Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 17
16 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989. fþróttir Fyrsta tvennan í átta ár PéturPéturssonvarð ^ í gær fyrsti leikmað- ur íslendinga til að skora tvö raörk I leik I heimsraeistarakeppninni í átta ár. Næstur á undan honum var Ásgeir Sigurvinsson, sem skoraði tvö mörk í eftirminni- legum leik þegar íslendingar gerðu jafotefli, 2-2, við Wales- búa í Swansea þann 14. október 1981. Auk Péturs og Ásgeirs hefur aðeins einn íslenskur leikmaður skorað tvö mörk í HM-leik. Það er Þórður Þóröar- son, faðir Ólafs Þórðarsonar, núverandi landsliðsmanns, en hann skoraði tvö mörk gegn Belgum í Brussel árið 1957. Þá töpuðu íslendingar, 8-3. Fimmti HM-sigurinn Sigur Islendinga í gær er sá fömmti frá upphafi í heimsmeist- arakeppninni. Eftír að hafa tapað tólf fyrstu leikjunum unnu ís- lendingar sigur á Norðúr-írum, 1- 0, árið 1977. Þá komu tveir sigr- ar á Tyrkjum, 3-1 í Ismír 1980 og 2- 0 á Laugardalsvellinum 1981, síðan 1-0 sigur á Walesbúum 1984 og loks vora Tyrkir lagðir 2-1 í gær. íslendingar hafa auk þess gert sex jafhtefli, tvö við Sovét- menn, eitt við Walesbúa, Tékka, Tyrki og Austurríkismenn, en tapaö 27 leikjum. Guðni með tak á Tyrkjum íslendingar hafa enn ekki beðið lægri hlut gegn Tyrkjum í flórum landsleikjum þjóðanna til þessa, hefur unniö þrjá og einu sinni gert jafntefli. Guðni Kjartansson hefur komið við sögu í öll skiptin, hann stjómaði íslenska liðinu í sigurleikjunum 1980 og 1981, og síðan i gærkvöldi, og var aðstoö- armaður Sigfrieds Held er þjóö- imar skildu jafnar í Istanbul í fyrra. Pétur með 7 mörk Pétur Pétursson lék í gærkvöldi sinn fyrsta landsleik í rúm tvö ár eða síðan 9. september 1987. Hann var þá í liði íslands sem vann Norðmenn, 2-1, á Laugar- dalsvellinum í Evrópukeppni landsliða og skoraði að sjálfsögðu annaö markanna. Pétur hefur nú skorað 7 mörk í landsleikjum og er í 6.-8. sæti á lista yfir marita- skorara íslands frá upphafí, ásamt Guömundi Þorbjömssyni og Guðmundi Steinssyni. Rík- harður Jónsson er langmarka- hæstur með 17 mörk, Matthías Haflgrímsson skoraði 11, Teitur Þórðarson 9, Þórður Þórðarson 9 og Marteinn Geirsson 8. Lið íslands Liö íslands var þannig skipað í gær: Bjami Sigurðsson, Guðni Bergsson, Gunnar Gíslason, Gunnar Oddsson, Ólafur Þórðar- son, Þorvaldur Örlygsson, Rúnar Kristmsson, Amór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson, Siguröur Grétarsson (Ragnar Margeirsson 71. mín.), Pétur Pétursson. Áhorfendur vora um 4.500 en seldir miöar 3.451. Dómari var Jose Franrisco Perez Sanchez frá Spáni og var lítt sannfærandi. Gul spjöld fengu Þorvaldur Ör- lygsson, GÖkhan og Hakan. ísland í 3. sæti Staöan í 3. riðli er þannig eftir sigur íslendinga á Tyrkjum: Sovétríkin.....6 3 3 0 8-2 9 Austurríki....6 2 3 1 6-6 7 ísland.......8 l 4 3 6-11 6 Tyrkland....6 2 1 3 9-8 5 A-Þýskal 2137-9 5 Leákir sem eftir em: A-Þýska- land - Sovétríkin, Tyrkland - Austurrfki, Sovétríkin - Tyrk- land og Austurrfki - A-Þýska- land. -VS • Pétur Pétursson skorar síðara mark sitt og íslands í gær. Eftir að hafa tekið knöttinn á brjóstið geystist hann fram hjá varnarmanninum Semih . . . Útiaginn þurfti aðeins einn leik - Pétur skoraði tvö gegn Tyrkjum og varð markahæsti leikmaður íslands í HM „Útlaginn" Pétur Pétursson þurfti aðeins einn leik til að verða markahæsti leik- maður íslands í heimsmeistarakeppninni að þessu sinni. Tvö mörk hans, sem lögðu grunninn að sætum 2-1 sigri á Tyrkjum á Laugardalsvellinum í gær, vekja mann til umhugsunar um hvað hægt hefði verið að gera í öðrum leikjum með þennan mikla markaskorara innanborðs. En hann var ekki í náðinni hjá Sigfried Held - Guðni Kjartansson gaf honum hins vegar tækifæri eftir tveggja ára útlegð - tækifæri sem Pétur nýtti til fullnustu. Þvi miður kemur þessi sigur of seint, möguleikinn á ítalíuför var ekki fyrir hendi eftir ófarimar gegn Austur-Þjóð- verjum á dögnum. En á Laugardals- völlinn í gær mætti mikið breytt ís- lenskt landslið, skipað leikmönnum sem voru staðráðnir í að gefa allt sitt í leikinn og fóma öllu til að knýja fram sigur gegn liði sem átti mikla möguleika á að ná öðru sætinu eftirsótta. Það tókst þótt heppnin hefði vissulega verið ís- lands megin því að Tyrkir fengu mörg ágæt færi í síðari hálfleiknum til að minnka muninn eða jafna metin. Mark dæmt af Sigurði Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik, nema hvað Sigurður Grétarsson skor- aði strax á 6. mínútu enspænski dómar- inn taldi að hann hefði brotið á mark- verðinum og dæmdi aukaspymu. Tyrk- ir komu betur inn í leikinn eftir því sem á leið en fengu ekki teljandi færi í fyrri hálfleiknum, þrátt fyrir nokkum sókn- arþunga. Útlaginn í gang Síðari hálfleikur var hins vegar opinn og skemmtilegur og eftir 7 mínútur tók „útlaginn" til sinna ráða. Þorvaldur Órlygsson og Ásgeir Sigurvinsson unnu vel saman á vinstri vængnum, einu sinni sem oftar, Ásgeir sendi fyrir markið og Pétur fékk boltann í miðjum teignum og sendi hann af öryggi í mark- homið, 1-0. Það sem eftir var vom Tyrkir meira með boltann en íslenska liðið fékk mörg hættuleg upphlaup, ekki síst eftir að gestimir fækkuðu í vöminni og settu óþreyttan sóknarmann inn á. Mark- tækifærin komu sem af færibandi. Rec- ep skaut í utanverða stöng íslenska marksins úr aukaspymu utan af kanti, Ásgeir þrumaði yfir mark Tyrkja úr góðu færi á vítateig, Bjami Sigurðsson bjargaði með góðu úthlaupi þegar Has- an slapp einn inn fyrir vöm íslands og rétt á eftir lék Hasan á Bjama en náöi .aðeins að senda boltann fyrir markið þar sem enginn samherji hans var til staðar. Aftur Ásgeir og Þorvaldur Þegar síðara markiö kom, á 69. mín- útu, vom Ásgeir og Þorvaldur enn á ferðinni. Nú skallaði Ásgeir á Þorvald sem átti glæsisendingu inn í vítateiginn á Pétur Pétursson sem afgreiddi bolt- ann í markið af hreinni snifld, 2-0. Amór Guðjohnsen og Pétur fengu báðir færi á að bæta við mörkum en annars var Bjami Sigurðsson í aðal- hlutverki það sem eftir var og sýndi stórkostleg