Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. Spumingin Er hjónabandið hornsteinn þjóðfélgsins? Heimir Aðalsteinsson: Það hef ég ekki hugmynd um. Ingibjörg Ingólfsdóttir: Já, ég held það. Eg trúi alla vega á hjónabandið. Þórður Hreinsson: Já, ég hugsa það. finnst stjómvöld ekki auðvelda fólki að búa í hjónabandi. Það ætti til dæmis áð breyta skattakerfinu svo að fólk gæti gift sig. Geir Karlsson: Já, það er það. Lesendur Þöglar konur á þingi Oddur skrifar: Það er ekki alltaf sopið káhö þótt í ausuna sé komið. Og það er heldur ekki nóg að geta státaö af þvi að hafa konur í þingsætum hjá nánast öllum flokkum, ef þær eru lítils megnugar. Þær konur sem nú sitja á Alþingi íslendinga eru afar lítilþægar hvað snertir málefnalega umræðu, og sjást naumast í ræðustóli. Það er helst Jóhanna Sigurðardótt- ir sem hefur látið eitthvað að sér kveða og virðist hafa einurð til að leggja til málanna. Ég minnist ekki lengur þingkvenna Sjálfstæðisflokks nema tuttugu og fjögurratíma ljósa- konunnar sem ég kalla svo. Þeirrar sem fékk því komið til leiðar að öku- tæki aki með fullum ljósum allan sólarhringinn. Ragnhildur hefur ein- hvem veginn koðnaö niður og Kvennalistakonur eru ekki lengur í essinu sínu. - Eina skraut Borgara- flokksins af veikara kyninu, Aðal- heiður, hefur sigið niður í sæti sitt og viröist bíða þess eins að jólaleyfi hefjist. Ef ekki heíði komið upp lánamál forseta Sameinaðs þings, Guðrúnar Helgadóttur, væri lika hljótt um hana. En þau mál em nú ekki bein- línis fallin til baráttu fyrir hagsmun- um almennings í landinu, þannig að þegar upp er staðið er engin kona á Alþingi íslendinga sem er þess verð- ug að veitt sé athygh. Ég reikna nú samt frekar með aö þegar þessar hnur birtast taki ein- hver þeirra smákipp og láti sjá sig í pontu af og til. Það er a.m.k. reynslan því að þingmenn eru afarviðkvæmir fyrir umtali, skrifum og orðrómi. Eitt má þó fuhyrða aö fyrir næstu alþingiskosningar má að skaðlausu losa konur af hstum stjórnmála- flokkanna. Þær hafa ekki sýnt neina þá tilburði sem sanna áð þær séu til gagns í stjómmálabaráttunni. Lang- flestar hnir baráttumenn og draga sig í skel sína þegar á reynir, vilja komast hjá átökum og forðast rök- ræður sem mest þær mega. Fjórtán konur voru á þingi á siðasta ári. eru rök Guðrúnar Rýr Lilja hringdi: Láh Guðrúnar Helgadóttir, forseta sameinaðs þings, hefur nú snúist upp í ólán forsetans sem segist í sjón- varpsviðtah gegna virðulegasta eða næstæðsta embætti þjóðarinnar! Ég held nú aö almenningur hti ekki þannig á máhn eftir þetta atvik. Best hefði því verið fyrir Guðrúnu að víkja sæti strax. En hún er ekki á þeim buxunum heldur sperrir stél og fyrtist þegar ýjað er að þessu við hana. En rökin, sem þessi alþingismaöur setur fram sér til framdráttar, eru rýr í meira lagi. Hún segir m.a. að svona lán tíökist hjá Alþingi ef menn hafi staðið frammi fyrir óvæntum útgjöldum ef misfærsla hefur orðiö á launum, skattur verið of gróflega tekinn eða annað í þeim dúr! - Hvaöa rugl er þetta eiginlega í forsetanum? Trúir því nokkur maður að þing- menn eða starfshö Alþingis geti borið sig upp við fjármálastjóra Alþingis ef það verður persónulega fyrir óvæntum útgjöldum? Þetta er bara eitt allsherjar óráö. Eða að misfærslur séu þaö tíðar í launagreiöslum til þessa fólks á Al- þingi að það beri sig upp við skrif- stofu Alþingis en ekki þá beint til Launadeildar ríkisins? - Eða að skattar séu „of gróflega" teknir af fólki? Það eru að sjálfsögðu engir skattar teknir af fólki umfram það sem það á að greiða í staðgreiðslu samkvæmt launum sínum. Aðrir skattar eru aldrei „of gróflega" tekn- ir. Þeir eru bara teknir af þessu fólki eins og öllum öðrum i landinu. Hvað mega Sóknarkonur segja? Ég held, að kvenþjóðin hafi beðið talsvert skipbrot vegna þessarar „ó- lánstöku" forseta sameinaðs þings og sýnir að ekki eru konur betri en karlar ef þær komast i aöstöðu. - Ég sé ekki betur en konur, sem komast hér í æðstu embætti, séu einnig frek- ar til fjárins og fari gjaman langt fram úr áætluðum fjárveitingum. Já, það þarf sterk bein til að þola góða daga. Frétt DV um lántökuna röng? Birtið lántökusamninginn Árni Árnason skrifar: í Morgunblaðinu föstud. 