Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 3
GoldStcir
Gervihnattadiskar
á veröi frá:
aa^Tor-
20 Itr örbylgjuofnar
Z3.600- 21.620-
' ' ■ : ‘__________’
Útvarpsvekjarar
veröi frá aöeins:
zsser
20" sjónvarp meö Myndbandstæki Feröatæki meö
Þráölausri fjarst.: J ^«arst.: 34.550,-* «ara: 26.400,-m
áaíeer-
.
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989.
Fréttir
Siguröur Sigurðarson:
Fé fargað
strax og riðu
verður vart
ÞórhaJlur Asmundsson, DV, Sauðárkroki:
„Það er gert ráð fyrir að hjörðum
verði fargað strax ef tilfelli koma upp
núna í haust og að þannig verði stað-
ið að málum í framtíðinni. Ég er til-
tölulega ánægður með árangur í bar-
áttunni gegn riðunni. Hins vegar
verða menn að átta sig á því að þess-
ari barátíu er ekki lokið, hún á eftir
að standa lengi enn og ekki má sofna
á veröinum,“segir Sigurður Sigurö-
arson dýralæknir á Keldum.
í haust verður fé fargað vegna riöu
á 6 bæjum í A-Húnavatnssýslu, á 2
bæjum í Torfalækjarhreppi og bæj-
um í Ás-, Sveinsstaða-, Svínavatns-
og Vindhælishreppi. Búið er að skera
niður á bæ í Engihlíðarhreppi. Var
það þriðji bærinn í hreppnum þar
sem fé hefur verið fargað vegna riðu
á þessu ári. Á dögunum var skorið
niður á bæ í Skarðshreppi í Skaga-
firði og í haust verður fé fargað á
öðrum í Akrahreppi vegna riðu. Þá
munu tveir síðustu fjáreigendurnir á
Siglufirði slátra í haust. Ekkert verð-
ur skorið niður vegna riðu í Vestur-
Húnavatnssýslu í haust.
„Ég tel góðar vonir til að þetta tak-
ist en menn verða að standa mjög
vel saman í baráttunni. Mestu máli
skiptir að farið sé eftir þeim reglum
sem settar hafa verið í sambandi við
sótthreinsun peningshúsa, um kaup
og sölu á fé. Komið verði í veg fyrir
misdrátt með því að marka fé vel og
sláturúrgangi verði komið vel fyrir
svo vargfugl geti ekki borið smitið á
milli. Riða hefur komiö upp að nýju
á 2 bæjum og teljum við fullsannað
að þar hafi reglum ekki verið nægj-
anlega fylgt,“ sagði Sigurður.
Veðböndin enn
á Drangey
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Veðbönd á togaranum Drangey eru
eitt þeirra atriða sem seinkað hefur
framgangi fjárhaldsmála Útgerðarfé-
lags Skagfirðinga. Fyrir nokkru voru
báðir togararnir, Drangey og Skag-
firðingur, auglýstir á nauðungarupp-
boði sem eign Hraðfrystihúss Kefla-
. víkur og enn hefur ekki tekist að létta
veðunum af.
„Þetta er búið að valda okkur
miklu angri en er nú loksins að kom-
ast í gegn, alveg á næstu dögum,“
sagði Ágúst Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri ÚS. Það hefur tafiö
fyrir afhendingu eins skips ÚS til
Skjaldar, sennilega Drangeyjar, en
Ágúst kvað það þó ekki endanlega
ákveðið.
Byggðasjóður samþykkti fyrir
stuttu að lána Hofsósingum 20 millj-
ónir króna til hlutafjáraukningar í
útgeröarfélaginu. Lánið var veitt
með skilyrðum sem enn hafa ekki
verið sett.
Ormurinn
langi er
göngugata
Borgarráð hefur samþykkt heiti á
götur í hverfinu Borgarholt 1. Hverf-
ið er norðan Folda- og Húsahverfa
og sunnan Gufunesstöðvar. Nöfn
gatnanna munu öll enda á rimi. Þau
verða:
Berjarimi, Fífurimi, Flétturimi,
Grasarimi, Hrísarimi, Hvannarimi,
Laufrimi, Lyngrimi, Klukkurimi,
Mosarimi, Mururimi og Viðarrimi.
Ormurinn langi verður nafn á
hlykkjóttri göngugötu sem hggur
gegnum hverfið. Samhliða göngugöt-
unni liggur gata sem mun heita
Langirimi. -sme
14" sjónvarpstæki
á aðeins:
zum;-
23.775,-\
Feröatæki meö
segulbandi:
5J2&T
4.760,
Hljómtækjastæöa
m/geislaspilara
á&Teer-
39.700,
stgr.,
Bíltæki meö
segulbandi:
14^707-
Myndbönd í úrvali Hljómtækjasamst.
t2M0,^ K'fð6ins: 470,-m, 130-330 111.290,ú
,<l—^*"***"' 11«»^* ’ ' •» .............
Afnœllgafsláttur (október allt aö 15%
ALLT A EINUM STAÐ !
ft E
EUROCARO Samkort
greiðslukjör til allt aö 12 mán.
SKIPHOLT119
SÍMI 29800