Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 8
Fréttir
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989.
Viðræður við Evrópubandalagið í sjónmáli:
Afstaðan til beinna við-
ræðna helsta deiluefnið
- Stjórnmálaflokkamir rétt að hefla undirbúning sinn en deiluefnin að koma fram
I EFTARÍKIN (EFTA)
□ EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB)
RÍKI UTAN EFNAHAGSBANDALAGA
Hinar raunverulegu viðræður Frí-
verslunarbandalags Evrópu og Evr-
ópubandalagsins um sameiginlegan
markað þessara landa mun hefjast á
næsta ári. Er þá stefnt að því að sam-
eiginlegt markaðssvæði EFTA og EB
verði að veruleika fyrir árslok 1992
ef um semst. Það er í raun sú niður-
staða sem nú er fengin eftir margra
mánaða undirbúningstíma. Sá tími
hefur verið notaður til að sjóða sam-
an einn sameiginlegan málefna-
grundvöll fyrir EFTA-löndin.
Um leið hafa menn vaknað til vit-
undar um það að umræðan gagnvart
Evrópubandalaginu er í raun ekki
farin af stað hér heima ennþá. Þó að
stjómmálaflokkar hafi haft það fyrir
siö að geta EB í ályktunum sínum
þá hefur það frekar tekið mið af
skyldurækni en áhuga. Þá brá mörg-
um í brún þegar birtar voru niður-
stööur könnunar á vegum Félagsvís-
indastofnunar þar sem kom fram
fullkomið áhuga- og þekkingarleysi
íslensks almennings á málefninu.
Nú verða menn hins vegar að fara
að gera upp hug sinn og er áberandi
að stjómmálaflokkamir taka nú
þingflokksfundi sína undir þessi
málefni og keppast við að finna sér
afstöðu. Þá hefur ríkisstjóminni þótt
ástæða til aö boða til sérstakra EB
umræða á Alþingi 23. nóvember.
Það atriði sem helst er líklegt til
að valda deilum hér á næstu mánuð-
um er afstaða til viðræðuformsins
sjálfs. Þá annars vegar hvort ræða
eigi við EB eingöngu í gegnum EFTA
eða taka upp tvíhliða viðræður þar
sem ísland kæmi fram sem sérstakur
viðræðuaðili gagnvart EB.
Sjálfstæðismenn vilja halda
þátttökudyrum opnum
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
fyrr í haust mátti sjá umfjöllun um
EB í lokaályktun fundarins um utan-
ríkismál. Inn í sjálfa stjómmálaá-
lyktunina komst hún þó ekki. Þar
segir: „Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins leggur áherslu á, að ekki
er tímabært að taka afstöðu til hugs-
anlegrar aðildar íslands að EB. Þó
hljóta íslensk stjómvöld að halda
dyrum opnum í því efni og mikilvægt
er, að halda þannig á málum að ís-
lendingar geti tekið slíka ákvörðun
ef henta þætti." Sjálfstæðismenn
vilja því gjaman taka undir þau sjón-
armið að ræða megi við EB beint.
Þá vék Þorsteinn Pálsson, formað-
ur flokksins að þessu efni í setningar-
ræðu sinni. Þar sagði hann að það
orkaði ekki tvímælis að við íslend-
ingar yrðum að tengjast þeirri hreyf-
ingu sem ætti sér nú stað í Evrópu.
En um leið minnti hann á tengshn
Fréttaljós:
Siguröur M. Jónsson
við Norður-Ameríku sem sýnir að
sjálfstæðismenn munu sem fyrr
halda á lofti þeim samskiptum.
Þá komu fram róttækari hugmynd-
ir á landsfundinum og nægir þar að
nefna niðurstöðu „aldamótanefndar-
innar“ undir forystu Davíðs Odsson-
ar. Þar var einfaldlega lagt til að
beinar viðræður yrðu teknar upp við
EB um aðild að bandalaginu. Þar er
EFTA-leiðinni ýtt til hliðar.
Kvennalistinn telur aðild að
EB ekki koma til greina
Á nýliðnum landsfundi Kvenna-
hstans varð sú niðurstaða um mál-
efni EB og EFTA að aðild að EB
kæmi ekki til greina. Sjálfsagt væri
hins vegar að kanna alla möguleika
og kosti þess að ganga til „einhverra
samninga“ við EB. Jafnframt segja
þær kvennahstakonur að brýnt sé
að gera öllum aðilum Ijóst að Islend-
ingar munu aldrei afsala sér yfirráð-
um yfir fiskveiðilögsögunni eða öðr-
um þeim atriöum sem varða sjálf-
stæði þjóðarinnar.
