Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. Fréttir Staðhæfmgar Ragnars Kjartanssonar: Reikningsskilavenjur eru mjög teygjanlegar Ragnar Kjartanssson, fyrrverandi stjómarformaöur Hafskips, ber brigður á fullyrðingar ákæravaldins og gjaldþrot Hafskips. Ragnar segir meira að segja að Hafskip hafi aldrei verið gjaldþrota í raun. Félaginu hafl verið att út í gjaldþrot. Hann hefur skrifað heila bók um málið sem verj- endur munu mjög vitna til við réttar- höldin. DV hefur áður gert ítarlega grein fyrir ákærum í Hafskipsmál- inu. Því verður nú sagt frá umdeild- um atriðum og helstu fullyrðingum Ragnars Kjartanssonar. Ragnar segir að fyrst hafi verið talað um gífurlegt gjaldþrot félags- ins. Gefið hefði verið til kynna að tap Útvegsbankans þessa vegna yrði allt að 1.700 milljónir. En hinn 29. júní síðastliðinn hetöi verið lagt fram Framvarp til úthlutunargerðar í þrotabúi Hafskips. Þá hefðu ýmsir orðið þrumulostnir. Hafskip hafi þá í raun ekki verið gjaldþrota. For- gangskröfur og veðkröfur að upphæð 289,3 milljónir hafi verið greiddar að fullu. Greiddur hafi verið kostnaður við búreksturinn samtals 112,3 millj- ónir. Upp í almennar kröfur, sem námu rúmum milljarði, hafi verið greiddar 536 milljónir eða um 50 pró- sent. Eftir eigi að úthluta um 60 millj- ónum króna. Tap Útvegsbankans Ragnar dregur ekki dul á að tap Útvegsbankans hafi verið mikið. Hann segjr að svo sé að sjá að tap þetta hafi numið 370-390 milljónum á áramótaverðlagi 1985-1986. Það sé vissulega há upphæð, en taka verði tillit til þess að Utvegsbankinn sjálf- ur og yfirvöld hafi valið þá leið að knýja Hafskip í gjaldþrot í staö þess að gefa ráðrúm tíl björgunar verð- mæta. Að mati hans hafi ótímabær gjaldþrotsþvingun komið fremur niður á öðram lánardrottnum en Útvegsbankanum sjálfum. Hann bendir á bandarísk gjald- þrotalög. Þau miði fyrst og fremst að því að vernda hagsmuni hluthafa gagnvart lánardrottnum þegar í harðbakkann slær. Bandaríkja- mönnum sé það betur ljóst en íslend- ingum að við þvingað gjaldþrot fáist sjaldnast sannvirði fyrir eignir. Þá glatist viðskiptavild að fullu. Vel að merkja nefnir Ragnar í greinargerö sinni ógrynni ummæla og athafna þekktra endurskoðenda og háskóla- manna, sem hann telur leiða til þeirrar niðurstöðu, þegar saman er tekiö, að Hafskip hafi ekki verið gjaldþrota. Reikningsskilavenjur era býsna teygjanlegar. Ragnar hefur lagt míkla vinnu í bók sína, en nú er það dómstóls aö velja eða hafna hvort eitthvað sé hæft í kenningum Ragnars Kjartanssonar. Vissulega virðist manni í fljótu bragði að reikn- ingsskilavenjur hafi oft stangast á. En með því skal ekki sagt hér að þetta gangi upp hjá Ragnari Kjart- anssyni. Við upphaf búskipta Samkvæmt frumvarpi til úthlutun- argeröar hafi heildarkröfur verið 1360 milljónir og heildareignir um 757 milljónir. Mismunur hafi verið rúmar 603 milljónir. Við þetta hefur Ragnar sitthvað að athuga. Hann segir aö heildarkröfur sam- kvæmt þessu innifeli á annaö hundr- að milljónir í kostnaði, sem ekki hefðu fallið tU í eðlfiegum, ótrufluð- um rekstri. Hann bendir á verð- mætatap síöustu vikumar fyrir gjaldþrot vegna upplausnar í skipaá- ætlunum, kyrrsetningar Skaftár í Antwerpen og breyttra áætlana Hafsár og Dalsár. Slíkur kostnaður hafi, segir Ragnar, verið áætlaður á bilinu 110-150 mUljónir króna. Bú- stjórnin hafi loks ekki nema að óverulegu leyti lagt í aö innheimta miklar útistandandi viöskiptakröfur hjá erlendum umboðsaðilum félags- ins. Hér telur Ragnar að kunni að Ragnar Kjartansson berst hart. hafa glatast 170 mUljónir króna. í átta mánaða uppgjöri, hinn 31.8.1985, hafi óinnheimtar viðskiptakröfur numið 383 milljónum. Ragnar telur að framgreindir þættir nemi 304 mUljónum og sé því eftir af framan- greindum mismun um 300 mUljónir. Ragnar telur Hafskip ekki hafa verið gjaldþrota i raun og verður hér á eftir minnst á frekari umdeUd at- riði. Nokkur umdeild atriði Framangreind atriði eru víssulega