Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Qupperneq 26
. 34 FÖSTUDAGUR 26J ÁGÚBT 1989. LífsstOI Júlíus kaupmaður í Júllabúð: Kaupmannasamtökin hafa unnið gegn mér - vil aó afgreiðslutími verði gefínn frjáls Júlíus Júlíusson, kaupmaður í Júllabúð við Álfheima, segir Kaupmanna- samtökin hafa unnið gegn sér. DV-mynd Hanna „Siðan ég opnaði verslunina fyrir þrem mánuðum hef ég haft opið til kl. 21.00 á kvöldin alla daga nema sunnudaga. Það hefur varla verið vinnufriður fyrir Kaupmannasam- tökunum sem hafa sífellt verið að reyna að fá mig til þess að bkeyta afgreiðslutímanum. Þaö hefur veriö reymt að varpa skugga á mannorð mitt og það hefur verið borið út að ég sé vanskilamaður, sem er alls ekki rétt, og þetta hefur gen mér erfitt . fyrir í viðskiptum við heildsala og fleiri. Þannig lenti ég á svönum hsta hjá K-kaupmönnum sem eru samtök sem gera magninnkaup og selja kaupmönnum. Þetta á ekki við nein ^ rök að styðjast. Ég vil bara að kaup- menn, sem nenna að vinna og vilja hafa opið, eigi að fá að vera í friði með sínar verslanir,“ sagði Júlíus Júliusson, kaupmaöur í Júllabúð í Álfheimum, en hann er mjög óán- ægður með afskipti Kaupmannasam- takanna af afgreiðslutima verslunar- innar. Hann bendir á að samkvæmt gildandi reglugerð sé heimilt að hafa matvöruverslanir opnár til kl. 22.00 á kvöldin alla daga nema sunnudaga. En hefur Júhus haft opið á sunnu- dögum í trássi við reglugerö? „Ég er yfirleitt að vinna í búðinni á sunnudögum og auðvitað kemur fyrir að það kemur einn og einn sem vantar mjólk eða eitthvað smávegis. Maður snýr þessu fólki ekki frá. Það -er engin ástæða til þess að láta fólk aka suður í Kópavog eða Hafnarfjörð eftir einum mjólkurlítra. Laugardag- ar og sunnudagar geta verið bestu dagar vikunnar. Það er fjöldi fólks sem vinnur vaktavinnu og kemur tii mín og verslar vegna þess að ég er meö opiö til níu. Fólk notar þann tíma sem það hefur. Lögreglan hefur tvisvar sinn- um komið til þess að líta eftir því hvort sé lokað og þeir koma vegna ábendinga frá þeim sem vilja koma mér á kné. Kökur og brauð í kjötborðið Mér finnst skrýtið að bakarar skuh mega selja kaffi, rauðkál, grænar baunir og mjólk og að þeim skuli leyft að hafa opið á sunnudögum. Hvers vegna má ég þá ekki setja kökur og brauð í kjötborðið á sunnudögum?" segir Júlíus. Júlíus auglýsti fyrir skömmu að hann gæfi alla burðarpoka í stað þess að selja þá en mikill styr stóð um sölu á burðarpokum síðastliðinn vet- ur. „Ég fékk ótal hringingar frá Kaup- mannasamtökunum vegna þessa,“ segir hann, „og það virtist vera óskaplegur skjálfti í mönnum út af þessu. Eg vil benda á að þaö er eng- inn skyldugur að selja þessa poka“. Svínakjötið hefur lækkað En deilur vegna afgreiðslutíma er ekki það eina sem Júllabúð hefur vakið athygh fyrir. í sumar var búð- in lægst í verðkönnun á kjöti sem Verðlagsstofnun gerði. Hvernig fer htil hverfisverslun að því að skjóta öðrum ref fyrir rass í verðlagningu á kjöti? „Ég nota aðra álagningu t.d. á svínakjöti og hef náð hagstæðum samningum við framleiðendur. Þetta hefur margfaldað söluna hjá mér og svo hefur þetta