Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989.
Fréttir i>v
Erilsöm helgi hjá lögreglunni í Reykjavik:
Ráðist á tvo
leigubíistjóra
- drukknir menn óku stolnum bil á 130
Egilsstaðir:
Svangur þjófur
í dósamatinn
Fariö var f geymslu I íbúðar-
húsi á Egilsstöðum og stolið það-
an dósamat sem ýmist var tekinn
á brott eða neytt á staönum. Þær
dósir, sem etiö var úr á staðnum,
voru opnaðar með skrúfjárni. í
sama húsi var fariö inn í tvö her-
bergi og fót, sem þar voru, voru
eyðiiögö.
Tilkynning um þessi atvik bár-
ust eftir miðnætti. Vegna niöur-
skurðar á yfirvinnu lögreglu var
ekki hægt að sinna rannsókn.
-sme
Fjarðarheiði:
Missti stjóm
á bflnum
Ökumaöur missti stjóm á bíl
sínum um klukkan tvö í gær á
Fjarðarheiði. Maðurinn, sem var
einn í bílnum, slapp án meiösla.
Bíllinn er mikiö skemmdur.
Hann fór út af veginum og valt.
Talið er aö bíllinn tiafi veriö á um
70 kílómetra hraða þegar óhappið
varö.
Ökumaðurinn var í bílbelti og
er tahð að það hafi bjargað hon-
umfráaöslasastalvarlega. -sme
Ók inn á
aðalbraut
Alvarlegt umferðarslys varð á
gatnamótum Hörgárbrautar og
Hliðarbrautar á Akureyri á laug-
ardagskvöld. Fólksbíl var ekið í
veg fyrir Range Rover. Ökumaö-
ur fólksbílsins er mikið slasaður.
Hann er ekki í lífshættu. Öku-
maöur jeppans er einnig talsvert
siasaöur.
Áreksturinn varð með þeim
hætti að ökumaöur fólksbílsins
fór framúr bQ sem stöövað hafði
á biöskyldu. Fólksbflnum var
ekið inn á Hörgárbraut og í veg
fyrir jeppann. BQamir skullu
saman af miklu afii og runnu
þeir saman út af götunni yfir
grasblett og aö endingu fór jepp-
inn yfir fólksbílinn. MikQ mildi
þykir aö fólk skyldi ekki slasast
meira en raun varö á. -sme
Ráðist var á tvo leigubílstjóra um
helgina. Fyrri árásin var á Laugavegi
aðfaranótt laugardags. Farþegi
reyndi að komast út úr leigubfi á
ferð. Bfistjóranum tókst að koma í
veg fyrir það og réðst farþeginn þá á
hann. Sjónarvottur kom bílstjóran-
um tfi hjálpar. Saman tókst þeim að
yfirbuga árásarmanninn.
Drukkinn maöur réðst á leigubíl-
stjóra aðfaranótt sunnudags. Bíl-
stjórinn hafði neitað að taka fleiri
farþega en honum er heimfit. Sá
Femt var flutt á slysadeild Borgar-
spítalans eftir harðan árekstur
tveggja bíla á Reykjanesbraut,
skammt frá Kúageröi, um klukkan
16 á laugardag. Fólkið er ekki lífs-
hættulega slasað. Báðir bílarnir eru
drukkni var ósáttur við þá ákvörðun
og tók til sinna ráða. Hann réðst að
bílstjóranum, reif skyrtu hans og
skemmdi stefnuljósaarm í mæla-
borði bílsins.
Á föstudag og laugardag voru tutt-
ugu og átta ökumenn teknir gmnað-
ir um ölvun við aktur. Tveir þeirra
voru á stolnum bíl. Þeir reyndu að
flýja lögregluna og mældist ökuhraði
þeirra 130 kílómetrar þegar verst lét.
Mennimir gáfust upp áður en illa fór.
Lögregla varð aö hafa afskipti af
mikið skemmdir og varð að flytja þá
brptt með dráttarbílum.
Áreksturinn varð meö þeim hætti
að ökumaður bíls, sem var ekið á
leiö til Keflavíkur, missti hægri hjól
bílsins út af malbikinu og þegar hann
hátíð sem Iþróttafélag Reykjavíkur
gekkst fyrir á svæði sínu við Skóg-
arsel. Láðst haíði að fá tilskilin leyfi.
