Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Óvís vermir í vaskinum Flokkspólitískum dagblöðum og héraðsblöðum getur orðið skammgóður vermir að skiptum á jöfnu milli virð- isaukaskatts og aukins ríkisstyrks. Eins og aðrir skattar verður vaskurinn ekki aftur tekinn, þegar hann er einu sinni kominn, en ríkisstyrkurinn er afar ótryggur. Ríkisstyrkur til flokkspólitískra blaða ræðst af póli- tískum valdahlutfóllum hverju sinni. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn fær meirihlutafylgi í stíl við skoðanakannan- ir, er hætt við, að hann framkvæmi stefnu sína og leggi niður ríkisstyrki blaða, en sennilega ekki vaskinn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður kjölfesta í enn einni samsteypustjórninni, er líklegt, að óbeit kjósenda þess flokks á styrkjum af því tagi muni leiða til, að samstarfs- aðilinn í stjórninni verði að sætta sig við annaðhvort minnkaða eða stórminnkaða styrki til blaða. Stóri bróðir gefur og stóri bróðir tekur. Þetta eru alda- gömul sannindi, sem aðstandendur flokkspólitísku dag- blaðanna og héraðsblaðanna mættu gjarna minnast, þegar þeir gamna sér við hugmyndina um, að þeir fái vaskinn endurgreiddan í auknum ríkisstyrkjum. Óháðu héraðsblöðin, sem hafa vaxið upp úr grasrót- inni á undanfórnum árum, munu ekki heldur eiga sjö dagana sæla, þegar þau hafa fengið vaskinn í hausinn. Þessi útgáfa, sem orðin er til með þrotlausri vinnu og óheftum áhuga, mun öll ramba á barmi dauðans. Það eru draumórar hjá aðstandendum óháðra héraðs- blaða, ef þeir ímynda sér, að velvild stjórnmálamanna í garð flokkspólitískra héraðsblaða muni breiðast út til óháðu héraðsblaðanna og veita þeim mola af nægta- borði hinna mjög svo ótryggu ríkisstyrkja. Við höfum búið við ósanngjarnan og menningar- snauðan söluskatt á bókum. Nú á að bæta gráu ofan á svart með vaskinum, hækka skattinn og breiða hann yfir allt prentað mál. Það mun bæta samkeppnisaðstöðu innflutnings á prentuðu máli og erlendum tungum. Ekki hefur fjármálaráðherra skatthugmynd sína frá Svíþjóð. Þar er ekki lagður vaskur á dagblöð, meðal annars af því að stjórnvöld vilja verja sænska tungu gegn innflutningi blaða og tímarita á erlendu máli. Og ekki er hún frá Noregi, þar sem ekki er vaskur á blöðum. Fjármálaráðherra hefur heldur ekki hugmynd sína frá Danmörku, því að þar er ekki heldur lagður vaskur á dagblöð. Og ekki frá skólaárum sínum í Bretlandi, því að ekki einu sinni þar er lagður virðisaukaskattur á dagblöð. Það verður að leita sunnar til að finna vaskinn. Hinn æruskerti vinur fjármálaráðherrans, Andreas Papandreou, lagði virðisaukaskatt á dagblöð í Grikk- landi. Eins og Ólaf, dreymdi hann um að geta með milli- færslum fært fé frá óháðum blöðum til vinveittra blaða. Nú er öll sú spilaborg maklega hrunin þar syðra. Andreas Papandreou var þó ekki stórtækari en svo, að gríski vaskurinn er aðeins 3% á dagblöð eða aðeins rúmlega einn níundi hluti af vaski hins íslenzka fjár- málaráðherra. Af þessu má sjá, að 26% virðisaukaskatt- ur á blöð er afar róttæk hugmynd 1 samfélagi þjóðanna. Ekki er skatturinn til að auka samræmið, því að ís- lenzk stjómvöld hyggjast leggja hálfan vask á sumt og engan vask á annað, þar á meðal þjónustu, sem áður laut söluskatti, svo sem bílatryggingar. Það er ekki sam- ræmisást sem ræður ferð, heldur gamalkunnur geðþótti. Að venju verða áhrifin önnur en þau, sem fyrirhuguð vom. Það verða ekki Morgunblaðið og DV, sem lúta að velli, heldur önnur