stuðlað að því að aðrar verslanir hafa lækkað svína- kjötið hjá sér,“ segir Júlíus. Allt er þetta hluti af samkeppni um hylli viðskiptavinanna og Júlíus seg- ir að þetta ásamt fleiru hafi orðið til þess aö margfalda umsvif verslunar- innar. Þannig auglýsti Júhus á dög- unum svínalæri fyrir 200 krónur kílóið og þá mátti sjá biðraöir við búðina. Algengt verð er 500-700 krónur kílóið. „En menn verða að kunna að taka samkeppni og ef ein lítil hverfisbúð, 80 fermetrar, getur valdið taugatitr- ingi hjá þeim sem reka stórmarkaði þá er eitthvað aö hjá þeim,“ sagði Júhus að lokum. -Pá Ætla ekki að nýta heimildina - vil ekki stuöla að hærra vöruveröi, segir formaður Félags matvörukaupmanna „Ég er ekki hrifinn af þessu og ætía ekki að nýta þessa heimild til þess að hafa opið á sunnudögum," sagði Júhus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni í Kópavogi og formaður Fé- lags matvörukaupmanna, í samtali viö DV. „Þetta dreifir viðskiptunum án þess að þau aukist,“ sagði Júlíus. „Staðreyndin er sú að fólk borðar ekki meira þótt verslanir séu opnar lengur. Þetta hefur í för með sér hækkun á kostnaði sem fer beint út í vöruverðið og ég ætla ekki aö stuðla aö því.“ Bæjarráð Kópavogs samþykkti ný- lega heimild sem leyfir matvöru- verslunum aö hafa opið á sunnudög- um. Leyfi verða veitt til reynslu til áramóta frá og með 1. september og er verslunum skylt að sækja sérstak- lega um slika heimild. Fram til þessa hafa nokkrar versl- anir í Kópavogi haft opiö til kl 20.00 á virkum dögum og til kl. 16.00 á laug- ardögum. Nóatún rekur eina matvöruversl- un í Kópavogi og þrjár í Reykjavík. Þessar verslanir hafa, að sögn Júl- íusar, allar verið opnar á svipuðum I Fjarðarkaup: Aldrei opið á laugardögum - og stendur ekki til, segir Sveinn Sigurbergsson „Hér hefur aldrei verið opiö á laugardögum og það stendur ekki til að breyta því. Viö höfúm opið frá 09.00-18.00 og til 21.30 á fóstu- dögum,“ sagöi Sveinn Sigurbergs- son, verslunarstjóri i Fíarðarkaup- um, í samtali við DV. Fjarðarkaup hafa verið í höndum sömu eigenda síðasthðin sextán ár. í Hafnarfirði eru rúmar regiur um afgreiðslutíma verslana og al- gengt aö verslanir séu opnar til kl. 22.00 á kvöldin og einnig baeöi laug- ardaga og sunnudaga. „Þetta er ein af ástæðum þess að viö komum ávallt vel út í verö- könnunum. Við notum jafna álagn- ingu en reynum ekki að plata fólk með því að sleppa því að leggja á suma hluti en hafa hana himinháa á öðrum,“ sagði Sveinn. Sveinn sagði að lengri afgreiðslu- tími þýddi óhjákvæmilega meiri kostnað og af þvi leiddi siðan hærra vöruverð. „Það má ekki gleymaþví að allt, sem gert er, borgar við- skiptavinurinn þegár upp er stað- ið,“ sagði Sveinn. -Pá tíma þótt afgreiðslutíminn hafi verið ögn lengri á virkum dögum í Kópa- vogi. „Ég veit ekki betur en bankar og opinberar stofnanir séu ekki opnar nema til kl 16.00 og samt virðast allir ná að reka sín erindi þar á tilsettum tíma. Ég get ekki séð að þaö sé neyt- endum til hagsbóta aö matvöruversl- anir séu opnar aha daga vikunnar og langt fram á kvöld," sagði Júhus. -Pá Júlíus, kaupmaður i Nóatúni