Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1989, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989. 9 Utlönd Daniel Ortega, forseti Nicaragua, aflýsti í gær vopnahléi því sem verið hefur í gildi á annað ár milli sandinista og kontraskæruliða. Simamynd Reuter Sandinistar í Nicaragua: Hóta aðgerðum gegn kontrunum Stjórn sandinista í Nicaragua til- kynnti í gær aö stjómarhermenn myndu láta til skarar skríöa gegn kontraskæruliðum í norðri, suðri og um miðbik landsins. Kom þessi til- kynning aðeins örfáum klukku- stundum eftir að stjómvöld aflýstu vopnahléi því sem gilt hafði í rúm- lega hálft annað ár. Talsmaður vam- armálaráðuneytisins sagði að að- gerðir stjómarhermanna myndu hefjast næstu daga en skæmhðar segja hins vegar að þær hafi þegar hafist. „Við munum láta til skarar skríða gegn skæruliðum í nokkrum hlutum landsins," sagði talsmaðurinn. „Þetta verða „leitar- og uppræting- ar-“aðgerðir gegn kontrum sem hafa ráðist gegn okkur og myrt bændur landsins." Sandinistar segja að skæruhðar hafi myrt rúmlega fjöru- tiu manns í árásum sínum síðustu tíu daga. Kontraskæmhðar sögðu að her- menn sandinista hefðu þegar hafið viðamiklar hernaðaraðgerðir gegn hermönnum skæruhða í austur- og norðurhluta landsins. Borgarar hafa látist, sögðu þeir, án þess að segja hversu margir. Enrique Bermudez, yfirmaður kontraskæruhöa, sagði að hermönnum skæruliða hefði verið skipað forðast bardaga en grípa þó til vopna í sjálfsvöm. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, tilkynnti í gær að stjórnvöld aflýstu vopnahléi milh stjórnarhermanna og kontraskæraæliða en það hafði verið í gildi á annað ár. Kvað hann ástæð- una vera að skæruliðar hefðu aukið mjög bardaga. Ortega varaði stjómvöld í Banda- ríkjunum við - sem stutt hafa kontr- ana - að brugðið gæti til beggja vona um kosningar, sem áætlað er aö fari fram í Nicaragua í febrúar á næsta ári, bregðist bandarísk stjómvöld við aðgerðum sandinista af hörku. For- setinn sagöi og að vopnahléið yrði endumýjað ef skæruhðar létu af hemaðaraðgerðum innan landmæra Nicaraua, afvopnuðust og ef Banda- ríkjastjórn léti af ahri aðstoð til þeirra. Bandaríkin fordæmdu ákvörðun sandinista. Sumir bandarískir emb- ættismenn segjast óttast að ákvörð- un Ortega beinist aö kosningunum sem fram eiga að fara þann 25. febrú- ar. Þeir segja hana grafa undan von- um um kosningamar en að frekari ákvarðanir um að senda kontrum vopn væm ekki á döfinni. Banda- ríska þingið stöðvaði vopnasending- ar til kontranna í febrúar á síðast ári en hefur veitt þeim mannúðaraðstoð. í viðtali við bandariska útvarps- stöð í gær sagði Bush Bandaríkjafor- seti að ef sandinistar láti til skarar skríða muni Bandaríkin „líta máhð öðmm augum". Hann svaraði þó ekki spurningum um hvort hann hygðist fara fram á hemaðaraðstoð til skæruliðanna við þingið. Banda- rískir embættismenn segja að vel gæti farið svo að forsetinn legði mál- ið fyrir samtök Ameríkuríkja, OAS, eða Sameinuðu þjóðimar. Bæði OAS og SÞ hafa eftirht með undirbúningi fyrirhugaðra kosninga. Ákvörðun Ortega kemur sér illa fyrir Bush að mati fréttaskýrenda. Taki hann ekki málið föstum tökum getur hann átt á hættu gagnrýni vegna aðgerðaleysis. Aftur á móti segja þeir að harkalegar aðgerðir Bush geti veitt Ortega afsökun til að aflýsakosningunum. Reuter SAS gagnrýnt vegna bresta í öryggiseftirliti Samnorræn flugeftirhtsnefnd hefur gagnrýnt flugfélagiö SAS vegna bresta í öryggiseftirliti. Með- al annars hefur eftirlit með vartöppum í fjörutíu vélum af gerð- inni DC9 ekki verið nægjanlegt. Samnorræna nefndin hefur síð- astliðið eitt og hálft ár margsinnis gagnrýnt SAS fyrir lélegt eða ekk- ert eftirht. Þrátt fyrir margar at- hugasemdir hefur flugfélagið hald- ið áfram að fljúga DC9 vélunum, að því er greint var frá í sænska sjónvarpinu í gærkvöldi. Þar kom meðal annars fram að SAS hefur tilkynnt um eftirlitsað- gerðir sem ekki hafa veriö fram- kvæmdar. Yfirmaður tæknideildar SAS viðurkennir að máhð sé alvar- . legt en það hafi verið vegna mis- taka eins starfsmanns sem tilkynnt hafi verið um aðgerðir sem ekki vom framkvæmdar. Þau mistök hafiveriðleiðrétt. tt Lögfræðingur