Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. Fréttir____________________________________________________ Mikið mýrlendi háir flugvaUargerð á Þórshöfn: Efni í slitlag þarf að sækja til fjalla Á ýmsu hefur gengiö viö gerö nýs flugvallar á Þórshöfn og er nú talið að uppfyllingarefni á staðnum sé uppurið. Mikið er um mýrlendi og flóa þar sem búið er að leggja röskan helming vallarins. Ein vélgrafan sökk næstum því á kaf er verið var að grafa frárennslisskurð frá mýr- lendinu. Mjög gljúpur jarðvegur hef- ur verið á nokkrum stööum flugvall- arstæðisins. Nú er fyrirséð að til að ljúka við flugvöllinn, sem er í landi Syðra- Lóns, þarf nú að aka 10-15 km langa leið að Gunnólfsvíkur- eða Heiðar- fjalli til að ná í uppfyllingarefni. Mun því kostnaður fara langt fram úr köstnaðaráætlun sem var um 25 milljónir króna. í stað þess að flytja möl og sand um nokkur hundruð metra þarf nú sennilega að keyra þúsundir ferða á vörubílum til fjalla, að sögn heimamanna. Þeir, sem hafa unnið verkið, hafa tekið möl við annan enda vallarins og flutt jafnóðum yfir í hinn en nú er mölin uppurin. Ekki þykir skyn- samlegt aö taka möl frá sjávarkamb- inum sem er skammt frá þar sem hætta er á að það valdi röskun á yfir- borðsvatni og þar með sigi á mýr- lendinu og flugvellinum. Mikil leðja hefur háð vörubílstjór- um og vélgröfumönnum sem tóku verkið að sér. Vélgrafa sökk t.a.m. í leöju og vatn í síðustu viku er bakki stökk undan henni. Á flugvallar- stæðinu eru grunnir flóar og vatns- æðar. Völlurinn verður um 1.400 metrar að lengd með svokölluðum öryggisvelli en búið er að fylla í um 800 metra. Að sögn heimamanna verður sennilega ekki unnið meira viö flug- völlinn í vetur og eru menn frá Flug- málastjóm væntanlegir til Þórshafn- ar í dag til að skoða aðstæður. Fjár- veiting, sem ætluð var til verksins í ár, upp á á annan tug milljóna, er uppurin. Verktakar eiga eftir að semja um framhald verksins viö flugmálayfirvöld og verður það væntanlega gert í vikunni. Umræddur flugvöllur er ekki sá eini á Þórshöfn því völlur í einkaeign er á Sauðanesi sem er um 10 km frá kauptúninu - sá flugvöllur er upp- lýstur. -ÓTT Mýrlendi, leðja, vatn og leir hefur háð flugvallarframkvæmdum á Þórshöfn. Mjög gljúpt hefur verið á nokkrum stööum. Uppfyllingarefni hefur til þessa verið sótt nokkur hundruð metra. Nú þykir Ijóst að aka verður 10-15 km langa leið að Gunnólfsvíkur- eða Heiðarfjalli. Aðeins röskum helmingi verksins er lokiö. DV-mynd Guðmundur Sigurðsson, Þórshöfn Reykhús á Hafursstööum í Vindhælishreppi brann í miklu roki: Hermannabraggi fauk hundruð metra er bónd- inn tók hurðirnar Loðnuveiðamar: Þetta eru enn bara smáslattar - segir Pétur Sæmundsson „Þetta eru enn bara smáslattar sem maður fær. Við köstuðum tvisvar í fyrrinótt á svæði suður af Kolbeinsey og fengum 120 tonn samtals. Það er þarna eitthvað af loðnu en hún er illa veiðanleg. Það sem við fengum var mjög blandaður afli, stór og falleg loðna en smáloöna innanum. Nú er bara bræla og ekkert hægt að athafha sig,“ sagði Pétur Sæ- mmundsson, skipstjóri á Þórs- hamri GK, í samtali við DV í morgun. Þórshamar landaði í Krossanesi í gær. Geir Zöega, framkvæmdastjóri Krossanesverksmiöjunnar, sagði f morgun að hann hefði ekki frétt af neinni veiði nema þessum 120 lestum sem Þórshamar kom með í gær. Það eru 15 bátar komnir á mið- in á Kolbeinseyjarsvæðinu og leita loönunnar en með takmörk- uðum árangri til þessa. -S.dór Reykhús að Hafursstöðum í Vind- hæhshreppi brann til kaldra kola er verið var að reykja kjöt þar um helg- ina. Þegar bóndinn reyndi hvað hann gat að hindra að eldurinn kæmist úr reykhúsinu í aðliggjandi fjárhús, með því að nota hurðir af nærliggj- andi hermannabragga skipti engum togum að bragginn fauk af stað í heilu lagi þar til hann stöðvaðist í nokkur hundruð metra fjarlægð. „Það er ótrúlegt að slökkviliðinu tókst aö forða fjárhúsunum þar sem ég geymi á sjötta hundrað heybagga. Sennilega bjargaðist þetta vegna þess að mér hafði áður tekist að setja hurðimar af bragganum á milli svo að