í Kópavogi, er lítið hrifinn af heimild til sunnu- dagsopnunar og hyggst ekki notfæra ser hana. Afmæh Ingibjörg G. Þórðardóttir Ingibjötg G. Þórðardóttir hús- móðir, Hrafnistu, DAS, Laugarási í Reykjavík, varð áttræð í gær. Ingibjörg fæddist á Vatneyri á Patreksfirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hún gekk þar í bamaskóla en er hún hafði aldur til fór hún í fiskvinnu og starfaði viðhúshjálp. Ingibjörg giffist í nóvember 1928 Magnúsi Brynjólfssyni, sjómanni og verkamanni, f. á Melanesi í Rauðasandshreppi, 8.8.1894, d. 14.1.1942, enþau hófu búskap að Bræðraborg á Geirseyri á Patreks- firði. Foreldrar Magnúsar voru Brynjólfur Runóifsson, b. og síðar verkamaöur, og kona hans, Magn- ftíður Magnúsdóttir húsfreyja. Ingibjörg og Magnús eignuöust einn son, Magnús S. Magnússon, sem rekur fyrirtækið Skúlason og Jónsson í Reykjavík, f. 21.9.1929, kvæntur Guðbjörgu M. Gunnars- dóttur húsmóður frá Flateyri. Magnús og Guðbjörg eiga þrjá syni. Þeir eru Gunnar Heimdal Magnússon, fulltrúi í Kópavogi, f. 18.9.1952, kvæntur Elísabetu Eyj- ólfsdóttur húsmóður og eiga þau þijú böm, Eyjólf, Guðbjörgu og Einhildi Ýr; Jón Heimdal Magnús- son bólstrarameistari í Osló, f. 18.9.1952, og Magnús Heimdal, tré- smiður í Bryne í Noregi, f. 17.6. 1962, kvæntur Sissel Sördal hús- móður og eiga þau eina dóttur, Elisabeth. Ingibjörg missti mann sinn í árs- byrjun 1942. Hún eignaðist síðar son með Herði Guömundssyni frá Tálknafirði, BirgiHarðarson, for- stöðumann skrifstofu Eimskipafé- lagsins í Norfolk, f. 18.8.1946, en Birgir lést 20.6.1987. Birgir var áður kvæntur Kristínu Krisfjáns- dóttur leikkonu en þau shtu sam- vistum. Dóttir Birgis ogKristínar er Ingibjörg Ósk nemi, f. 13.9.1970, en hún á eina dóttur, Birgittu, f. 22.4.1989. Ingibjörg Þórðardóttir flutti með Birgi ungan til Reykjavíkur 1949 og réöst sem ráðskona á Haðar- stíginn í veikindum húsmóður- innar til Rögnvalds Guöbrands- sonar verkamanns og konu hans, SteinunnarÞorkelsdóttur. Stein- unn lést skömmu síðar en Ingi- björg ílengdist á Haðarstígnum og tók síðar þar viö húsmóðurstörf- um. Ingibjörg og Rögnvaldur bjuggu á Haðarstí gnum til ársins 1977 er þau fiuttu á Hrafhistu í Reykjavík. Rögnvaldur lést í jan- úarl983. Systkini Ingibjargar: Bogi, vinnumaður á Haga á Barða- strönd og síðar búsettur á Patreks- firði, en hann er látinn; Bríet, en hún lést um tvitugt, ógift og barn- laus; Jón, skipstjóri og útgerðar- maöur á Patreksfirði, en hann er látinn; Jónas, tvíburabróðir Jóns, lést i bamæsku; Bergþóra, hús- móöir á Patreksfirði, nú ekkja í Reykjavík; Magnús, verkamaður í Reykjavík, og Einar, bifreiðar- stjóriíReykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Þórður I. Jónasson, sjómaður og siðar verkamaöur og skósmiður á Patreksfirði, og kona hans, Guð- laug Jónsdóttir. Þóröur var sonur Jónasar Guðmundssonar, b. á Fossá á Baröaströnd, og konu hans, Petrínu Einarsdóttur. Guðlaug var dóttir Jóns Magn- ússonar frá Skarði undir Jökh og konu hans, Ingibjargar Sveins- dóttur, b. í Vesturbúö í Flatey, Einarssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.