tilþrif. Hann réð þó ekki við Feyyaz, sóknarmanninn hættulega sem kom inn á um miðjan síðari hálfleik, en hann náði að senda boltann framhjá Bjama í stöngina og inn, fimm mínút- um fyrir leikslok. Og þegar mínúta var eftir lék lánið við ísland þegar Mustap- ha átti þrumufleyg í þverslána og út. Ásgeir dreif liðið áfram Það var baráttugleðin sem færöi ís- landi þennan sigur. ítalíudraumurinn var úti, nú var leikið fyrir stoltið og þar var Ásgeir Sigurvinsson fremstur í flokki. Það hreinlega neistaði af honum, sjaldan eða aldrei hefur hann barist af slíkum krafti í landsleik og hann dreif liðiö með sér. Miðað við þessa frammi- stööu ætti hann að endurskoða ræki- lega þá áætlun sína að leggja skóna á hifluna í vor. Bjarni og Þorvaldur firnasterkir Bjami var frábær í markinu og Þor- valdur lék geysilega vel á vinstri vængnum. Ólafur Þórðarson var drjúg- ur hægra megin að vanda og þeir Rúnar Kristinsson og Amór stóðu fyrir sínu á miðjunni. Gunnar Gísláson og Gunnar Oddsson skiluðu ágætlega nýjum stöð- um í vöminni en Guðni Bergsson gerði óvepjumörg mistök þar þótt þau kæmu ekki að sök. Sigurður Grétarsson náði sér aldrei á strik og Pétur var daufur við hlið hans frammi allt þar til hann skoraði fyrra markið. Þá lifnaði líka heldur betur yfir pilti! Ragnar Mar- geirsson gerði ágæta hluti þær 20 mín- útur sem hann lék. Tyrkir era með léttleikandi lið og marga snjalla leikmenn sem ekki mátti líta af. En barátta íslensku leikmann- anna kom þeim greinilega í opna skjölduogslóþáútaflaginu. -VS • Pétur Pétursson skorar fyrra mark sitt i gær, þrir varnarmenn og Engin mark- vörður fá ekkert að gert. DV-mynd GS FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989. 25 Iþróttir „Það væri sætt að hætta með upp um styrkleikaflokk,‘< sagði í gang. Þegar Pétur skoraöi seinna En ég fékk góðan stuöning frá svona sigri, enda hefði ekki verið Ásgeir. markið tók ég þá áhættu að senda strákunum og eftir að ég skoraði hægt að kveðja eftir tapiö gegn mjög nálægt markinu og tókst aö fyrra markið leiö mér betur og Austur-Þjóðverj um. Ég set þó somu Þarf aö fylgja þessu eftir hitta beint á hann,“ sagði Þorvald- sjálfstraustið kom,“ sagði Pétur formerkisemfýrr.égerekkitilbú- , JÞessi sigur er mikilvægur fýrir ur Örlygsson. Pétursson. inn að fuflyrða að þetta hafi verið sjálfstraustiö og nú þarf að fylgja „Þegar ég skoraði fyrra markiö minn síðasti landsleikur þó margt þessu eftir í næstu keppnL Þetta Fyrsti sigur Arnórs í 30 fékk ég góðan tima, gat horft á bendi til þess aö svo hafi verið,“ var frábær leikur og stórkostlegt landsieikjum markmanninn og síðan sent bolt- sagöi Ásgeir Sigundnsson sem var hvemig ungu strákamir komu inn , JÞetta var minn fyrsti sigur í 30 annþar sem ég vildi. Þegar seinna fyrirliði Islands i gær. í liöið. Það var eins og þeir hefðu landsleikjum og ég ætla sko ekki markið kom náði ég strax góðu „Viö sýndum strax á fyrsta kort- ekki gert annað en aö spila lands- aö bíöa i aðra 30 leiki eftir þeim valdi á