Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. 3 Fréttir Hvítá og Norðurá í Borgarfrrði: Mikið af eldissilungi hefur gengið í árnar kominn úr eldiskvíum á Sundunum við Reykjavík? „Við höfum verið að fá mikið af eldissilungi í net að undanförnu. Ég hef vepö með tvö net í ánni og feng- ið þetta 8 til 10 stykki í hvort net yfir nóttina. Og ég veit að menn hafa verið að veiða þennan eldisílsk upp alla Hvítá og veit líka dæmi um að hann hefur veiðst neðst í Norðurá. Þetta er urriði og er ágætismatfisk- ur. Maður er aftur á móti hálfhrædd- ur við að hann raski lífríki vatna- svæðisins, ráðist á laxaseiðin,“ sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í sam- tali við DV. Sýni hafa verið send til deildar Veiðimálastofnunar í Borgarnesi. Sigurður Már, sem veitir deildinni forstöðu, sagði aö enginn vafi léki á að hér væri um eldisfisk að ræða. Hann er fremur illa útlítandi, það sér á fiskinum, meðal annars er mikið um skemmda ugga og allt er þetta geldfiskur. Sigurður sagðist telja aö hér væri um silung úr eldiskvíum á Sundun- um í Reykjavík að ræða. Hann sagði að regnbogasilungur hefði veiðst í Gljúfurá í sumar og hann væri sann- anlega af því svæði. „Það fer allt eftir því hve mikið er af þessum fiski á vatnasvæðinu hvort ástæða er til að óttast að hann raski lífríki ánna. Seiðin halda sig mjög ofarlega í þeim.“ En hann sagðist ekki vita til að þessi eldisurriði hefði veiðst á upp- eldisstöðvum laxaseiðanna. Þorkell Fieldsted sagðist fyrst hafa orðið var við þennan urriða fyrr í haust en þegar kólnaði hvarf hann. Svo þegar hlýnaði aftur á dögunum var engu líkara en að ganga hefði komið í ána og væri ekkert lát á veið- inni. -S.dór Hættuleg hola við Kleppsveg „Holan er gjörsamlega óvarin, ein- ungis hafa verið strekktir örmjóir plastborðar í kringum hana og yfir hana hafa verið lagðir tréflekar en á milli þeirra bullar heitt vatnið og skín í heit hitaveiturör,“ sagði einn af íbúum í fjölbýlishúsinu við Kleppsveg 138 í samtali við DV. Á milli fjölbýlishúsanna við Kleppsveg 138-144 hefur Hitaveita Reykjavíkur grafið alldjúpa holu í gangstétt og í botni hennar er 25-35 cm vatnslag. Að sögn íbúanna hefur holan staðið óvarin í um tvær vikur. íbúar í fjölbýlishúsunum í kring segjast hafa margkvartað við hita- veituna vegna holunnar en hún hef- ur ekki enn séð ástæöu til að sinna þeim kvörtunum. í fjölbýlishúsunum búa margar barnaíjölskyldur. „Það gæti auðveldlega hlotist slys af holunni ef barn dytti í heita vatn- ið,“ sagði íbúinn sem DV ræddi við. -J.Mar Stungið af Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Um miðja síðustu viku var ekið á bifreið við verslunina Skapta við Furuvelli. Á laugardag var svo ekið á bifreið sem lagt var á stæði bak við Hótel Norðurland. Þeir sem ollu þessum ákeyrslum stungu af og rannsóknarlögregluna á Akureyri vantar upplýsingar sem gætu komið að gagni við að leysa málin. ,Vatnið er heitt,“ sagði þessi fjögurra ára gutti sem var að kanna nánar hættulega holu sem hitaveitan hefur grafið gangstétt milli fjölbýlishúsanna við Kleppsveg 138-144. DV-mynd S Ráðherrar Borgaraflokksins: Julíus Sólnes og Óli Þ. Guð- bjartsson Borgaraflokkur: Stjórnarsetan kostar 8,3 milljonir á þessu ári i fjáraukalögum kemur fram að innganga Borgaraflokksins í rík- isstjóm jók útgjöld rftóssjóðs á þessu ári um 8,3 milljónir. Undir fjárveitingum til forsæt- isráðuneytis umfram heimildir fjárlaga era tveir liðir vegna kostnaðar við ráöherra Hagstofu íslands og undirbúning undir ráðuneyti umhverfismála. Annar liður hljóðar upp á 4,8 milljónir og rennur hann til rekstrar. Þá er einnig varið 3,5 milljónum til elgnarkaupa vegna nýja ráðher- rans. -gse Bamo- Ifukýígwél 2 litir Kr. 1.695,- /HIKLIG4RDUR MARKAÐURVIÐSUND HEIMSMET SEM KEMUR ÞÉR TIL GÓÐA! Á síðasta ári seldust hvorki meira né minna en 400 Chrysler bilar á Islandi og markaðshlutdeild Chrysler var sú hæsta í heimin- um utan Bandarikjanna. Vegna þessa árangurs náðust sérsamningar um verð á einni sendingu á Dodge Aries bílum sem nú eru komnir tíl landsins. DODGE ARIES - fjölskYldubiIIínn sem slegið heftir i gegn á Íslandí enda vel útbúinn rúmgóður bill á frábæra verðí, frá kr. 977.200,- Búnaður m.a.: Sjálfskipting * aflstýri * aflhemlar * 2,2L 4 cyl. vél með beinni innspýtingu * framhjóladrif * litað gler * stereo útvarp með 4 hátölurum og stöðvaminni o.fl. o.fl. VERÐ FRÁ KR. 977.200,- JOFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 JÖFUR-ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.