Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. Utlönd Hóta að myrða Bandaríkjamenn Öfgasamtök í Líbanon hótuðu í gær að myrða Bandaríkjamenn ef bandarísk sljómvöld tækju til framkvæmda ný lög er heimila al- ríkislögeglunni að handtaka fólk í öðram löndum án samþykktar þar- lendra yfirvalda sé þaö eftirlýst í Bandaríkjunum. „Yfirvöld, þingið og almenningur mun borga fyrír þessa ákvörðun dýrum dómum," segir í yfirlýsingu frá samtökunum sem kalla sig bylt- ingarsamtök réttlætis. „Við mun- um myrða tíu Bandaríkjamenn í staöinn fyrir lif eins eða hótun gegn Iífi eins byltingarsinna." Handskrifuð yfirlýsing samtak- anna var færð alþjóðafréttastofu í vesturhluta Beirút, höfuðborgar Líbanon, ásamt mynd af Edward Austin Tracy, 58 ára gömlum Bandaríkjamanni, sem taliö er að samtökin hafi rænt í október 1986. Önnur öfgasamtök, hliðholl írön- Öfgasamtök hllöholi Iran sendu mynd af Bandarikjamanninum Ed- ward Austin Tracy til alþjóðlegrar fréttastofu i gær ásamt hótun um aó myrða Bandaríkjamenn. Símamynd Reuter um, lýstu yfir ábyrgð á moröi á saudi-arabískum stjórnarenndreka í Beirút og hétu því að fleiri myndu falla í valinn. Var sú hótun vegna aftöku 16 shíta-múhameðstrúarmanna í Saudi-Arabíu. Ný skipasmíðastöð í Finnlandi Ný finnsk skipasmiöastöð var stofnuð í skyndi í gærkvöldi. Tilgangur- inn með stofnun fyrirtækisins, sem enn hefur ekki fengið neitt nafn, er að ná eins fljótt og mögulegt er samningum viö gjaldþrotabú Wártsilá Marines um áframhaldandi starfsemi í skipasmíðastöðvunum í Helsing- fors og Ábo. Hlutabréfaeigendur í nýja fyrirtækínu era finnska ríkið og Föreningsbanken. Japanir fjárfesta frekar í Bandaríkjunum ■*wk.ý.t..,-æ dapanskt fyrirtaeki tílkynnti fyrr í vikunni um kaup 51 prósent eignarhluta í Rockefeller-tyrirtaekinu I Bandarikjunum Japanskt fyrirtæki tilkynnti í morgun að það hygðist kaupa meiri- hluta í bandarískri byggingasamstæðu í Houston í Texas-fylki í Bandaríkj- unum ásamt bandarísku byggingafyrirtæki. Er þaö í annað sinn á viku að japanskt fyrirtæki kaupir stóran eignarhlut í bandarísku fyrirtæki. Fyir í vikunni keypti japanska fyrirtækið Mitsubishi Estate meirihluta hlutabréfa Rockefeller Group fyrirtækisins fyrir 846 milljónir dollara en það rekur m.a. Rockefeller Center. í forsvari þeirra sem hyggjast fiárfesta í Texas er Taikichiro Mori, þekktasti byggingaraðili 1 Japan. Talsmaöur þess sagði að um væri að ræða 85 prósent eignarhlut í fiögurra bygginga samstæðu og væri kaupverðið 300 milljónir dollara. Þessi nýju kaup auka á óttann um að Japanir séu að auka umsvif sín í Bandaríkjunum. Skotið á sænska þingmenn Sænska stjómin ætlar að bera fram mótmæli við sfióm ísraels í tilefhi þess að skotið var táragashylkjum á átta sænska þingmenn í flóttamanna- búðum á vesturbakkanum. Enginn þingmannanna særðístí skotárás ísra- elsku hermannanna. ísraelar era meö herbækistöð á hæðinni fyrir ofan Balataflóttamanna- búðimar sem eru þær stærstu á vesturbakkanum. Greinilegt er að her- mennimir hafa orðið varir við þegar fólk safnaðist saman við bifreiðina sem þingmennimir voru í þar sem þeir hófu þá skothríð. Þegar þingmenn- imir heimsóttu skóla í fióttamannabúðunum héldu hermennirnir áfram að skjóta á bygginguna. Tvö hylki lentu í þröngum gangi sem eínungis er notaður af bömunum þegar