Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 10
Útlönd
Leitað að hættulegum
strokufanga í Svíþjóð
Leit stendur nú yfir um alla Sví-
þjóö aö rúmenskum strokufanga sem
skaut á og særði tvo lögreglumenn í
Stokkhólmi á föstudagskvöld. Yfir-
maður sænsku lögreglunnar hefur
heitið hálfri milljón sænskra króna
eða tæpum fimm milljónum ís-
lenskra króna hverjum þeim sem
getur gefið upplýsingar sem leiða til
handtöku strokufangans Ioan Ursut.
Báðir lögreglumennimir særðust al-
varlega en eru ekki í lífshættu.
Það var á föstudagskvöld sem tveir
menn úr rannsóknarlögreglunni
fóru á veitingahús vegna upplýsinga
sem þeir höfðu fengiö um annan
mann er þeir leituðu að. Komu þeir
þá auga á Rúmenann Ursut sem hef-
ur verið eftirlýstur frá því að hann
strauk úr fangelsi í Södertalje fyrir
ári. Þar sem Ursut er talinn hættu-
legur var ákveðið að bíða með að
handtaka hann þar til hann kæmi
út af veitingastaðnum.
Rétt fyrir klukkan hálftólf kom
Ursut út og lögreglumennirnir gengu
í humátt á eftir honum. Eftir smá-
stund sneri hann sér við og hóf að
skjóta á lögreglumennina. Síðan
hljóp hann á brott.
Ursut kemur frá Rúmeníu. í Sví-
þjóð var hann dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir rán og þjófnað. Hann
hefur einnig verið í gæsluvarðhaldi,
grunaður um morð á fimm Rúmen-
um í Helsingborg. Ursut játaði á sig
þrjú morðanna en vegna skorts á
sönnunum var málið látið niður
falla. Innan lögreglunnar eru sumir
þeirrar skoðunar að Ursut hafi játað
til þess að sleppa við framsal til ítal-
íu en þar hefur hann verið dæmdur
til átján ára fangelsisvistar vegna
morðs.
Náungi, sem var með Ursut á veit-
ingastaðnum, var handtekinn, grun-
aður um að hafa í fórum sínum ólög-
legt vopn eftir að lögreglan fann
byssu sömu gerðar og báðir lögreglu-
þjónarnir voru skotnir með. Ekki var
þó um að ræða sama vopn.
TT
Leyniskýrsla um mútur
Sænska dagblaðið Dagens Nyheter
og indverska blaðið The Hindu komu
bæði í morgun með nýjar sannanir
að því er virtist fyrir því að sænska
vopnafyrirtækið Bofors hefði greitt
mútur til að ná vopnasölusamningi
við indversk yfirvöld.'
Á Bofors að hafa greitt um einn og
hálfan milljarð íslenskra króna til
fyrirtækis í Panama vegna vopna-
sölusamningsins. Aðaleigandi fyrir-
tækisins er Indverji sem í mörg ár
hefur verið umboðsmaður Bofors.
Greiðslumar til Panama fóru í gegn-
um svissneska banka.
Núverandi varaframkvæmdastjóri
Bofors, Per-Ove Morberg, á að hafa
greint sænska seðlabankanum frá
umboðsmanninum í desember árið
1986. Samkvæmt Dagens Nyheter er
upplýsingarnar að finna í leynilegri
skýrslu frá ríkisendurskoðun.
Morberg var kallaður til seðla-
bankans 1987 til að gera grein fyrir
hinum miklu umboðsgreiðslum til
Panama. Samkvæmt ríkisendur-
skoðun átti Bofors á árunum 1987-
1990 að greiða hálfan milljarð til við-
bótar til Panama.
í viötah við Dagens Nyheter kveðst
Morberg ekki muna að hann hafi
greint seðlabankanum frá því að Ind-
verji hafi staðið á bak við fyrirtækið
í Panama. Hann kveðst ekki hafa séö.
leyniskýrslu ríkisendurskoðunar.
Bofors hefur neitað að hafa innt af
hendi greiðslur til Indverja.
Ásakanimar um mútur vöktu
mikla athygli 1986 og hætta er á að
þær verði eitt aðalmálanna í væntan-
legri kosningabaráttu á Indlandi.
