Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði.... Bjöm Borg - tennisstjamam fyrrverandi - og eiginkona hans, ítalska söng- konan Loredan, ætla aö fara í mál viö fyrirtæki eitt sem fram- leiðir boli. Ástæöan er að ein gerðin af bolum, sem framleiddir eru af fyrirtækinu, er meö mynd af honum, Loredan og fyrrver- andi eiginkonum hans tveimur, Jannike og Mariana. Undir þess- ari ágætu mynd stendur svo „Björn Borg Collection" sem snú- iö er á íslensku myndi þýða safn Björns Borg. Zola Budd - hlaupakonan fræga sem átti all- an sinn hlaupaferil í stappi við pressuna og ýmsa sem sjá um frjálsíþróttamót vegna þess að hún er frá Suður-Afríku - er ekki laus við vandræðin þótt hætt sé aö hiaupa. Faðir hennar var myrtur fyrir stuttu. Fannst hann heima hjá sér og haíði verið skot- inn tvisvar í höfuðið. Það sem gerði þetta að enn meiri frétt fyr- ir æsifréttablöðin var að í ljós kom að faðirinn var hommi og hafði elskhugi hans skotið hann. Fjölmiðlar réðust strax að Zolu Budd sem viðurkenndi að hún hefði vitað að faðir sinn væri hommi en sagði jafnframt að það hefði ekki veriö þess vegna sem hún bauð honum ekki í brúð- kaupið sitt í vor. hefur staðið í málaferlum gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni og bamsmóður, Söndm Jenn- ings. Jennings hefur farið fram á háa peningaupphæð frá honum þar sem hún hafi lifað sem eigin- kona hans. Nú er niðurstaða komin í málið. Dómarinn kvað upp þann úrskurð að Hurt væri laus allra mála og þyrfti ekki að greiða krónu aukalega, en hann greiðir árlega 65.000 dollara, sem er nálægt fjórum milljónum, með barni þeirra. Dómarinn byggði dóminn á því aö Hurt og Jennings hefðu aðeins búið saman í fjórar vikur. Lögfræðingur Jennings var ekki ánægður með þessa nið- urstöðu og sagði dómarann, sem er kvenmaður, hafa kolfallið fyrir kvikmyndastj ömunni og væri hún ástfangin upp fyrir haus. Shelley Winters leysir frá skjóðunni Það kom engum á óvart sem hafði lesið fyrsta hluta ævisögu leikkon- unnar Shelley Winters að hún skyldi verða opinská í öðm bindinu. í fyrsta bindinu hlífði hún hvorki sjálfri sér né öðmm þegar hún rakti hvert ást- arævintýri sitt eftir annað með fræg- um leikurum. í Shelley H: The Middle of My Cent- ury er hún enn við sama heygarðs- homið, hlífir engum og er orðhvöss eins og vænta má af henni en hún hefur alia tíð haft munninn fyrir neðan nefið. Hún lýsir meðal annars nákvæm- lega ástarævintýri sem hún átti með Sean Connery þegar hann var ungur og svangur eins og hún orðar það. Hún segist hafa legið kylliflöt fyrir hinum unga leikara með fallega skoska hreiminn. Connery hafði á þessum árum ekki mikla peninga og Shelley segist ekkert hafa skilið í því þegar hann var að telja penni fyrir hita á íbúðina sína þegar hann gat haldið á sér hita á annan hátt. Eftir að Connery og Shelley vom skilin að skiptum sneri hún sér að ítölskum leikurum. Hún giftist og skildi við Vittorio Gassmann og gift- ist seinna Tony Franciosa. Hún við- urkennir að hún hafi alltaf vitað að Franciosa hélt fram hjá henni og seg- ist einu sinni hafa komið að honum í rúminu með Anna Magnani. Ein skemmtilegustu skilaboð sem hún segist hafa fengið voru frá Laur- ence Olivier, skrifuð á servíettu á veitingahúsi þar sem þau voru að borða sitt í hvom lagi. Hann spurði hvort hann hefði einhverja von um að hitta hana milli eiginmanna. Á sinn skemmtilega máta segir hún frá þvi að þegar þær Marilyn Monroe leigðu saman íbúð í Hollywood hafi Olivier næstum komist inn til henn- ar en hún hafi öfundað hann svo af leikhæfileikunum að hún gat ekki hugsað sér að vera með honum. Það fá margir að finna fyrir hvössum penna Shelley Winters í öðru bindi ævisögu hennar. Sprengjusérfræðingurinn