Treholts: KGB-foríngja boðin hálf milljón dollara KGB-hershöfðinginn Titov full- yrðir að honum hafi verið boðin hálf milljón dollara fyrir að flýja til vesturs eftir handtöku Ame Tre- holts í janúar 1984. Þegar Titov ræddi við lögfræðing Treholts, Arne Haugestad, í Moskvu í gær í fimm klukkustundir afhenti hann lögfræðingnum bréf með tilboðinu. Titov fullyrðir að hann hafi fengið bréfið frá norsku öryggislögregl- unni, að því er sagði í norska ríkis- útvarpinu í gærkvöldi. Titov heldur því fram að hann hafi fengið bréfið sólarhring eftir handtöku Treholts. Hann kveðst hafa fengið tveggja klukkustunda frest til að svara og hafi verið upp- lýsingar í bréfinu um hvemig hann ætti að gefa sig fram. Bréfið var handskrifað meö blokkskrift en ekki undirritað. Arne Haugested segist vera þeirrar skoðunar að bréfið sé ófalsað. Yfirmaður norsku öryggislög- reglunnar, Jostein Erstad, segist ekki vita til þess að Titov hafi feng- ið tilboð í bréfi um að flýja til Nor- egs. Upplýsingar KGB-hershöfö- ingjans koma hins vegar vel heim og saman við það sem sovésk yfir- völd hafa áöur fullyrt, skrifar Ar- beiderbladet í morgun. Blaðið segir frá því að tveir starfsmenn öryggislögreglunnar hafi hitt Titov í Vín samtímis því aö Treholt var handtekinn. Sam- kvæmt óstaðfestum heimildum á það að hafa verið þáverandi yfir- maður gagnnjósnadeildar öryggis- lögreglunnar, Ömulf Tofte, sem skrifaði bréfið. Haugestad getur ekki staðfest þetta. í sambandi við handtöku Tre- holts á Fornebu-flugvelhnum var tíu sovéskum embættismönnum tilkynnt'að vera þeirra í Noregi væri óæskileg. Titov var einnig til- greindur þó svo að hann væri þá ekki í Noregi. Það var í sambandi við þetta sem sovésk yfirvöld sök- uöu nörsku öryggislögregluna um tilraun til þess að fá hann til að flýja. „Auðvitað verður maður tor- trygginn og gagnrýninn þegar maður sér svona ótrúlegt bréf. Ég skoðaði það vandlega og álít að það sé hvatning til Titovs um að flýja fyrir hálfa milljón dollara. Það er um það bil sú upphæð sem Treholt er dæmdur fyrir að hafa tekið á móti,“ segir Ame Haugestad, lög- fræðingur Treholts. Hann ætlar að fá rithandarsér- fræðinga til aö reyna að slá því föstu hver hafi skrifað bréfið en reiknar með að það verði ekki auð- velt. Titov tjáði Haugestad að hann, frábmgðið því sem Treholt gerði, hefði punktað hjá sér samtölin við Treholt. „Þessir punktar munu sýna að ekki var rætt um njósnir. Hitt er svo annað mál hvort þessir punktar em til í dag,“ sagði lög- fræðingurinn. NTB Vetrardvöl í Mallorkasól SMBMIiniD _ |/D >1 CCA H W%ng* MPII VflPni .IWAWvmíUC *■ KK« livhU A DAv IrlED * Brottför 7. nóv., 20. des., 3. jan. og 21. fefar. (styttri ferðir). Hægt að velja um dvöl á hóteli með hlaðborði kvölds og morgna eða dvöl á ióxusibúðahóteli, svefnherbergi og stofa. Stórir hótelgarð- ar með útisundlaugum og upphituðum innisundlaugum. Samkomusalir og setustofúr, heilsugsslu- þjónusta og íslensk íýúkrunarkona. íslenskur fararsýórí stjómar kvöldvökum og spilakvöldum. Stórt íslenskt bókasafn og tóm- stundanámskeið. Yndisleg vetrardvöl þar sem appel- sínumar falla af trjánum i janúar. Aðeins fáum plássum óráðstafað. — 1=11 ir.FERQIR =■ SOLRRFLUC Vesturgötu 12 - Símar 15331 og 22100. Veitingahúsið Óðinsvé býður nú upp á gómsæta, rammíslcnska villibráðarrétti. Á matseðlinum má m.a. finna rjúpu, gæs, skarf, hreindýr, svartfugl og hval. VILLIBRÁÐ VIÐ ÓÐINSTORG Þessa daga býður veit- ingahúsið Óðinsvé við Óðinstorg gestum sínum upp á sérstakan villibráð- armatseðil, eins og er við hæfí á þessum tíma árs. í eldhúsinu í Óðinsvéum er fylgst vel með árstíðun- um og þessa daga er verið að matreiða girnilega rétti úr íslenskri villibráð. Á matseðlinum má m.a. finna gæs, skarf, svart- fugl, hreindýr, rjúpu og hina sívinsælu hvalasteik. Villibráðarmatseðillinn stendur til boða fimmtu- dagskvöld til sunnudags- kvölds en hádegisverð- argestir geta einnig valið á milli villibráðarrétta á hagstæðu hádegisverði. Þegar líða fer að jólum munu matreiðslumeistar- ar Óðinsvéa síðan bjóða upp á sitt sígilda danska jólahlaðborð, tíunda árið í röð. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.