Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. Utlönd íbúar þorps í norðurhluta Japans búa sig undir að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðbylgju í kjölfar öflugs jarðskjálfta undan ströndinni snemma I morgun. Simamynd Reuter Boma- kuUasHgvél 2 litir Kr. 1.695,- /MIKUG4RÐUR MARKADURVIDSUND Öf lugur jarðskjálfti við strönd Japans Öflugs jarðskjálfta varð vart í Kyrrahafi úti fyrir norðurströnd Japans snemma í morgun. Vegna jarðskjálftans voru íbúar sex þorpa við ströndina fluttir á brott. Ekki er vitað um manntjón né skemmdir en viðvaranir voru sendar út vegna flóðahættu af völdum skjálftans sem er sá öflugasti sem gengið hefur yflr norðausturströnd Japans í fimmtíu ár. Skjálftinn mældist 7,1 á Richters- kvarða eða svipað og jarðskjálftinn er reið yfir San Francisco í Banda- ríkjunum nýlega með þeim afleiðing- um að 63 biðu bana. Nákvæm upptök skjálftans hafa ekki fundist en sérfæðingar segja að hann hafi átt sér stað í Kyrrahafi um 130 kílómetra noröur af Japan og á um 30 kílómetra dýpi. Yfirvöld gáfu út viðvaranir til íbúa þorpa á norður- ströndinni, allt frá Aomori nyrst á Honshu-eyju til Chiba, sem er skammt noröur af Tokýo, vegna mik- illar flóðahættu. íbúar að minnsta kosti sex þorpa voru fluttir á brott. Skjálfta varö vart i borgum á Hons- hu-eyju og Hokkaido-eyju sagði í fréttum NHK, hinnar opinberu fréttastofu. Bandaríska jarðskjálfta- stofnunin hafði áður gefið út tilkynn- ingu um að jarðskjálftinn hefði mælst 7,3 á Richterskvarða og átt sér stað um 510 kílómetra norður af Tokýo. Jarðskjálfti er mæltist 7,7 á Rich- terskvarða gekk yfir þetta svæði í mars árið 1931. Árið 1933 varð vart annars öflugs jarðskjálíta þarna, 8,1 á Richterskvarða, og létust þrjú þús- und í kjölfar mikilla flóðbylgja. Reuter NY SENDING KJÓLAR - DRESS - BLÚSSUR - TOPPAR H.S. FASHION Fréttaskýrendur um ástandið í Bretlandi: Staða Thatchers veikst Fréttaskýrendur segja að í kjölfar uppstokkunar í ríkisstjórninni nú sem og uppstokkunar þeirrar sem átti sér stað í ágúst sé forsætisráð- herrann nú umkringdur ráðherrum kem hann geti ekki látið flakka nema eiga á hættu að ríkisstjórnin falli. í dagblaðinu The Independent sagði að ef til vill væri svo komið að forsæt- isráðherratíð Thatcher væri lokið. Skoðanakannanir sýna að vinsæld- ir forsætisráðherrans meðal bresks almennings hefðu aldrei verið lægri og meirihluti kjósenda telur að Thatcher eigi að segja af sér tafar- laUSt. . Reuter Astand það sem skapast hefur í breskum stjómmálum í kjölfar af- sagnar fjármálaráðherrans, Nigel Lawsons, í síðustu viku hefur veikt stöðu Margaret Thatcher forsætis- ráðherra, að mati fréttaskýrenda. Háttsettir embættismenn innan íhaldsflokks Thatcher hafa farið fram á að forsætisráðherrann breyti persónulegum stíl sínum sem og rík- isstjórnarinnar en víða hefur mátt heyra gagnrýni á Thatcher. Aðstoð- armenn forsætisráðherrans segja að hún hafi ekki í hyggju að hlíta slíkum óskum en fréttaskýrendur segja lík- legt að raunveruleikinn verði annar. n Ultra Pampers m Stráka Sti BLEIUR Olöglegt að greiða konum lægri laun Konur í Evropubandalagslöndun- um geta reiknað með hærri launum framvegis. Dómstóll Evrópubanda- lagsins, EB, hefur úrskurðað að fyr- irtæki verði að sanna að konum sé ekki mismunað í launum. Það var danska fyrirtækið Danfoss sem hafði verið kært fyrir að hafa greitt konum lægri laun en körlum. Fengu konurnar, sem störfuðu hjá Danfoss, sjö prósentum lægri laun en karlamir. Útskýring fyrirtækis- ins var sú að karlamir væru sveigj- anlegri þegar um væri að ræða vinnutíma. EB-dómstóllinn sætti sig ekki við þessar ástæður og skerpti í staðinn túlkun laganna. Frá 1975 hafa verið lög í gildi sem kveðiö hafa á um jafnrétti í launa- pólitík innan EB. En þar sem það hefur hingað til verið sá sem hefur kvartað sem hpfur þurft að sanna mál sitt hafa lögin verið frekar kraft- laus. Framvegis verða það fyrirtæk- in sem verða að sanna að öðru hvom kyninu sé ekki mismunað. Taliö er að úrskurður dómstólsins geti komið til með að valda öngþveiti í fyrirtækjum í aðildarríkjum EB. Þúsundir kvenna og jafnvel nokkrir karlmenn geta nú krafist athugunar á launum sínum. Rakadrægur kjarni Rakadrægur kjarni aðframan í miðju Stórkostleg nýjung fyrir litla Stráka og Stelpur Þægilegri - passa betur en nokkru sinni fyrr. þó bleian sé vot eru þau þurr Einkaumboð íslensEV//// AmBríiika Tunguháls U. Sími 82700.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.