Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. Viðtalid Sveitabörn hlýðnarien kaupstaðabörn Nafn: Guörún Margrét Tryggvadóttir Aldur: 43 ára Staða: Meinatæknir og varaþingmaður „Ég á fjölmörg áhugamál en efet á listanum eru félags-, stjórn-, heilbrigðis- og skólamál,“ segir Guðrun Margrét Tryggvadóttir, sem nú situr á Alþingi sem vara- maður Jóns Kristinssonar, þing- marrns Framsóknarflokksins. „Ég er meinatæknir og lengst af hef ég unnið sem slíkur á Heil- sugæslustöðinni á Egilsstöðum. Pyrir nokkru fékk ég árs launa- laust leyfi og þá tók ég aö mér að vera skólastjórí við skólann í Brúarási í Norður-Múlasýslu. Þaðstarflíkaðimér mjögvel. Það er mikill munur á bömum í þétt- býli og dreifbýli. Sveitabömin em vön því að þurfa að vinna og þau eru miklu hlýðnari. Þau gera flesta hluti með gleði en era ekki með neinn uppsteit eins og börn eru oft sem alin eru upp í þéttbýli. í skólanum I Brúarási voru 32 nemendur í heimavist. Yngstu börnin voru ekki nema sjö ára og maður varð því að gegna móð- urhlutverkinu að hluta til. Þetta var mikáð álag en samt veitti þetta manni mikla ánægju því skólinn líktist meira stórrí fjöl- skyldu en skóla. Auk mín kenndu þrír kennarar við skólann svo ég var ekki eini starfsmaðurinn. Les mikið „Ef ég á frí fer ég gjaman ásamt fjölskyldu minni upp í sveit því ég og maðurínn minn, ásamt systkinum hans, erum að byggja okkur sumarbústað skammt frá Egilsstöðum. Auk þess sem við erum að rækta upp 10 ferkíló- metra skógarsvæðí i kringum bústaðinn. Það verður mikill un- aðsreitur þegar fram líöa stundir. Ég les niikið, helst eru það ævi- minningar og dulspeki sem ég hef gaman aö þvi aö glugga í. Svo spila ég á pianó og hef gert frá blautu barnsbeini. Mozart er í miklu uppáhaldi hjá mér svo og Hándel, af íslenskum tónskáldum get ég nefnt Bubba Morthens, þaö kemur fyrir að ég spila lögin hans. Ég hef einnig mjög gaman aö þvi að hlusta á tónlist, bæði klass- íska og svo nútímatónlist. Guörún Margrét er fædd og uppalinn í Hafnarfirði en fluttist til Egilsstaða rúmlega tvítug að aldri og hefur búiö þar allar götur síðan. Hún er gift Haraldi Hrafn- kelssyni og eiga þau þtjú börn, Dagrúnu Björk 22 ára, Ólaf Tryggva 17 ára og Eyrúnu Hörpu 16 ára. „Ég er um það bil að ljúka þing- setu mirini í þetta sklptið og ég á ekki von á að koma aftur inn á þíng 1 vetur þar sem ég er annar varamaður Framsóknarflokks- ins í Austurlandskjördæmi. Mér hefur þótt gaman að takast á viö þingstörfin og sér í lagi hefur mér þótt gaman að taka þátt í nefhdar- starflnu á þingi því á þann hátt getur maður sett sig betur inn í einstökmál." -J.Mar Fréttir Bankaráðin: Kvennalistinn vill Seðlabanka Að sögn Kristínar Einarsdóttur, þingflokksformanns Kvennalistans, fer að hennar mati ekki á milli mála aö seta í bankaráöi Seðlabankans er eftirsóknarverðust fyrir Kvenncdist- ann þegar bankaráð ríkisbankanna eru höfð til viðmiðunar. Hún sagði aö það hlyti í sjálfu sér að liggja í augum uppi enda væri meiri stefnu- mótun þar en í hinum bönkunum. Kristín sagði að öruggt væri að ef Kvennalistinn fengi fulltrúa yrði þaö ekki úr þingliði listans. Kosning