Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 15
15 ■t' vm:!í.’T,0/ < gUOAQUTMMli FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. Lögbrot, falsanir og meinsæri? segir m.a. i greininni. Nú er ekki tími hógværðar í málflutningi þegar stjórnmála- menn eru annars vegar. Stóryrðin vaða uppi daglega og eru sam- viskusamlega tíunduð í fjölmiðlum eins og vera ber. Fljótt á litið mætti ætla að sjaldan hefði ríkisstjórn og meirihluti Alþingis verið í höndum jafnósvífinna glæpamanna en ein- mitt nú. Auðvitað er eðhlegt að stjórn- málabaráttan sé harðskeytt og ekk- ert gefið eftir þegar ástæða þykir til. En eins og stjórnmálabaráttan hefur birst okkur vesælum kjós- endum að undanförnu þá vantar eiginlega ekkert nema gagnkvæm- ar ásakanir um morð. Svo eru einstaka þingmenn og ráðherrar að kvarta undan því að fjölmiðlar grafi undan trausti þjóð- arinnar á alþingi! - Vissulega er virðing Alþingis í lágmarki en þar er ekki við fjölmiðla að - sakast nema þá kannski að því leyti að þeir eyða meiri tíma eða rúmi en ástæða er til viö að greina frá upp- hrópunum orðhákanna. Svik, svindl og svínarí? Það helsta sem ráðamenn eru sakaðir um þessa stundina eru lög- brot, falsanir og meinsæri. Það er einkum ríkisstjórnin sem stendur að lögbrotum og má segja að þar höggvi sá er hlífa skyldi. Sömuleiö- is eru umfangsmestu falsanir stað- reynda framkvæmdar af stjórn- inni. Undir ásökunum um mein- særi sitja svo nokkrir ráðherrar auk fleiri. Flestar ásakanir í þessa veru eru komnir frá forystumönn- um Sjálfstæðisflokksins. Má vera að ríkisstjórnin stundi lögbrot og falsanir í stórum stíl. Ég hreinlega veit það ekki en vil þó í lengstu lög trúa að svo sé ekki, að minnsta kosti ekki vitandi vits. Kjallarinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður En lítið finnst mér leggjast fyrir formann Sjálfstæðisflokksins og skutulsveina hans að tönglast á lögbrotum fram og til baka án þess að gera eitthvað í málinu. Er ekki hægt að fara fram á að Alþingi láti fara fram rannsókn á meintum lög- brotum svo við fáum að vita sann- leikann? Eða erum við kjósendur álitnir þeir asnar að við bara tökum undir eins og páfagaukar og gögg- um í takt: Lögbrot og falsanir, lög- brot og falsanir.? Ráðherrar ríkisstjórnarinnar neita öllum lögbrotum og eftir stendur fullyrðing gegn fuhyrð- ingu. Hverju eigum við að trúa? Treysti rikisendurskoðun Ég legg ákaflega lítið upp úr upp- hrópunum einstakra stjómmála- manna þegar þeir eru að bera lög- brot og falsanir á aðra meðan látið er sitja við orðin tóm. En ég tek mark á Ríkisendurskoðun og at- hugasemdum hennar. Þess vegna trúi ég því að ríkið kaupi fasteignir án heimildar og eyði fé í margt annað í heimildar- leysi Alþingis. Þar tala staðreyndir sínu máli. Og ég er viss um að alhr bílaeigendur taka undir með Ríkis- endurskoðun þegar hún vekur at- hygli á að vart geti það verið eðli- legt að viðhald á bílum forsætis- ráðuneytis hafi numið 3,4 milljón- um króna á síðasta ári. Þorsteinn á nýjum Audi meðan hann var forsætisráðherra og Steingrímur á nýjum amerískum ef marka má fréttir. Ég væri ekki hissa þótt verksmiðjurnar, sem framleiða þessa bíla, færu í skaða- bótamál ef forráðamenn þeirra spyrðu þessi tíðindi. Fram til þessa hefur nýr og vandaður bíll ekki þurft á viðhaldi að halda fyrstu árin, allavega ekki þegar um er að ræða svo vandaöar tegundir. Hér hefur einhvers staðar verið smurt og ekki minni ástæða fyrir skelegga fréttamenn að kanna það en krókaleiðir innihalds