umdeUd, eins og rakið hefur verið áður ítarlega í DV, og nú sker réttur úr. í reikningsskUaaðferðum Ragn- ars Kjartanssonar gætir fleiri þátta, þar sem hann greinir á við ákæru- valdið. Ragnar tínir saman, máli sínu til stuðnings, ummæli og aðferðir sem tíðkast hafa í öðrum þáttum þegar um uppgjör fyrirtækja hefur verið að ræða. Hann rekur hvernig niðurstaðan hefði getað orðið ef enn einn hópur endurskoðenda hefði litið á mál Hafskips og nefnir þar það sem máli hans gæti orðiö til stuðnings. Slíkur hópur hefði að hans sögn get- að komist að svipaðri niðurstööu og Ragnar. Akæravaldið segir skip Hafskips hafa verið ofmetin, en Ragnar vUl að menn hafi átt að méta þau þannig að breytingar á gengi doUars hefðu á þeim tíma bætt upp rýmun þessara skipa. Þá ræðir Ragnar um hugtakið „going concern" sem tekur til þess að forsendur hafi verið til áfram- haldandi rekstrar. Eignir hafi farið á miklu lægra verði í skyndisölu. Ragnar telur sína reglu viðtekna venju í þjóðfélaginu. Hann telur að' eignafæra hefði átt flutningabretti. Þá greinir hann á við ákæruvaldið um hugtakið „lotun" sem er spurn- ing um birgðamat fyrirtækja, tU dæmis hvort tekjufæra hefði mátt árið 1984 það sem var í skipi um ára- mótin 1984-1985. Ragnar heldur því fram að slíkt hefði átt að gera. En í heUdina kemst Ragnar að þeirri nið- urstöðu að eiginfjárstaða Hafskips í árslok 1984 hafi verið um 22 miUjónir í plús og bætir við viðskiptavild eða „goodwUl“ sem fyrirtækiö hafi átt að hafa hefði ekki komið til gjald- þrots. Samtals fær Ragnar út að fyr- irtækið hefði átt að vera 280 mUljón- iríplús. -HH Bæjarstjóm Hafnar: Sömu flugleyfi Júlía imsland, DV, Höfa Innan skamms verða umsóknir flugfélaganna um sérleyfi til áætlunarflugs á staöi vítt og breitt um landið afgreiddar. Flugsamgöngur eru einn mikU- vægasti þáttur búsetuskUyrða á Höfn og því taldi bæjarstjórn Hafnar nauðsynlegt og sér skylt að fjalla um málið. Flugleiðir og þar áður Flugfélag íslands hafa haldið uppi flugsam- göngum tU Hornafjarðar frá 1939 og þannig verið burðarás flug- samgangna í 50 ár. Flugfélag AustUrlands var stofnað 1972 og hófþá flug til Hornafjarðar í sam- vinnu viö Flugfélag íslands og hefur síðan verið ómetanlegur þáttur í samgöngum fil og frá Hornafirði. Bæjarsfjóm Hafnar telur nauð- synlegt að rekstrar- og tæknUeg öryggismál séu höfð að leiðarljósi við veitingu flugleyfis og að rekstrarskilyrði Flugfélags Aust- urlands verði ekki á neinn hátt rýrð. Bæjarstiórn telur að vel hafi tekist til með samvinnu Flugleiða og Flugfélags Austur- lands hingað tíl og sér ekki ástæðu til breytinga þar á. Bæjarstjórn telur míkUvægt aö flugrekslraraðilar stefni að eftir- töldum atriöum. Áætlunarflug sé á hverjum degi mUU Reykjavíkur og Hornaíjaröar - áætlunarferðir séu tvær, að morgni og kvöldi, a.m.k. tvo virka daga í viku. Alira ráða sé leitað tU að lækka verð á fargjöldum og öryggíssjónarmið verði ráðandi í aUri ákvaröana- töku. Niðurstaða bæjarstjómar er því þessi: Flugleiðum hf. og FJug- félagi Austurlands hf. verði áíram veitt sérleyfi áætlunar- flugs tU Homafiaröar. 8.793 fóstur- Frá árinu 1971 tíl 1988 voru framkvæmdar 8.793 fóstureyö- ingar á íslandi. í fyrra vora fram- kvæmdar 673 fóstureyðingar sem er litiö eitt minna en árið á und- an. Árið 1988 fæddust 4.673 á ís- landL Fóstureyðingar voru því um 144 á hveijar 1.000 fæðingar. -gse I dag mælir Dagfari íbúðir hér og íbúðir þar Þá eru þingmenn byrjaðir að af- þakka dreifbýlisstyrki tU búsetu hér í Reykjavík og telja sig engu að síður geta sinnt þingmenhsku eins og ekkert hafi ískorist og það nokkuð styrkjalaust. Á það á eftir að reyna í næstu kosningum hvort kjósendur kunna aö meta slíka sjálfsafneitun eður ei. Að vísu dug- ar þetta framlag Óla dómsmálaráð- herra og Danfríðar skammt tU að fylla fjárlagahallann en er þó spamaðarviðleitni sem kemur úr óvæntri átt. Fram til þessa hafa flestir átt að spara umfram þing- menn og ráðherra og þá einu gilt hvort