Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1989, Síða 4
4 FTMMTÚÐAÖtlR' 21, SEWÉMBfeS 1969. Fréttir Aflaleysiö í laxveiðinni hefur kostað sitt í sumar: Veiðimenn keyptu veiði- leyfi fyrir 480 milljónir - en veiðimenn eru famir að kaupa veiðileyfi í Laxá á Ásum næsta sumar Síðustu laxveiðiánum hefur veriö lokað fyrir veiðimönnum og aðeins er veiddur sjóbirtingur í nokkrum veiöiám. En hvað skyldu stanga- veiðimenn hafa greitt mikið í veiði-. leyfi í sumar? Við könnuðum málið. Upphæðin er í kringum 480 milljónir. „Að taka veiðiá á leigu getur verið mikil áhætta og þegar þær eru kannski orðnar tvær, þrjár veröur áhættan meiri, en það er líka hægt að hafa töluvert fyrir eina góða veiði- á ef vel gengur,“ sagði leigutaki í samtaii við DV í gær, en leiga veiðiáa virðist gefa töluvert í aöra hönd, en flest veiðileyfi eru líka seld í veiði- ámar kringum áramótin og fram í mars, apríl, 60 til 70% þeirra. „í mína veiðiá gekk vel að selja veiðileyfi og fáir dagar seldust ekki, það voru nokkar milljónir sem ég seldi veiði- leyfi fyrir,“ sagði leigutakinn. Dýrustu veiðiámar em leigðar á kringum 20 milljónir og margar em á 10 til 15 milijónir, þetta em veiðiár eins og Laxá í Kjós, Norðurá í Borg- arfirði, Þverá og Kjarrá í Borgar- firði, Norðurá og Vatnsdalsá í Húna- vatnssýslu, svo einhveijar séu nefndar. Bændur selja sjálfir veiðileyfi í nokkrar ár og leigja þær ekki út til félaga eða einstaklinga, selja þeim bara veiðileyfi í ámar. Þetta em Laxá í Leirársveit, sem reyndar er leigð út að hluta til Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Grímsá, Flókdalsá og Reykjadalsá í Borgarfirði, Laxá í Dölum og Laxá á Ásum svo ein- hverjar séu tíndar til. Flestar veiöiámar hérlendis era leigðar á eina til tvær milljónir, lík- lega kringum 40 veiðiár. Nokkrar veiðiár em í tveimur, þremur millj- ónum. Þar má nefna Leirvogsá og Andakílsá í Borgafirði í þessum flokki. Á landinu era í kringum 80 laxveiðiár sem hægt að fá veiðileyfi í, en 10-15 þeirra em í einkaeign og fáir komast í þær. Fyrir fimmtán, tuttugu dýmstu veiðiámar eru greiddar um 300 miUj- ónir í leigu og svo kemur það sem leigutakar fá í sinn hluí, svo það er í kringum 350 milljónum. Næstar koma nokkrar veiðiár á fimm til sjö milljónir og era þær lík- lega kringum tíu í þeim hópi. Það þýðir 35 miiljónir í leigu fyrir þær Veiðimenn eru miskátir þessa dagana í veiðinni og veiðiárnar voru langt frá því að vera í sínu besta formi í sumar. En einn og einn stór hefur bitið á. DV-mynd ÁB og kringum 50 milljónir þegar allt kemur til alls. Næstar koma um 40 veiðiár með leigu frá einni milljón til tveggja og þar liggja um 70 milljónir, en kring- um 80 milljónir þegar allt kemur til alls. Þetta þýða um 480 milljónir þeg- ar allar veiðiámar em taldar saman. Stangaveiðifélag Reykjavíkur selur langmest af veiðileyfum á veiðileyfa- markaðinum, en þeir em með 17 veiðiár og vatnasvæði á leigu, en fé- lagið hefur líka innan sinna vébanda um 2100 félagsmenn. „Já, það er rétt að veiðimenn em byrjaðir að panta mikið af veiðileyf- um hjá okkur næsta sumar, helling- ur af veiðileyfum hefur farið síðustu vikumar," sagði Kristján Sigfusson, bóndi á Húnsstöðum, í samtali viö