Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. 35 Afmæli Hannes Ami Wöhler Hannes Árni Wöhler forstjóri, Logalandi 6, Reykjavík, er fimmtug- ur í dag. Hannes er fæddur í Reykjavík. Hann stundaði nám í Verslunar- skóla íslands og brautskráðist það- an með verslunarpróf vorið 1958. Sama ár hóf hann störf við Atvinnu- deild Háskóla íslands, fiskideild. Frá árinu 1961 starfaði hann hjá ís- lenska verslunarfélaginu í Reykja- vík. Þá starfaði hann við Árbæjar- safn, hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík, við bókhalds- og birgða- eftirlit á Hótel Loftleiðum og var fulltrúi hjá Pfaff í Reykjavík. Jafn- framt áðurgreindum störfum stund- aði hann ökukennslu frá 25 ára aldri þar til hann stofnaði ásamt fjöl- skyldu sinni árið 1981 fyrirtækið Hannes Wöhler & Co. Foreldrar Hannesar voru Sigríður Árnadóttir, verslunarkona í Reykjavík, f. 24.12.1919, d. 17.8.1980, og Heinrich W. Wöhler, f. 15.5.1910, nú búsettur í Kiel í Þýskalandi, en hann var fluttur vorið 1940 til Eng- lands og seinna í fangaskiptum til Þýskalands. Sigríður og Heinrich skildu 1947. Sigríður giftist Baldri Kristiansen, pípulagningamanni í Reykjavík, en þau slitu samvistum. Þeirra börn: Bryndís Björk Krist- iansen, f. 22.10.1948, gift Katli Páls- syni, eiga einn son; Bragi Kristians- en, f. 11.5.1950, rafvirkjameistari í Reykjavík, á þrjú börn. Heinrich kvæntist þýskri konu, Rut. Áttu þau tvær dætur. Er önnur þeirra á lífi, Rita, f' 16.9.1949. Á hún einn son af fyrra hjónabandi en maður hennar er Klaus Wiese. Hanneskvæntist20.7.1961 Kirst- ínu Guðríði Lárusdóttur, f. 20.5. 1940. Hún er dóttir Lárusar Sigur- björnssonar, f. 22.5.1903, d. 5.8.1974, rithöfundar og borgarskjalavarðar Reykjavíkurborgar, Á. Gíslasonar, prests í Ási, og Guðrúnar Lárus- dóttur, rithöfundar og alþingis- manns, og konu hans, Sigríðar Árnadóttur, f. 20.7.1911, d. 7.8.1988, Ólafssonar, bónda í Hlíðarendakoti, og Guðríðar Jónsdóttur. Hannes og Kirstín eiga íjögur börn. Þau eru: Sigríður Wöhler, f. 19.1.1963, kennaranemi, býr í Svíþjóð, gift Halldóri Þórarinssyni, f. 25.11.1962, nema í matvælaverkfræði við Lund- arháskóla í Svíþjóð. Börn þeirra eru: Hannes Þór, f. 27.4.1984, og Harpa,f.7.4.1987. Lárus Árni Wöhler, f. 30.5.1966, verslunarmaður. Herdís Wöhler, f. 29.12.1968, versl- unarmaður, býr með Bjarna Svav- arssyni, f. 30.8.1962, og er dóttir þeirraKirstínBirna,f. 16.5.1989. Ásdís Wöhler, f. 21.6.1970, nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð íReykjavík. Sigríður, móðir Hannesar, var dóttir Árna Hannessonar, skútu- skipstjóra í Reykjavík, Hanssonar landpósts og konu hans, Sigríðar Hannes Árni Wöhler. Pétursdóttur, Magnúsar útgerðar- bónda frá Hliði á Alftanesi. Hannes og Kirstín taka á móti gestum á heimili sínu milli kl. 17 og 20ídag. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Guörún Ágústa Ágústsdóttir (Lóa) frá Kiðjabergi í Vestmanna- eyjum, Heiðarvegi 55, Vestmanna- eyjum, er 80 ára í dag. Foreldrar hennar voru Guðrún Hafliðadóttir frá Fjósum í Mýrdal, f. 18.7.1878,9.12.1937, og Ágúst Benediktsson frá Rauðhálsi í Mýr- dal en fæddur í Marteinstungu.1.8. 1875, d. ágúst 1968. Guðrún og Ágúst kynntust í Vestmannaeyjum rétt eftir aldamót og bjuggu á Kiðjabergi. allan sinn búskap. Agúst bjó eftir lát konu sinnar á heimili dóttur sinnar, Lóu. Lóa giftist 4.6.1933 Willum Jörgen Andersen frá Sólbakka í Vest- mannaeyjum, f. 30.9.1910, d. 17.7. 1988. