Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 5
5 MÁMUÐAjGUR 9.. OKTÓBER 1989,v Fréttir Sigurjón Pétursson: Tilboð standi jöfn þótt muni 2 prósentum „Þetta er ekki tilkomiö af neinni sérstakri ástæöu heldur frekar vegna langvarandi umræðu í Inn- kaupastofnun, í borgarráði og stund- um í borgarstjóm um aö það sé fjarri því alltaf hagstæðast að taka lægsta boði. Jafnframt er það alveg ljóst að það er áfellisdómur yfir verktaka, sem lægst býður, ef honum er hafnað og engar sérstakar vammir eða skammir em á hann bornar. Ef mönnum er með slíkum hætti hafnað vil ég að krafist verði mjög sterkra raka fyrir því. Oft eru þau rök ekki til staðar. Þótt vitað sé að annar er með miklu meiri reynslu, vanari verkunum, og með betri tæki hefur það ekki verið tekiö sem fullgild rök til þessa. Því legg ég til að gerð verði sú krafa, bæöi til stofnana og Inn- kaupastofnunar, að ef munurinn er minni en tvö prósent verði horft fram hjá honum eins og krónutalan sé jöfn. Og eingöngu aðrir þættir metn- ir,“ sagði Sigurjón Pétursson um til- lögu sem hann lagði fram í borgar- stjórn á fimmtudag. Tillaga Siguijóns er svohljóðandi: „Þegar munur á tilboðum er minni í krónutölu en 2% skal htið svo á að tilboð séu jöfn hvað verð snertir." „Ef hins vegar verður tekið tilboði, sem er meira en tveimur prósentum hærra en lægsta tilboð, verði gerð krafa um aö greinargerð fylgi sem skýrir hvers vegna það tilboð þykir hagstæðara,“ sagði Siguijón Péturs- son. -sme 25 foreldrar: Allt bendir til stofnunar forsjár- samtaka Tuttugu og fimm foreldrar, sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki forsjá með bömum sínum, íhuga stofnun samtaka. Kona, sem auglýsti í fjölmiðli og skoraði á fólk að hafa samband við sig, segir að þegar hafi 25 foreldrar skráð sig. Konan segist eiga von á að fleiri bætist við. Allt bendir til þess að foreldrarnir stofni með sér samtök. „Við erum ákveðin í að segja sem minnst sem stendur. Mér sýnist að það næsta, sem við gerum, verði að leita til lögfræðings. Því er ekki að leyna að sumir þeirra, sem hafa haft samband við mig, eru ekki í ástandi til að opinbera reynslu sína. Mér sýnist allt benda til þess að við stofn- um með okkur samtök. Þótt ég hafi sett inn auglýsingu er ekki þar með sagt að ég verði í forsvari fyrir hin væntanlegu samtök," sagði konan. -sme -GR0NN- -ATTTTTPTn- Helgarnámskeið fyrir ofætur - bæöi karla og konur Hvar: Að Skálholti I Biskupstungum. Hvenær: Föstud. 20. okt. kl. 19.00 - sunnud. 22. okt. kl. 16.00. Þátttökugiald: kr. 9.000. Matur & gist- ing innifalin. Byggt er á 12 reynslusporum O. A. samtakanna sem reynst hafa tug- þúsundum manna um allan heim ör- ugg leið til heilbrigðis og hamingju. Uppl. & skráning i s. 625717 & 13829. Verð aðeins kr. 1.490.000,- Jöfur - þegar þú kaupir bíl ©CHRYSLER JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 Lausnin er Plymouth MEÐ EINIJ HANDTAKI getur þú breytt þessum alhliða bíl úr sjö farþega fólks- bíl í fimm manna bíl eða sendibíl, allt eftir aðstæðum. ÞÚ GETUR NÚ ferðast um landið okkar eða önnur lönd á þægilegan máta með nóg rými fyrir alla fjölskylduna. ÞAÐ ER EKKI AMALEGT að aka honum, sitjandi 1 þægilegum sætum með gott útsýni til allra átta. Krafturinn úr 3,0 1 V6 vélinni, sjálfskipting ásamt öðmm búnaði hjálpa til að gera allar ökuferðir ánægjulegar. Hefur þú ekki lent 1 því að þurfa að skutla dótturinni og öllum vinkonuskaran- um á bíó - og ekki pláss í bílnum! Hefur þú ekki lent 1 því að tengdamamma vill fara með í útileguna - og þú þarft að fara að láta setja dráttarkúlu á bílinn og leigja þér kerru (fyrir farangur- inn - ekki tengdamúttu)! Hefur þú ekki lent 1 því að þvottavélin bilaði og þú þurftir að hringja á sendi- bíl til að koma henni á verkstæði! VIÐ BJÓÐUM ÞÉR að kynnast undrabílnum PLYMOUTH VOYAGER sem leysir öll þessi vandamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.