Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 2l. SEPTEMBER 1989. Laun frá Alþingi 2, Laun frá forsætis- ráöuneyti 2J milljón Löun frá sjóöum 1mi!ljónir| ; ::;x:ý jForrnBÍ ur] jj>t)omarrt 'tui'L ■ milljarða útlén Fiskeldis- þjónustan milljarða útlén milljarða útlán Pappirs- fyrirtagki •totnlánadeild }:||Búna6a banki | jByggaaTtotnun| Gunnar Hilrnarsson I Trausti Þorláksson :jForrnaður|: Banka og sjóðakerfi6 alls 132 milljarðar .... ............. ormaður milljarða útlán Silfui— stjarnan 2IOmilljónj fjartesting ;|. Atvinnutrsj OU JHJ Fréttir Þóknun Stefáns Valgeirssonar fyrir stuðning við stjómina: Ók út af með 30 þúsund lítra af bensíni: Þrjú þúsund lítrar af bensíni í jarðveginn Garöar Guðjónsson, DV, Akxanesi: „Það sprakk hjá mér vinstra megin að framan. Við það missti ég bílinn út af, tengivagninn valt og hluti farmsins rann út í jarðveginn," sagði Jan Ingi Lekve, bílstjóri hjá Olís, við DV. Jan Ingi varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að keyra út af með rúmlega 30 þúsund lítra af bensíni. Hann slapp ómeiddur en tal- ið er að um þijú þúsund lítrar hafi runnið úr tengivagninum. Jan Ingi var á leið til Borgamess og átti um fimmtán kílómetra eftir ófama þegar atvikið átti sér stað um tíuleytiö í gærmorgun. Starfsmenn Olís vom komnir á staðinn rúmlega klukkustund síðar og um hádegis- bilið var búið að tæma tengivagninn og draga hann upp á veginn. Síðan var bensíninu dælt úr bílnum og hann dreginn upp. Má teljast mildi að bíllinn valt ekki en óljóst er hve mikil sprengihætta skapaöist af þessu óhappi. Þegar blaðamaður DV kom á staðinn var jarðvegurinn gegnsósa af bensíni og stybban mikil. Hafði slökkvibðið á Bensíninu var dælt úr tankbilnum sem (ór út af á leið í Borgarnes i gær- morgun. Búið var að tæma tengivagninn og draga hann upp á veginn. Um þrjú þúsund lítrar runnu út í jarðveginn. DV-mynd GG Akranesi veriö hvatt á staðinn í ör- yggisskyni. „Ég held aö þaö haii farið í mesta lagi þrjú þúsund lítrar til spillis en það má vissulega teljast mildi að ekki fór verr,“ sagði Gísli Þorkelsson, stöðvarstjóri OMs, í samtali við DV. Gísli sagðist aðeins muna eftir örf- áum svona óhöppum á þeim þrjátíu árum sem hann hefur starfað hjá Olís. 37,5 milljarða úthlutunarvald 350 þúsund á mánuði og aðstoðarmaður Fyrir stuöning sinn viö ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar fékk Stefán Valgeirsson að halda forsæti í bankaráði Búnaðarbankans, í stjóm Stofnlánadeildar landbúnað- arins og sæti sínu í stjórn Byggöa- stofnunar. Auk þess fékk hann að tilnefna fulltrúa sinn sem formann stjómar Atvinnutryggingarsjóðs. Þegar Stefán þáði þessa aöstöðu fremur en stól samgönguráðherra, sem honum stóð til boða í skiptum fyrir sjóðina, sagðist hann vera í póli- tík til aö hafa áhrif. Þessa aðstöðu í bönkum og opinberum sjóðum mæti hann meira en ráöherrastól. Þrátt fyrir að Stefán yrði ekki ráð- herra fékk hann sinn aöstoðarmann. Eins og DV skýrði frá í gær fær sá, Trausti Þorláksson, laun sín greidd úr