kenningar í hag- eða viðskiptafræðum. Atvinnugreinum slátrað Til eru þeir hagspekingar hér á landi sem tala í fifilri alvöru um að afleggja heilu atvinnugreinarn- ar. Ein þeirra atvinnugreina, sem þannig hafa orðið fyrir barðinu á speki þessara snilhnga, er land- búnaðurinn. Þótt menn virðist almennt vera til í að taka þráhyggjuskrif eins af ritstjórum Dagblaðsins Vísis um þessi efni eins og hvem annan lé- KjaUarinn Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari legan brandara fer ekki hjá því að þegar kennarar í viðskiptagreinum við helstu menntastofnun landsins taka í sama streng verði ýmsum dálítið hverft við. Reyndar held ég að skrif prófess- orsins, sem mest hefur látið í sér heyra um þetta efni, séu sums stað- ar líka tekin eins og lélegur brand- ari og má þá segja að illa sé komið hjá æðstu menntastofnun þjóðar- innar þegar fjölda fólks finnst fremur ástæða til að hlæja að kenn- ingum fræðimannanna þar en að taka mark á þeim. Háður eða óháður í ýmsum greinum eru gerðar ráð- stafanir til þess að þeir sem selja þjónustu verði ekki um of háðir sínum helstu viðskiptavinum. Þetta er gert til dæmis í því skyni að menn taki ekki upp á því að hagræða hlutum eða túlka þannig að sé þeirra manni í hag en um leið öðrum í óhag. Nú, á tímum stórra viðskipta- bandalaga, hlýtur að vera veruleg hætta á því, verði landbúnaður lagður af hér á landi, að bandalög eða þjóðir taki sig til og skammti okkur bæði vörur og verð. Þeir sem eru talsmenn þess að landbúnaður verði aflagður tala gjaman um allan þann sparnað sem af slíku hlytist en hætt er við að sá spamaður verði fljótt að engu þegar þeir sem selja okkur vömm- ar sjá að við eram orðin háð þeim um aðdrætti. Auðvitað verður okkur sagt að engin hætta sé á því að svona ástand skapist vegna þess að marg- ar þjóðir eigj miklar umframbirgð- ir sem þær vilji eða verði að losna við. - Þótt þetta kunni að vera rétt er þó víst að þetta er ekkert lögmál. Böðlar Ég óttast það að ef mönnum tekst að ganga á milli bols og höfuðs á einni atvinnugrein verði ekki látið við svo búið standa. Það er til dæm- is víst að víða um lönd er ríkjandi mikið atvinnuleysi og margir þeir sem hafa orðið að búa við bágan kost vegna slíks væru til í að koma hingað og vinna hér fyrir lægra kaupi og búa við verri skilyrði en við sjálf erum tilbúin til að sætta okkur við. Það er mjög líklegt að margir þeir sem atvinnurekstur stunda hér á landi og stynja þungan undan miklum launakostnaði tækju slíku fólki fegins hendi en til allrar ham- ingju held ég að ennþá séu þeir miklu fleiri sem vilja leita annarra leiða. Guðmundur Axelsson „Má þá segja að illa sé komið hjá æðstu menntastofnun þjóðarinnar þegar Qölda fólks finnst fremur ástæða til að hlæja að kenningum fræðimannanna en að taka mark á þeim.“ Verðbólga: Heimatilbúið vandamál Sú holskefla hækkana, sem landsmenn fengu yfir sig þegar verðstöðvun lauk hinn 1. mars sl. hlaut að hafa áhrif. En hverjir voru það fyrst og fremst sem tilkynntu hækkanir? Það var þjónusta hins opinbera sem þurfti að hækka að mati ráðamanna. Það viröist alltaf vera sama sagan, það er almenn- ingur sem verður að draga saman, spara allt sem mögulegt er að spara. En í opinbera geiranum er ekki sparað. Þar eru menn fyrstir til að hækka sína vöra og skella hækk- uninni á neytandann, hinn al- menna borgara. Og nú er farið að tala um gengislækkun eina ferðina enn. Það er í opinbera geiranum sem boltanum er ýtt af stað. Og hann mun velta áfram og hlaða utan á sig uns hann er orðinn svo tröll- aukinn að enginn fær við neitt ráð- ið hvaða stefnu hann tekur. Kjarabarátta um krónur Geta íslendingar aldrei lært af reynslunni? Erum við ekki búin að fá nóg af þeirri kjarabaráttu sem færir okkur nokkrar krónur í dag og tekur þær svo af okkur marg- falt á morgun. Fréttir berast hvað- anæva úr heimi atvinnulífsins um gjaldþrot og erfiðleika, uppsagnir og atvinnuleysi. Á sama tíma standa menn í kjarabaráttu um krónur. Ég skal þó viðurkenna að ýmsir hafa reynt að malda í móinn, bæði meðal atvinnurekenda og laun- þega. En þeir era htnir hornauga. Atvinnurekendum er borið á brýn að tíma ekki að borga mannsæm- andi laun og verkalýðsforingjar, sem hafa kjark til að segja sann- KjaUarmn Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifstofumaður og í samstarfs- nefnd Þjóðarflokksins leikann, era áhtnir svikarar. Ég er ekki atvinnurekandi og þarf ekki að tala fyrir þá heldur telst ég til þeirra iaunþega sem gjarnan