Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. 13 Lesendur Enn um viðskipti við Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. Ásgeir Leifsson skrifar: í DV 27. október sl. birtist athuga- semd frá Guðmundi Gíslasyni hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum hf. og á að vera svar við grein minni sem birtist mánudaginn 23. október. - Bætir sú athugasemd gráu ofan á svart og fyrir utan ós vífna framkomu í viðskiptum, að segja mann ósann- indamann. Við stöndum við greinina eins og hún var skrifuð. En til að fara í saumana á leiðrétt- ingunni þá er sú staðhæfing aö okkur hafi verið tjáð að aldrei væru teknar tvær gamlar bifreiðar upp í eina ósönn. Þvert á móti var mér vel tek- ið með þessa hugmynd. - Okkur var aldrei sagt að til væri ein bifreið sem ekið hefði verið í reynsluakstri en búast mætti við verulegum verð- hækkunum á næstu sendingu á Lödu Sport bifreiðum. - Heldur var okkur einfaldlega boðið upp á venjuleg og eðhleg viðskipti. Ég vissi ekkert um þennan tor- færuakstur á bifreið minni enda á hann ekkert sameiginlegt með reynsluakstri. - Við hefðum aldrei samþykkt að kaupa notaða tilrauna- bifreið, enda vorum við að leita að traustum farkosti til að nota við erfið vetrarskilyrði. Viðbrögð okkar við lestur greinar- innar í Tímanum hefðu aldrei oröið þau sem þau voru og Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. hefðu aldrei gert tilboö um að kaupin gengju til baka ef gengið hefði veriö frá því fyrirfram að viö keyptum bifreið með þeim hætti sem Guðmundur lýsir í athugasemd sinni því þá hefðu samn- ingar verið efndir af beggja hálfu og ekkert út á þá að setja. Annars er um tilboðið það að segja, eins og stendur í grein minni, að þegar það var gert var önnur bifreið- in komin suður til Reykjavíkur en hin hafði verið seld stuttu eftir að ég afhenti hana (30. mars 1989), og löngu áður en tilboð þetta var gert og höfðu því Bifreiðar og landbúnaöarvélar hf. engin tök á að skila henni. Að lokum: - Það var og er ekki markmið mitt að fara í stríð við Bif- reiðar og landbúnaðarvélar hf. held- ur að fá sanngjamar bætur fyrir það tjón sem fyrirtækið hefur valdið mér. í nýlegu Tímariti lögfræðinga eru raktir tveir hæstaréttardómar vegna tækja sem seld voru á fölskum forsendum. Þetta var í báðum tilfell- um talið leyhdur galli og var seljand- anum gert að greiða kaupendunum skaðabætur. Mér sýnist það sama gilda í þessu dæmi og tjón mitt má meta sem mis- mun söluverðs nýrrar Lödu Sport bifreiðar og bíls sem notaður hafði verið á þann máta sem lýst var í fyrri grein minni, og auk þess lent í nei- kvæðri umfjöllun á opinberum stað. - Mér var aldrei boðið aö ábyrgð á Lödu Sportinum yrði framlengd en vissulega kemur til greina að skoða það ef þaö tilboð stendur ennþá. Siðgæöi alþingismanna: Niður fyrir frostmark L.G. skrifar: Hafi þær reglur verið haldnar að heimila ekki þegnum þessa lands að gerast þingmenn nema þeir hafi óflekkað mannorð þá hafa margir þeirra komiö út úr þingmennsku sinni með flekkað mannorö. Þetta kom mér í hug við að hlusta á þátt- inn um siðgæði alþingismanna okkar, þar sem mætt voru á vett- vang Guörún Helgadóttir, forseti Sameinaðs Alþingis, og prófessor- arnir Eyjólfur Kjalar Enúlsson og Sigurður Líndal. Eg hef sjaldan séð alþingismann verða sér svo hrapallega til minnk- unar sem þetta kvöld er Guðrún Helgadóttir reyndi að koma því inn hjá áhorfendum að hún hefði þurft að taka lán í skrifstofu Alþingis vegna embættis síns. Væntanleg ferð hennar til Póllands hefði t.d. krafist endumýjunar á fatnaði! Það var þá helst að hið fátæka Pólland gæfi tilefni til að „dressa sig upp“! Hefði hún viljað vekja verulega at- hygh (sem maður verður að ætla að tilgangurinn hafi verið með fata- kaupunum) hefði mátt komast hjá þeim og fara frekar fáklædd en of- klædd. En þetta með siðferði þingmanna er að verða plága á