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðjónsdóttir, f. 27.2.1889 í Sigluvík á Landeyjum, d. 23.11.1934, dóttir Valgerðar Jónsdóttur og Guðjóns Þorkelssonar í Miðkoti í Landeyj- um, og Hans Peter Andersen frá Fredrikssund í Danmörku, f. 30.3. 1887, d. 6.4.1955. Jóhanna og Pétur bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum. Börn Lóu og Willums eru: Guðrún Andersen, gift Finnboga Finnbogasyni frá Seyðisfirði. Börn eru: Ágúst Heiðar Borgþórsson, HrafnhildurBorgþórsdóttir, Aðal- heiður Borgþórsdóttir, Vilborg Borgþórsdóttir og Lilja Finnboga- dóttir. Jóhanna Andersen. Börn eru: Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, d. 1964; óskírð Gunnarsdóttir, d. 1960; Helgi Þór Gunnarsson og Halldór Jörgen Gunnarsson. Ágústa Þyrí Andersen, gift Þór Guðmundssyni, Kópavogi. Börn eru: Willum Þór Þórsson, Valur Þórsson og Örn Þórsson. Willum Peter Andersen, kvæntur Sigríði Ingólfsdóttur frá Akureyri. Börn eru: Þórunn Þorsteinsdóttir, Inga Hanna Andersen, Willum And- ersen og Pétur Andersen. Halla Júlía Andersen, gift Bald- vini Kristjánssyni, Vestmannaeyj- um. Börn eru: Erla Baldvinsdóttir og Lóa Baldvinsdóttir. Guðrún Agústa Ágústsdóttir. Systkini Lóu eru: Jóhanna, gift Baldri Ólafssyni, bankastjóra, d. 1988; Sigríður, d. 1961, giftKristjáni Sigurjónssyni vélstjóra, d. 1982; Jó- hann, kvæntur Kristínu Svein- björnsdóttur, d. 1986. Lóa verður stödd á heimili sínu í dag. Laufey S. Kristjánsdóttir Laufey Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, Norðurgötu 31, Akureyri, er níræð í dag. Laufey fæddist að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og ólst þar upp í foreldra- húsum fram á fullorðinsár. Á ungl- ingsárunum vann Laufey öll al- menn sveitastörf á búi foreldra sinna. Laufey giftist 2.11.1929 Þórði Daní- elssyni bónda frá Björk í Önguls- staðahreppi, f. 9.12.1896, d. 11.5.1953. Foreldrar Þórðar voru Daníel Þórð- arson, b. að Björk, og Kristbjörg Helgadóttir. Laufey og Þórður hófu búskap að Björk og bjuggu þar í tólf ár, síðan í þrjú ár í Garðshorni í Glæsibæjar- hreppi og loks að Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi. Þórður lést eftir níu ára búskap að Sílastöðum en Laufey bjó þar í önnur níu ár eftir lát hans. Þá flutti hún til Akureyrar og hefur búið þar síðan. Laufey og Þórður eignuðust fimm börn. Þau eru Erla, f. 1.10.1930, húsmóðir á Akureyri, gift Ingólfi Marteinssyni og eiga þau eina dótt- ur, auk þess sem hún átti tvo syni áður; Kristján Helgi, f. 18.11.1932, bílstjóri hjá Akureyrarbæ, kvæntur Svanhildi Leósdóttur og eiga þau flmm börn; Daníei Eyþór, f. 13.5. 1937, verkstjóri hjá Möl og sandi á Akureyri, kvæntur Sigrúnu Finns- dóttur og eiga þau tvo syni; Ingvi Svavar, f. 12.4.1941, rekur ásamt öðrum fyrirtækið Gler og spegla á Akureyri, kvæntur Ásgerði Snorra- dóttur og eiga þau íjögur börn; Fanney, f. 12.4.1941, húsmóðirá Akureyri, gift Guðjóni Guðbjarts- sy ni og eiga þau flmm börn. Barnabörn Laufeyjar eru því orð- in nítján talsins en langömmubörn- in flmmtán. Laufey er elst tólf systkina sem öll komust á legg. Þrjú systkini hennar eru nú látin. Systkini henn- ar: Benjamín Kristjánsson, prófast- ur að Syðra-Laugalandi, látinn; Inga, búsett að Ytri-Tjörnum, látin; Auður, flutti til Vesturheims, hús- móðir, látin; Theodór, b. að Tjarn- arlandi; Svava, húsmóðir á Akur- eyri; Baldur, b. að Ytri-Tjörnum; Bjartmar, prestur að Álfabrekku; Valgarður, fyrrv. borgardómari í Reykjavík; Hrund, húsmóðir á Ak- ureyri; Dagrún, húsmæðrakennari