Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Blaðsíða 18
FIMMTUÐAGUR 21. SEPTEMBER-1989. 26, Iþróttir HM 21 árs landsliða í handknattleik á Spáni: Enn gengur allt á afturfótum gegn Svíum - möguleiki á 5. sæti þrátt fyrir 18-23 tap gegn Svíum Svíar halda áfram að gera íslend- ingum lífið leitt á handknattleik- svellinum. í gær tapaði íslenska unglingalandsliðið fyrir því sænska á heimsmeistaramóti unglinga á Spáni. Leik liðanna í milliriðhnum lauk með sigri Svía, 18-23, og var sá sigur svo til aldrei í hættu. Islenska Uðið lék vel í byijun og komst í 3-0 en framhaldiö var ekki eins gott. „Sóknarleikurinn gekk ekki upp að þessu sinni og okkar menn náðu að skjóta sænska mark- vörðinn í mikið stuð og varði hann 27 skot. Það þýðir ekkert annað en að hugsa um næsta leik. Við eigum enn góða möguleika á að leika um 5. sætið á mótinu og komast þannig án forkeppni í næstu heimsmeistara- keppni,“ sagði Stefán Carlsson, læknir íslenska landsliðsins, í sam- tali við DV í gærkvöldi. „Ég tel víst að Spánverjar sigri Svía og ef við vinnum Pólveija á föstudag með fjór- um mörkum þá leikum viö um 5. sætið sem teljast verður frábær ár- angur, enda hefur íslenska liðið náð að sýna mjög góða leiki á þessu móti,“ sagði Stefán ennfremur. Héðinn rekinn í bað í upphafi síðari hálfleiks fékk Héðinn ' Gilsson, langbesti leikmaður ís- lenska liðsins á mótinu hingað til, að líta rauða spjaldið og þá var allur vindur úr íslenska liöinu. „Héðinn elti uppi einn sænsku leikmannanna í hraöaupphlaupi og braut á honum. Rautt spjald var mjög strangur dóm- ur. Þá má það koma fram að Sigurð- ur Bjamason meiddist á andliti en ekki alvarlega," sagði Stefán. Fyrir leikinn gegn Svíum var staða íslenska liðsins mjög góð, liðiö í þriðja sæti í sínum milliriðli og til alls líklegt. En tapið gegn Svium ger- ir vonir okkar um gott sæti ekki að engu. íslenska liðið er væntanlega ekki úr baráttunni um efstu sætin og það fimmta er enn raunhæfur möguleiki. Mörk íslenska liðsins gegn Svíum skomðu eftirtaldir leikmenn: Þor- steinn Guðjónsson 4, Konráð Olavs- son 4, Einar Sigurðsson 2, Halldór Ingólfsson 2, Héðinn Gilsson 2, Júlíus Gunnarsson 1, Ámi Friðleifsson 1, Sigurður Bjamason 1, og Davíð Gíslason 1. • í gær sigmðu Spánveijar lið Ungveija með 21 marki gegn 15 og Vestur-Þjóðveijar sigmðu Pólveija, 19-15. Staðan í milliriðli íslands þeg- ar ein umferð er eftir er þannig: Spánn..........4 3 0 1 86-70 6 V-Þýskaland....4 3 0 1 74-62 6 Svíþjóð........4 3 0 1 77-70 6 ísland.........4 2 0 2 83-82 4 Ungveijaland....4 1 0 3 80-97 2 Pólland........4 0 0 4 75-94 0 Sovétmenn unnu Suður-Kóreu- menn en úrsht dagsins urðu í leik Tékka og Bandaríkjamanna í keppn- inni um 13.