um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Þingmenn allra fiokka sameinuðust um þögn þegar ákveðið var að Stefán Valgeirsson yrði þingflokkur án laga. Á sama hátt verður sameinast um laga- breytingú þess efnis að einn maöur geti orðið flokkur á kostnað ríkis- ins þvi enginn veit hver á eftir að standa næst í þeim sporum að mynda þingflokk með sjálfum sér. Sé slíkt takmark tahð í augsýn þyk- ir ef tíl viU vænlegt að afþakka styrk tíl aö sækja þing, ekki síst ef launin ein nægja tU uppskeru þess erfiöis sem þingmennsku fylgir. Á þessum síðustu og verstu tím- um er það ómetanlegt að eiga að gott fólk sem ávaUt er tUbúið að fóma sér í þágu lands og þjóðar. Fara í pólitík til þess að hafa áhrif til góðs en ekki að efla eigin völd né auð. Þannig hefur tU dæmis Stefán Valgeirsson barist hat- rammlega gegn vaxtahækkunum með þeim alkunnu afleiðingum að vextir hafa aldrei verið hærri og þá ekki síst í þeim banka sem Stef- án stýrir sem formaður bankaráðs. Vart er hægt að fara fram á að slíkt ofurmenni afþakki styrki og bætur vegna búferlaflutninga frá Auð- brekku í Hörgárdal fyrir mörgum áratugum. Mörgum er enn í fersku minni þegar Borgaraflokkurinn setti það sem algjört skUyrði fyrir þátttöku í ríkisstjóm að matar- skattur yrði aflagður og skatt- heimta almennt minnkuð. í ljósi umhyggju fyrir skattborgurum var þó ákveðið að taka sæti í ríkisstjóm þótt matarskatturinn illræmdi væri enn við lýði því von væri tU að ná niður útgjöldum ríkisins með öðrum hætti eftir að í ráðherra- stóla væri komið. Og nú hefur Óla tekist að draga úr útgjöldum hins opinbera um nokkra tugi þúsunda á mánuði með því aö afþakka húsa- leigu- og fæðispeninga. Þetta fram- tak verður seint fullþakkað og mun án efa hafa úrslitaáhrif á afkomu ríkissjóðs í framtíðinni. Ekki síst með tUliti til þess kostnaöarauka sem til var stofnað með innkomu Borgaraflokksins í ríkisstjómina. Það er ekki aUtaf tekiö út með sældinni aö vera svonefndur lands- byggðarþingmaður þótt færri kom- ist aö en vUja við hvetjar kosning- ar. Jón Sæmundur á Siglufirði kvartar í DV undan ónákvæmum fréttaflutningi blaðsins af sínum kjörum og skorar á blaöamann DV að greiða sér hundrað þúsunda króna, sem þingmaðurinn telur sig ekki hafa fengið úr ríkiskassanum. Þama blandast húsnæðismál inn í og er greinUegt að þau eru erfið viðfangs. Jón Sæmundur segir að þau hjón eigi raðhús í Hafnarfirði og þar tU viðbótar fasteignir á Siglufirði...þ.á m. stórt íbúðar- hús með tveimur íbúðum sem eng- ar tekjur eru af‘, svo vitnað sé orð- rétt í grein Jóns Sæmundar í trausti þess að hann fari ekki fram á hundruð þúsunda í höfundar- laun. Þegar lengra er lesiö í greininni kemur í ljós að þingmaðurinn hef- ur ekki séð ástæðu til að flytja lög- heimili sitt í eigið húsnæöi á Siglu- firði. Hann hafi öll sín plögg heima hjá pabba og mömmu frá fornu fari og kjósendur viti að á þeim stað sé hann að finna. í stórborgum eins og Siglufirði hlýtur það að skipta miklu hvar þingmenn er að finna í stað þess að æða um í vUlu og svima um torg og stræti í leit að þingmanni. Til að geta verið í sem mestu návígi við kjósendur á þvi Jón Sæmundur raöhús í Hafnar- firði og nokkrar íbúðir á Siglufirði en hefur svo lögheimili hjá pabba og mömmu þar sem því fylgir margháttuð fyrirhöfn að flytja skjöl mUli húsa og íbúða. Miðað við allar þessar eignir er ekki furða þótt okkur skattborgurum sé gert að greiða þingmanninum ríflegan húsaleigustyrk og dagpeninga jafn- vel þótt ekki sé sannað að hann leigi nokkurs staðar íbúð. Má þó vel vera að svo sé því það gefur augaleið að ekki er endalaust hægt að flytja pappíra norður í íbúðina hans pabba. Allt ber þetta að sama brunni. íhaldskurfar á DV eru sífellt að agnúast út í sparsama þingmenn og ráðherra og ásaka þá um eyðslu út og suöur. Þessi áróður er ekki studdur neinum rökum nema þá opinberum tölum sem að sjálfsögðu berekkiaðtakamarká. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.