DV fyrir fáum dögum, þrátt fýrir að Laxá á Ásum hafi aðeins gefið 720 laxa, reyndar á tvær stangir, virðist ekki minnka sala á veiðiieyfum í ána. „Það virðist ekki vera neitt lát á sölu veiðileyfa í Laxá á Ásum, því það eru til menn sem eiga peninga í þessu þjóðfélagi, enda era veiðileyfin ekki dýr hjá okkur,“ sagði Kristján í lokin. G.Bender Ríkið neitar að leiðrétta segir Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins Rafiönaðarmenn, sem starfa hjá ríkinu, hafa boðaö verkfall 28. sept- ember hafi samningar ekki tekist fyrir þarnn tíma. Að sögn Magnúsar Geirssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, er ástæöan fyrir því að þessi hópur rafiönaöarmanna á nú í kjaradeilu sú að þeir brunnu inni þegar lög, sem bönnuöu verkfóll og kjara- samninga, vom sett árið 1988. Þá var ósamið við þennan hóp og hann fékk aöeins smávegis bráðabirgða- leiðréttingu. Þessi hluti rafiðnaðarmanna hef- ur því mun lakari kjör en aðrir hópar innan greinarinnar. Það sem veriö er að fara fiam á nú er að þessi munur verði leiöréttur. Að sögn Magnúsar hefur ríkið alfarið hafnað þvi. Þaö eina sem það býöur er 2.500 króna kauphækkun á mán- uði sem er það sama og fólk fékk í samningunum í vor. Það dugar hvergi til að leiðrétta launamuninn sem orðinn er. Þar sem búið er aö boða verkfall fer deOan sjálfkrafa til ríkissátta- semjara. Hann hefur enn ekki boð- að til sáttafundar enda hefur mikið mætt á sáttasemjara allra síðustu daga viö lausn á öðrum kjaradeil- um. Ef til verkfalls kemur mun Ríkis- útvarpiö, bæði hljóðvarp og sjón- varp, stöðvast þar eð tæknimenn þess em í hópi þeirra rafiðnaðar- manna sem boðað hafa verkfall. -S.dór Heimir Bergmann, íbúi í efra Breiðholti: Reykjavík er að verða stórborg „Reykjavík er aö verða stórborg og við verðum að sætta okkur við það. Ég hef starfað mikið í íþrótta- hreyfingunni og finnst að þangað eigi að setja meira fé. Hjá íþrótta- hreyfingunni er unnið gott for- vamarstarf," sagði Heimir Berg- mann, íbúi í efra Breiðholti, þegar hann var spurður hvað honum þætti um hversu mikið er um af- brot í hverfinu. Heimir sagði aö hann hafi verið formaður í Framfarafélagi efra Breiðholts. Á síðasta fundi sem haldinn var hjá félaginu mættu einungis fimm manns. Heimir sagði að segja mætti að félagið værióstarfandi. -sme í dag mælir Dagfari__________________ Stefán fær aðstoð Blöðin em allt í einu farin að hnýs- ast í aðstoðina sem Stefán Valgeirs- son fær frá ríkisstjóminni. Þau segja að hann hafi sérstakan að- stoðarmann sem sé á launum hjá forsætisráðuneytinu og þar að auki fái hann verulegar fúlgur frá Al- þingi fyrir að vera ekki þingflokk- ur. Þingflokkamir fá nefnilega peninga til að kaupa sér aðstoð en Stefán Valgeirsson fær peninga fyrir að vera ekki þingflokkur. Þetta finnst blaðamönnum skrítið og ekki síður hitt að aðstoðarmað- ur Stefáns sé á launum hjá Stein- grími. Steingrímur hefur hins veg- ar svarað því til að Stefán Valgeirs- son sé stuðningsmaður stjómar- innar og hann þurfi aðstoð til að lesa í gegnum frumvörpin. Ólafur Ragnar bætir um betur og er alveg undrandi yfir því að Stefán lætur sér nægja einn mann og finnst greinilega að Stefán selji sig fyrir lítiö. Þótt blöðin