vínflaskna frá ÁTVR ofan í kok veislugesta ríkisins. Það aðhald sem Ríkisendurskoð- un veitir er ómetanlegt og ætti að stuðla að vitrænni umræðu um hvernig íjármunum ríkisins er var- ið. Alþingi rúið virðingu? Vissulega er það alvörumál ef Alþingi er rúið virðingu þjóðarinn- ar. Þá hahast lýðræðið og farið er að kalla eftir hinum sterka manni til að taka af skarið. Líkt og í ónefndum stjórnmálaflokki þar sem kallað var á hinn sterka mann til varaformennsku þó svo að skoð- anakannanir sýndu gífurlegt fylgi. En þaö er ekkert nýtt að kvartanir berist frá stjórnmálamönnum um að almenningur sýni Alþingi lítils- virðingu. Þær hafa heyrst áratug- um saman. Og það er heldur ekki nýtt að talaö sé um þörf á sterkum foringja. Nú er stundum talað með sökn- uði um þá sterku menn, Bjarna Benediktsson og Ólaf Thors. Fyrir nokkrum áratugum var á sama hátt kvartað undan því að engir þáverandi þingmanna kæmust með tærnar þar sem þeir Hannes Hafstein, Skúli Thoroddsen, Bjarni frá Vogi og Jóp Þorláksson hefðu haft hælana. Fyrir áratugum var kvartað undan því að ríkisstjórnir virtu fjárlög að vettugi og eyddu fé í lieimildarleysi. Þetta var þá kallað þjófnaður af sumum. í gegnum tíð- ina hefur líka oft verið sagt að vald Alþingis sé í höndum ríkisstjórnar og fámennrar klíku innan hvers stjórnmálaflokks. Hafl Alþingi lengi verið rúið virð- ingu er hætt við að sökin liggi að miklu leyti hjá þinginu sjálfu eða þeim sem það skipa á hverjum tíma. Á sama hátt er það á valdi alþingis að hefja þingið á ný til vegs og virðingar. „esa sá vinr, er vilt eitt seg- ir“ Menn geta áfram deilt á Alþingi og utan þess án þess að rökræn umræða án gífuryrða leiði til lak- ari niöurstöðu. En það er hollt að minnast þess sem Sigurður Guð- mundsson skólameistari sagði í blaðagrein fyrir nær hálfri öld: „Lýðræðið verður endalaust að gagnrýna sjálft sig, vinnubrögð sín og ráð. Æðstu trúnaðarmenn lýð- ræðisins verða að kunna þá list, sem oss íslendingum er mörgum tornumin, að taka gagnrýni með beiskjulausri ró. Hver mikih trún- aðarmaður lýðræðisins verður að letra á minnisskjöld sinn þau Hávaorð, að „esa sá vinr, er vilt eitt segir“.“ Sæmundur Guðvinsson „Er ekki hægt aö fara fram á aö Al- þingi láti fara fram rannsókn á meint- um lögbrotum svo aö viö fáum að vita sannleikann?“ Áform og efndir í þróunaraðstoð KjáUarinn Björn Dagbjartsson matvælaverkfræðingur ■ „— (' :: s- t\ | ;vv r, j ' • Y m ■ <► V %) ■* í «» ^ ■ - . skrefið var stigið með hækkun fjár- veitingar til ÞSSÍ milli áranna 1988 og 1989 úr 40 milljónum í 60 milljón- ir króna. Veturinn 1986 urðu allsn- arpar umræður á Alþingi um starf- semi ÞSSÍ þar sem þáverandi stjórnarandstaða átaldi harðlega framtaksleysi stofnunarinnar og skort á undirbúningi að væntan- legum framtíðarverkefnum. Með ofangreindar yfirlýsingar ríkisstjórna og Alþingis að leiðar- ljósi hefur ÞSSÍ stárfaö undanfarin tvö ár. Fjárhagsáætlun stofnunar- innar fyrir 1990 ber það með sér að nokkur smærri verkefni hafa þegar verið undirbúin og hafin eða þeim lofað á árinu 1990. Ónnur eru samningsbundin í gegnum stofn- unina og utanríkisráöuneytið og ráðherraskipuðum Norðurlanda- R/S Fengur. Þýdingarmesta framlagið sem Island hefur lagt til þróunar- samvinnu, segir greinarhöfundur m.a. „ísland biði enn einu sinni álitshnekki og yrði fyrir aökasti á alþjóöavettvangi fyrir aö bregðast þróunarlöndum.