Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 14
FIMMTUDÁGUR 21. SEPTEMBER 1989. 14 ' Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1J27022- FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr: Bananalýðveldi Framganga flokksformannanna þriggja, sem ráöa ferðinni í ríkisstjórninni, er einstök í sinni röö. Aldrei áður hafa ósvífni og ósannindi verið leidd til hásætis eins stórkarlalega og í þessari ríkisstjórn, sem hefur búið til íslenzka einkakreppu með vondri ofstjórn mála. Dæmin um þessa framgöngu formannanna birtast í viku hverri. Nú síðast fór forsætisráðherra með rangt mál um skipan seðlabankamála í umheiminum. Þar áður hafði fjármálaráðherra farið með rangt mál um tillögur nefndar sinnar um skattlagningu lífeyrissjóða. Sú skipan mála Seðlabankans, sem forsætisráðherra segist sækjast eftir, er í stíl við þriðja heiminn, þar sem ráðamenn nota öll brögð til að gera hðandi stund sér bærilegri. Sú skipan, sem hann gagnrýnir, er sú, sem tíðkast um öll Vesturlönd, nema einmitt hér á landi. Sumir yppta bara öxlum og afsaka þetta með því, að forsætisráðherrann segi svo margt. Aðrir glotta og út- skýra þetta með því, að menn segi forsætisráðherranum svo margt. En svona er ekki unnt að fríspila forsætisráð- herra, því að hann má ekki vera einhver Gróa úti í bæ. í rauninni er íslenzki Seðlabankinn mitt á milli þriðja heimsins og Vesturlanda. Hann er ekki sú kjölfesta í daglegum sviptingum og freistingum stjórnmála, sem hann er í nágrannalöndunum og á að vera, heldur er hann meðfram að þjónusta vafasöm áhugamál valdhafa. Forsætisráðherra finnst hins vegar, að hann fái ekki næga þjónustu hjá bankanum. Þar á ofan dreymir hann um að hafa þriðja heims banka, sem gæti fyrir kosning- ar hjálpað honum til að búa til htla sveiflu upp á við, þótt hún kosti stóra niðursveiflu eftir kosningar. Það er þetta ábyrgðarleysi, þetta kæruleysi í helgun ahs konar meðala, sem einkennir störf ríkisstjórnarinn- ar. Hún reynir áð ýta fram í tímann öhum vandamálum hðandi stundar með ódýrum sjónhverfingum og slúðri, ósannindum og ósvífni, sem reynast þjóðinni dýr. Einn daginn slúðrar forsætisráðherra um erlenda peninga að baki tfiboði Hafnfirðinga í togara frá Patreks- firði, án þess að flugufótur hafi verið fyrir áburðinum eða hafi síðan orðið tfi. Hann tekur greinUega sjálfur ekki minnsta mark á eigin orðum. Þau eru honum ódýr. Ríkisstjórnin er að búa tU bananalýðveldi á íslandi. Hún þykist vera að lækna skipan ríkisflármála en stend- ur í raun á bólakafi í útgjöldum upp á milljarða, sem hún hefur enga heimUd fyrir, hvorki á fjárlögum né annars staðar. Hún grýtir peningum í ahar áttir. Ríkisstjórnin stendur í umfangsmiklum björgunar- gerðum fyrir gæludýr sín í atvinnuhfinu, meðan hundr- uð alvörufyrirtækja mega hennar vegna verða gjald- þrota. í þessu skyni hefur hún sóað út í loftið um tólf mUljörðum, sem börnin okkar verða síðar að borga. Rikisstjórnin er að byggja upp umfangsmikið skömmtunarkerfi í austurevrópskum stU tU að alhr þurfi að koma skríðandi tU hennar dihandi rófunni til að væla út úr henni undanþágur og leyfi, veiðikvóta og fuUvinnslurétt, búmark og útflutningsrétt. Þetta gæludýranamm gengur svo kaupum og sölum eins og í Austur-Evrópu, því að öðruvísi gæti efnahags- Ufið ekki gengið frá degi til dags. AUt gengur kaupum og sölum. Stuðningur eins þingmanns er greiddur með ríkisfé, sem á að nægja átta manna þingflokki. Á margan shkan hátt er ríkisstjómin að niðurlægja þjóðina. Hún eitrar flest það, sem hún snertir við. Hún er að gera ísland að þriðja heims bananalýðveldi. Jónas Kristjánsson Viö myndun nýrrar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. - „Framsóknarflokkurinn greiddi þaö sem upp var sett,“ segir greinarhöfundur m.a. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins Nýlega hélt Framsóknarflokkur- inn miöstjómaríund vegna mynd- unar nýrrar ríkisstjómarmeð þátt- töku Borgaraflokksins. Á fundin- um ríkti nær algjör eining um að styrkja ríkisstjómina með því aö fá Borgaraflokkinn til fylgis við hana. Aðeins formaöur Sambands ungra framsóknarmanna, Gissur Pétursson, greiddi atkvæði gegn tíliögu forsætísráðherra um mynd- un nýrrar ríkisstjómar. I upphafi fundar rakti forsætis- ráðherra ástand mála er ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar sprakk. Hann sagði að staða atvinnuveganna hefði reynst mun verri en menn hefðu haldið á þeim tíma. Ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar var síðan tæpt ár að glíma við af- leiöingar fastgengisstefnunnar. Gripið var til nauðvama. Þrátt fyr- ir góð aflaár 1987 og 1988 var af- koma atvinnuveganna ótrúlega slæm. Góð veiði, gott verð og góðar aðstæður íslensks sjávarútvegs, en eigi að síður gríðarlega slæm af- koma. Enda var genginu haldið fóstu í verulegri verðbólgu. Forsætisráðherra taldi nauðsyn- legt að styrkja stjómina vegna þess að framundan væri útíitið dekkra en áður hefði verið ætlaö. KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson Sérstaklega var minnst á sam- einingu eða samvinnu stóm sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ný ríkisstjórn Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völdum. Hún hefur nægan þing- meirihiuta, sem auðvitaö er for- senda þess aö hún getí tekist á viö vandamálin framuhdan, minnk- andi fiskveiðar og minnkandi þjóð- artekjur. Athyglisvert þykir mér hversu litlu Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag vildu til fóma að þessi ríkisstjóm gætí orðiö að veruleika. Framsóknarflokkurinn greiddi þaö sem upp var sett. Þá var staöan sú fyrir í ríkis- stjóminni að flokkamir þrír höfðu alþingismaður jafnmarga ráðherra og jafnmörg ráðuneyti. Það hafði Framsóknar- „Athyglisvert þykir mér hversu litlu Alþýöuflokkur og Alþýöubandalag vildu til fóma aö þessi ríkisstjórn gæti orðið aö veruleika.“ Markmiöin í ræðu sinni nefndi forsætisráð- herra sex áhersluatriði er hann lagöi meginþunga á: 1. Að tryggja að vel rekin fyrirtæki hefðu hæfllegan arð. í þessu sambandi er vert að minna á ákvæði í samkomulagi um stjómarsamstarf þar sem lögð er áhersla á að við gengisskrán- ingu verði tekið mið af rekstrar- afkomu útflutningsatvinnuveg- anna og viðskiptajöfnuði við út- lönd. - Reyndar er þetta ekki nýtt ákvæði. Þetta er í lögum um Seðlabanka íslands. Þrátt fyrir ákvæði í lögum um að við skrán- ingu gengis íslensku krónunnar skuh taka mið af jöfnuði í við- skiptum viö útlönd hefur við- skiptahalii munað mörgum miÚjörðum króna á ári. Stimd- um um milijarði króna á mán- uöi. Þetta vekur upp þá athyglis- verðu spumingu: „Hver ber ábyrgðina?" Hver ber ábyrgð á því að ekki hefur verið farið eft- ir þessum lögum? Svari nú hver sem getur. Skyldi vera eitthvert refsiákvæði viö að brjóta slík lög? 2. Að fjármagnseigendur taki þátt 1 byrðunum. Augljóst virðist aö framundan em minnkandi þjóð- artekjur. Það mun koma fram í minnkandi kaupmætti launa og erfiðri stööu atvinnuvega. For- sætisráöherra lagði áherslu á í sinni ræðu aö fjármagnseigend- ur yrðu að axla sinn hluta byrð- anna. 3. Að lækka verð á matvælum. Þeg* ar hefur verið ákveðið að lækka matvælaverð við gildistöku’' virðisaukaskattsins. Æskiiegt er að sú lækkun nái tíl sem flestra matvæla. í því sambandi er nauðsynlegt að ríkið spari í sín- um rekstri til þess aö mæta teKjutapi. Uppskurður ríkiskerf- isins er brýnt viðfangsefni. 4. Að hafa hemii á verðhækkunum. Hér er ekki átt við verðstöðvun eða beina verðstýringu, heldur aðhald á ýmsum sviðum, s.s. með tíðri upplýsingamiðlun um verðlag. 5. Að afnema sjálfvirkar viðmiðan- ir. Hér er að sjálfsögðu átt við það sjálfgengi sem vísitölubind- ingar valda. Enn lýsa menn yfir að lánsKjaravísitala verði af- numin þegar verðbólga hefur náðst niöur fyrir áKveðið stíg, t.d. 10% í sex mánuði. 6. Kerflsbreytingar. Forsætisráðf herra lagði áherslu á nauðsyn flölmargra breytinga í ríkis- ' rekstrinum. Ýmsar stofnanir má sameina og aðrar leggja niður og færa starfsemi þeirra annað. flokkurinn sætt sig við þó hann sé stærstur. Eigi að síður lagði hann til ráðuneyti Borgaraflokksins og nú hafa Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hvor flokkur um sig 3 ráðherra og 4 ráðuneyti en Fram- sóknarflokkurinn 3 ráðherra og 3 ráðuneyti. - Þessir tveir flokkar gátu ekkert misst. Aðalatriðið er þó að hinn nýju ríkisstjóm takist að snúa málum viö og móta framsækna atvinnu- stefnu. Möguleikar til aukins hag- vaxtar virðast ekki miklir á næsta ári. Þó gæti stækkun álversins orð- ið að veruleika. Þá ættu fram- kvæmdir að hefjast næsta vor. Fjárfesting í álveri gæti orðiö 25-30 milljarðar króna, þar af 1/3 inn- lend. Nauðsynlegar virkjanir, t.d. stækkun Búrfells og Vatnsfells, gætu kostað 10-12 milijarða, þar af 2/3 innlend fjárfesting. Enn er þessi framkvæmd þó ekki á borðinu. Grunnatriði í starfi nýju ríkis- stjómarinnar hijóta að verða: a) eðlileg gengisskráning, b) opnum fj ármagnsmarkaðar þannig aö flármagnskostnaður hér verði svipaður og erlendis, c) að auðvelda fyrirtækjum aö auka eigið fé sitt, d) lækka verð á matvælum. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.