Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Side 32
F R ÉTTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUFS 21. SEPTEMBER 1989. Eftir nær tveggja sólarhringa fundalotu: Samið í álvers- deilunni í morgun - um 9 prósenta kauphækkun og tvær fastagreiöslur upp á 40 þusund krónur Skákþing Islands: Enn sigur hjá Karli Þaö er ekkert lát á sigurgöngu Karls Þorsteins á íslandsmeistara- mótinu en í gær varö Hannes Hlífar aö láta í minni pokann. Karl er með 7,5 vinninga eftir 8 umferöir en Jón L. og Þröstur Þórhallsson hafa 5,5 vinninga. Á Tilburg-mótinu varð jafntefli í skák Jóhanns og Agdestein. Ka- sparov tók Ivantchuk í bakaríið og sömuleiðis vann Kortsnoj sína skák við Piket. Þeir félagar eru nú efstir og jafnir með 4 vinninga, einum vinningi á undan Jóhanni og Ivantc- huk. -SMJ Bekkir í lauginni Starfsmönnum Sundlaugar Kópa- vogs mætti leiðinleg sjón þegar þeir komu til vinnu í morgun. Einhverjir óvelkomnir gestir höfðu brotist inn á laugarsvæðiö og gengið vægast sagt illa um. Meðal annars var búiö að henda öllum bekkjum, sem eru á laugarsvæðinu, í laugina. Skemmdir munu ekki vera miklar en umgengni næturgestanna var afar slæm. -sme Lánskj aravlsitalan: * 30 prósent verðbólga Lánskjaravísitalan hækkar upp í 2.640 stig 1. október. Það er 2,17 pró- sent hækkun frá 1. september og jafngildir 29,3 prósent verðbólgu á einu ári. Þessi hækkun lánskjara- vísitölunnar er mun meiri en búist var við. Hún stafar fyrst og fremst af mikilli hækkun byggingarvísi- tölunnar sem hækkar um 4 prósent frá fyrra mánuði. Framfærsluvísital- an hækkar um 2 prósent og launa- visitalan 0,2 prósent. Þessar þrjár visitölur mynda lánskjaravísitöluna. m ____________________-JGH Rafiðnaðarmenn sömdu í gær í gær náðist samkomulag milh raf- iönaðarmanna á almennum markaði og viðsemjenda þeirra. Samkomu- lagið gerir ráð fyrir sömu kjarabót- um og aðrar stéttir iðnaðarmanna hafa samið um að undanförnu, sem aftur byggja á samkomulagi Al- þýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins frá í vor. Sem fyrr segir er hér um rafiðnað- armenn á almennum vinnumarkaði - að ræða. Enn er ósamið við rafiönaö- armenn sem starfa hjá ríkinu og hafa þeir boðað verkfall 28. septemb- er hafi samningar ekki tekist fyrir þanntíma. S.dór LOKI Voru þetta bekkjarfélagar í sundlauginni? Eftir nærri tveggja sólarhringa samfellda fundalotu náöist sam- komulag í morgun i kjaradeilunni í álverinu í Straumsvik. Verkfall hafði verið boðaö frá miðnætti síð- astliönu en til þess kom ekki þar eð samkomulag virtist liggja í loft- inu. Samkvæmt heimildum DV er í samkomulaginu gert ráö fyrir að laun hækki um 9 prósent. Til komi tvær fastagr eiðslur á samningstím- anum, samtals 40 þúsund krónur. Ekki var samið um fækkun starfs- fólks og heldur ekki um fækkun kaffitíma. Fyrr 1 þessari samninga- lotu var búið að bjóöa starfsmönn- um álversins 12 prósenta kaup- hækkun gegn því að starfsmönnum yrði fækkaö, sem og kaílitímum. Samningurinn gildir til l. mars á næsta ári. „Það er mikill léttir að miklu slysií samskiptum okkar og verka- lýðsfélaganna skufi hafa verið af- stýrt Þaö varöar alla aö ekki komi snurða