Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 15
FIMMTUDAGUR -21. SEPTEMBER 1989.
15
Þjóðarflokkur og þjóðfélagið:
Skattar og raun-
tekjur af þeim
Skattar á íslandi hafa verið
deiiumál ufii langa tíð. Helstu
ástæður þess eru sífelldar hækkan-
ir þeirra á helstu launatekjur, á
meðan aðrir hópar eins og fjár-
magnseigendur sleppa við greiðslu
þeirra.
Þegar ég fór að raða upp skatt-
tekjum ríkissjóðs annars vegar og
hinum ýmsu endurgreiðslum ríkis-
sjóðs hins vegar sá ég að ógeming-
ur er að gera svona málefni skil í
svona stuttri grein. Eitt er þó á
hreinu. Hægt er að lækka og ein-
falda skatta af launatekjum veru-
lega með öðrum og einfaldari
vinnubrögðum en nú eru viðhöfð.
Mér sýnist að fjármunavelta rík-
issjóös gæti verið u.þ.b. 3040%
lægri en nú er með því að útrýma
endurskráningum, millifærslum
og ýmsum ónauðsynlegum hækk-
unaráhrifum vegna ómarkvissra
vinnubragða.
Þessi lækkun mundi á engan hátt
skerða þjónustu við sjúka, öryrkja
eða eldri borgara þessa lands. Þessi
lækkun mundi alfarið bitna á dýr-
ustu stofnunum stjómkerfisins
sem em allar utan veíferðarkerfis-
ins.
Söluskattur
Dæmi um steingeldan hugsunar-
gang ráðgjafa stjómvalda er núver-
andi innheimta söluskatts. Fyrir-
huguö upptaka virðisaukaskatts er
álíka frjó. Áætla má að rauntekjur
ríkissjóðs af brúttó álögðum sölu-
skatti séu u.þ.b. 40% eða jafnvel
enn lægri ef tekin er með aukin
þörf ríkissjóðs á niðurgreiðslum
hugmyndasnautt og rándýrt í
framkvæmd. - Þá byggi ég þessa
fullyrðingu einnig á því að ríkis-
sjóður er einn stærsti atvinnuveit-
andi landsins og einnig einn stærsti
viðskiptaaðih fyrirtækja í landinu.
Þannig er ríkissjóður að innheimta
háar íjárhæðir af sjálfum sér í
gegnum starfsemi þeirra.
Þetta er aðeins talnaleikur sem
þó kemur atvinnulífinu illa því rík-
issjóður er þekktur fyrir að greiða
ekki reikninga frá framkvæmdaaö-
ilum á réttum tíma, sem aftur eyk-
ur fjármagnskostnað fyrirtækj-
anna, því þau verða að skila sölu-
skattinum á gjalddaga.
Á árinu 1984 byijaði ég að tala
fyrir upptöku tölvuvinnslu á toll-
skýrslum og að á tollskýrslur yrði
bætt einni línu fyrir söluskatt sem
„Dæmi, sem ég hefi skoðað, sýná öll
hærri kostnað en raunverulega tekju-
aukningu við að báðir aðilar vinni úti
og börnin geymd á dagheimili á með-
an.“
KjaUaríim
Guðbjörn Jónsson
fulltrúi
eftir álagningu söluskatts á mat-
væli og auknar endurgreiðslur til
útflutnings- og samkeppnisgreina.
Þessa fullyrðingu mína byggi ég
á þeirri staðreynd að söluskattur
innheimtist aldrei að fuliu. Tahð
hefur verið gott ef 80 % af álagningu
innheimtist. Innheimtukerfi
skattsins er líka með eindæmum
reiknaður væri út samkvæmt
ákveðinni formúlu. Þessi aðferð
mín hefur í gegnum árin sýnt að
hún er miklu ódýrari og veitir um
leiö meira aðhald en núverandi
kerfi. Ekki er pláss í svona grein
til úthstunar á aðferð minni en um
hana hef ég ritað nokkuð á hðnum
árum.
Nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir Skýrsiuvélar ríkisins myndi gera margar rán-
dýrar stofnanir ríkisins óþarfar, segir m.a. í greininni. - Frá Skýrsluvél-
um ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Skattheimta
Skattalög, ásamt lögum og regl-
um um svokahaða „lögaðila" sem
eru fyrirtæki go einstaklingar með
atvinnustarfsemi, bera þess glöggt
merki að hinn almenni launamað-
ur hefur ekki átt neinn réttar-
gæslumann við samningu þeirra.
Hinn almenni launamaður hefur
svo til engan frádráttarrétt frá
skatti af brúttó launatekjum sín-
um. Fyrirtæki og aðrir rekstrarað-
Uar hafa hins vegar næstum ótak-
markaðan möguleika á því að ráð-
stafa tekjum rekstursins í næstum
hvað sem er áður en til skattlagn-
ingar kemur á tekjur þeirra.
Þetta hefur mátt glöggt sjá á fjár-
festingargleði margra rekstraraö-
Ua sem frekar hafa kosið að fara út
í vafasamar íjárfestingar en þurfa
að greiða skatta af'hagnaði rekst-
ursins.
. Hvernig má lækka skatta?
Leiðir tíl þess að lækka skatta.eru
aðeins tvær. Minnka veltu þjóðar-
búsins eða auka rauntekjur þess. -
Ekki með talnaleik. Þar sem það
tekur nokkum tíma að þróa upp
tekjuaukandi atvinnustarfsemi
verðum við ganga í að minnka velt-
una.
Hvemig gerum við það? Það ger-
um við fyrst og fremst með því að
skoða, hvert og eitt, hvemig við
getum nýtt tekjur okkar sem best
þannig að sem mest verði eftir af
þeim hjá fjölskyldunni sjálfri.
Nokkur dæmi, sem ég hefi skoðað,
sýna öU hærri kostnað en raun-
verulega tekjuaukningu við að báð-
ir aðUar vinni úti og bömin séu
geymd á dagheimih á meðan. - Því
miður eru of margir sem telja sig
vera í kapphlaupi við að höndla
hamingjuna en era í raun á hröð-
um flótta frá henni.
Einnig getum við minnkað veltu
með því að skera niður óhóflega
milhhðastarfsemi sem í mörgum
tilfeUum er þess beinlínis valdandi
að vömr framleiddar hér á landi
em vart samkeppnisfærar við er-
lendar vömr. Einnig myndi nýtt
hugbúnaðarkerfi fyrir Skýrsluvél-
ar ríkisins gera margar rándýrar
stofnanir ríkisins óþarfar, auk þess
sem það mundi skapa betra aðhald
að rekstrarmálum ríkissjóðs. Sama
máh gegnir um bankana. Þar gæti
endurskipulagning á gagnaskrán-
ingu sparað gífurlegar flárhæðir á
ári hverju. Þetta er bara htið sýnis-
horn af því hvemig má spara
marga mihjarða án þess að skerða
þjónustu.
Guðbjörn Jónsson
Orður og
verðlaun
Það fer ekki hjá því að það gleðj-
ist örhtið í manni sálartötrið þegar
fréttir berast af þvi að eitthvert fólk
úti í heimi hafi ákveðið að veita
þjóðhöfðingjanum okkar friðar-
verðlaun. - Áreiðanlega er hún vel
að þessum verðlaunum komin, en
heldur finnst mér furðulegt aht það
tilstand sem á að vera í kringum
afhendingu verðlaunanna.
Manneskjan, sem afhendir þau,
kemur hingað' í einkaþotu ásamt
átta manna fylgdarliði. Ekki veit
ég hvort aht þetta fylgdarhð er með
vegna þess að það þurfi her manns
tíl þess að halda á blessuðum verð-
laununum við afhendingima eða
hvort þetta er bara siðvenja. - Ég
veit þó að kostnaðurinn við svona
nokkuð er slíkur að ef þeim fjár-
munum, sem í þetta fara, væri veitt
tíl þess að aðstoða böm sem em
þurfandi mætti áreiðanlega bjarga
tugum ef ekki hundruðum þeirra
frá hungurdauða.