séu að hneykslast á útgjöldum ríkisins gagnvart Ste- fáni Valgeirssyni þarf engum að koma á óvart að Stefán Valgeirsson kosti ríkisstjómina nokkurt fé. Núverandi ríkisstjóm hefur keypt sér nýjan stuðningsflokk og lét Borgaraflokkinn hafa tvo ráð- herrastóla í skiptum. Þegar grannt er skoðað seldi Stefán sig líka fyrir dágóðan prís á sínum tíma og var þá gerður að nefndakóngi í sjóða- kerfi ríkisins. Þar hefur Stefán Valgeirsson deilt og drottnað og úthlutað styrkjum og lánum, bæði til íjölskyldufyrirtækja sinna og annarra stuðningsmanna. Það eru peningar líka. Og auðvitað þarf jafnönnum kaf- inn maöur og Stefán Valgeirsson að hafa aðstoðarmann sem les fmmvörpin og skýrslumar yfir fyrir Stefán svo hann megi vera að því að sitja alla fundina í nefndun- um. Það dugar ekki minna en heil- an deúdarstjóra á tvö hundraö þús- und króna launum til að lesa skjöl- in með Stefáni og útskýra fyrir honum hvað í þeim stendur. Það er ekki hægt að ætlast til aö Stefán Valgeirsson skilji allt það sem stendur í skjölum og frumvörpum og þess vegna þarf læsan mann og skrifandi til að lesa upphátt fyrir Stefán það sem hann þarf að lesa en kemst ekki yfir að lesa. Hvemig á Stefán Valgeirsson að geta stutt stjómina nema fá aðstoð til þess? Samkvæmt margendur- teknum skoðanakönnunum er ekki nema rétt um fjórðungur kjósenda sem styður núverandi ríkisstjóm og það þarf meiriháttar sérvitringa til að láta sér detta í hug að styðja ríkisstjóm sem þarf að gera stuðn- ingsmenn sína að ráðherrum til að hafa þá góða. Stefán Valgeirsson er að vísu í hópi sérvitringa en honum veitir samt ekki af aðstoð- inni ef stuðningurinn á að endast kjörtímabilið. Blaðamenn þekkja kannske Stefán frekar lítið en þeir í þinginu og í ríkisstjórninni þekkja Stefán þeim mun betur og þeir sem þekkja Stefán vita vel að honum veitir ekki af aðstoð til að lesa frumvörpin. Það kemur engum í þinginu á óvart þótt aðstoðarmað- ur sé á launum til aö hjálpa Stefáni. Upphaflega vildi Stefán vera ráð- herra og þegar tekið er tillit til þess að Borgaraflokkurinn fékk ráð- herra og það tvo og annan án ráðu- neytis þá sjá allir aö það hefur ver- ið farið illa með Stefán Valgeirsson að gera hann ekki að ráðherra. En í staðinn fékk Stefán aðstoðarmann eins og ráðherramir og hann fær styrk eins og þingflokkarnir þann- ig að með góðum vilja getur Stefán sefjað sig upp í að vera ígildi bæði ráðherra og þingflokks. Þótt hann sé hvorugt. Þjóðin má teljast heppin að hafa slíka menn í lykilhlutverki í stjóm- málunum og til að styðja ríkisstjór- ina þegar enginn annar vill gera þaö. Þjóðin á ekki að telja þaö eftir sér að veita mikilhæfum mönnum aöstoð í peningum og mannafla til að þeir geti sinnt sínum mikilvægu trúnaðarstörfum í ráðunum og nefndunum og sagt ráðherrunum fyrir verkum. Ríkisstjómin getur ekki án Stefáns veriö og Stefán get- ur ekki án aðstoðarinnar verið og allt gengur þetta upp þegar ráöinn er læs og skrifandi aðstoðarmaður til aö lesa frumvörpin fyrir Stefán. Maður veröur bara að vona að Stef- án hafi tíma til að hlusta á lesturinn því annars gæti ríkisstjórnin fallið! Það er eins gott að Steingrímur borgi brúsann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.