3. nóv. segir fjármálastjóri Alþingis í tengsl- um við lántöku forseta Sameinaðs Alþingis að frétt DV um máhð sé röng að þvi leyti til að Guðrún Helga- dóttir hafl hvorki greitt vexti né veröbætur af láninu eins og sagði í frétt DV. - Guðrún hafi nú nýverið greitt lánið upp með fullum útláns- vöxtum. Ég efast ekki um aö fjármálastjóri Alþingis greini rétt frá uppgreiðslu láns forseta þingsins. En ég efast heldur ekki um að frétt DV hafi ver- ið rétt að því leyti sem á við vaxta- laust og verðbótalaust lán til forset- ans í byrjun. Þaö væri því hið besta mál ef birtur yrði lántökusamningurinn sem for- seti sameinaðs þings gerði við Al- þingi um lánið. Þar hlýtur að koma fram, hvort lánið átti að vera vaxta- laust eöa ekki. - Og samningur hlýt- ur þó aö hafa verið gerður um lánið, hvort sem þar er að finna ákvæði um vexti og verðbætur eða ekki. Lesendasíða DV haföi samband við skrifstofu Alþingis og freistaði þess að fá leyfi th að birta ljósrit af lán- tökusamningi forseta sameinaðs þings. Það reyndist árangurslaust þrátt fyrir snarpa en heiðarlega til- raun blaðamanns til að sannfæra viömælanda um að samningur þessi væri best fallinn til birtingar - ef hann á annað borð yrði birtur - á síðum þjóðmálaumræöunnar i DV með bréfum frá hinum breiða hópi lesenda blaösins. Það hefði hins vegar verið fengur að því - fyrir alla aðila - að geta birt almenningi, í eitt Skipti fyrir öll, þennan umdeilda samning sem svo n\jög hefur verið til umfiöllunar, óséður. Trúi ekki á orð hennar Pétur Gíslason hringdi: Ég get engan veginn trúað á orð Guðrúnar Helgadóttur í sambandi við lán hennar hjá Alþingi. Ég trúi því ekki þegar hún segir að hún hafi ekki haft hugmynd um hvort lánið hafi verið með vöxtum og verðbóta- þætti eða ekki. - Með öðrmn orðum að hún hafi ekki vitað hvaö hún var að skrifa undir! Ég trúi ekki heldur á orö hennar þegar hún segir aðspurð að tíma- skortur hafi hindrað hana í að fara í banka og gera sín lánaviðskipti þar og því hafi hún falast eftir láni hjá skrifstofu Alþingis. Varla breytist álit cdmennings til batnaðar á þingræðinu og kjörnum fulltrúum þjóðarinnar við þá afstöðu sem forseti sameinaðs þings tekur í þessu máli. - Þau eru að minnsta kosti ekki trúverðug oröin sem þing- forsetinn lætur frá sér fara. Eggert hringdi: Varðandi þetta lánamál Guð- rúnar Helgadóttur, forseta sam- einaðs þings, fmnst mér eins og það komi fióst fram hjá henni að henni finnist það varla umtal- svert. Þessu tók ég eftir í sjón- varpsþættinum með henni í gær- kvöldi og ég sé Jætta enn betur í DV núna í dag (3. nóv.). En þar segir Guðrún orörétt: „Ég hef ekkert um þetta mál að segja og ég vil fara að fá friö til að sinna vinnu minni,“ þegar leitað var eför útskýringum hennar á lán- tökunni. - Ja, heyr á endemi! Þaö er ekki til fagnaðar fyrir manneskju í háu embætti, jafnvel þvi hæsta sem hér þekkist (aö frátöldu rfkisforsetaembættinu), að svara fiölmiðlum eins og hún eigi völina. Hér er veriö fialla um opinbert mál, ekki lán úr við- teknum sjóðum lánastofnana, heldur úr sjóöum sem veitt er til af almannafé. Mér fmnst því forseti hins sam- einaða þings gerast nokkuö for- stokkaður í svörum um mál sem almenningur vill láta kryfia til mergjar. Hér er ekkert minna mál á ferðinni en hin alkunnu vínmál sem er búið aö gera mikið veður út af. Þetta mál er ekkert búið þótt í þetta sinn hafi lániö verið greitt upp, þegar eftir var gengið sérstaklega, eins og hér viröist hafa veriö gert. - Þetta er hins vegar aö verða hiö alvarleg- ása mál þessi sffellda uppákoma með þingmenn okkar. Þaö er eins og það sé bara spurning, hver verði næst í sviðsljósinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.