Það er kannske varla við því að
búast að þótt stofnun eins og sú
sem veitir þessi verðlaun viti um
póstþjónustuna og sendiráðin að
slíkt yrði notað því að þá fengju
menn enga gloríu og ekkert sviðs-
Ijós að baða sig í.
Orður
Einhvem tíma var mér sagt að
Kjallariim
Guðmundur Axelsson
framhaldsskólakennari
það væri hreint lyginni líkast hvaö
margir íslendingar hefðu fengið
fálkaorðuna. Mér var líka sagt að
í þeim efnum hefði ýmislegt spaugi-
legt komið á daginn og oft mætti
deUa um hvort afrekin, sem tíund-
uð væru sem forsenda veitingar-
innar, væm yfirleitt nokkur afrek
en það er svo önnur saga.
Mér er minnisstæð saga af gam-
alh konu sem fékk eina slíka orðu.
Þetta var kona sem hafði skUaö
giftudrjúgu ævistarfi og átti sann-
arlega skihð viðurkenningu og að
eitthvað væri gert til þess að halda
minningu hennar á lofti. Þegar til-
kynnt var að nú hefðu yfirvöld
rausnast fil að veita henni orðu var
svo komið að hún var lögst bana-
leguna.
Það getur svo sem vel verið að
þetta hefði getað létt henni síðustu
stundimar en þannig vUdi tíl aö
þegar hér var komið sögu var hún
nánast rænulaus og sjálfsagt annað
ofar á vinsældaUstanum en eitt-
hvert tíldur og pijál, enda hafði
víst slíkt aldrei verið henni sérlega
að skapi. - En, enginn má við
margnum, eins og karhnn sagði og
„orðuð“ skyldi hún lífs eða hðin. í
„Ég legg til aö slíkar vegtyllur verði
lagðar af og tekin upp veiting þátttöku-
verðlauna í þeirra stað.“
Er búið að færa titlatogið og „keppnisandann" allt of neðarlega í aldurs-
stigann? er spurt í greininni.
þessu tilfelh kom viðurkenningin í
það minnsta heldur of seint.
Verðlaun
Að afloknum íþróttakeppnum er
venjan að afhenda þeim sem best
hafa staðið sig verðlaun. Ég ætla
svo sem ekki að gagnrýna það að
verðlaun séu veitt en gæti trúað
að skynsamlegt væri fyrir þá sem
standa fyrir íþröttakeppnum barna
og unglinga að athuga hvort ekki
sé búið að -færa titlatogið og
,„keppnisandann“ aht of neðarlega
í aldursstigann. Það er skiljanlegt
að menn, sem hafa atvinnu af
íþróttaiðkun, neyti ahra bragða til
þess að ná árangri. Það er sjálfsagt
ekki afsakanlegt þegar þau brögö
em ekki heiðarleg. - En þau em
notuð.
Þegar svo þjálfarar, foreldrar og
aörir reyna að neyða böm og xmgl-
inga til afreka, sem beinlínis hafa
það í för með sér að íþróttin er
ekki lengur leikur heldur bardagi
(upp á líf og dauða) um titla og
verðlaun, þá held ég aö eitthvað sé
orðið að og það ekki Utið.
Böm hafa ríka þörf fyrir aö leika
sér og að veita orku sinni og starfs-
gleði útrás en þegar keppnin er
orðin aðalatriði og leikurinn auka-
atriði er leikmaðurinn orðinn eins
og þræh verðlaunapeninga sem
hafa þegar aht kemur tíl alls ákaf-
lega takmarkað gildi.
Hvaða glóra er til dæmis í því að
velja besta vamarmanninn, besta
sóknarmanninn og svo framvegis
úr hópi sex hundruð þátttakenda á
pohamóti svo eitthvað sé nefnt? Ég
legg tíl aö slíkar vegtyllur verði
lagðar af og tekin upp veiting þátt-
tökuverðlauna í þeirra stað þannig
að allir eigi eitthvað tíl minningar
um ánægjulega daga við leiki og
íþróttaiðkun.
Guðmundur Axelsson