Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. Mitterrand með til- * lögur? „Það er ekki laust við að það ríki dálítil spenna hjá okkur fyrir þennan fund með Mitterrand því allt eins má búast við að hann komi með ein- Hverjar tillögur varðandi A-Evrópu og Fríverslunarbandalagið," sagði Stefán Friðfinnsson, aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- rikisráðherra. Sem kunnugt er þá er núna að hefj- ast fundur með íslenskum ráða- mönnum og Frakklandsforseta. Á fundinum með Mitterrand verða Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson og er gert ráð ^ fyrir að fundurinn standi yfir í nokkra klukkutíma. Verður þetta svokallaður „óformlegur vinnufund- ur“ þannig að dagskráin hggur ekki ljós fyrir. Verður þetta samfelldur fundur og verður matur framreiddur á meðan á honum stendur. Frakkar fara nú með forystu í Evr- ópubandalaginu og leggja mikla áherslu á samvinnu og jafnvel sam- runa við EFTA. Þá er þeim mikið í mun að flýta þessum viðræðum áður en Þýskaland sameinast. Þeir vilja tryggja að Þýskaland sameinist inn- ^ an EB. Þá munu Frakkar hafa hug á að hafa samvinnu við EFTA um málefni A-Evrópu og hugsanlega inngöngu þeirra landa í EB. „Við munum einnig messa yfir honum um fiskinn okkar og sérstöðu okkar innan EFTA en ég á ekki von á því að það takist að ræða mikið um það,“ sagði Stefán. -SMJ Hafnarfjarðarhöfn: Einn brotinn og annar ísjóinn Grænlenskur sjómaður féll á milli skips og bryggju við Norðurbakka í Hafnarfirði í morgun eftir að gleð- skapur hafði staðið yfir í nótt. Þar voru skipveijar á grænlenskum tog- ara og íslendingar, þar á meðal kven- fólk. Einn íslendingur var fluttur á slysadeild og var tahð að hann væri handleggsbrotinn. Að sögn sjónarvotts sakaði græn- lenska sjómanninn á engan hátt og synti hann í sjónum án þess að finna th kulda. „Það beit ekkert á hann og þaö virtist sem hann kynni vel við sig,“ sagöi sá sem tilkynnti um at- »■ burðinn á áttunda tímanum í morg- un. -ÓTT LOKI Bienvenu tonton! Nýtt nefndarálit fyrir rikisstjórmna: Risaaðgerðir hjalpar loðdýrabændum Nefnd á vegum landbúnaðar- veiti þeim áfram rétt til ábúðar. bænda gegn því að ahnennir lánar- ráðuneytisins, sem á að tjalla um Efhagurbændannabatnaránæstu drottnar skuidbreyti einnig. aðgeröir til aðstoðar ioödýrarækt, árum munu þeír síðan geta keypt Þá er og gert ráð fyrir því í tillög- leggur til að ríkissjóður kaupi þær jarðirnar aftur. um nefhdarinnar að um 1,5 millj- ijárfestingar sem þeir bændur, sem Auk þess er lagt til að um 100 arða skuld loðdýraræktarinnar við búa á ríkisjöröum, hafa lagt í en milljónum verði varið í styrki th Stofnlánadeild og Byggðastofnun leyfl bændunum eftir sem áður að loðdýraræktarinnar á næsta ári. verði fryst um eitt ár að lágmarki. búa á jöröunurn, Þá er og gert ráð Þá mun ríkissjóður veita ábyrgð á Loks er gert ráð fyrir umtalsverð- fyrir því að jarðasjóður kaupi jarð- um 400 til 500 milljóna króna skuld- um „neyðarlánum' ‘ til fóðurstöðva. ir annarra skuldugra bænda en breytingu til skuldugra loðdýra- -gse Freyja fær lengri frest Fiskiðjan Freyja á Suðureyri er enn lokuð. í gær átti stjórn fyrirtæk- isins að vera búin að uppfylla skil- yrði sem Hlutafjársjóður setti fyrir kaupum á hlutafé. Þegar fulltrúar Freyju mættu á fund stjórnar Hluta- íjársjóðs í gær höfðu þeir ekki upp- fyllt sett skilyrði. Fundurinn stóð fram á kvöld og endaði með því að Freyjumönnum var gefinn lengri frestur th að uppfylla skhyrði sjóðs- ins. Innsigli sýslumanns, vegna van- goldinna staðgreiðsluskatta, er enn á fyrirtækinu. -sme Bilvelta er öku- maður sofnaði við stýrið Bíh fór nokkrar veltur í morgun er ökumaður, sem var á leið frá Höfn í Hornafirði, sofnaði við stýrið. Hann var staddur skammt frá Hvolsvelli og endaði bíllinn úti í skurði. Öku- maður og farþegi voru í bílbeltum og sakaði þá ekki. Bíllinn er mjög mikið skemmdur. Slysið varð um sjöleytið í morgun. -ÓTT , - í Þegar umræðan dregst á langinn í sölum Alþingis er gott að geta gluggað i eitthvað fróðlegt eins og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra er að gera hér í þinginu í gær, en hann hefur átt eitthvað ólesið í helgarblaði DV. DV-mynd GVA Rjúpnaskytturnar þrjár fundust í morgun: Létu fyrirber- ast í nótt í föst- um bíl sínum Rjúpnaskyttumar þrjár, sem leitað var að í nótt og í morgun, fundust á ellefta tímanum. Mennirnir voru all- ir heilir á húfi. Bifreið þeirra hafði fest á Bláfjallavegi og þeir látið fyrir- berast í bílnum í nótt. Tveir mannanna lögðu af stað fót- gangandi til byggða snemma í morg- un. Þriðji maðurinn, sem er fatlaður, var í bílnum þegar þyrla Landhelgis- gæslunnar fann hann um hálfellefu- leytið. Mennirnir þrír, tveir unghngar og fatlaður maður, fóru til rjúpnaveiða í gærdag. Talið var að eitthvað hefði komið fyrir hjá þremenningunum þar sem þeir höfðu ekki tilkynnt um seinkun á ferðum sínum. Farið var að sakna mannanna í gærkvöldi. Þeir fóm að heiman um klukkan þijú í gærdag og ætluðu að vera komnir heim um kvöldmatar- leytið. Sögðust þeir ætla að fara á rjúpnaveiðar í nágrenni Reykjavík- ur. Lögreglan í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi og Grindavík svipaðist um eftir mönnunum strax og tilkynning kom um að þeirra væri saknað um þrjúleytið í nótt. Var leitað í ná- grenni Reykjavíkur, m.a. í Heiðmörk og á Hellisheiði. Mennirnir voru á gráum framhjóladrifnum Lancerbíl með R-númeri. Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit strax í birtingu í morgun en þá var lögreglan enn við leit. Þegar nær dró hádegi voru björgunarsveitir á Reykjavíkursvæðinu í viðbragðs- stöðu og farið var að leita við alla vegaslóða í nágrenni höfuðborgar- innarþegarbílhnnfannst. -ÓTT/sme Veðrið á morgun: Gola, kaldi og allhvasst Á morgun verður austan- og norðaustanátt um mestallt land, ahhvasst sums staðar á Vest- fjörðum en annars gola eða kaldi. Skúrir eru líklegar við suður- og suðausturstrondina en snjó- eða slydduél á annesjum fyrir norð- an. Hitinn verður 0-3 gráður. UmAmsterdam til allra átta ARNARFLUG •Sss KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 ® 8-^477 & 623060 ÞRfiSTIIR 68-50-60 VANIR MENN t t t t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.