Gandhi forsætisráðherra, sem opin-
berlega hefur neitað að nokkrar
mútur hafi verið þegnar, verður að
boða til kosninga fyrir árslok. Stjórn-
arandstæðingar á Indlandi hafa not-
fært sér málið til að saka stjóm
GandhÍS um spillingu. ReuterogTT
Filippseyskt bam kveikir á kerli i minningu Marcosar, fyrrum forseta
Filippseyja, sem lést nýverið eftir langa sjúkralegu. Símamynd Reuter
Bróðir Corazon Aquino, forseta Filippseyja, sagði um helgina að stjóm-
völd á eyjunum myndu leggja til við aðstandendur Ferdinands Marcos-
ar, fyrrum forseta, að þeir létu af hendi fjármagn það sem sagt er að
hann hafi stolið frá filippseysku þjóðinni í staðinn fyrir greftran í heiraa-
landinu. Jose Cojuangco, sem er framkværadastjóri stjórnarilokks
Filippseyja, sagði að fulltrúi á vegum ríkissljómarínnar myndi halda til
fundar viö aöstandendurna á Hawaii en þar var Marcos í útlegð síðustu
ár ævi smnar.
Cojuangco segir að stjórnvöld gætu þannig endurheimt allt að sjö og
hálfan mifijarö dollara frá flölskyldu Marcosar og viðskiptafélögum.
Aquino, sem hefúr hafnað beiönum um að Marcos fái hinstu hvilu á
Filippseyjum, sagði að hún heföi ekki veitt bróður sínum heimild til að
ræða við Marcos-Qölskylduna fyrir hönd Fiiippseyja.
Umbótasinnar í Ungverjalandi:
Á brattann að sækja
- nýr flokkur settur á laggimar
Umbótasinnar í Ungverjalandi
berjast í bökkum við að halda hinum
nýja jafnaðarmannaflokki saman
tæpum tveimur dögum eftir stofnun
hans. Flokkurinn nýi, Sósíahsta-
flokkur Ungverjalands, var settur á
laggirnar á laugardag á flokksþingi
kommúnistaflokksins sem þá var
lagður niður.
Róttækhngar á flokksþinginu segja
að nýi flokkurinn sé of hkur gamla
kommúnistaflokknum til að sann-
færa kjósendur um að blað hafi verið
brotið 1 sögu Ungverjalands. íhalds-
menn aftur á móti kváðust efast um
rétt forystu kommúnistaflokksins til
að leggja hann niður. Harðlínumenn
segjast munu kljúfa flokkinn og
stofna sinn eigin flokk, jafnvel strax
á morgun, þriðjudag. Deilt er á þing-
inu um hvort kommúnistaflokkur-
inn hafi í raun verið lagður niður.
Fyrrum hugmyndafræðingur
kommúnistcdlokksins, Janos Berecz,
sem talaði fyrir munn þeirra sem
vilja vera kommúnistar áfram, sagði
á sunnudag að hann og félagar hans
væru enn í kommúnistaflokknum.
Svo rafmagnað er loftið á flokks-
þinginu að forsætisráðherra Ung-
verjalands, Miklos Nemeth, sá
ástæðu til þess í gær að fullvissa
þingmenn um að stjórn sín hefði ekki
fallið og að enginn ráðherra hefði
sagt af sér embætti.
Nú eiga sér stað gífurlegar breyt-
ingar í Ungverjalandi, svipaö og ger-
ist í Póllandi. Á næsta ári eiga að
fara fram fjölflokkakosningar, fyrstu
frjálsu þingkosningarnar í landinu
síðan kommúnistar komust til valda
fyrir rúmlega íjórum áratugum.
Umbótasinnar höfðu krafist þess að
kommúnistaflokki Ungverjalands
yrði breytt áður en til kosninga
kæmi, nafni hans, stefnu og mark-
miðum.
Á laugardag var síðan samþykkt
með miklum meirihluta atkvæða að
kommúnistaflokkurinn skyldi leggja
upp laupana og nýr flokkur tæki við.