í bankaráð Seðlabankans fer þó ekki fram fyrr en í vor. Nú er farið að styttast í það að Kvennalistinn taki þátt í sínum fyrstu bankaráðskosningum. Á landsfundi fyrir skömmu var ákveð- ið að breyta þeirri grundvallaraf- stöðu kvennanna að taka ekki þátt í kosningum til bankaráða og sagði Kristín að helsta ástæða fyrir þeirri breytingu væri sú að konur vildu fá aöstöðu til meiri áhrifa á þessum vettvangi. Kosningar í nefndir og ráö á vegum Alþingis fara fram 27. nóvember og verður þá meðal annars kosið í bankaráð Landsbankans og Búnað- arbankans. Kristín sagði að erfitt væri að segja til um hvað þingstyrk- ur Kvennalistans færði þeim en van- inn er að stjórnarandstaðan nái ein- hverju samkomulagi fyrir kosning- ar. -SMJ Rósa Ingólfsdóttir þulur er löngu landsþekkt fyrir hreinlæti og dálæti sitt á baðferðum. í tilefni svokallaðra ís- lenskra daga brá Rósa sér opinberlega í baö við þriðja mann. DV-mynd GVA Norðmenn ánægðir með forystu Jðns BaMvins segir Kaci Kullmann Five, viðskiptaráðherra Noregs Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Noregi: „Jón Baldvin Hannibalsson hefur stjómað EFTA-umræðunum með sóma og Norðmenn eru að öllu leyti ánægðir með íslensku forystuna í ráðherranefndinni,“ sagði Kaci Kull- mann Five, nýbakaður viðskiptaráö- herra Noregs. DV spurði Kaci Kullmann Five hvort nokkuð hefði borið á því að íslendingar hömpuðu sérhagsmun- um sínum varðandi fiskveiðar of hátt í EFTA-umræðunni. Hún kvaö það ekki vera: „Reyndar hef ég áður setiö einn fund EFTA en ég hef ekki heyrt neitt um það frá embættis- mönnum að íslendingarnir hafi talað um fisk í tíma og ótíma,“ segir Kull- mann Five. „íslendingar og Norðmenn eiga margt sameiginlegt í sjávarútvegs- málum og þurfa að ræða um fisk í EFTA en það er mikilvægt að sér- hagsmunir séu ekki teknir upp á kostnað annarra mála og að því hafa íslendingar gætt.“ Norski viöskiptaráðherrann segir að nýja ríkisstjórnin í Noregi muni halda sömu stefnu og sú gamla í EFTA- og EB-málum. „Við höldum áfram þar sem frá var horfið á norska þinginu til 19. desember og einnig eftir það get ég lofað því að aðlögunin að innri markaði EB mun verða í fyrirrúmi af Noregs hálfu ekki síður en áður,“ sagði Kullmann Five. Kaci Kullmann Five hefur lengi verið varaformaöur norska hægri- flokksins og hægri hönd Syse, núver- andi forsætisráðherra. Togarinn Elin Þorbjamardóttir IS 700: Öryggismál í ólestri Sighngamálastofnun veitti togar- anum Elínu Þorbjamardóttur ÍS 700 frá Suðureyri undanþágu til að fara þann veiðitúr sem skipið er nú í vegna ýmissa ágalla á branavama- kerfi skipsins og nokkram öðrum þáttum sem Siglingamálastofnun gerði athugasemdir við. Það er aö verða liðið ár síðan fyrstu athugasemdirnar vora gerðar varð- andi eldvamir um borð í skipinu. Aö sögn Páls Guðmundssonar hjá Siglingamálastofnun vora tækin pöntuð og komu til landsins í maí síöasthðinn. Þau vora hins vegar ekki leyst út og því send út aftur. „Viö tókum svo skipiö og stöðvuð- um það fyrir nokkrum dögum. Viö gengum þá frá vissum atriðum sem nú er verið aö vinna að. Viö veittum skipinu ekki haffæriskírteini nema til 10 