Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 7
•fc’ðöt fi3Öt)T>íö ftViö&rtúVíMA MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989. DV 7 Fréttír Glímt við ótemjur og baldin trippi ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: „Já, þaö er alltaf mikiö um að vera á réttinni. Það myndast svona hálf- gerð kamivalstemning þegar menn eru að glíma við ótemjur og baldin trippi í almenningnum og bregða sér kannski á bak. Menn eru ekkert að víla það fyrir sér þótt þeir lendi flat- ir í forinni. Það er alveg merkilegt að enginn skuli hafa slasast á þessu því oft lenda menn undir hrossunum. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir sem brydduðu upp á leðjuslagnum í veitingahúsunum fyrir sunnan hafi fengið hugmyndina hér í Laufskála- rétt,“ sagði Haraldur Jóhannesson réttarstjóri í Skagafirði. i ■..'7." ■ 'i .... .. .... i. ..... ....... . j kiiiiiiiiiiiitiiiui Merkilegt telst að enginn hafi slasast á þessu þvi oft lenda menn undir hestunum. DV-myndir Þórhallur Hestar og menn í Laufskálarétt. Um og upp úr hádeginu réttardag- inn var leiðindaveður en það lagaðist þegar líða tók á daginn. Veðrið virt- ist lítil áhrif hafa og aðsókn var góð að vepju, varla undir eitt þúsund manns að mati réttarstjóra. Þó bar minna á fólki nú en oft áður þar sem það hafðist mikið við inni í bílum. „Það er þó eitt gott við það þegar viðrar illa að fólk fer fyrr heim af réttinni. í þau 4 ár sem ég hef verið réttarstjóri hefur hún aldrei staðið eins lengi og fyrsta árið enda var veðrið þá sérstaklega gott. Þá fóru síðustu réttargestir ekki fyrr en um níuleytið um kvöldið en núna var þetta búið klukkan sex. Ég fer aldrei af réttinni fyrr en allt er um garð gengið. Stundum þarf maður að hirða upp fólk sem hefur ekki haldið út réttarstemninguna," sagði Har- aldur. Ærlegt fyllirí Fólk mætir þarna með eftirvænt- ingu og gleði í svipnum og drekkur sitt brennivín með bestu lyst, sleikir út um í kalsanum og kærir sig koll- ótt um forina í réttinni. Greinilega koma margir þarna í þeim einum til- gangi að fara á ærlegt fyllirí, sumir munu varla hafa komið út úr bílum sínum að þessu sinni. Sönglistin er í hávegum höfð, sérstaklega þegar líða tekur á daginn og fyrir endann sér á drættinum. í Laufskálarétt er smalað hrossum úr Kolbeinsdal, þar sem ítalan er 350 hross, og úr beitarhólfum í Ásgarði og Kolkuósi þar sem 150 hross hafa sumarbeit. Þetta eru 500 fullorðin hross og Haraldur réttarstjóri giskar á að um 700 hausar hafa verið í rétt- inni. PHILIPS VR-6448 MYNÐBANDSTÆKIÐ Viö höfum fengið nýja sendingu af hágæðamyndbandstækjunum frá PHILIPS sem slógu svo eftirminnilega í gegn í vetur. • HQ kerfi tryggirfullkomin myndgæði • Sextánstöðv • Mjög góð kyrrmynd • 20mínútnac • Hægurhraði • Ótalfleirimö • Leitarhnappur Philipskann • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, • Verðið kemu endurspólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365 daga upptökuminni • Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði - Enn bjóðum við þessi einstaklega góðu tæki á frábæru verði vegna hagstæðra samninga. Heimilistæki hf • Sætúni 8 • Kringlunni SÍMI: 69 15 00 SIMI:69 15 20 sajtuuttíjjtuto oject momo Verið örugg með tvær stöðvar — TREYSTIÐ PHILIPS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.