Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989
4Í'
Áskrifendur Stöðvar 2 fá að njóta ávaxtanna af velgengni stöðvarinnar
og afmælisskapinu sem gerir okkur lífið svo létt á Krókhálsi.
Stöð 2 er þriggja ára í dag, 9. október
Prjú ár þykja kannski ekki hár aldiir. En fyrir
sjónvarpsstöð, sem margir töldu í upphafi að tœkist
aldrei að sigrast á nœr óyfirstíganlegum örðugleikum,
er þriggja ára afmœli mikilsve'rður áfangi.
Stöð 2 kom til þess að vera
Stöð 2 átti brýnt erindi við íslendinga. Stöð 2 hefur
reynst vinsœll og vel þeginn kostur á íslenskum
sjónvarpsmarkaði þar sem var aðeins um eina
sjónvarpsdagskrá að rœða áður en Stöð 2 tók til starfa.
Stöð 2 hefur bœtt þjónustu við íslenska sjónvarps-
áhorfendur
Stjórnendur og starfsmenn Stöðvar 2 hafa á liðnum
þremur árum haft forgöngu um ýmsar nýjungar í
íslensku sjónvarpi. Það var Stöð 2 sem réðst gegn
gamalli bábilju ríkisforsjármanna um sjónvarpslaus
fimmtudagskvöld. Það var Stöð 2 sem lengdi
útsendingartíma sjónvarps á íslandi og kom þannig til
móts við óskir landsmanna sem ríkisforsjármenn
höfðu ekki séð neina ástœðu til að sinna. Það var Stöð
2 sem ruddi brautina í talsetningu á erlendu barnaefni
og kom þannig til móts við óskir barna og foreldra sem
ríkisforsjármenn höfðu hummað fram af sérí mörg ár.
1. Félagi í Áskrifendaklúbbi Stöðvar 2 fær fleiri og
betri tœkifœri til þess að hafa áhrifá dagskrárstefnu
og efnisval Stöðvar 2.
2. Stöð 2 mun efna til sérstakra samráðsfunda með
félögum í Áskrifendaklúbbi Stöðvar 2.
3. Félagar í Áskrifendaklúbbi Stöðvar 2 og fjölskyldur
þeirra njóta gegn framvísun klúbbskírteinis verulegs
afsláttar í fjölmörgum verslunum, þjónustufyrir-
tœkjum og veitingahúsum víða um land.
4. Félagar í Áskrifendaklúbbi Stöðvar 2 fá í hverjum
mánuði sérstakt mánaðartilboð: í nóvember t. d.
gefst mönnum kostur á að kaupa á gjafverði 14"
fjarstýrt litsjónvarp og í desember verða eigulegar
bœkur á sérstöku tilboðsverði til klúbbfélaga.
5. Sérstakur þáttur, „Klúbburinn“, í umsjá Helga
Péturssonar verður á dagskrá Stöðvar 2
hálfsmánaðarlega á mánudagskvöldum,
þjónustuþáttur við áksrifendur, tengiliður þeirra við
Stöð 2 og vettvangur þar sem þeir geta komið á
framfæri óskum sínum, tillögum og umkvörtunum.
Verið velkomin í Áskrifendaklúbb Stöðvar 2.
Með þessari afmælisgjöf vill Stöð 2 þakka áskrifendum
samfylgd og dyggan stuðning í þrjú ar.
Til hamingju með afmœlið, áskrifendur Stöðvar 2:
Án ykkar hefði þetta aldrei tekist.
Og héma er afmœlisgjöfin til áskrifenda frá Stöð 2:
Stöð 2 stofnar Áskrifendaklúbb Stöðvar 2
Áskrifendaklúbbur Stöðvar 2 tekur til starfa 1.
nóvember. Sérhver áskrifandi Stöðvar 2 fœr sent með
lykilnúmerinu í nóvember sérstakt klúbbskírteini.