boltanum eftir sendinguna erinuaðviðætluðumaöbeijasttil leiki. Vömin fyrir framan mig var næsta,“ sagði Araór Guöjohnsen. frá Þorvaldi og var alltaf viss um sigurs. Þá sóttum við af kraftí og mikið breytt en náði mjög fljótt „Við vorum ákveönir strax frá að ég myndi skora,“ sagði Pétur. keyrðum okkur reyndar út þannig saxnan. Eftír markiö sem við feng- byijun en ég tel að það hafi gert að Tyrkirair náðu smára saman um á okkur kom nokkur tauga- útslagiðaðfáPéturPéturssonaftur Atli áhorfandi ífyrsta tökum á leiknum undan vindinum. veiklun í flöið en það kom ekki að í liðið. Það sást nú aö hann vantaöi sinn í fimmtán ár En við hefðum hæglega getaö unn- sök,“ sagöi Bjami Sigurðsson í öðrum leikjum í keppninni. Þetta „Ég var áhorfandi að landsleik iðþennanleikstærraogskoraö3-4 raarkvórður. var sætur sigur og opnar augu ísiands í fyrsta skiptí í fimmtán ár mörk. . manna fyrir því hvað er hægt aö og þaö var virkUega erfltt,“ sagði Það er ágætt aö enda keppnina Asgeir hjálpaði mér mikið gera. Nú þarf að stefoa á betri ár- Atli Eðvaldsson, fyrirliði Islands i með 6 stig en þó má segja að við „Það var ótrúlega auðvelt aö 'angur í næstu keppni og standa fyrstu sex leikjunum í keppninni höftun verið óheppnir að sigra ekki koma inn í liðið, samheldnin var rétt að málumsagði Amór. „Það var ótrúlega erfitt, ég gat ekki Austurríkismenn og Rússa hér mikil og gerði manni léttara fyrir. setið kyrr og var afltaf að tala tfl heima. Miðað við ailar okkar að- Þá fékk ég ómetanlega aöstoö frá Fékk góðan stuðning leikmannannaeinsogégværisjálf- stæður er þetta mjög góð útkoma Ásgeiri Sigurvinssyni, það var ,JÞað var mjög erfitt að koma inn ur inni á vellinum,“ sagði Atii. og raunhæf en auðvitað á að setja mjög þægilegt að spila við hliðina í liðið á ný - ég haföi ekki spilað -VS mariáð hærra og vonandi verður á honum. Eg fékk tvær byltur Evrópuleik eða landsleik í tvö ár þessi sigur til þess að koma okkur snemmaíleiknumogþaðkommér og það tók tíma að laga sig að því. Sigurinn var sætur - sagði Marteinn Geirsson „Þetta var mjög góður leikur og sigurinn var virkilega sætur. Nú vildi ég bara að við ættum leikinn gegn Austur-Þjóðverjum eftir," sagði Marteinn Geirsson með bros á vör í gær en hann var fyrirliði íslenska liðsins í 22 leikjum. Marteinn spilaði einmitt fyrri sig- urleikina tvo gegn Tyrkjum, árið 1980 og árið 1981. „I kjölfar þess sem fyrrverandi landsliðsþjálfari íslendinga hélt til Tyrklands varð ljóst að gera þurfti einhverjar breytingar á liðinu - og sú varð raunin. Ég hefði að vísu vilj- að sjá breytingar á liðinu fyrir leik- inn við Austur-Þjóðveija. Það er alveg ljóst að besta liðið verður afltaf að leika. Það getur að vísu reynst erfitt að ná mönnUm saman en leikmenn hafa engu að síð- ur oft fómað miklu fyrir ísland. Jafn- vel þeir sem hafa átt í mikilli baráttu um sæti hjá sínum félagsliðum og gefið eftir í þeirri baráttu til að leika með íslenska liðinu. En svona erum við íslendingar, við erum afltaf til- búnir að fóma okkur