vildu hafa úr meiru að spila. En ég fæ þó ekki séð að hægt sé almennt að hækka laun á meðan undirstöðuatvinnuvegir þjóðar- innar eru reknir með tapi, og ekki bara smávæglegu heldur tapi sem hefur varað á annað ár, 10-14%. Enda er útkoman sem óðast að koma í ljós. Eigið fé fyrirtækja hraðminnkar, skuldimar aukast. Og erfiðleikamir vaxa. Gróin fyrir- tæki,. sem í áraraðir hafa verið burðarás í atvinnulífi byggðarlaga, eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum laun. Og nú vilja þessir sömu starfsmenn fá launa- hækkun. Röng stjórnarstefna Að sjálfsögöu er ég ekki með þessu að segja að erfiðleikar fyrir- tækjanna séu starfsfólki að kenna, síður en svo, ekkert fyrirtæki getur gengið sem ekki hefur gott starfs- fólk. Og góðu starfsfólki á að greiða góð laun. Það borgar sig þegar til lengri tíma er litið. Erfiðleikar atvinnulífsins eru fyrst og fremst að kenna rangri stjórnarstefnu. Sú fastgengis- stefna, sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar markaði, var helstefna atvinnulífsins vegna þess að það var ekki nóg að setja gengið fast og þar með afurðaverð okkar á er- lendum mörkuðum, en leyfa verð- lagi að leika lausum hala innan- lands þannig að allur tilkostnaður stórhækkaði. Að ekki sé nú talað um vaxtaokrið sem þessir sömu atvinnuvegir hafa mátt þola. Vextir á afurðalánum margfólduðust, og vitanlega urðu framleiðslufyrir- tækin að bera þessa vexti, þau áttu ekki annars völ. Á sama tíma er beitt aflatak- mörkunum í stórum stíl, þess era dæmi hjá fyrirtækjum sem byggja afkomu sína á sjávarafla, að fram- leiðsluverðmæti hafi minnkað um helming á árinu 1988 en vaxta- kostnaður jafnvel fjórfaldast. Það kann engan veginn góðri lukku að stýra þegar mönnum, sem reyna að framleiða matvöru og útflutn- ingsvörur. er gert það nánast ókleift en hinum, sem lána þeim peninga til að brúa bh á milli fram- leiðslu og greiðslu fyrir unna vöru, era greiddar stórar upphæðir skattfrjálsar. Máh mínu tfi stað- festingar vil ég benda fólki á að fylgjast með fréttum af aðalfundum bankastofnana og fjármögnunar- fyrirtækja. Þar er sagt frá hagnaði svo tugum milljóna skiptir. Sá hagnaður kemur frá þeim sem era' tilneyddir að taka fjármagnið að láni til að halda framleiðsluat- vinnuvegunum gangandi. Á sama tíma koma fréttir af rekstrartapi og gjaldþroti þeirra fyrirtækja sem verða að nota þetta dýra fjármagn. Besta kjarabótin Ég ætla að bregða hér upp einu dæmi um vaxamáhn á áranum 1987 og 1988. Fyrirtæki í iðnaði þurfti að taka eina mihjón kr. að láni í desember 1986. Lánið skyldi greiðast í tvennu lagi, í apríl og júní 1987. Nú lenti lánið í vanskil- um, þ.e.a.s. var ekki greitt á réttum gjalddögum, það lá því ógreitt þar til í maí 1988. Á þessum tíma vora dráttarvextir á þessari einu mfiljón orðnir kr. 460.000. - Sem sagt eftir 12 mánuði þurfti að gréiða 1,5 millj. fyrir lánið á þessari einu milljón. A þessum tíma eða á árinu 1988 voru dráttarvextir mjög háir eða milli 40 og 50% á ári. Það sem af er árinu 1989 hafa þeir farið lækkandi, en þar sem verðhólga hefur nú aukist er eng- inn vafi á að þeir munu fara hækk- andi verði ekkert að gert. Þetta er þó aöeins ein hlið á vaxaokrinu sem ég vil kalla svo. Vaxtabyrði afurðalána fiskvinnsulunnar tvö- faldaðist á árinu 1988. Það hækk- uðu allir vextir. Auðvitað nutu sparifjáreigendur góðs af því. Ég tel þó að sparifjáreigendur geti vel við unað þótt vextir séu ekki jafnháir og þeir vora á síðasta ári. En það hefur alltof htið áunn- ist í þeim áformum stjórnvalda að vextir skyldu lækka. Og ef verð- bólgan æöir af stað á nýjan leik verður ekki við neitt ráöið. Ég er líka sannfærð um það að ef tækist að lækka vexti væri það sú besta kjarabót sem launþegar gætu fengið því það mundi hafa mikil áhrif á afkomu almennings ekki síður en atvinnurekenda. Þeir einstaklingar, sem standa í hús- byggingum eða öðrum álíka fjár- festingum, myndu fljótt verða varir við slíka launauppbót. En ég er líka jafnsannfærð um það að á meðan ekki tekst að halda verðbólgunni í skefjum munu vextir ekki lækka að neinu ráði. Og aðgerðir stjórn- valda í því skyni að hafa hemfi á veröbólgu eru máttlausar og fálm- kenndar og miðast við allt annað en að stemma stigu við nýrri skriðu hækkana af öhu tagi. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir „Eg er líka sannfærö um það að ef tæk- ist að lækka vexti, þá væri það sú besta kjarabót sem launþegar gætu fengið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.