í dag er ætlað að þingmenn ljúki við
mótun stefnuskrár nýja flokksins,
sem ekki mun byggja á grundvallar-
hugmyndum marxist-lenínisma, og
kjósa flokksleiðtoga. Fastlega er
búist við að Rezso Nyers, fyrrum
leiðtogi kommúnistaflokksins, taki
við því embætti en hann var forystu-
maður fjögurra manna nefndar sem
var í forsæti kommúnistaflokksins.
Drög að stefnumarkandi frum-
vörpum, sem þingmenn ræða nú um,
gera ráð fyrir að flokkurinn beiti sér
fyrir tjáningarfrelsi og þjóðfélags-
uppbyggingu sem eigi lítt skylt við
stefnu fyrirrennara hans. Þá gerir
uppkást að stefnuskrá ráð fyrir fjöl-
ílokkakerfl. Reuter
Fær Marcos greftrun á FUippseyjum?
Imre Posgay, ungverski umbótasinninn, ræðir við þingmenn á flokksþinginu um helgina.
Símamynd Reuter
Ofurhuginn Johnny Kazion, 56 ára gamali, sýnir hér listir sínar á flugvél-
arvæng i eilt þúsund feta hæð og á 95 mílna hraða á kfukkustund.
Kazion gengur á flugvélarvæng án nokkurrar aðsioðar, vindurinn er
hans eina haldreipi. Simamynd Reuter
Sverfla í breskum stjórnmálum?
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar um stöðu sijóm-
málafiokkanna í Bretlandi virðist Verkamannaflokkurinn, sfjómarand-
stöðuflokkurinn, hafa töluvert forskot á íhaldsflokkinn en hann hefur
verið við völd í átta ár.
Samkvæmt niðurstöðunum nýtur Verkamannaflokkurinn 45 prósent
stuönings en íhaldsflokkurinn 37 prósent. Verkamannaflokkurinn myndi
samkvæmt þessu ná meirihluta á þingi yrði gengið til kosninga nú. Næstu
almennar kosningar eiga að fara fram á miðju ári 1992.
Aðstandendur skoðanakönnunarinnar, sem gerð var á vegum Press
Association fréttastofunnar, segja að hún sé einhver sú stærsta og víð-
tækasta sem gerð hefur verið í Bretlandi. Alls voru tíu þúsund manns
spurðir.
Mótmælí í El Salvador
Hátt í flmmtíu særðir skæruhðar
í E1 Salvador voru í gær fluttir á
brott úr sendiráði Mexíkó í San
Salvador eftir að hafa farið fram á
pólitlskt hæh og sagst vera á leið
til Kúbu. Það var Alþjóðlegi Rauði
krossinn sem tók þátt í að flytja
mennina á brott en þeir voru flutt-
ir um borð í leiguflug á leið til
Havana.
Þetta er í annaö sinn á viku sem
Rauöi krossinn tekur þátt í að flytja
fólk á brott úr sendiráðura erlendra
ríkja í EI Salvador. Fyrr í vikunni
voru um tuttugu fluttir á brott úr
sendiráöi Costa Rica en fólkið hafði
haldið starfsfólki sendiráðsins í
gíslingu.
Nokkrir hínna særðu, sem hafst
höfðu við í sendiráðt Mexíkó i E1
Salvador, eru bomir á brott
Símamynd Reuter
Skæruhðamir vora eins og mótmælendurnir fyrr í vikunni að mót-
mæla hægri stjóra Alfredo Cristiani. Skæruliðamir segja að Cristiani
hafi ekki hafl í heiðri Genfar-sáttmálann um brottflutning særðra.
Abbado eftinnaður Von Karajans
Taismaður filharmóníuhJjómsveitarinnar í Berlín tilkynnti í gær að
ítalinn Claudio Abbado hefði veriö valinn sem eftirmaður Herberts von
Karajans aöalstjómanda sem lést í júii. Sagöi talsmaöurinn að Abbado
heföi þegiö starfið en samningaviðræður stæðu nú yfir miili hans og full-
trúa hfjómsveitarinnar.
Abbado, sem hefu m.a. stjómað Vínar-fílharmóníutmi, var aðalstjóm-
andi og síðar tónlistar- og menningarstjóri La Scala. Hann er nú aöal-
stjórnandi rikisóperunnar í Vín.