fyrir ísland. Þeir sem komu nú inn í liðið léku allir mjög vel. Það var til að mynda miög ánægjulegt að fylgjast með þeim Gunnari Oddssyni, Rúnari Kristinssyni og Þorvaldi Örlygs- synisagði Marteinn. -JÖG • . . . Engin íperkoglu, markvörður Tyrkja, reyndi árangurslaust að verja Tyrkir vonsviknir að leikslokum: „Ein meginástæðan fyrir þessu vígiíkjölfarósigursTyrkjaígær. tapi var hversu liö mitt kemur lítt undirbúið til leiks en tímabiflð er íslendingar léku algerlega nú rétt að hefjast í Tyrklandi. Menn ár» pressu vom bara ekki reiðubúnir," sagöi „Þetta var leikur sem gat komið Tinaz Tirpan, þjálfari Tyrkja, í okkur til Rómar en íslendingar blaðamannahaflundirstúkuLaug- léku algerlega án pressu. Það var ardalsvallar í gær. þeim í hag," sagði Mustafa Yucedag „íslenska liöið lék af miMlli en hann var hársbreidd frá því að grimmd, stundum ótrúlegri jafna gegn íslendingum. Átti grimmd. Liðíð lék miklu fastar en þrumuskot í þverslá er nær dró ég átti von á og þannig kom það lokum. okkur í opna skjöldu," sagði Tirpan „Við erum vitanlega gríöarlega en eftir honum var oft haft í sumar vonsviknir," bætti hann við. og haust að Tyrkir myndu öragg- „Islendingar léku af miklum lega sækja tvö stig til íslands. krafti án þess að eiga að neinu að „Hver ásiæðan er fyrir því hvi keppa. Ég verð að segja aö mér er íslenska liðið lék af þessum krafti það óskiljanlegt hvers vegna liðið nú er mér spurn þar sem það hafði lék ekki af sörau grimmd gegn að engu aö keppa." Austur-Þjóðveijum fyrir fáeinum Tirpan sagöist ekki sjá neina von dögum, þegar möguléikinn var fyr- bjá Austurríkismönnum um stig ir hendi hjá liðinu," sagði Yucedag. eða afrek í Miklagarðl en sá leikur „Viö eigum nú tvo leiki eftir og er nú framundan. Þessar tvær því möguleika á farseðli til Rómar. þjóðir bítast ásamt Austur-Þjóð- Viðverðumaðstefoaaðsigriíþeim veijum um sætí á Ítalíu og standa leikjum sem eftir em, líka í Austurríkismenn miklu betur aö Moskvu,“sagðiYucedag. -JÖG • . . . og þeir Semih, Pétur og Engin horfa á eftir knettinum þenja netmöskvana. Staðan 2-0 og íslenskur sigur i uppsiglingu. DV-myndir Brynjar Gauti Njarðvíkingar ráku Clark - Gunnar Þorvarðarson tekinn við liðinu um stundarsakir Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Bikarmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik sögðu í gær upp samningi sínum við Bandaríkja- manninn Mike Clark sem þjálfa átti lið þeirra og leika með því í vetur. „Clark stóð sig ekki nógu vel, hvorki sem þjálfari né leikmaður, og því létum við hann fara. Við höfum áhuga á að fá til okkar annan Bandaríkjamann og erum famir að leita fyrir okkur þar vestra,“ sagði Gunnar Garðars- son, formaður körfuknattleiks- nefndar UMFN, í samtali við DV í gær. Gunnar Þorvarðarson hefur tekið við þjálfun liðsins til bráða- birgða og undir hans stjóm léku Njarðvíkingar stórvel gegn Grindavík í gærkvöldi og tryggðu sér sigur í Reykjanesmótinu með stórsigri, 89-67.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.