Bílum var lagt á viðkvæma gras-
bletti og umferð stöðvaöist um Skóg-
arsel. Til stóð að bjóða fólki í útsýnis-
flug með þyrlu. Að mati lögreglu var
ekki betur staðið að aðstöðu fyrir
þyrluna en svo að viðstaddir voru í
hættu hennar vegna. Því varð minna
um þyrluflug en tfi stóð.
beygði tfi að koma hjólunum upp á
malbikið aftur fór bílhnn þvert á
veginn og fyrir bfi sem kom úr gagn-
stæðri átt. -sme
Bláa lónið:
Brotist inn
í baðhúsið
Brotist var inn i baðhúsið viö
Bláa lónið aðfaranótt sunhudags.
Um 5000 krónum í peningura var
stoliö. Rúða var brotin til að opna
leiö Inn í húsið. Máiið er óupplýst.
Þrír gistu fangageymslur lög-
reglunnar í Grindavík um helg-
inavegnaöivunar. -sme
Varðskipsmemi:
Skáni úr skrúfu
rækjubáts
Menn af varðskipinu Ægi skáru
á laugardagskvöld net úr skrúfu
rækjubátsins Sæness EA 75. Bát-
urinn hafði verið á veiðum út af
Vestfjöröum þegar hann fékk
belg trollsins í skrúfuna. Óskaö
var aöstoðar varðskipsmanna
sembrugöustfljóttvið. -sme
Rúðubrot
á Akranesi
Fimm rúöur voru brotnar í
Grundaskóla á Akranesi um
helgina. Farið var inn í skólann
og á skrifstofú skólastjóra. Þar
var símtæki skemmt. Rúöa var
einnig brotin í verslun í miðbæ
Akraness.
Þá voru hríslur skeramdar.
Einhverjir gerðu sér það aö knk
að tálga hríslumar með þeim af-
leiöingum að þær eru stór-
skemmdar.
Helgin var erilsöm hjá lögregl-
unni á Akranesi vegna talsverðr-
ar ölvunar í bænum. -sme
Innbrot og
hraðakstur
Innbrotsþjófur var staöinn að
verki aðfaranótt laugardags í
verslun við Þinghólsbraut. Mað-
urinn var færöur á lögregiustöð.
Aðfaranótt laugardags var
maður tekinn fyrir að aka á 129
kflómetra hraða á Haftiarfjarðar-
vegL Hann var sviptur ökuleyfi.
Tveir ökumenn vora teknir
grunaöir um ölvun við akstur.
-sme
-sme
Báðir bílarnir eru mikiö skemmdir. Subaruinn var á leið tii Keflavíkur. Ökumaður hans missti hægri hjól út af
malbikinu. Þegar hann beygði til að koma hjólunum upp á malbikið fór bíllinn þvert á veginn og fyrir Fiatinn.
DV-mynd S
Harður árekstur á Reykjanesbraut:
Femt flutt á slysadeild
í dag mælir Dagfari
bjargar Sjálfstæðisflokknum
Davíð
Davíð gaf kost á sér og Davíð var
kosinn. Hvernig gat öðruvísi farið?
Þrýstingurinn var gífurlegur, tfi-
mæli vina og vandamanna, áskor-
anir frá landsfundarfulltrúum sem
vildu breyta forystuímyndinni,
gera andlitslyftingu á Sjálfstæðis-
tlokknum. Nú er það aö vísu
áhorfsmál hvort Davið taki sig bet-
ur út á myndum heldur en Friðrik
en þetta er vist ekki spuming um
passamyndir heldur plaköt meö
formanni og varaformanni og þá
þykir sjálfstæðismönnum fara bet-
ur á því aö þeir standi hlið við hlið,
Þorsteinn og Davíö, frekar en Þor-
steinn og Friðrik. Forystuímyndin
breytist. Davíö er meiri á velli,
hann er í útliti eins og stjómmála-
foringjar eiga að vera, þéttur á velh
og þéttur í lund. Þar að auki er
Davíð maðurinn sem Sjálfstæðis-
flokkurinn bíður eftir og þegar
hann loksins lætur tilleiðast þá er
þaö sjálfsagt mál að kjósa hann.