á Akureyri, og Friðrik, húsgagna- smiður að Hrafnagilsskóla. Foreldrar Laufeyjar voru Kristján Helgi Benjamínsson, f. 24.10.1866, d. 10.1.1956, oddvitioghreppstjóri að Ytri-Tjörnum, og kona hans, Fanney Friðriksdóttir, f. 6.1.1881, d. 13.8.1955. Kristján var sonur Benjamíns, b. á Ytri-Tjörnum, Flóventssonar, og Sigríðar Jónsdóttur. Fanney var dóttir Friöriks Pálst sonar, b. í Brekku í Kaupangssveit, og Ingveldar Bjarnadóttur. Laufey mun á afmælisdaginn dvelja á heimili Daníels sonar síns og konu háns, Sigrúnar, að Áshlíð 5 í Glerárhverfl á Akureyri. Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttir verkakona, Smárahlíð 12F, Akureyri, er fimm- tugídag. Guðrún er fædd á Hellulandi í Hegranesi og alin upp á Þröm í Langholti í Skagafirði. Guðrún Helgadóttir. Guðrún Jónasdóttir Guðrún Jónasdóttir húsmóðir, Nesvegi 9, Súðavík, er sextug í dag. Eiginmaður hennar er Ragnar Þorbergsson fiskeftirlitsmað- ur. Guðrún verður að heiman í dag. Til hamingju með afmælið 2. nóvember 75 ára Sveinn Sveinsson, Y tri-lngveldarstöðum, Skarðs- hreppi. Þuríður Halldórsdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík. 70 ára Þorsteinn Þórðarson, Sléttubóli, Austur-Landeyjahreppi. 50 ára Guðrún Helgadóttir, Smárahlíð l^F, Akureyri. Pétur Haukur Jónsson, Akumesi l, Nesjahreppi. Siguröur Þorsteinsson, Þórðargötu 16, Borgamesi. Hann verður ekki heima í dag. 40 ára ara Elin Þórhallsdóttir, Melum2, Bæjarhreppi. Hjördís A. Briem, Hellulandi 19, Reykjavík. Ingibjörg Einarsdóttir, Þrúðvangi26,Heliu. Sigríður V. Árnadóttir, Fögrukinn 20, Hafnarfirði. Anna Konráðsdóttir, Gerðhömmm 18,Reykjavík. Erna Erlendsdóttir, Hvanneyrarbraut 53, Siglufirði. Guðmundur Friðfinnsson, Stekkjarhvammi 34, Hafnarflrði. Jóna H. Hailsdóttir, Skólabraut 13, Garði. Kristján G. Hallgrímsson, Landakoti, Bessastaðahreppi. Ómar Svanur Olsen, Snorrabraut 48, Reykjavík. Sveinbjöm Runólfsson Sveinbjörn Runólfsson verktaki, Fagrabæ 6, Reykjavík, er fimmtugur ídag. Sveinbjörn er fæddur í Ölvesholti í Hraungerðishreppi og alinn þar upp. Síðustu 20 ár hefur hann átt og rekið verktakafyrirtæki undir eigin nafni í Reykjavík, og annast fjölmörg verkefni við vegagerð, gatnagerð og hafnir víðs vegar um landið. Síðustu þrjú árin hefur hann einnig rekið fiskeldi í Eiðsvík við Reykjavik. Eiginkona Sveinbjarnar er Lilja Júlíusdóttirhúsmóðir, f. 1.10.1937. Hún er dóttir Sigurlínar Árnadótt- ur, f. 8.12.1905, d. 18.2.1969, og Júl- íusar Bjarnasonar, f. 5.7.1903, b. í Akurey í Vestur-Landeyjum. Börn Sveinbjarnar og Lilju eru: Sigrún, f. 29.1.1973, nemi; og Runólf- ur,f. 29.11.1974, nemi. Systkini Sveinbjarnar eru: Ög- mundur Kolbeinn, f. 17.10.1934, eðl- isfræðingur í Genf í Sviss, kvæntur Heidi Sauder og eiga þau tvö böm; Guðmundur Kjartan, f. 7.3.1937, b. Sveinbjörn Runólfsson. í Ölvesholti, kvæntur Arnleif MargrétiKristinsdóttur, f. 18.9.1940, og á hann þrjár dætur. Foreldrar Sveinbjarnar eru Run- ólfur Guðmundsson, f. 29.2.1904, bóndi í Ölvesholti, og Guðrún Ög- mundsdóttir, f. 18.3.1896, d. 23.2. 1982. Sveinbjörn er erlendis um þessar mundir. Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson shppstjóri, Sunnufiöt22, Garðabæ, er sextugurídag. Eiginkona Guðmundar er Guðrún Valný Þórarinsdóttir starfsleiðbein- andi,f.6.10.1938. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu að Sunnulöt 22, Garðabæ, milli kl. 17 og 20 á af- mælisdaginn. Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.