Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. Aðalbjörg Ólafsdóttir: Já, mér fmnst hún góð. Hún höföar til mín. Þórhildur Kristjánsdóttir: Ég hef aldrei heyrt hana néfnda. Drífa Guðmundsdóttir: Nei, en ég hef heyrt hana auglýsta. Ingibjörg Hilmarsdóttir: Nei, hvað spilar hún? Ragnar Bragason: Já, ég hef hlustað á hana. Hún er mjög róleg en útsend- ingin er óskýr. Ámi Unnsteinsson: Nei, ef ég myndi hlusta á hana þá yrði það mjög tak- markað. Eflum heil- brigði barna K.J. hringdi: Það er mikið ritað og rætt um skólamál nú á dögum og er þaö vel. Skólamál eru mál allra tíma. Æskan er indæl og hefltr alltaf verið. í dag þykir sjálfsagt aö kenna öllum nemendura á tölvur og er það gott svo langt sem þaö naer. , Ég hef hins vegar eftir yflr- manni skóla nokkurs aö tölvan sé ekki undirstaða alls enda þótt hún sé riauðsynleg að mörgu leyti. - Manneskjan er á bak við tölvuna í öllum tilfellum, tölvan er aðeins vél. Hvaö varðar böm og unglinga er undirstaðan næring, svefh og hvíld. En þegar rætt er um skóla- mál er þessum þáttum þó oft sleppt. Væri ekki ráð að gera skoðanakönnun á þvi hvorffólk álíti heilbrigðiseftirht með böro- um og unglingum fullnægjandi í landinu? Margt ungviðið er jremur óhraustlegt þrátt fyrir nægan mat á íslandi. Mættu aöstandend- ur barna, kennarar og skóla- læknar, taka höndum saman til að efla heilbrigði æskunnar. Ekki 'með hörku því æskan í dag er þjóðin á morgun. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. - Einnig mætti efla kurteisi hjá æskunni og landsmönnum öllum. Það væri óskandi aö minna væri af rógi og illmælgi í fjölmiðl- unum en því meiri kjami. Við erum öll á sama báti og þurfum að teysta forsjóninni. Við eigum aö þakka fyrir unóangengin afla- ár og hversu okkur hefur veriö hlift við flestu illu. - Tökum öll höndum saman til góðs. Viðkunnanleg Aðalstöö: Hrós fyrir tóniist Vilborg hringdi f.h. fleiri: Við viljum hrósa hinni nýju útvarpsstöð, Aöalstöðinni, fyrir sérstaklega vél heppnaða dag- skrá. Einkum tónlistina sem er þægileg og létt og hentar vel sem það sem við köllum vinnustaða- tónlist. Sú tegund tónlistar virðist ekki hafa átt upp á pallborðiö á öðrum útvarpsstöðvum svo við vitum. En þaö eru líka aðrir þættir á Aðalstöðinni en tónlistin ein. Þar má heyra viðtöl við fólk og kynn- ingu á ýmsum þáttum þjóðlífsins, eöa lesið upp úr bókum eitthvað sem gaman er aö hlýða á þegar tónlistinni sleppir en hún er þó alltaf nálægt sem eölilegt er því þetta er fyrst og fremst tónlistar- stöð, að við höldum. Við erum mjög fegin að geta hlýtt á þá tegund tónlistar sem þessi útvarpsstöð sendir frá sér. Hún er allt annars eðlis en sú sí- bylja sem manni hefur hingaö til veriö boðið upp á í flestum stöðv- unum. - Við fögnum Aðalstöðinni og vonum aö hún haldi velh eins og hún er. Athugsemd vegna lesendabréfs 23. 10.: Læknar á lands- byggðinni Foreldrar skrifa: Að gefnu tilefni vifja foreldrar viðkomandi sjúklings, sem til umræðu var í ofangreindu les- endabréfi, láta koma fram aö það var ekki í þeirra þökk né sjúkl- ingsins að slík grein, sem var full af rangtúlkunum og ósannind- um, birtist. Foreldrunum þykir sem bréf- ritari hafi að ástæöulausu ráðist að læknum ísafjarðar og Bolung- arvíkur og aö betra heföi veriö aö sá sem ritáði grein þessa heföi leitað upplýsinga og leyfis hjá for- eldrum sjúklingsins. . Lesendur Fóstur fjölmenntu fyrir framan alþingishúsið til að mótmæla. - Ungbörn voru til aðstoðar með spjöldin. Fóstrur mótmæla frumvarpi: Beita börnum fyrir vagninn Elín skrifar: Nú eru fóstrúr í sviösljósinu eina ferðina enn. Þær eru það að jafnaði einu sinni á ári, ýmist vegna launa- mála eða vegna