eldurinn kæmist ekki yfir áður en slökkyiliðið kom,“ sagði Jón- mundur Ólafsson, bóndi á Hafurs- stöðum, í samtali við DV. „En þegar ég var aö taka hurðimar úr bragganum í rokinu fauk allt sam- an upp og bragginn tókst bara á loft. Hann fauk um tvö hundmö metra í burtu og stöðvaðist ekki fyrr en úti í árgih þar sem hann féll alveg sam- an. Ef ég hefði hugsað skýrt þama í rokinu þá hefði ég sennilega bjargaö bragganum líka ef ég hefði strekkt trollvír yfir hann áður en ég opnaði. En það er nú svona þegar mikið gengur á. Ég geymdi líka hey þarna og hóaði svo bara öUu draslinu sam- an sem eftir var þegar bragginn var fokinn," sagði Jónmundur. SlökkviUðið á Blönduósi barðist viö eldinn í reykhúsinu og þurfti m.a. að ijúfa torfveggi til að ráða niðurlögum hans. Eldurinn komst í þakið á aðUggjandi fjárhúsi en á síð- ustu stundu tókst aö rjúfa þakið á gripahúsinu tU að eldurinn næði ekki að komast að heyinu sem þar er geymt. „Á meðan á slökkvistarfinu stóð þá var aUnokkur hrið. Við lögðum aðaláherslu á að forða fjárhúsunum og það tókst aö mestu leyti. Okkur var Ulkynnt um eldinn um áttaleytið á laugardagskvöldið og var slökicvi- starfinu lokið þremur tímum seinna," sagði Þorleifur Arason, slökkviUðsstjóri á Blönduósi, í sam- taU við DV. Átján kUómetrar em á mUli Hafursstaða og Blönduóss og var slökkviUðið um 20 mínútur á leiðinni. -ÓTT Neyðarsend- ingar frá rat- sjárstðð „Það varð bUun í sendi sem sendi út á neyðarbylgju. Það vissi enginn um þetta fyrr enn Land- helgisgæslan hafði samband við okkur. Það vom menn við vinnu á GunnólfsvíkurfjalU en þeir höfðu ektó veriö að vinna við sendinn. Þaö varö skammhlaup þegar skrúfa datt niöur og leiddi saman tvo póla. Það er búið aö finna bUunina og stöðva þetta,“ sagði Jón Böðvarsson, fram- kvæmdastjóri Ratsjárstofnunar. MikU viðbrögð urðu í gærmorg- un þegar sendingar heyrðust á . neyðarbylgju. Sendingamar komu frá Langanesi. Björgunar- sveitir á Þórshöfn og Bakkafirði fóra þegar til leítar. Bátar leituðu á sjó og fjörur vom gengnar. Fjöldi manna tók þátt í leitinni. Fokkervél Landhelgisgæslunn- ar hélt þegar á staðinn. Þegar vélin var komin austur var send- ingin mæld út. Hún reyndist koma frá ratsjárstöðinni á Gunn- ólfsvíkurfjalli. í framhaldi af þvi var haft sam- band við Ratsjárstofhun og gert viðvart. BUunin fannst fljótlega ogallrileitvarhætt -sme Akranes: eftirlit með hraðakstri Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi Við þyrftum auðvitað að vera með fastan radar í báðum bUun- um. Viö höfum tekið fleiri öku- menn fyrir of hraðan akstur á siðustu mánuðum en við tókum afit árið í fyrra,“ sagði Svanur Geirdal, yfirlögregluþjónn á Akranesi, i samtali við DV. Lögreglan á Akranesi fékk nýj- an radar í lok ágúst. Síðan hafa 45 ökumenn verið gómaðir fyrir of hraðan akstur innan bæjar sem utan. Að sögn Svans hafa ökumenn verið staönir aö þvi aö keyra á aUt aö 100 kílómetra hraöa innanbæjar og 147 kíló- metra hraða fyrir utan bæínn. Þorsteinn í ísrael Þorsteinn Pálsson, formaður SjáUstæðisflokksins, er nú stadd- ur í ísrael í boöi ríkisstjórnar ísrael. í gær lagði hann blóm- sveig á minnismerki í Jerúsalem úm gyðinga sem létust í útrým- ingarbúðum nasista. Þá hitti hann Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísrael, og Simon Peres aðstoðarforsætisráðherra Hann ræddi við þá um sam- skipti íslands og ísrael og ástand- iö i Mið-Austurlöndum. Þor- steinn verður í ísrael fram á laug- ardag en með honum i för er Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. -SMJ Ríkisútvarpið: Rangar upplýsingar í DV á mánudag voru birtar upplýsingar frá kynningardeUd Rfkisútvarpsins um hlustun á fréttir á samtengdum rásum 1 og 2. Þessar upplýsingar voru rang- ar. Hið rétta er að um 35 prósent þjóðarinnar heyrir hádegisfréttir á samtengdum rásum og 30 pró- sent hlustar á kvöldfréttir. Kynn- ingardeild Ríkisútvarpsins hafði samband við DV og óskaði eftir leiðréttingu og bað lesendur blaðsins velvirðingar á mistök- únum. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.