Annaö væri ókúrteisi gagnvart
manni sem lætur svo litið aö gefa
kost á sér í þágu forystuímyndar-
innar.
Þegar Davíð var spurður að því
af hverju hann færi ekki aila leiö
og gæfi kost á sér í formennsku
flokksins svaraöi hann því til að
Þorsteinn væri áfram í kjöri og þar
að auki mætti Davíð bara alls ekki
vera að því að vera formaður. Dav-
íö má hins vegar vel vera að því
að taka að sér varaformennskuna
og þegar hann var spurður um það
hvers vegna hann væri að fella
Friðrik þá svaraði Davíð því til að
enginn væri sérstaklega í kjöri.
Kjörtímabilinu er lokiö og það er
ekki veriö að fella neinn, þvi lands-
fundur getur kosið hvern sem er.
Hver munurinn er á þessu
tvennu, að vera formaður í kjöri
og varaformaður sem ekki er í
kjöri, vafðist aö vísu fyrir minni
spámönnum á landsfundinum þeg-
ar haft er í huga að báöir þeir Þor-
steinn og Friörik gáfu kost á sér tfi
forystustarfanna. En Davíð gat líka
bent á það að Friðrik væri búinn
að vera átta ár sem varaformaður
og það þarf endurnýjun sagði Dav-
íð. Það þarf að yngja upp, menn
eiga ekki að vera of lengi í embætt-
i. Þetta viröist eiga sérstaklega við
um formann og varaformann Sjálf-
stæðisflokksins vegna þess að Dav-
íð sjálfur ætlar að vera borgarstjóri
til aldamóta, ef kjósendur mega
ráða. Samkvæmt þessu má Þor-
steinn formaður fara að vara sig
eftir tvö ár, en þá verður hann
búinn aö vera formaður í átta ár
og það er það lengsta sem Davíð
telur aö formaöur eigi aö sitja. Þá
þarf að breyta tfi. Þá þarf vara-
formaðurinn að taka við.
Friðrik Sophusson hefur ekki
skilið þetta lögmál. Hann stóð í
þeirri meiningu að varafor-
mennska hans væri eilíf og var svo
hissa á framboöi Davíðs aö hann
haföi ekki lengur hugmynd um það
hvort hann væri í þvi framboði,
sem hann var í, áður en Davíð fór
í framboð. Það leið heill sólarhring-
ur áður en Friðrik náði áttum og
þá til aö segja að hann væri ekki
lengur í framboðinu sem hann var
í áöur en Davíð fór í framboöið.
Friörik vildi einingu um varafor-.
mennsku og einingu í flokknum og
fórnaði sér í þágu einingarinnar og
fórnaði varaformennskunni í þágu
Davíðs, sem ekki var að fella Frið-
rik heldur að hjálpa Friðriki.
Það er gott að eiga svona vini og
það er gott fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að eiga svona flokksholla menn
sem fórna sér ýmist úr embætti eða
í embætti til að bjarga forystuí-
mynd flokksins. Það er auðvitað
allt annar bragur á flokknum eftir
að forystuímyndin er Davíö en ekki
Friðrik, sérstaklega þegar Þor-
steinn er áfram formaður. Að vísu
eru uppi einhveijar efasemdir um
forystuímynd Þorsteins, en meöan
Þorsteinn gefur kost sér og Davíð
má ekki vera að að vera formaður
er ástæðulaust að fella Þorstein.
Sjálfstæðismenn eru afar þakkl-
átir Davíð Oddssyni fyrir að gefa
kost á sér og hjálpa flokknum. All-
ir vita að Davíð er ekki að gera
þetta fyrir sjálfan sig heldur for-
ystuímyndina og framtíðina.
Flokkurinn hefði getað tekið upp á
því að kjósa Friðrik aftur og það
hefði alveg verið rothögg á framtíð
Sjálfstæöisflokksins. Skyldi Frið-
rik hafa gert sér grein fyrir því
hvers konar ógnvaldur hann var
orðinn framtíð flokksins?
Dagfari