“ Það er hálfhvimleitt aö finna sig knúinn til þess á hveiju ári um þetta leyti að leita allra leiða til að hnekkja áformum um Ijárveitingar til þróunarmála fyrir næsta ár. Þegar þetta er skrifað er ekki annað vitað en að Þróunarsam- vinnustofnun fái 64 milljónir til starfsemi sinnar, en það er raun- lækkun frá íjárveitingum yfir- standandi árs. Með því er stofnuninni gert ókleift að standa við þær skuld- bindingar sem þegar hefur verið gengist undir á erlendum vettvangi af hálfu ráðherra og ríkisstjórna undanfarinna ára. Ekki verður heldur unnt að nálgast þaö mark- mið sem margar ríkisstjórnir og Alþingi hafa sett sér: að auka fram- lög til þróunarsamvinnu í átt til þess hlutfalls af þjóðarframleiðslu sem önnur iðnríki veita til þessa málaflokks. Áform og efndir Alþingi samþykkti meira að segja vorið 1985 að því markmiði, að veita 0,7% vergrar þjóðarfram- leiðslu til þróunarsamvinnu og að- stoðar, skyldi náð fyrir 1992. Með jafnri stígandi í átt að þessu mark- miði ætti fjárveitingin að vera um 1200 milljónir króna fyrir áriö 1990. í málefnasamningi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar frá hausti 1988 segir að markmiðum sínum um aukin og bætt samskipti við önnur lönd hyggist ríkisstjórn- in ná m.a. „með aukinni aðstoð og samvinnu við þróunarríki". Fyrsta nefndum fjölgar stöðugt. ÞSSÍ telur sig eingöngu hafa verið að fram- kvæma vilja stjórnvalda með áætl- un um hægfara aukningu í þróun- araðstoð þar sem undirbúningur og framkvæmdir haldast í hendur og góð nýting fjármuna og mann- afla verða tryggð. Til þess áætlaði ÞSSÍ 123,500 milljónir króna fyrir árið 1990, miðað við verðlag fyrri hluta árs 1989. í frumvarpi til íjár- laga 1990 er upphæðin lækkuð um helming og hlýtur það að hafa geig- vænlegar afleiðingar fyrir starf- semi ÞSSÍ. Afleiðingar Leggja yrði R/S FENG, lang- stærsta og þýðingarmesta framlagi sem ísland hefur lagt til þróunar- samvinnu, tæki sem er ómissandi ef við viljum veita aðstoð við fiski- rannsóknir og tilraunir en þar höf- um við af mestu að miðla. En þó svo skipinu yrði lagt í heilt ár yrði samt að sinna lögboðnu og nauð- synlegu viðhaldi og greiða hafnar- og legugjöld. Samningsbundin verkefni á Grænhöfðaeyjum eru áætluð kosta ekki minna en 20 millj. kr. eða þriðjung þeirrar upp- hæðar sem í frumvarpinu stendur. Þá eru ekki talin með þau verkefni sem beðið vai' um til viðbótar í heimsókn Pirez, forsætisráöherra Grænhöfðaeyja, sl. sumar og tekið var vel í. Þau eru viðbót, tilkomin eftir gerð fiárhagsáætlunar sl. vor. Fiskimálafulltrúinn og hans verk- efni, sem við höfum í Malawi, eru lika samningsbundin, ýmist við það ríki, SADCC-samtökin svoköll- uðu eða Norðurlöndin. Þar verður því ekki mikið skorið niður. Minnst 25 milljónir þarf í þessi verkefni. Þá eru eftir um 15 milljónir til að verja í námsstyrki, sem sumir hverjir eru orðnir að föstum liðum, í skrifstofuhald, sem telur 2 menn með síma- og vélritunaraðstoð, í ferðakostnað, mest vegna ákvarð- ana stjórnvalda á vettvangi Norð- urlandaráðs og Sameinuðu þjóð- anna. Fullyrða má að þessi upphæð mun ekki duga til alls þessa svo vel sé. Því má ljóst vera að jafnvel í al- gerum tómagangi er ekki hægt að reka stofnunina þannig að hún uppfylli skuldbindingar og lág- markskröfur. ísland biði enn einu sinni áhtshnekki og yrði fyrir að- kasti á alþjóðavettvangi fyrir að bregðast þróunarlöndum. Verst er þó að-ekki verður svo mikið sem hægt að hugsa til undirbúnings verkefna framtíðarinnar. Ónógur undirbúningur kcillar aftur á óþarfa eyðslu og mistök síöar meir. Björn Dagbjartsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.