Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989.
9
DV
Gróusögur um
Gro ollu
t
sprengingu
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Fyrrum formaöur norska Verka-
mannaflokksins, Reiulf Steen, dylgj-
ar um'ástarsamband milli sín og Gro
Harlem Brundtland, fyrrverandi for-
sætisráðherra, í nýútkominni bók.
„Gro er hættulegur óvinur vegna
þess hve hún er hörð og ómanneskju-
leg,“ segir Steen.
I bók sinni, Valdatafl, sem kom út
fyrir helgi, segist höfundurinn af-
hjúpa hið innra líf Verkamanna-
ílokksins sem er stærsti stjórnmála-
flokkur Noregs. „Baktal og brenni-
vín, kynlíf og khkuskapur hafa ráðið
miklu um hverjir komust til mestra
valda innan flokksins. Mikilvægar
ákvarðanir voru teknar bak við
tjöldin og einskis var svifist til að
sigrast á keppinautum sínum,“ segir
Steen. „Og af öllum var Gro Harlem
Brundtland verst.“
Bók Steens olli sprengingu í norsk-
um fjölmiölum um helgina. Víðast
hvar veldur bókin hneykslun, meðal
annars vegna þess að Steen gefur í
skyn kynferðislegt samband miUi sín
og Gro á þann hátt að hann nýtir
orðróminn sem var á kreiki í hans
eigin fjölskyldu. Orðróminn vUl
hann þó hvorki sanna né afsanna en
telur réttast að hann komi hinum
almenna Norðmanni til eyrna.
Leiðarahöfundar norsku fjölmiðl-
anna eru nánast alUr á bandi Gro og
þykir höfundurinn hafa lagst lágt
með gróusögum sínum. Konur innan
Verkamannaflokksins vilja að Steen
hætti samstundis og hverfi frá
norska stórþinginu. Þær segjast ekki
lengur bera neitt traust tU hans.
Gro Harlem Brundtland sagði í við-
tali viö norska sjónvarpið um helg-
ina að bókin væri dæmi um hörmu-
leg örlög höfundarins og sagðist
hvorki nú né seinna hafa afskipti af
Gro Harlem Brundtland, fyrrum for-
sætisráðherra Noregs, segist ekki
ætla að hafa afskipti af sögusögnun-
um.
slíkum sögusögnum.
Reiulf Steen er sjálfur búinn að
vera sem stjórnmálamaður vegna
hneykslis sem afhjúpað var í sumar
um leyndardómsfuUt samsæri gegn
Gro og öðrum forystumönnum
Verkamannaflokksins þar sem Steen
ásamt áður óþekktum húsgagnasala
voru aðalpersónurnar. Margt var þá
tínt til um fortíð Steens sjálfs og þá
kom í ljós að hann hafði sjálfur átt
við mikla ofdrykkju að stríða auk
þess sem ástarlíf hans var fjölskrúö-
ugt með afbrigðum. Og nú segist
hann leggja öll spiUn á borðin.
Hvort sannleikurinn kemur nokk-
um tíma í ljós er óvíst þvi er maður-
inn eingöngu að hefna sín á smekk-
lausan hátt eða er valdabaráttan í
norskri pólitík svipuð því sem gerist
í sápuóperum af lélegasta tagi?
Wallenberg sagð-
ir hafa lánað
nasistum stórfé
Fjármálamennirnir og bræðurnir
Jacob og Marcus Wallenberg, sem
nú eru látnir, og banki þeirra, Stock-
holms Enskilda Bank, veittu nasist-
um í Noregi fjárhagslegan stuðning
í formi mUljónaláns til þess að endur-
reisa þungavatnsverksmiðjuna í
Rjukan sem norskir og breskir her-
menn eyðilögðu í stríðinu. Þetta stað-
hæfa tveir Hollendingar, Gerald
Aalders og Cees Wiebes, í bókinni
„Viðskipti umfram allt“ sem kom út
á sænsku í gær.
Bók Hollendinganna er árangur tíu
ára rannsóknar á þrjátíu skjalasöfn-
um í sjö löndum. Með bók sinni vilja
þeir sýna fram á hvernig græðgi og
klókindi leiddu tU ýmissa löglegra
en siðlausra viðskipta milli hlut-
lausra landa og þeirra sem áttu í
stríði í seinni heimsstyrjöldinni.
Bók Hollendinganna þykir einhliða
og bent hefur verið á að Wallenberg-
bræðurnir hafi einnig gert banda-
mönnum greiða.
í bókinni er banki bræðranna sak-
aður um að hafa tekið þátt í viöskipt-
um með gull, demanta og verðbréf
sem nasistar tóku af hollenskum
gyðingum. Fullyrða höfundarnir að
svissneskir bankar, Stockholms En-
sldlda Bank og Wallenbergbræðum-
ir hafi verið reiðubúnir að hjálpa SS
og Gestapo með þvi að taka við stolnu
Marcus Wallenberg.
verðbréfunum.
