Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Qupperneq 17
FIMIvfTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. 25 gur á Neckar-leikvellinum I Stuttgart i gær- ið auki upp önnur tvö gegn Leningrad. Símamynd/Reuter ;sliða í knattspymu: r með luleik 1 stórsigri Stuttgart an þátt í tveimur mörkum og hann var óheppinn aö skora ekki þriðja markið en þrumuskot hans lenti í þverslánni. 15 þús- und áhorfendur fógnuðu Ásgeiri vel og innilega í leikslok enda stórleikur af hans hálfu að baki. „Við lékum oft vel en lið Zenit Leningrad er ekki sterkt á sovéskan mælikvaröa. Engu að síður er sigur okkur stórglæsileg- ur. Nú er bara að vona að við fáum gott lið sem mótheija í 3. umferð. Það væri meiri háttar að mæta Maradona og félögum hans í Napolí en við sjáum hvað setur,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í gærkvöldi. Um næstu helgi mætir Stuttgart liði Bor- ussia Mönchengladbach í vestur-þýsku úr- valsdeildinni og sagði Ásgeir að hann ætti von á jöfnum og spennandi leik. -JKS dar á að fi Viking ;»giö frá ráðningu þjálfara fyrir næsta fsson verði ráðinn þjálfari liðsins. ivöldi, taldi hann allt stefna í að hann það myndi skýrast um næstu helgi. Liö aldrei á strik 1 sumar og hafnaði í átt- tig og liö Fylkis sem féll í aðra deild en ibetramarkahlutfalli. -GH íþróttir Tvö grísk félög I ^ni^i 4Iíii#i^ synsi Lsii usi „Óneitanlega mjög freistandi,“ segir Lárus Guðmundsson Grísku 1. deildar félögin Iraklis og Ethnikos hafa sýnt áhuga á að fá Lárus Guðmundsson, knatt- spyrnumann úr Val, til liðs við sig. Haft var samband við Lárus eftir síðari Evrópuleik Vals gegn Dyn- amo Berlín í haust en þar lék hann mjög vel, sinn besta leik á tímabil- inu. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég fer til Grikklands og læt reyna á þetta en þaö er óneitanlega mjög freistandi og skýrist fljótlega. Ég myndi þá leika út þetta keppnis- tímabil, í 5-6 mánuði, en grísku félögin mega einungis fá til sín nýja menn á tímabilinu 1.-15. des- ember,“ sagöi Inrus í samtali við DV í gær. Lárus lék sem atvinnumaöur raeð Waterschei í Belgíu og Bayer Uerdingen í Vestur-Þýskalandi á árunum 1981 til 1987. Þá gekk hann til liðs við Kaiserslautern i Vestur- Þýskalandi en hvarf þaðan vorið 1988, fékk lítið sem ekkert að spila og átti í útistöðum viö forráðamenn félagsins. Þá gekk hann í Víking og síðan í Val fýrir síðasta tímabil. Erfyrstnúna að ná mér á strik „Ég er fyrst núna að ná mér á strik eftír aö hafa dotöð alveg úr æfingu hjá Kaiserslautern og mér gekk vel í síðustu leikjunum með Val í haust Þar meö er égfarinn aö hafa meira gaman af fótboltanum og metnaöurinn hefur fylgt í kjölfarið en hann hefur því miður ekki verið alltaf fyrir hendi hjá mér síðustu tvö árin. Það hefur sýnt sig að ef ég ætla mér eitthvað og einbeiti mér að því þá gengur það upp og eftír að hafa átt í fuilu tré við hina sterku vörn Dynamo Berlín á úti- velli er ég viss um að þetta gæti tekist hjá mér,“ sagði Lárus Guð- mundsson. -VS sumar. 