Friedrich Kroeger tekur fyrir andlit sitt á innfelldu myndinni þegar hann sér að hann hefur gert mestu mistök ævi sinnar. Kroeger hefur langa reynslu í að sprengja hús í borgum, án þess að hús í nágrenni eyðiieggist. Það virtist þvi einfalt verk fyrir Kroeger að sprengja turn einn í smábænum Kropp, en mistök urðu í hleðslu spengiefnisins og í stað þess að hrynja beint niður lagðist turninn á hliðina og yfir næsta hús sem var lítill banki (enginn var í bankanum) og lagði það í rúst. 3000 manns urðu vitni að þessum mistökum Kroegers. Zsa Zsa Gabor sek Við skýrðum frá því fyrir stuttu að feikkonan þekkta, Zsa Zsa Gabor, stæði i málaferlum vegna þess að hún var kærð fyrir að slá tli lög- regluþjóns. Nú er búið að dæma hana seka. Gabor, sem segist vera 59 ára, en er í rauninni 66 eða 68 ára, segist ekki ætlar að dvelja átján mánuðl i fangeisi en þann dóm gæti hún fengið og hún verö- ur öruggiega dæmd til að greiða háa sekt. Það var kvíðdómur sem kvað upp þann úrskurð að hún værf sek. Dómarinn mun svo birta dóm sinn innan 10 daga. Gabor vakti mikia athygli við réttarhöldin, hrópaði hvað eftir annað fram i þegar vitni voru yfirheyrð og mætti meö hárgreiðslumeistara og förð- unarsériræöing með sér i hvert skiptl. Á myndinni sést hún tata viö biaðamenn að loknum yfir- heyrsium. Vanessa Vadim rétt eftir að henni hafði verið sleppt úr vörslu lögreglunnar i New York. Dóttir Jane Fonda handtekin Vanessa Vadim, dóttir Jane Fonda var handtekin en sleppt fijótlega þegar hún reyndi að hindra lögregluna í að handtaka vin hennar sem grunaður var að hafa undir höndum eiturlyf. Vadim sem er tuttugu og eins árs var fljótlega látin laus þegar hin fræga móðir hennar birtist. Faðir hennar, franski leiksljórinn Roger Vadim dreif sig einnig til New York þar sem fjölskyldu- fundur var haldin um dótturina og lagði leikkonan mikla áherslu á það við blaðamenn að dóttir sín hefði ekki verið ákærð fyrir að vera með eiturlyf undir höndum. Leikur sem slegið hefur í gegn Sá leikur eða spil sem slegið hefur heldur betur í gegn erlendis undan- farin tvö ár er Pictionary sem upp- runalega kom fram í Kanada. Það var tuttugu og sex ára þjónn, Rob Angel, sem fann upp þennan hugvit- samlega leik og kom honum á mark- aðinn 1986. Leikurinn náði strax geysilegum vinsældum og var mest selda spil í heiminum bæði 1987 og 1988. Síðan Pictionary kom á markaðinn hafa selst hvorki meira né minna en fjórt- án milljón eintök af spilinu og nú er komið að íslandi því spilið kemur á markaðinn næstu dagana. Hvað er það sem gerir Pictionary einstakt? Sjálfsagt að það reynir á hugmyndaflug sem og hæfileika til aö tjá sig með teikningu. Keppandinn þarf aíls ekki að vera góður teiknari heldur er sá góður keppandi sem getur tjáð sig skiljanlega á blaði fyrir aðra keppendur. Pictionary er spennandi leikur og byggist hann á því að þú og spilafé- lagar þínir reynið að þekkja ýmis orð sem keppendur í sama liði teikna til skiptis á blað hver fyrir annan, en skipt er í tvö lið. Frjótt ímyndunar- afl er það sem þarf til að verða góður keppandi. Sumt er auðvelt að sýna á blaði, annað erfitt. Allir eru færir um að teikna frosk, teiknibólu eða pípuhatt, en hvemig tekst til ef þarf að teikna lúðrasveit, mannætu eða hiksta. í leiknum má hvorki nota bókstafi né tölustafi. Teiknarinn fær eina mín- útu til að koma öðrum í skilning um hvað hann er að teikna. íslenska útgáfan er öll færð upp á ísland og inniheldur leikurinn 2500 orð sem skiptast í fimm flokka. Má þar finna þekkt staðanöfn og ýmis- legt annað sem tengist okkur íslend- ingum. Hér má sjá hvernig hugmyndaríkur þótttakandi hefur hugsað sér tengda- móður sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.