á þráöinn varöandi frekari uppbyggingu í stóriöjunni. Ég vil einnig taka þaö skýrt fram að þessi samningur markast af mjög góðum rekstri og góðri afkomu Islenska álfélagsins árið 1989. Þaö er ekkert leyndarmál að hann tekur miö af því,,‘ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, í samtah viö DV í morgun. Þótt verkfalh, sem heíjast átti í gærkvöld, hafi verið frestað, vegna þess að menn höfðu vonir um að samningar gætu tekist, var það ekki fyrr en í morgunsáriö sem veruleg hreyfing komst á samn- ingaviðræðumar. Til stóö að draga úr straumi til álversins klukkan 8 í morgun og átti þá að minnka straum um 2 kílóamper. En þar sem séð var að samkomulag var í burðarliðnum var hætt við þaö og öhum verkfallsaðgerðum frestað. S.dór Smábát rak upp í fjöru neðan við Höfða við Sætún í gær. Björgunarbátur Slysvarnafélagsins, Jón E. Bergsveins- son, var fenginn til að draga hann á flot. Skemmdir virðast ekki hafa orðið miklar á bátnum og engan sakaði. DV-mynd S Svavar Egilsson kaupir Ferða- miðstöðina Veröld Svavar Egilsson, fyrrum eigandi íslenska myndversins og veitinga- hússins Naustsins, hefur keypt meirihlutann, hlut þeirra Sigurðar Garðarssonar og Sigurðar Arnar Sig- urðssonar, í Ferðamiðstöðinni Ver- öld. „Kaupsamningurinn er undirrit- aður með fyrirvara af minni hálfu um að seljendur uppfylh ákveðin skilyrði þannig að hann getur hugs- anlega gengið til baka. En ég tel þó frekar líklegt að af þessu verði. Það skýrist mjög fljótlega," sagði Svavar Egilsson við DV í morgun. Undanfamar vikur hafa ferðaskrif- stofumar Veröld, Saga og Pólaris rætt um að sameinast. Raunar hafa Samvinnuferðir-Landsýn blandast inn í viðræðurnar líka. Með sölu Veraldar er þessum sameiningarvið- ræðum hætt. Svavar telur hins vegar ahs ekki að þær séu úr sögunni. „Það mál er ahs ekki úr sögunni þó af þessu kaupum hafi orðið og alls ekk- ert útilokað í þeim efnum.“ Svavar segir ennfremur að Andri Már Ingólfsson verði áfram fram- kvæmdastjóri Veraldar en Andri á í ferðaskrifstofunni. Faðir hans, Ing- ólfur Guðbrandsson, á einnig hluta í henni. En hvers vegna að fjárfesta í ferða- skrifstofu þegar rekstur þeirra hefur gengið illa á árinu vegna verulegs samdráttar? „Ég hef trú á þessum rekstri. Raunar tel ég mikla mögu- leika liggja í ferðaþjónustu í framtíð- inni,“ segir Svavar. -JGH Akureyri: Á 115 þar sem má aka á 50 Lögreglan á Akureyri tók öku- mann fyrir að aka á 115 kílómetra hraða þar sem einungis er leyft að aka á 50 kílómetra hraða. Maðurinn var að aka yfir hæð, þar sem meðal annars eru gangbrautarljós, þegar hann var stöðvaður. Þá var annar ökumaður tekinn á Akureyri í gær, fyrir að aka á 30 kíló- metrum meiri hraða en leyfilegur er. -sme Brennd sulta Rabarbarasulta brann illa þegar kona gleymdi sultupotti á eldavél í húsi við Bústaðaveg í gær. Konan brá sér frá og skildi pottinn eftir á heitri hehunni. Mikinn reyk og óþef lagði frá pottinum. Slökkvilið var kallað til. -sme ÞRttSTUR 68-50-60 VANIR MENN BÍLASPRAUTUN LARÉTTINGAR Sfes BILASPRAUTUN Almálun og blettanir. RÉTTINGAR og hver* konar boddivlógerólr. Varmi Sími44250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.