Kvennalistakonur setja sérstök
spumingarmerki við atriði eins og
frjálst flæði fjármagns, umhverfis-
mál og félagsleg réttindi. Þá hafa þær
einnig lagt sig í líma við að vara við
hraða viðræðnanna.
Framsóknarmenn vara við
fullri aðild að EB
Þeir flokkar sem standa vörð um
innlenda landbúnaðarframleiðslu
hafa löngum átt erfitt með viðræður
við EB eins og nýlega hefur sannast
með norska bændaflokkinn. Svipuð
atriði eiga ótvírætt víð um framsókn-
armenn.
Þá hefur Halldór Ásgrímsson sjáv-
arútvegsráðherra ítrekað krafist sér-
stöðu fyrir hönd sjávarútvegsins.
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra hefur einnig lýst yfir sér-
stökum áhyggjum sínum af því að
erfitt geti oröið að koma á fríverslun
með fisk við EB. Þá hefur hann tekið
undir skoðanir um að komið verði á
fríverslunarbandalagi við EB - og þá
fremur en tollabandalagi sem hann
hefur sagt að sé raunar út úr mynd-
inni.
Á síðasta landsfundi Framsóknar-
flokksins var varað við fullri aðild
aö EB.
Alþýðuflokksmenn ákafastir
Því er ekki að leyna að alþýðu-
flokksmenn eru ákafastir þegar kem-
ur að sambandi við EB. Má í því sam-
bandi minna á nýlega skoðanakönn-
un Félagsvísindastofnunar þar sem
kemur fram að 61% kjósenda Al-
þýðuflokksins vilja sækja um aðild
að EB.
Þá hefur formaður flokksins, Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra, haft með höndum forystuhlut-
verk í viðræðum EFTA-landanna við
EB. Það hefur gert hann að tals-
manni þess að EFTA-leiðin verði far-
in auk þess sem alþjóðahyggja hans
hefur tvímælalaust vaxið. Hann er
farin að tala með sögulegum skír-
skotunum auk þess sem hann hefur
látið hafa eftir sér að hann sjái fram-
undan nýja öld yfir Evrópu.
Alþýðubandalagiö
mjög hikandi
Innan Alþýðubandalagsins eru
þær raddir háværar sem vilja setja
mikla fyrirvara við nánast öll þau
atriði sem rætt er um - hið „fjóreina
frelsi“. Það felst í frelsi með íjár-
magn, vörur, viðskipti og atvinnu-
og búseturétt. Alþýðubandalags-
menn munu setja mikla fyrirvara við
fjármagnsþáttinn og það að erlend
fyrirtæki geti keypt sig inn í íslensk
fyrirtæki.
Þá hefur helsti talsmaður þeirra í
utanríkismálum og fulltrúi þeirra í
utanríkismálar.efnd, Hjörleifur
Guttormsson, haldið því fram að
réttast væri að hefja tvíhliða viðræö-
ur við EB og láta EFTA-leiðina að
mestu eiga sig. Þar hefur Hjörleifur
skapað sér nokkra sérstöðu og hafa
aðrir forystumenn flokksins ekki
tekið undir það með honum.
Jóhann Lárusson, framkvæmdastjóri Dýpkunarfélagsins:
Ekkert annað f yrirtæki
skilar inn söluskatti
- rekur okkur til að skipta um heimilisfang
„Ég veit að Dýpkunarfélagiö er
eina fyrirtækið, af þeim sem vinna
við dýpkanir, sem skilar inn sölu-
skatti. Það eru tvö fyrirtæki í Reykja-
vík, eitt á Höfn og eitt í Vestmanna-
eyjum sem viö erum að keppa við.
Þessi fyrirtæki reikna ekki með sölu-
skatti í sínum tilboðum eins og við
gerum. Ástæða þess er sú að skatt-
stjórinn í okkar heimabyggð er sann-
færður um að þessi starfsemi sé sölu-
skattsskyld. Ég er honum sammála.