1 • Heimir Karlsson þjálfar Selfyssinga í 2. deild næsta sumar. Heimir þjálfar lið Selfyssinga Heimir Karlsson verður næsti þjálfari 2. deildar liðs Selfyssinga í knattspyrnu og leikur væntanlega jafnframt með því á næsta keppnis- tímabili. Hann tekur við af Herði Hilmarssyni sem mun þjálfa Breiða- þlik. „Það er öruggt að Heimir þjálfar liðið og aðeins eftir að ganga frá formsatriöum varðandi ráðningu hans. Ég tel að það sé mikill fengur að fá hann til liðs við okkur,“ sagði Stefán Garðarsson hjá knattspyrnu- deild Selfoss í samtali við DV í gær. Heimir er 28 ára gamall og lék lengst af með Víkingi og er marka- hæsti leikmaður liðsins í 1. deild frá upphafi, skoraði 37 mörk fyrir félagið í deildinni. Hann lék eitt keppnis- tímabil, 1984-85, með Excelsiór í hol- lensku úrvalsdeildinni og spilaði síð- an síðari hluta sumarsins 1985 með Val. Heimir þjálfaði og lék með ÍR í 2. og 3. deild 1986 og 1987 og síðan var það sama uppi á teningnum hjá honum með Víði í 2. deild. Loks gekk hann til liðs við Val á ný og spilaði með Hlíðarendaliðinu síðasta sumar. Páll aftur á Selfoss Selfyssingar hafa fengið meiri liðs- styrk því Páll Guðmundsson er aftur kominn til þeirra en hann lék með Skagamönnum í 1. deildinni í sumar. Þá ætlar Jón Birgir Kristjánsson, sem er öflugur sóknarmaður, að taka fram skóna á ný eftir eins árs hvíld. Eins og DV hefur sagt frá ætla Sel- fyssingar að tefla fram tveimur júgó- slavneskum leikmönnum á næsta sumri, þannig að allt bendir til þess að þeir mæti mjög sterkir til leiks í 2. deildinni næsta sumar. -VS Maradona rauk heim í fússi - fékk ekki aö lefka gegn Wettingen Stjórn ítalska knattspyrnufélags- ins Napoli meinaði í gær argentínsku stjömunni Diego Maradona að leika meö liðinu þegar það mætti Wetting- en frá Sviss í UEFA-bikarnum. Maradona mætti ekki á síðustu tvær æfingar Napoh fyrir leikinn, lét ekki sjá sig þegar liðið kom saman á hóteh í fyrrakvöld, en birtist síöan á leikvanginum klukkutíma áður en flautað var til leiks. Þar tók Luciano Moggi, stjórnar- formaður Napoli, á móti honum og eftir snörp orðaskipti rauk Mara- dona í fússi heim á leið. Moggi sagði að enginn leikmaður myndi leika með liðinu með svona aðdraganda, en vænti þess jafnframt að Maradona yrði í liðinu á ný í næsta leik/'á sunnudaginn kemur. En þann sama dag ætlar hann reyndar heim til Arg- entínu þar sem hann hyggst ganga að eiga unnustu sína á þriðjudaginn kemur! Napoli í miklu basli Án Maradona var Napoli í mestu vandræðum með Wettingen sem er neðarlega í svissnesku 1. deildinni. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í Sviss, og eftir 14 mínútna leik skor- aði Daninn Brian Bertelsen fyrir Wettingen, 0-1. Marco Baroni náði að jafna fyrir Napoli í upphafi síðari háltleiks og Massimo Mauro skoraði sigurmark ítalanna úr vítaspyrnu 16 mínútum fyrir leikslok, 2-1. -VS Herrakvöld Fram Hið árlega herrakvöld Fram verð- ur haldið á fóstudaginn, 3. nóvemb- er, og hefst kl. 19.30. Ræðumaður kvöldsins verður Einar Kárason rit- höfundur en einnig mun hinn lands- frægi skemmtikraftur Ómar Ragn- arsson koma í heimsókn. Málverka- uppboð og happdrætti veröa á sínum stað. Miðar á herrakvöldið verða seldir á skrifstofunni í Framheimil- inu, símar 680342 og 680343. ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ A- OG B-STIG A-stig verður haldið dagana 10.-12. nóvember. Þátttökutil- kynningar óskast sendar skrifstofu KSÍ, iþróttamið- stöðinni, Laugardal, fyrir 9. nóvember nk., sími 84444. B-stig verður haldið dagana 24.-26. nóvember. Þátttökutil- kynningar óskast sendar skrifstofu KSÍ, iþróttamið- stöðinni, Laugardai, fyrir 22. nóvember nk., sími 84444. Tækninefnd KSÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.