daga og það er aö veiöum eins og er en verður stöðvað ef ekki verð- ur búiö að ganga frá öhu því sem við fundum að í skipinu fyrir 15. nóv- ember,“ sagði Páh, Hann sagði að auk eldvarnakerfis- ins hefðu skoðunarmenn gert at- hugasemdir við ýmislegt hvað að- búnað skipverja varðar. Fyrr en það hefur einnig verið lagað fær skipið ekki skírteini. „Við munum taka á móti skipinu þegar það kemur næst inn og það fer ekki af'tur út fyrr en þessum atriðum öhum hefur verið kippt í lag,“ sagði Páh Guðmundsson. -S.dór Sandkom Risið á Vopnfirð- ingum minnkar Heldurhefur risiðáVopn- firöingum lækkað.Fæstir vissuaðblóm- legbyggðværi í þessari af-; . skekkfu byggö þartil l.inda ' Pétursdóttir : varkjörinfeg- urstkvennaá Íslandiogsíöar fegurst kvenna á jörðinni. Það voru ekki aðeins íslenskir Sölmiölar sem gerðu Vopnafirði góð skil heldur fór hróður staðarins um heim allan. Nú heftu- heldur betur sígið á ógæflihhö- ina hjá Vopnfirðingum - Linda er nefnilega flutt frá Vopnafirði. Það stefnir þ ví að þeir verði að skipta „skjaldarmerki". Meðfullri virðingu fýrir vopnfirsku kvenfólki er Sand- komsritari fullviss um að þeir eigí ekki aðra jafn sæta og Linda óneitan- legaer. er „Akureyri var langtáundan Reykjavíkhvað allasnyrn- mennsku sncrtir, en bær- innhefurlátið asjáisaman- burðinumef maðurskoðar miðbæinn. Mikiðeraf skúraræksnum sem standa til óprýði, og þó það hafi minnkað svolitið við Skipagötuna, þar sem hús hafa verið rifin og ný byggö í staðinn, erærið mikið eftir af þeim. Eflaust væri þaðþví fallega gert að halda áfram að rifa skúra og byggjafalleg hús i staðinn. Kannski raætti fa styrk frá bæjarstjóminni til þess.“ Þetta erhluti af viðtali Ðags við Ásmund Stefónsson, bankaráðs- formann og forseta Alþýðusam- bandsins. Ætlaekki í.viðtalinu var Ásmundurað svara blaða- manni Dags hvar íslands- . banki yrði meö aðstöðuáAk- ureyrLÁs- mundur segir aðenginnaf núverandiaf- greiðslustöðuin , komi tilmeðað henta nýja bankanum. Hann segir að sérþykiólíklegtaðbankinn byggi. Ástasðan virðist fyrst og iremst vera sú að miðbærinn á Akureyri sé svo Ijótur og sóðalegur. Ásmundur var á ferð á Akureyri og ef marka má við- taliö við hann féllust honum gjörsam- iega hendur þegar hann sá hversu sóðalegt er í miðbæ Akureyrar. Þetta er harður dóraur sem formaöurinn og forsetinn lætur hafa eftir sér um Akureyringa. Ásmundur hefur greinilega glöggt auga íyrir snyrti- mennsku. Reynten verðurerfitt ÍFréttumí Vestmannaeyj- um varnýlega fréttfráhíóinu. Þarsegirað ákveðiðhafi veriðaðreyna kvikmynda- sýnmgarfyrfr börn.Enþar semhættséað leigjaútWalt Disney-myndir, sem er uppistaða bamaefhis í dag, gæti orðið erfitt að hafa sýningu á hverjum sunnudegi. Bíóið ætlar einnig að bjóða upp á 5 bíó þar sem miðinn mun aðelns kosta 300 krónur og popp og kók mun fást þar á 100 krónur. Meðlætið mun kosta það sama á bamasýningunum. Það er greinilegt aö bíóstjóramir eru aUir af vfija gerðir tíl aö halda uppi bamasýningum en óvíst hvemig til tekst. Það er vonandi að Vestmanna- eyingar íaki viljann fyrir verkið. Umsjón: Sigurjón M. Egiisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.