Vegna þess að viö gerum ráð fyrir
söluskatti, en samkeppnisaðilamir
ekki, erum við vart samkeppnisfærir
og það hefur hent að við höfum misst
verkefni eingöngu vegna þess,“ sagði
Jóhann Lárusson, framkvæmda-
stjóri Dýpkunarfélagsins á Siglu-
firði.
Snorri Olsen í fjármálaráðuneyt-
inu segir að verið sé að skoða þau
fjögur fyrirtæki sem stundaö hafa
dýpkunarframkvæmdir auk Dýpk-
unarfélagsins. Hann sagðist hafa
fengið ábendingar um þetta mál. Það
er nú til vinnslu hjá skattayfirvöld-
um. Ekkert verður hægt að aðhafast
í máhnu fyrr en niðurstöður úr skoð-
unum skattayfirvalda liggja fyr-
ir.
„Það sem söluskattsaðgerðirnar
áttu meðal annars að koma í veg fyr-
ir er mismunun milli aðila. Þannig
að einn geti ekki gert tilboð án sölu-
skatts og haldið öðrum frá verkefn-
um. Sá sem gerði ekki ráð fyrir sölu-
skattinum hefði getað haldið áfram
'í fjögur til fimm ár, þar til Hæstarétt-
ardómur fellur,“ sagði Snorri 01-
sen.
„Við höfum ekki greitt söluskatt í
tvo mánuði. Við getum borgað sam-
dægurs ef á það reynir. Hitt er annað
að ef þessu óréttlæti linnir ekki neyð-
umst við til að flytja fyrirtækið í
umdæmi þar sem söluskattur er ekki
innheimtur.
Þegar Hafnamálstofnun var með
dýpkunarskip var alltaf greiddur
söluskattur af þeirri vinnu sem þau
voru í. Ég veit þetta þar sem ég vann
hjá stofnuninni á þeim tíma. Eg veit
líka að yfirvöld gætu fengið allt sem
þau þurfa að vita um þetta mál hjá
Haínamálastofnun. Þar eru allar
upplýsingar fyrirliggjandi. Okkur
hafa verið gefin mörg fögur fyrirheit
en það hefur ekkert verið gert,“ sagði
Jóhann Lárusson.
-sme
Arlax fer bónarveg:
Beðinn um að gefa
50 prósent eftir
- eigendur reyndust vera stórfyrirtæki
„Ég fékk bréf frá Árlaxi þar sem Framkvæmdastjórinn sagði að
við erum beðnir um að gefa eftir fyrir fáum árum hefði hann ávallt
50 prósent af þeim reikningum sem tekið vel í þegar farið var fram á
Árlaxskuldarokkur.Árlaxerekki niðurfellingu skulda. Hann sagði
með greiðslustöðvun heldur er fyr- að þá hefðu slikar óskir verið fátíö-
irtækið að reyna frjálsa samninga. ar en nú fær hann bréf þess efnis
Ég kannaði hverjir eiga Árlax og nær mánaðarlega.
þegar ég fékk aö vita þaö ákvað ég „Ég er hættur þessu og gef ekkert
aö' gefa ekki eina krónu eftir. eftir. íslandslax, sem Sambandiö
Helstu eigendur eru Eimskip, og norskir aðilar eiga, fór fram á
Skeljungur, Olíufélagið og KEA. að fá að greiða aðeins 15 prósent.
Ég get ekki Imyndað mér að ég Algengast er að farið sé fram á að
fengi helming8afslátt hjá þessum skuldarar greiði 25 til 30 prósent
fyrirtækjum ef reksturinn hjá mér af því sem þeir skulda, Svo mikið
gengi iUa,“ sagði framkvæmda- er víst að ég tek ekki fleiri fiskeld-
stjóri fyrirtækis í Reykjavík sem isíyrirtæki í reikning nema mjög
hefúr mikil viðskipti við fiskeld- góðar ábyrgðir fylgi.“
isfyrirtæki. -Sme
Frjósemi kvenna vex
Frjósemi íslenskra kvenna óx í fyrra. ust 70 börn á hveijar 1.000 konur.
Þá fæddust 80,9 böm á hveijar 1.000 Á síðari hluta sjöunda áratugarins
konur á aldrinum 15 til 44 ára. Árið fæddust hins vegar 107,8 börn á
áður fæddust 74,3 börn á hveijar 1.000 hverjar 1.000 konur á þessum aldri.
konur á þessum aldri og árið 1986 fædd- -gse