Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 32
F R ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989.
Hnífstungumaöur:
Dæmdur í sex
ára fangelsi
Hæstiréttur hefur dæmt Víði
Kristjánsson í sex ára fangelsi. Víðir
var dæmdur fyrir manndrápstil-
raun.
Það var í nóvember 1988 sem Víöir
stakk mann í kviðarhol með hnífi.
Mennirnir höfðu hist á laugardags-
kvöldi og sá sem varð fyrir stung-
unni bauð Víði heim. Þegar vel var
liðið á nóttina sótti Víðir hníf í eld-
hús íbúðarinnar og stakk manninn í
kviöarhol. Maðurinn hlaut af mikið
sár. Blaðið á hnífnum, sem Víðir
notaði, var stórt, 20 sentímetra langt
og 4-5 sentímetra breitt. Eftir at-
burðinn fór Víðir úr íbúðinni. Þeim
særða tókst að kalla til lögreglu.
Víðir var handtekinn daginn eftir,
15. nóvember, og hefur hann verið í
gæsluvarðhaidi frá þeim tíma.
Gæsluvarðhaldsvist hans kemur til
frádráttar refsingunni.
í dómi Hæstaréttar segir meðal
annars: „Ákærði átti þess kost er
hann hafði klætt sig í buxur og peysu
að yfirgefa B... og losna þannig und-
an áleitni hans. Hann gekk hins veg-
ar aö rúminu þar sem B... hafði
lagst og settist hjá honum. Framferði
B... getur á engan hátt réttlætt at-
ferli ákærða sem gat ekki dulist að
lífsháski stafaði af atlögu hans.“ -sme
Kópavogur:
Ólæti og
skemmdir við
tvo skóla
Rúður voru brotnar í tveimur skól-
um í Kópavogi í nótt. Ólæti urðu viö
félagsheimilið í Fannborg eftir tón-
leika Bubba Morthens í gærkvöldi.
Rúður voru brotnar í Kópavogs,-
skóla, sem er skammt frá félags-
heimilinu, nokkru seinna. Einnig
voru skemmdir unnar við Hjalla-
skóla og brotnuðu þar tvær rúður.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er
fjölbýlishús fyrir aldraða við hliðina
félagsheimilinu og hafa íbúar mikið
kvartaðþarvegnaónæðis. -ÓTT
HaínarQörður:
Fjórir bílar
skemmdust
Þrír bílar lentu í árekstri á mótum
Öldugötu og Lækjargötu í Hafnar-
firði í morgun. Hálka var á götum
bæjarins. í árekstrinum urðu ekki
slys á mönnum en einn bílinn þurfti
að fjarlægja með kranabíl. Ökumað-
ur bíls, sem keyrði niöur svokallaða
Reykdalsbrekku í Kinnahverfínu,
missti einnig stjóm á bíl sínum í
.„bálkunni og lenti bíll hans á ljósa-
staur. -ÓTT
LOKI
Þetta varlán íóláni!
Guörun Helgadóttir, forseti Sameinaðs Alþingis:
Fekk 200 þusund
að láni frá Alþingi
- lánið var vaxtalaust en flármálastjóri ákvað vexti eftir á
Guörún-Helgadóttir, forseti Sam-
einaös Alþingis, fékk 200.000 krón-
ur að láni frá skrifstofu Alþingis í
nóvember í fyrra eða skömmu eftir
að hún tók við embætti forseta.
Lánið mun Guðrún síðan hafa
greitt að mestu upp núna í október
þannig að lánstíminn er tæpt ár.
Samkvæmt heimildum DV munu
upplýsingar um þetta hafa komiö
fram í ríkisbókhaldi.
Kjör á láninu voru þau að það
var vaxta- og verðbótalaust í þenn-
an tima en ef lán sem þetta hefði
verið tekið í banka má gera ráð
fyrir að forseti þingsins heföi þurft
að greiöa á milli 40.000 og 50.000
krónur í vexti. Guðrún staðfesti í
samtali við DV að lánið heföi verið
tekið en vildi ekkert láta hafa eftir
sér um máliö að öðru leyti.
Að sögn Karls M. Krisijánssonar,
fjármálastjóra Alþingis, sem hóf
störf 1. september, hefur hann tek-
ið upp þá vinnureglu á Alþingi að
af öUum svona lánum séu greiddir
vextir en til þessa hefur það ekki
tíðkast. -SMJ
Alusuisse:
Of dýrt
að stækka
álverið
- viljakannamáliðbetur
Forsvarsmenn Alusuisse lýstu yfir
takmörkuðum áhuga á að stækka
álverið í Straumsvík í viðræðum sín-
um við Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra í Zurich. Ástæðan þess að fyr-
irtækið hefur nú gerst afhuga fram-
kvæmdunum er sú að áætlaður
kostnaður við byggingu slíks álvers
er aUt að 500 til 600 milljónir dollara
eða 31 til 37 milljarðar íslenskra
króna.
Auk þessa mikla stofnkostnaðar
bera talsmenn hinna fyrirtækjanna
í Atlantal-hópnum, Gránges frá Sví-
þjóð og Beheer frá Hollandi, fyrir sig
að Alusuisse vilji taka alltof mikið
fyrir að reka hið stækkaða álver
undir yfirstjórn frá ísal og fyrir ýmsa
aðstöðu sem nýja fyrirtækið myndi
leigja af ísal.
Gránges og Beheer vilja nú athuga
hagkvæmni þess að reisa 180 þúsund
tonna Sjálfstætt álver í Straumsvík
án þátttöku Amsuisse. Atlantal-
hópnum hefur hins vegar ekki veriö
slitið og hugsanlegt er að Alusuisse
lækki kröfur sínar um greiðslur fyrir
aðstöðu og þjónustu í Straumsvík.
Næsti fundur er 4. desember. Eftir
þann fund hyggst Jón Sigurðsson
knýja fram einhvers konar yfirlýs-
ingu um áframhald athugana á bygg-
ingu álvers á íslandi.
Háhyrningunum komið fyrir á vörubíl á Höfn.
DV-mynd Ragnar Imsland
Fara háhyrningarnir til Kína?
Júlía Imsland, DV, Höfru
Síldveiðiskipið Halldóra HF 61 veiddi
fjóra háhyrninga á dögunum og var
þeim landað á Höfn. Þaðan voru þeir
fluttir með vörubílum í Sædýrasaf-
nið í Hafnarfirði þar sem þeir veröa
í sóttkví næstu vikurnar og verða þá
ekki til sýnis.
Þessir háhyrningar hafa allir verið
seldir fyrirfram en mikil leynd er um
hvert þeir fara. Þó hefur heyrst eftir
nokkuð öruggum heimildum að
minnsta kosti tveir þeirra verði send-
ir til Kína.
Veörið á morgun:
Súld,
rigning
og él
Á morgun verður fremur hæg
austlæg átt á landinu með súld
og síðan dálítilli rigningu suð-
vestanlands og smáéljum viö
norðausturströndina í fyrstu,
annars verður þurrt veður. Hit-
inn verður nálægt frostmarki á
Norður- og Austurlandi en 2-5
stig sunnan og vestanlands.
UmAmsterdam
tíl allra átta
ARNARFLUG
•jÚf
KLM
Lágmúla 7, Austurstræti 22
® 84477 & 623060
ÞRDSTUR
68-50-60
VANIR MENN