-16. sætið. Tékkar sigr- uðu, 51-15. Þá sigraði Alsír Egypta- land, 24-20, og Júgóslavar unnu Rúmena, 22-17. • Lokaleikur íslands í milliriðlin- um verður gegn Pólveijum á morg- un. -SK • Þorsteinn Guðjónsson og Konráð ir gegn Svium með 4 mörk hvor. Nottingham Forest mátti sætta sig við jafntefli, 1-1, á heimavelli gegn 3. deildar liöi Huddersfleld í 2. um- ferð enska deildabikarsins í knatt- spymu í gærkvöldi. Gary Crosby kom Forest yfir snemma leiks en Ken O’Doherty jafhaði fljótlega við gest- ina og þar við sat. Norwich mátti sætta sig við sömu örlög gegn 3. deildar liði Rotherham og Sheffield Wednesday gerði aðeins jafntefli heima gegn 4. deildar liði Aldershot. Úrslit í 2. umferðinni í gærkvöldi, en þetta era fyrri leikir félaganna: Aston Villa - Wolves........2-1 Charlton - Hereford.........3-1 Exeter - Blackbum...........3-0 Middlesboro - Halifax.......4-0 Norwich - Rotherham.........1-1 Nott.Forest - Huddersfield..1-1 Portsmouth - Manch.Utd......2-3 Olavsson, KR-ingar, voru markahæst- QPR - Stockport..............2-1 Sheff. Wed. - Aldershot......0-0 Tottenham - Southend.........1-0 WBA - Bradford...............1-3 York - Southampton...........0-1 Nýju mennimir hjá Manchester United sáu um mörkin í Portsmouth. Paul Ince skoraði tvívegis og Danny Wallace einu sinni. Rod Wallace, bróðir Dannys, skor- aði sigurmark Southampton í York en þriðji bróðirinn, Ray Wallace, var reldnn af leikvelli! Andy Jones gerði tvö marka Charlton gegn Hereford. Aberdeen vann Celtic Aberdeen sigraði Celtic, 1-0, í únd- anúrslitum skoska deildabikarsins og mætir Rangers í úrslitaleik. Ian Cameron skoraði eina mark leiksins. -VS Stuttgart vann Bayern Stuttgart, án Ásgeirs Sigurvins- sonar, vann góðan sigur á meistur- un Bayem Múnchen, 2-1, í vestur- jýsku úrvalsdeildinni í knattspymu ! gærkvöldi. Hamburger SV sigraði Bremen, 4-0, Bochum tapaði 0-2 fyr- ir Leverkusen, Köln og Númberg gerðu jafntefli, 2-2, og Mannheim sigraði Dortmund, 2-1. -VS Forest og Norwich gekk illa heima - nýju mennlmir skoruöu fyrir Man. Utd Sport- stúfar Portúgal vann I n. I Portúgalir unnu góð- I an útisigur á Sviss- | /' • | lendingum, 1-2, í 7. riðli undankeppni HM í knattspyrnu í gærkvöldi. Turkyilmaz kom Sviss yfir í fyrri hálfleik en Futre og Águas svöruðu fyrir Portúgal seint í leiknum. Portúgal á því enn ágæta möguleika á að komast í úrslitin en staðan er þessi: Belgía...6 4 2 0 12-2 10 Tékkósl..5 3 118-2 7 Portúgal ....5 3 117-6 7 Sviss....5 1 0 4 6-8 2 Luxemb...5 0 0 5 1-16 0 Stórsigur ítala ítalir unnu stórsigur á Búlgöram, 4-0, í vináttulandsleik í knatt- spymu sem háður var í gær- kvöldi. Júgóslavar unnu Grikki örugglega, 3-0, og Spánveijar lögðu Pólveija, 1-0. Markvörðurinn sótturtil saka Við sögðum frá því í gær að handagangur væri í öskjunni hjá franska knattspymuliðinu Nice. Sóknarmaður liðsins, Kurbos og markvörður liðsins, Piveteau, elduöu grátt silfur á æfingu á dögunum og sparkaði markvörð- urinn í höfuðið á sóknarmannin- um. í fyrstu sagði Kurbos að hann hefði fyrirgefið Piveteau en nú hefur sú fyrirgefning verið dregin til baka. Kurbos meiddist meira en hann taldi í fyrstu og eftir að hafa þegið ráðleggingar frá góð- um mönnum ákvað hann að sækja markmanninn og félaga sinn til saka. Verður Piveteau látinn fara frá Nice? Markvörður Nice, Piveteau, hef- ur ekki átt sjö dagana sæla frá því að keppnistímabilið hófst í Frakklandi. Hann hóf tímabilið með þvi að fá rauða spjaldið í fyrsta leiknum í frönsku deild- inni eftir að hafa slegið til dómar- ans. Forráðamenn Nice hafa hót- aö markverðinum öllu illu og hann hefur verið sektaður, misst hálf mánaðarlaun en allt