þau fara milli kennslustofa. Nokkur lítil böm, sem safnast höfðu við biíreið þingmannanna, tóku upp steina til að kasta upp eftir hæðinni. Sænsku þingmennimir vora í heimsókn á herteknu svæöunum til að kynna sér ástandíð þar. Enn flýja Aust- ur-Þjóðverjar - átta þúsund komu til Tékkóslóvakíu 1 gær Austur-Þjóðverjar halda mótmælum sinum ótrauðir áfram. Hér má sjá nokkra standa fyrir framan kirkju eina í A-Berlín og i forgrunni er skilti er tilkynnir um mótmæli sem halda á á laugardag. Simamynd Reuter Um átta þúsund austur-þýskir flóttamenn komu til Tékkóslóvakíu í gær á leið til Vestur-Þýskalands eftir að banni á ferðalög Austur- Þjóðverja til Tékkóslóvakíu var af- létt. Stjómvöld í Austur-Þýskalandi bönnuðu feröalög til Tékkóslóvakíu þann 3. október síðastliðinn öllum nema þeim er höfðu vegabréfsáritun. Var það gert til að koma í veg fyrir að austur-þýskir ferðamenn settust að í sendiráði V-Þýskalands í Prag tii að freista þess að tryggja sér ferða- leyfi til Vesturlanda. Landamærin voru opnuð á ný eftir að Egon Krenz tók við leiðtogaembætti A-Þýska- lands af Erich Honecker og hét frjáls- ari ferðaleyfum til handa A-Þjóðverj- um til að koma til móts við kröfur andófsmanna. Krenz mun ræöa við forsætisráðherra Póllands, Tadeusz Mazowiecki, í dag. Krenz, sem verið hefur í opinberri heimsókn í Moskvu, kvaöst hlynntur umbótastefnu Gorbatsjovs Sovét- forseta og sagðist mundu standa fyr- ir slíkri „perestrojku" sjálfur í A- Þýskalandi. Hann gaf í skyn að fy rstu skref í þá átt yrðu tekin á fundi aust- ur-þýskra kommúnista í næstu viku. Krenz kvað mótmæli þau sem átt hafa sér stað í A-Þýskalandi síðustu vikur boða gott eitt og sagðist sam- þykkur þeim. Stjórnvöld eru reiðu- búin að hlusta sagði nýi leiðtoginn. Mótmælaaðgerðir halda áfram í A-Þýskalandi og hafa þúsundir manna tekið þátt í fiöldagöngum og mótmælum dag hvern síðasta mán- uðinn. Leiddi þaö til afsagnar Honeckers. í gær gengu fimmtíu þús- und um götur nokkurra austur- þýskra borga og kröfðust aukins lýð- ræðis. Reuter Sænska öryggislögreglan: Ekkert samband milli ákærða og Lockerfoie Sænska öryggislögreglan vísar á bug fréttum um aö samband sé á milli leiðtoga þeirra fiögurra Pal- estínumanna sem nú eru fyrir rétti í Stokkhólmi ákærðir fyrir hryðju- verk í Kaupmannahöfn og spreng- ingar Pan Am-þotunnar yfir Loc- kerbie í Skotlandi 21. desember i fyrra. Áöur en réttarhöldin í Stokk- hólmi hófust í október var oröróm- ur á kreiki um að foringi Palestínu- mannanna ætti á einhvem hátt aöild aö Lockerbie-málinu. Breska blaðið The Independent birti fréttir þess efnis að skoska rannsóknar- lögreglan heföi komist aö því aö samband hefði verið á milli foringj- ans og manns þess sem granaður er um að vera leiðtogi palestínsku samtakanna PFLP-GC í Evrópu. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þaö þau samtök sem liggja að baki Lockerbie-tilræðinu. Síðar birtust fréttir þess efnis að sænska öryggislögreglan heföi staðfest fréttirnar frá Skotlandi. Tveir heimildarmenn innan sænsku öryggislögreglunnar vísa því á bug og segjast ekki hafa fund- ið neitt samband milli foringja hinna ákærðu og Lockerbie. Sam- kvæmt The Independent á foring- inn að hafa hitt leiðtoga PFLP-GC á Möltu tveimur mánuðum áður en Pan Am-þotan var sprengd á flugi. Þaö var á