forsætisráðuneytinu. Völd Stefáns í banka- og sjóðakerf- inu veita honum aðstööu til að hafa áhrif á um 28 prósent af heildarútlán- um kerfisins alis. Úr þessum fjórum stólum getur hann haft áhrif á hvar 37,5 milljaröar lenda. Alþýðublaðið upplýsti nýverið hvemig þessi valdastaða Stefáns hef- ur flækt hann í hagsmunaárekstur. Hann á ásamt öðrum fyrirtækið fisk- eldisþjónustana sem aftur á fisk- eldisfyrirtækið Silfurstjömuna í Öx- arfirði. Þrátt fyrir eignaraðild Stef- áns hefur Byggðastofnun lánað um 140 milljónir til fyrirtækisins og er auk þess 20 prósent hluthafi. Af um 210 milljón króna fjárfestingu, sem fyrirtækið hefur lagt í, era rúm 70 prósent upprunnin í Byggðastofnun. Auk þessa hefur Búnaðarbankinn lánað til fyrirtækisins. Einn af for- svarsmönnum þess hefur lýst því yfir að þegar rekstminn hefst muni Búnaðarbankinn „auðvitað" verða viðskiptabanki Silfurstjömunnar. Þessi maður er Trausti Þorláksson og hefur verið titlaður byggingar- stjóri eldisstöðvarinnar og er einn stjórnarmanna. Hann er jafnframt launaður af forsætisráðuneytinu sem aðstoöarmaður Stefáns. Eins og fram kom í DV í gær var ráðning Trausta sem aðstoðaimanns án ráðherra utan við allar reglur um aðstoðarmenn ríkisstjómar eða sér- fræðiaðstoð við þingmenn. Miðað við almenn laun aðstoðarmanna ráð- herra má búast við að launagreiðslur til hans verði í ár um 2,1 tii 2,4 millj- ónir króna. Hann hefur þó ekki jafngóð laun og Stefán sjálfur. Stefán fær þingfar- arkaup eins og aðrir þingmenn og þar sem hann er eins manns þing- flokkur fær hann beint til sín svo- kallaðan styrk til sérfræðiaðstoöar. Auk þess fær hann þóknim fyrir for- sæti sitt í stjóm Stofnlánadeildar og bankaráði Búnaðarbankans og setu sína í stjóm Byggðastofnunar. Laus- lega áætlað má gera ráð fyrir að heildarlaunagreiöslur til Stefans verði um 4,1 milljón króna á þessu ári. Þegar ellilífeyrinum er bætt viö mun Stefán því hafa tæplega 350 þús- und krónur á mánuöi. Þessi háu laun umfram flesta aðra þingmenn, aðstoðarmanninn og að- stöðu sína í banka- og sjóðakerfinu getur Stefán þakkað stuðningi sínum við ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar. -gse Leita verður að öðrum urðunarstað - segir forseti bæjarstjómar „Við viljum að stjóm Sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæöi.. ins leiti að öðrum urðunarstað. Við vilj- um að hún finni annan stað sem meiri friður getur skapast um,“ sagði Magnús Sigsteinsson, for- seti bæjarstjómar í Mosfellsbæ, við DV í morgun. Á fundi bæjarstjómar Mosfells- bæjar, sem haldinn var í gær, lagði Þengill Oddsson bæjarfull- trúi frara tillögu á ofangreindum nótum. Eftir nokkrar umræður var hún samþykkt með atkvæö- um aiira bæjarfulltrúa. í greinargerð sem fylgir tillög- unni segir meðal annars að ekki verði komið í veg fyrir fok-, lykt- ar- og sjónmengun verði urðun- inni valinn staður í næsta ná- grenni við íbúðabyggð og aðalúti- vistarsvæði Mosfellsbæjar. Þetta þrennt ætti að nægja til að útiloka urðun í Álfsnesinu. Að minnsta kosti muni taka