Hollendingamir velta hvarfi Rao-
uls Wallenberg fyrir sér í bókinni.
Eru þeir þeirrar skoðunar að Sovét-
menn hafi vitað um viðskipti bræðr-
anna, sem voru fjarskyldir ættingjar
Raouls, og að þeir hafi eyðilagt við-
skiptasamning við Svíþjóð. Eigi Sov-
étmenn því aö hafa hefnt sín á Raoul
Wallenberg. Á fundi með frétta-
mönnum í gær viðurkenndi Wiebes,
annar höfundanna, að um vangavelt-
ur væri að ræða. Hann benti þó á að
Bandaríkjamenn og Bretar hefðu
lokað skjalasöfnum þar sem sé að
finna gögn um Raoul WaUenberg.
TT
Útlönd
Douglas Wilder, frambjóðandi demókrata til fylkisstjóra í Virginíu i Bandaríkjunum.
Símamynd Reuter
H Iffplll
: 1 % jy
míTwM 1 jCB |
Fylkisstjórakosningar í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum:
Blökkumaður talinn
sigurstranglegur
Birgir Þórisson, DV, New York:
Fyrir utan borgarstjórakosningar í
New York-borg í Bandaríkjunum
beinist athygU manna þar í landi nú
mest að baráttunni um embætti fylk-
isstjóra í Virginíu. Fyrir því liggja
tvær ástæður. Sú fyrri er að taldar
eru verulegar Ukur á að frambjóð-
andi demókrata, Douglas WUder,
verði fyrsti blökkumaðurinn til að
ná kjöri sem fylkisstjóri í Bandaríkj-
unum en hann heldur nú allt að níu
prósenta forystu á keppinaut sinn,
Marshall Coleman, samkvæmt nið-
urstöðum skoðanakönnunar Rich-
mond Times Dispatch. Árið 1985 varð
WUder fyrsti kjömi svarti varafylk-
isstjórinn. Hin ástæðan er að vel-
gengni WUders stafar af flokkadrátt-
um út af fóstureyðingum.
Virginía var kjárninn í bandalagi
Suöurríkjanna í þrælastríðinu og
blökkumenn era aðeins um fimmti
hluti kjósenda. Því var tahð að Wild-
er myndi eiga erfitt uppdráttar vegna
litarháttar síns. Framan af hafði
Coleman, frambjóðariSi repúblikana,
forskot í skoðanakönnunum en eftir
að fóstureyðingar urðu aðalmál
kosninganna hefur dæmið snúist við.
Wilder er eindreginn stuðnings-
maður frjálsra fóstureyðinga en and-
stæðingur hans eindreginn andstæð-
ingur þeirra. WUder hamraði á þessu
sem varð til að fjöldi milhstéttar-
kvenna, sem var meginstoðin í fylgi
repúblikana í fylkinu, hefur snúist
til fylgis við hann. Coleman hefur
reynt að snúa dæminu við á síðustu
stundu með óvæginni skítkastsher-
ferð í sjónvarpi en það virðist enn
sem komið er hafa gagnstæð áhrif
miðað við baráttuna það sem af er.
Ef Coleman hefnist fyrir getur það
orðið til að draga úr trú áróðurs-
manna á skítkastsáróöursherferð-
um.
Coleman hefur goldið þess að úr-
skurður hæstaréttar Bandaríkjanna
um að einstök fylki geti takmarkað
rétt til fóstureyðinga hefur breytt
stjórnmálaástandinu vestra. Áður
voru andstæðingar fóstureyðinga
einn öflugasti málefnishópurinn í
bandarískum stjórnmálum. Cole-
man vann prófkjör repúblikana með
stuðningi þeirra. Coleman hefur
reynt að draga í land í þessum mál-
um.
Það getur reyndar reynst hættulegt
að draga í land eins og frambjóðandi
repúblikana til fylkisstjóra í New
Jersey hefur komist að raun um. Vel
skipulagðir hópar andstæðinga
fóstureyðinga hafa fyrir vikið afneit-
að honum en stuðningsmenn fóstur-
eyðinga styðja eftir sem áöur and-
stæðing hans. Hann mun því verða
fyrstur Bandaríkjamanna til að læra
þá lexíu að í þessu máh er enginn
millivegur.
SLAUM A
er lykkjuteppi í þrem litum, uósgrá, grá og
beige, meðan birgðir endast á aðeins
staði
Euro Visa raðgreiðslur:
Engin útborgun
1. afborgun í janúar 1990
Útsölustaður í Keflavík:
Járn og skip
Dæmi um verð: A
(miðað við staðgreiðslu)
kr. 5.950,- 30 m2 kr. J 7.850
kr. 11.900,- 40 m2 kr. 23.800
BYGGINGAMARKAÐUR
VESTURBÆJAR
Hringbraut 120,
sími 28600.
Teppadeild s. 28605