flugvellinum í Möltu sem sprengjunni, sem falin var í útvarpi í ferðatösku, var komið um borð í ílugvél til Frankfurt. í Frankfurt var taskan sett um borð í flugvél Pan American flugfélags- ins þó svo að hún tilheyrði engum farþega. Pan Am-þotan sprakk yfir Skotlandi með þeim afleiðingum að tvö hundruð og sjötíu manns biðu bana. Samkvæmt rannsókn sænsku lögi’eglunnar var foringi hinna ákæröu á Möltu í október í fyrra. En sænska öryggislögreglan segir að ekki sé hægt að tengja hann við Lockerbie-tilræðið vegna þess. Auk þess hafi ekki veriö staðfest sam- band milli hinna þriggja sem fyrir rétti eru og Lockerbie-málsins. Maöur sá sem talinn er vera leið- togi PFLP-GC í Evrópu situr nú í gæsluvarðhaldi í Vestur-Þýska- landi. Hann er granaður um aðild að tilraun til sprengjutilræðis gegn Natolest. Það hafa ekki fundist neinar sannanir fyrir aðild hans að Lockerbie-málinu. Reyndar er sambandið milli skosku og vestur-þýsku rannsókn- arlögreglunnar sagt vera stirt. Skotarnir era sagðir vera óánægðir með að þeir fengu fyrst í sumar, hálfu ári eftir slysið, listann meö nöfnum farþeganna sem fórast. rr Áframhaldandi verkföll í Síberíu Líbanon: Þúsundir námuverkamanna í Úkraínu virtu að vettugi bann yfir- valda og efndu til skyndiverkfalla í morgun. Óróleikinn í Síberíu var einníg sagöur breiöast út. Námu- verkaraennimir í Úkrainu krefiast bættra eftirlauna og fleiri frídaga. Verkfali hófst við námu í Síberíu en þar hafa verkamenn í annarrí námu verið í verkfalli í átta daga. Tass-fréttastofan greindi frá þvi að greindi frá því að við þriðju nám- una hefði verið hætt aö afhenda viðskiptavinum kol auk þess sem vinna hafi legið niðri í tvær klukkustundir viö nokkrar aðrar námur. Verkföllin er sögð égna perestroj- ku Gorbatsjovs. Simamynd Reuter Forsetakosningar á laugardag Starfandi forseti libanska þingsins tilkynnti í gær að forsetakosningar færa fram á þingfundi á laugardag. Heimildarmenn í Beirút segja aftur á móti að slíkar kosningar færa þá fram þvert á vilja Aoun, yfirmanns herafla kristinna. Fundurinn „mun ekki eiga sér stað“, sagði einn heim- ildarmaður í samtali við Reuter. „Lí- banir munu verða vitni að óvæntum uppákomum næstu tvo sólarhringa," bætti hann við. Hussein Husseini, forseti þingsins, sagði að þingmenn myndu koma saman til fundar á laugardag í bygg- ingu á grænu línunni sem aðskilur borgarhluta múhameðstrúarmanna og kristinna til að kjósa forseta fyrir landið. Tvær ríkisstjórnir berjast um völd í Líbanon, annarri stýra múha- meðstrúarmenn en hinni kristnir. Þá mun þingið einnig kjósa nýjan þingforseta er myndi taka við af Hussein sem og samþykkja formlega friðaráætlun þá er Arababandalagið lagði fram og þingmenn samþykktu fyrir nokkru. Aoun hafnaði áætlun- inni á þeim forsendum að hún til- greindi ekki tafarlausan brottflutn- ing sýrlenskra hermanna. Áætlunin beinist að því að binda enda á nærri fimmtán ára langa borgarastyrjöld í Líbanon. Heimildarmenn segja að Aoun, sem er yfirmaður stjórnar kristinna í Líbanon, hafi velt fyrir að leysa upp þing, fella stjórnarskrána tíma- bunduð úr gildi og stækka ráðuneyt- iö svo að fulltrúar allra hópa í landinu fái þar inni. Hann hyggst halda fund meö blaöamönnum í dag til að skýra frá áætlunum sínum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.