blöð, þar á meðal flokkspólitísk. Jónas Kristjánsson Hvemig skyldi mönnum verða við ef frá því yrði skýrt að ríkisstjómin ætlaði innan skamms að hefja útg- áfu á dagblaði sem bjóða ætti upp á svipað efni og þau fréttablöð sem fyrir era? - Slíkt blað gæti til dæm- is heitið Stjómarblaðið eða Ríkis- blaðið. Öllum heimilum og fyrirtækjum yrði gert skylt að greiða ákveðna upphæð, áskriftargjald, mánaðar- lega fyrir blaðiö, hvort sem fólki líkaði efni þess betur eða verr, hvort sem blaöið væri lesið eða ekki! Ég held að þessi tíðindi myndu ekki mælast vel fyrir. í frjálsum þjóöfélögum er það ekki talið vera hlutverk ríkisvaldsins aö gefa út dagblöð. Almenn blaðaútgáfa er Hvers vegna er lagt gjald á alla eigendur viðtækja til að standa straum af rekstrinum óháð því hvort þeir fylgjast með dagskrá rikisstöðvanna eða ekki? spyr höf. m.a. í greininni. - Útvarpshúsið viö Efstaleiti. Þurfum hvorki útvarpslög né ríkisfjölmiðla talin verkefni fyrir einstaklinga og félög þeirra. Einkaframtakið á þessu sviði hefur raunar verið álit- ið einn af homsteinum prentfrels- isins. Þegar þetta er haft í huga vaknar sú spurning hvers vegna ríkið, hér á landi og víða erlendis, hefur þá með höndum rekstur útvarps og sjónvarps. Hvers vegna er lagt gjald á alla eigendur viðtækja til að standa straum af rekstrinum óháö því hvort þeir fylgjast með dagskrá ríkisstöðvanna eða ekki? Er í rauninni nokkur eðlismunur á þessum fjölmiðlum og dagblöö- um? Enginn eöiismunur á blöðum og útvarpi Mín skoðun er sú að ekki séu fyrir hendi veigameiri rök fyrir ríkisrekstri útvarps og sjónvarps en ríkisrekstri dagblaða. Þegar út- varps- og sjónvarpsrekstur var ein- göngu í höndum ríkisins var kannski erfiðara að koma auga á þetta en eftir að fijálst útvarp og sjónvarp kom til sögunnar sér hver maður í hendi sér að rökin fyrir sérstöðu þeirra eru haldlaus. Dagskrár Ríkissjónvarpsins og Stöðvar tvö eru vissulega (og til allrar hamingju!) frábragðnar hvor annarri. - En það er enginn eðlis- munur á dagskránum eða rekstri stöðvanna. Hið sama gildir um Bylgjuna og Aðalstöðina annars vegar og Ríkisútvarpið hins vegar. Munurinn sem er á þessum stöðvum felst ekki í ólikri gerð fjöl- miðlanna heldur ólíkri aðstöðu þeirra á markaönum. Ég þarf svo sem ekki að fjölyrða um þann að- stöðumun því að allur þorri les- enda DV þekkir hann í mynd mán- aðarlegs gluggapósts frá Ríkisút- varpinu. Það er sannarlega forskot sem um munar að fá átján þúsund krónur á ári frá hverjum einasta eiganda útvarpsviðtækis. - Og það óháö því hvort viðkomandi fylgist með dagskrá ríkisstöðvanna. Haldið þið ekki að rekstur Bylgj- unnar, Aðalstöðvarinnar eða Stöðvar tvö væri með meiri blóma ef þessar stöðvar hefðu aðgang að þeim íjármunum sem Ríkisútvarp- ið hefur í forgjöf? Ósanngjörn skattheimta Upplýst hefur verið að mennta- málaráðherra Alþýöubandalagsins hafi látið semja nýtt framvarp til útvarpslaga og hyggist freista þess að fá það samþykkt á Alþingi í vet- ur. í þessu framvarpi munu ekki vera ákvæði um fjölmiðlasjóð eins og í frumvarpi hans í fyrra og er það ánægjulegt. Aftur á móti er ráðherrann við sama heygarðshomið og fyrr þegar um fjármögnun ríkisstöðvanna er að ræða. Hann vill, samkvæmt blaðafregnum, aö í stað útvarps- Kjallarinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur gjalds á viðtæki komi útvarpsgjald á hvert einasta íbúðar- og atvinnu- húsnæði í landinu. í framkvæmd myndi þetta þýða hundruð millj- óna króna í nýjar tekjur