þess aö þeim finnst menntun þeirra ekki vera metin að verðleikum. - Og stundum hefur „að- staöa“ þeirra á vinnustað gefið þeim tilefni fil að láta ljós sitt skína. Nú er það hins vegar frumvarp fé- lagsmálaráðherra um félagslega þjónustu sveitarfélaga sem gefur fóstrum tilefni til aö leggja í ’ann á ný. Þær telja að dagvistunarmál eigi að falla.undir menntamálaráðuneyt- ið en ekki félagsmálaráöuneytiö. Auðvitað skiptir þetta engu máli og almenningi er líklega nákvæmlega sama. Ríkið hefur sárasjaldan haft afskipti af dagvistunarmálum, held- ur sveitarfélögin, þ.m.t. Reykjavík- urborg. En hér er þaö „menntunin" sem þær fóstrur setja á oddinn. Þær telja sem sé að þær gegni líku hlutverki og kennarar og rökstyðja það með sínu lagi. Fóstrur efndu til fundar fyrir utan alþingishúsið sl. mánudag til að mótmæla hugmyndum félags- málaráðherra um flutning málefna dagvistunar frá menníamálaráðu- neyti yfir í félagsmálaráðuneytið. - Ekki er nú meiri samstaða í röðum kvenna en það að fóstrur vilja miklu heldur vera undir handaijaðri karl- en kvenráðherra! En það er eitt sem fer afskaplega illa í mig og áreiðanlega marga fleiri. Þaö er að fóstur skuh beita bömum fyrir vagninn, ef svo má segja, í bar- áttu sinni fyrir framgangi sinna mála. Þær komu með hóp bama til fundarins (vonandi sín eigin en ekki af dagvistarstofnunum) og létu þau halda á kröfu- og áróðursspjöldum með hinum ýmsu slagorðum. Þar mátti m.a. lesa „Leikur er vinna og nám“. Bregður nú mörgum í brún, ef fara á að flokka leik ungbarna undir „vinnu“ eða eitthvert sérstakt „nám“. - Enda þótt fóstrur gangist upp í vinnu sinni og vilji kenna barnapösun viö nám, þá er vonandi langt í land að íslenskar mæður vilji láta börn sín, varía talandi eða gang- andi, á dagheimih til vinnu. Hún byrjar nógu fljótt. í það heila tekið finnst mér þessi barátta fóstra afar óviðkunnanleg, sérstaklega aö því er tekur til barn- anna sem virðast vera notuð sem baráttutæki og eiga ausýnilega að vekja samúð hjá þeim er utan við standa. Um farmiðasölu til íslands: Ófullnægjandi upplýsingar Eirika A. Friðriksdóttir skrifar: Á ári hveiju fæ ég bréf frá vinum mínum erlendis sem skrifa að ein- hver vinur þeirra, stundum náms- maður, sé að koma til íslands. Hann þekki engan hér og vilji því gjaman hafa samband við mig. Ég hefi tekið eftir að þeim er óljóst hvaða flugfarmiða þeir eru með í höndunum og ef til vill hefði verið hægt að fá ódýrara far. - Þeir eru einnig oft með ódýra miða til Lond- on, jafnvel Þýskalands, og ákveða þá að nota tækifærið og koma hingað. Síðasti feröamaðurinn í þessum hópi, sem kom til mín, var stúdent frá Canberra (frá Australian Natio- nal University, en þar kenndi ég í nokkur ár). Hann hafði keypt miða í London og fékk ódýran „pex“ eða „apex“-miða. Hann skiidi aö hann ætti að vera hér helgi - en skildi ekki að hann hafði, um leið og hann keypti miðann - einnig ákveðið hve- nær hann hafði pantað far til baka héðan til London. Mig langar þvi að leggja til aö bæði flugfélögin, Flugleiðir hf. og Amar- flug, hafi ávallt tiltækar skriflegar skýringar, þ.m.t. takmarkanir á far- gjöldum þeim sem.boðin eru hveiju sinni, og aíhendi væntanlegum far- þegum eintak af þeim til þess að koma í veg fyrir hugsanleg leiðindi og einnig slæmt orðspor síöar meir. Því miður er ekki einu sinni hægt að fá samdægurs sömu verö gefin upp hér á íslandi og því er nauðsyn- legt að fá svör frá fleiri ferðaskrif- stofum og þá einnig skrifstofu við- komandi flugfélags. Nóg er af ferðabæklingunum. - Kannski vantar einn til viðbótar með skýr- ingum á fargjöldum og takmörkunum á þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.