Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Qupperneq 3
FIMMTUDACIUR'21. SEPTEMBER 1989. Eiganda vísað úr bænum með hundinn Scháfertíkin, sem lokuð var inni í bíl á þriöja sölarhring um helgina, var afhent eiganda sínum á dýraspít- alanum í gær. Affsögn Odds R. Hjart- arsonar hjá Heilbrigðiseftirhti Reykjavíkur fékk maðurinn, sem er utan af landi, tíkina með því skilyrði að hann kæmi sér úr bænum. Maðuriipi hefur húið á Akranesi. í fyrra var hann sviptur leyfi til að halda hund og kærður til löreglu af hundaeftirlitsmanni. Að sögn dýra- læknis þar var samdóma álit hans og hundaeftirlitsmanns að þessi maður ætti alls ekki að hafa hund. Að sögn læknis á dýraspítalanum verður fylgst með manninum en það væri alfarið undir honum sjálfum komið að bæta ráð sitt. Ef ekki, hði ekki á löngu áður en afskipti yrðu höfð af honum á ný. -hlh Verslunarráð: Tapaðar við- skiptaskuldir 633 milljónir Á árinu 1988 þurftu 101 fyrirtæki að afskrifa samtals 633 milljónir sem tapaðar skuldir. Samsvarar það um einu prósenti af veltu fyrirtækjanna. í ár gera áætlanir fyrirtækjanna ráð fyrir að tapaðar skuldir nemi um 550 milljónum eða 0,75 prósentum af veltu. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Verslunarráð íslands lét gera meðal félaga ráðsins varðandi það tap sem fyrirtæki verða fyrir vegna gjaldþrota og nauðasamninga. Tóku 23 framleiðslufyrirtæki, 66 verslunarfyrirtæki og 12 þjónustu- fyrirtæki þátt í könnuninni. Vill Verslunarráð vekja athygli á að fyrirtæki fara nú varlegar í lána- fyrirgreiðslu við viðskiptavini. Hins vegar fjölgi gjaldþrotabeiðnum úr 1327 í um 2100 milli áranna. Segir að í heild verði tapaðar viðskiptaskuldir í atvinnulííinu á milli 2,5 og 3,5 millj- arða árið 1989. -hlh Önnur sprengju- hótunin upplýst Tveir tæplega tvítugir piltar hafa gefið sig fram við Rannsóknarlög- reglu ríkisins og játað að hafa hringt til DV og lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjanna tveggja sem sprungu í Reykjavík og að hafa hótað að sprengja fleiri sprengjur í miðbæ Reykjavíkur. Rannsóknargögnin verða send til ríkissaksóknara sem mun taka ákvörðun um hvort piltamir verða ákærðir eða ekki. í almennum hegn- ingarlögum er að finna greinar sem varða rangar upplýsingar sem þær sem piltarnir hafa játað að hafa gefið. í 120 grein segir: „Ef maður gabbar lögreglumenn, brunalið, björgunar- hð eða annað hjálparlið, með því að kaha eftir hjálp að ástæðalausu eða með misnotkun brunaboða eða ann- arra hættumerkja, þá varðar það sektum eða varðhaldi allt að 3 mán- uðum.“ í A káfla greinarinnar segir: „Nú veitir maður vísvitandi rangar upp- lýsingar eða lætur uppi vísvitandi rangar tilkynningar, sem eru fahnar th að vekja ótta um hf, heilbrigði eða velferð manna eða um atriði, sem varða loftferðaöryggi, og varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi aht að 3 árum. Sömu refsingu varðar að útbreiða þess konar orðróm gegn betri vitund." -sme Urval sTÓRSÝNINc '-W- /7 Lóðréttir diskar ná sterkara .merki" en hallandi diskar Hallandi diskar eru með móttökubúnað, sem skyggir á útsendinguna, auk þess að safna (sig snjó Él* %%%%: á EchoStar gervihnattadiskum verbur til föstudagsins 29. september. Yfir 30 sjónvarpsrásir sneisafullar af fréttum, kvikmyndum, barnaefni, framhaldsþáttum, fræbsluefni, gamanmyndaflokkum,spurningakeppnum, tónlistarefni, íþróttum og mörgu fleira, á fjölmörgum tungumálum. Vegna milliliöalausra magninnkaupa getum viö boöiö lóörétta EchoStar gervihnattadiska á frábœru veröi! ■UWOCAWD greiðslukjör til allt að 12 mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.