fyrir ríkis- stöðvarnar. - Þetta er ósanngjörn skattheimta og afar slæmt fordæmi og mun veikja hina fxjálsu útvarps- og sjónvarpsmiðla, nái frumvarpið fram að ganga. Ekki þörf á útvarpslögum. Hvaða skipan útvarps- go sjón- varpsmála hér á landi er æskileg- ust? Að minni hyggju er heilbrigð- ast að á þessum vettvangi gildi nákvæmlega sömu viðskiptareglur og á blaðamarkaðnum. Teljistjórn- völd sig þurfa að nota útvarp og sjónvarp í einhverjum þeim til- gangi sem almenn samstaða er um meðal þjóðarinnar (svo sem til menningarauka og fræðslu, til- kynninga, sérstakrar þjónustu við strjálbýli o.s.frv.) er hæglega unnt að gera það meö samningum við eigendur og rekstraraðila. I rauninni er ekki þörf á sérstök- um útvarpslögum fremur en lögum um útgáfu dagblaða (sem aldrei hafa verið sett). Nægilegt er aö styðjast við fjarskiptalöggjöf og aðra þá almenna löggjöf sem fjöl- miðlar starfa eftir. Ég geri mér grein fyrir því að máttur hefðar og vana, svo ekki sé nú minnst á þrönga sérhagsmuni er iðulega sterkari en einfóld og skýr rök. Þess vegna kann að vera skynsamlegt fyrir frjálslynda menn aö freista þess aö ná sam- stöðu um breytta útvarpslöggjöf sem gengur skemur en þær hug- myndir sem hér eru reifaðar. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvort unnt er að ná samstöðu um eftirfarandi breytingar: (1) Ríkis- sjónvarpinu verði breytt í hlutafé- lag og afli tekna meö sama hætti og Stöð tvö gerir nú. Hlutirnir verði seldir í áföngum og tryggt að um dreiföa eignaraðild verði að ræða. (2) Rás tvö Ríkisútvarpsins verði seld. (3) Rás eitt verði breytt í fræðsluútvarp fyrir skóla og al- menning og þjónustuútvarp fyrir strjálar byggðir. Þar verði jafn- framt vettvangur fyrir ýmiss konar menningarefni, s.s. sígilda tónlist. Ríkisfréttir verði aflagðar Mér finnst ekki óeðlilegt að fréttastofa Ríkisútvarpsins hætti í framhaldi af þessu starfsemi sinni í núverandi mynd. Ríkisrekin fréttastofa er í mínum huga afar óeðlilegt fyrirbæri. Skiptir þá engu þótt á núverandi fréttastofu ríkis- fjölmiðlanna séu margir prýðilegir og vandaðir fréttamenn. Finnist mönnum þetta of róttæk og hröð breyting má velta því fyrir sér hvort ekki sé unnt að bjóöa fréttaflutninginn út. Núverandi fréttamenn gætu t.d. hæglega stofnað fréttastofu eins og algengar eru í nágrannalöndum okkar og boðið í fréttirnar. En þeir yrðu að keppa við aðra fréttamenn eins og til dæmis á ritstjórn DV eða Morg- unblaðsins. Ríkisfjölmiðlar óþarfir Kjarni málsins er sá að í lýðræð- isþjóðfélagi, sem byggir á frjálsum viðskiptum fólks, eru ríkisfjölmiðl- ar óeðlilegir. Var það ekki á dögun- um haft til marks um frjálsræðis- þróunina í Ungverjalandi að einok- un ríkissjónvarpsins þar var af- numin? Ég skil vel að margir hugsi hlýtt til Ríkisútvarpsins og Ríkissjón- varpsins sem um langt árabil hafa boðið upp á ýmislegt vandað efni og hafa í þjónustu sinni fjölda úr- valsfólks. - En öll rök hníga að því að þessar stofnanir verði í framtíð- inni reknar af einstaklingum og félögum og á ábyrgð þeirra. Með þeim hætti verður betur far- ið meö fé en nú er gert, dagskráin tekur meira en nú mið af vilja al- mennings og komiö er í veg fyrir að stjórnvöld eða hagsmuna- eða skoöanahópar í skjóli þeirra geti misnotað skattfé almennings. Guðmundur Magnússon. „Mín skoðun er sú að ekki séu fyrir hendi veigameiri rök fyrir ríkisrekstri útvarps og sjónvarps en ríkisrekstri dagblaða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.