nokkur ár að koma á flokkun sorps í heima- húsum og á meðan svo sé ekki sé alltaf hætta á efnamengun. Ennfremur segir að nú liggi fyr- ir afstaöa íbúa Mosfellsbæjar eft- ir ítarlegan kynningarfund bæj- arstjómar þann 19. september sl. þar sem fulltrúar Sorpeyöingar- innar hafi mætt og kynnt málið. -JSS Dðkkur Guinness í Heiðrúnu Á naætu dögum verður hafin sala á dökkum Guinness bjór í Heiörúnu, einum af útsölustöð- um Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Að sögn Þórs Oddgeirssonar, sölu- og markaðsstjóra þjá ÁTVR, hefur töluvert verið spurt um dökkan Guinnessbjór. Lengi vel var hins vegar ekki hægt að panta Guinnessinn hing- aö til lands þar sem heilbrigðis- yfirvöld gera kröfu um nákvæma innihaldslýsingu á umbúðum, þar sem byijað er að telja upp hvaða hráefni sé í mestu magni í bjómum. Framleiðendur Gu- innessbjórsins, sem er írskur, vildu ekki veröa við þessum kröf- um þar sem þeim fannst óþarfi að taka fram í innihaldslýsingu að vatn væri það efni sem mest væri af í bjómum. Að þeirra mati er nóg að telja upp önnur þau efni sem fyrirfmnast í bjóm- um. íslensk heilbrigöisyfirvöld á- kváðu svo fyrir nokkm að sjá í gegnum fmgur sér með þetta at- riði og leyfðu fyrir nokkm inn- flutning á dökkum Guinness þrátt fyrir að vatnsinnihald bjórsins sé ekki tilgreint í inni- haldslýsingu á umbúðunum. -J.Mar Umboðsmaöur Alþingis: Telur símanum lokað of snemma í áliti, sem umboðsmaður Al- þingis, Gaukur Jörundsson, hef- ur sent frá sér, kemur fram að hann telur ýmislegt athugavert við lokunaraðgerðir Pósts og síma. Telur umboðsmaðurinn-að frestur sá sem stofiiunin veitir símnotendum til að greiða síma- reikninga sé of stuttiu-. Einnig telur Gaukur rétt að at- huga hvort ekki sé ástæða til að breyta reglum þeim sem nú gilda um lokun síma ef ekki er greitt á gjalddaga. Auk þess kemur fram athugasemd umboðsmanns við sérþjónustu við suma aðila sem fá aukaviðvörun áöur en lokað er hjá þeim. Telur Gaukur engar lagaheimildir fyrir slíkum und- anþágum. -SMJ Hólmfríður eignast son Hólmfríöur Karlsdóttir, fyrr- verandi ungfrú heimur, eignaðist son síðastliöinn fóstudag. Ó1 hún bamið á fæöingardeild Landspít- alans, þar sem þau dvelja nú bæöi. Heilsast móður og barni vel. Hólmfríöur hyggst efna til blaöamannafundar á Landspítal- anumídagafþessutilefiii. -JSS Skoðanakönnun Gallup: Ríkissjónvarpið framar en Stöð 2 í könnun, sem Gallnp á íslaridi hefur gert á sjónvarpshorfun hér á landi, kemur fram að fleiri horfa á ríkissjónvarpið en Stöð 2. Könnunin var gerð 12.-14. sept- ember og reyndist 56-63% horfa einhvem tímann á ríkissjón- varpið á því svæði sem báðar stöðvamar sjást en 42-47% horfðu einhvern tímann á Stöð 2. Fréttir ríkissjónvarpsins vom vinsælasta sjónvarpsefnið með 44-46% horfun en þar á eftir kom 19:19 með 27-33% horfun. Næsti dagskrárliður var Gyðingar á ís- landi á ríkissjónvarpinu með 28% horfun. Þess má geta að Stöð 2 hætti samstarfi við Gallup vegna þessarar könnunar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.