hefur komið fyrir ekki. Öpið bréf til íþróttasíðunnar: „Ekki stórmannlegt að kenna öðrum um slakt gengi síns liðs“ - Marteinn Geirsson, þjálfari Fylkis, fær bréf firá Benedikt Guðmundssyni á Akureyri Íþróttasíðu DV hefur borist bréf frá Benedikt Guðmundssyni, bú- settum á Akureyri, og fer bréfið hér á eftir: „Vegna ummæla Marteins Geirs- sonar þjálfara Fylkis i sjónvarpi sl. laugardag, Dagblaðinu á mánudag- inn og í Morgunblaöinu á þriðjudag vil ég aðeins segja þetta. Það er ekki stórmannlegt að kenna öðrum um slakt gengi síns Jiös og um- mæli þín í sjónvarpi og dagblöðum undanfarið segja meira um sárindi þín vegna frammistöðu þinna manna í hinni hörðu keppni sem fyrsta deildin er, en getu Akur- eyrarliðsins Þórs. Sífelldar fúllyrðingar þínar um að Þór hafi haft lakasta hðið í íyrstu deild era þér sjálfúm til minnkunar og væri þér nær að lita í eigin barm hvað þetta varöar. Ekki ætla ég að krefla þig um afsökunarbeiöni fyrir hönd Skaga- manna en ef þú sérð ekki sjálfur ástæðu til þess aö biðja þá afsökun- ar á ummælum þínum í sjónvarp- inu si laugardag þá er þér vor- kunn. Ef þú hefúr ekki séð stööuna í deildinni í sumar þá vil ég gjaman benda þér á að þitt annars ágæta félag vermdi botnsætiö 17 umferðir af 18 og ennfremur aö Fylkir tapaði 11 afþessum 18 leikjum meðan Þór tapaði 8 leikjum af 18, aðeins tveim- ur fieiri en hðið sem varð í þriðrja sæti í deildinni. Þótt Fylkir hafi tekið öh 6 stigin afÞórþá segir það miklu meira um hversu jöfn deildin var í heild, heidur en hitt sem þú sífeUt klifar á. Til gamans get ég neiht það hér að af þeira 18 stigum sem við Þórs- arar fengum tókum við 12 stig af liðunum sem skipa 6 efstu sætin deildarinnar. Við geröum okkur aUa tíð grein fyrir að það yrði erfið barátta hjá okkur í deUdinni þeetta árið, þar sem ekkert hð varð fyrir annarri eins blóötöku eins og við fyrir þetta íslandsmót. Það var þvl markmið okkar fyrst og fremst að halda okkur í deild- inni og aUt umiram það væri bónus fyrir okkur. Eins og þú veist, Mar- teinn, þá era botnhðin aldrei hepp- in, þau uppskera eins og þau sá. Það er aUtaf hlutskipti tveggja Uða að faUa úr fyrstu deUd og það eru einfaldlega þau hö sem tapa flestum sögunum sem faUa. Það skyldi þó aldrei vera að leikskipu- lagið hafi eitthvaö klikkaö hjá þér í sumar? Ég vU engu liði það að falla mUh deUda og ég tel að bæði ÍBK og Fylkir séu hö sem verðskuldi að vera í fyrstu deUd o® koma efiaust bæði til með aö heimta sæti sin í fyrstu deild aö ári. En ffamkoma á við þá sem þú hefiir sýnt undanfama daga vona ég að sé eingöngu þín persónulega skoðun og vonandi taka lærisvein- ar þinir örlögum sínura með meiri karlmennsku en þú hefur sýnt að undanfómu. Þaö htla sem ég þekkti þig frá fyrri tíð var af öðru, en óíþrótta- mannslegri framkomu og iágkúra- iegum fuhyrðingum um andstæð- ing þinn í keppni, því meiri er undrun min þar sem þú ekki aðeins móðgar margan imgan pUtinn sem er að stíga sín fyrstu spor í fyrstu deUd, heldur rýrir það áht sem þú hefúr unnið þér í gegnum árin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Benedikt Guðmundsson. Stapasíöu 17 A Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.