þjóðinni, svo mikið er víst. Og prófessorinn, Sig- urður Líndal, hitti einmitt naglann á höfuðið þegar hann nefndi dæmin um brigðmæh og ósannsögh ís- lenskra þingmanna. Þetta er það tvennt, ásamt persónulegri græðgi, sem fer mest í taugamar á almenn- ingi í landinu. Hins vegar má segja aö hér ríki svo yfirgengileg upplausn að henni má líkja við sökkvandi farþega- skip, þar sem skipstjórinn og aðrir yfirmenn vita ekki sitt rjúkandi ráð og aðrir í skipshöfninni og farþegar um borð reyna að bjarga sér hver sem betur getur. Hringið í síma milli kl. 14 og 16 eða skrifið ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum. JÓLAGJAFAHAWDBÓK 1989 rimmtudaginn 7. desember nk. mun hin árlega Jóla- gjafahandbók DV koma út í 9. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur í sívaxandi mæli orðið ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að fínna hundruð hugmynda að gjöfum íyrir jólin. Skilafrestur auglýsinga er til 28. nóvember nk. en með tiiiiti til reynslu undanfarinna ára er auglýsend- um bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022 svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 Jasmin við Barónsstíg VERSLUNIN HÆTTIR Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði. Jasmin sími 11625 VÍMULAUS ÆSKA Foreldrasamtök Aðalfundur verður haldinn í Borgartúni 28, 2. hæð, miðvikudaginn 8. nóvember 1989 kl. 20 e.h. Stjórnin Ólafsvík Nýr umboðsmaður í Ólafsvík frá og með 1. okt. 1989: Björn Valberg Jónsson Mýrarholti 6 A 44. leikvika - 4.nóvember 1989 Vinningsröðin: X11-111-2XX-211 2.980.744- kir. 0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð 14 voru með 11 rétta - og fær hver: 41.249- kr. á röð Fjórfaldur pottur - um næstu helgi!!! Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, mánudaginn 13. nóvember 1989 á neðangreindum tíma: Sólbakki 3, Breiðdalsvík, þingl. eig. Ingibjörg Hauksdóttir, kl. 10.30. Upp- boðsbeiðandi er Tryggingastofiiun ríkisins. Útgarður 6, Egilsstöðum, þingl. eig. Finnur Bjamason, kl. 10.40. Uppboðs- beiðandi er Jón Þóroddsson hdl. Búland 16, Djúpavogi, þingl. eig. Byggingarfélag verkamanna, tal. eig. Ágúst Guðjónsson, kL 10.50. Úppboðs- beiðendur eru Oddur Ólason hdL, Valgarður Sigurðsson hdl., Búnaðar- banki Islands, Lándsbanki íslands og Ólafur Axelsson hrl. Bæjarfógetiim á EskifirðL Sýslumaður Suður-Múlasýsla Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, mánudaginn 13. nóvember 1989 á neðangreindum tíma: Mb. Ása SU157, þingl. eig. Jón Hauk- ur Bjamason, kl. 10. Uppboðsbeiðend- ur em Innheimta rflossjóðs,_ Fisk- veiðasjóður Islands og Guðni Á. Har- aldsson hdl. Miðás 16, Egilsstöðum, þingl. eig. Vakt sf., kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur em Innheimta rfldssjóðs, Iðnlánasjóð- ur og Byggðastofiiun. Skólabrekka 9, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Birgir Kristmundsson, kl. 10.20. Uppboðsbeiðendur em Ámi Halldórs- son hrl., Landsbanki íslands, Veð- deild, Ásgeir Thoroddsen hdl., Vil- hjálmur H. Vflhjálmsson hrl. og Jón Hjaltason hrl. Bæjarfógetínn á Eskifirði. Sýslumaður Suður-Múlasýslu. Nauðungamppboð þríðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum mánudaginn 13. nóvember 1989, á neðangreindum tima: Miðgarður 3a, Egilsstöðum, þingl. eig. Ármann Snjólfæont kl. 13.00. Upp- boðsbeiðendur em Ami Pálsson hdl.. Ásgeir Thoroddsen hdl., Brynjólíur Eyvindsson hdl. og Landsbanki ís- lands, Veðdeild. Sæberg 13, Breiðdalsvík, þingl. eig. Guðmundur Björgólísson, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er innheimta ríksi- sjóðs. Bakkastígur 15, Eskifirði, þingl. eig. Benedikt Hilmarsson, kl. '17.00. Upp- boðsbeiðendur em Gísli Baldur Garð- arsson hrl., Ámi Pálsson hdl., inn- heimta ríkissjóðs og Landsbanki ís- lands, Veðdefld. Bæjarfógetiim á EskifiiðL Sýslumaður Suður-Múlasýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.