Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. 27 LífsstOI Bylgjan neitar að viðurkenna úrskurðinn Útvarpsstöðin Bylgjan neitar að viðurkenna þann úrskurð Verðlags- stofnunar að spurningaleikur, sem sendur hefur verið út á stöðinni í samvinnu við Sjóvá-Almennar, sé ólöglegur. Verðlagsstofnun ritaði Bylgjunni bréf fyrir helgi þar sem mælst var til þess að leiknum yrði hætt þar sem hann var tahnn brjóta í hága við 33. grein verðlagslaga en þar segir að óheimilt sé að örva sölu á vöru eða þjónustu með því að úthluta vinning- um með hlutkesti, í formi verðlaun- asamkeppni eða á einhvern hátt sem tilviljun ræður. Bylgjan hefur svarað bréfl Verð- lagsstofnunar og þar neitar stöðin að hætta leiknum en býðst til að draga úr auglýsingum um hann og fer þess á leit við Verðlagsstofnun að hún endurskoði úrskurð sinn um leikinn. Verðlagsstofnun kannar nú hvort ástæða sé til þess að kæra Bylgjuna fyrir brot á verðlagslögum. -Pá TElSsERNIŒ)fí!if NAFN PROiJNAA'i-EiLrto ISi ANt)S HF Dagselnlng io. lö. 1 5’tí‘ý f VARDANOI N° 43T1löO 0) > USÍ 67*0, Oö i :riNTERNrtf. TELfX 3000 SINTÉX 1S tlC£FJ.N) TELEX N° ^ PRijONHÁi-'£i_rii:) íSLrt.NOS HF SUUURl.ANUSclRHJT 22 NAFN/ \ HEIMILISFANG / HEILOARUPPHAED UST ÓSÖ.OO Gíróseðillinn sem Þróunarfélagið fékk. 80% af sölu í fiskbúðum er ýsa. Verð á henni hefur ekki lækkað út úr búð þótt markaðsverð hafi lækkað umtalsvert að undanförnu. Ýsa lækkar á Innheimt fyrir óumbeðna þjónustu Islenskum fyrirtækjum hafa að undanförnu borist gíróseðlar frá Danmörku þar sem fyrirtækjunum er boðið að greiða fyrir skráningu í alþjóðlega telexskrá. Verðið er 698 dollarar eða 43.276 krónur. Ekkert fyrirtækjanna hefur beðið um þessa skráningu. Athygli vekur að texti á innheimtu- seðhnum er á íslensku og þar segir: „Samþykkið þér prentun texta yðar þá vinsamlegast yfirfærið nefnda upphæð. Svo hægt sé að ábyrgjast tímanlega skráningu verður að yfir- færa eins fljótt og hægt er. Við kom- um til með að ákveða staðsetningu textans í skrá að okkar vali. Að prentun lokinni sendum við yður að kostnaðarlausu eintak telexskrár- innar ef óskað er.“ Ekki er gefiö upp heimihsfang en greiðslu á að senda í pósthólf í Kaup- mannahöfn. Þróunarfélagi íslands barst slíkur seðih og í bréfi frá félag- inu segir: „Það sem vekur athygli er einkum tvennt. í fyrsta lagi hafði Þróunarfélagið ekki pantað slíka list- un í neinni skrá og virðist því seðill- inn sendur einvörðungu í þeirri von að hann slæðist með öðrum reikn- ingum og sé greiddur. í öðru lagi er reikningurinn prentaður á íslensku sem gefur til kynna að reynt sé að hafa fé af fleiri fyrirtækjum með þessum hætti.“ Þróunarfélagið hvet- ur aðila til þess að vera á varðbergi gagnvart óprúttnum söluaðferðum erlendra aðila sem enginn veit hverj- ir eru. mörkuðum en ekki í fiskbúðum Ýsuverð hefur lækkað að undan- fömu á fiskmörkuðum og er algengt verð þessa dagana á bhinu frá 60-80 krónur. Meðalverð í október var rúmar 90 krónur. Þrátt fyrir þetta hefur ýsuverð ekki lækkað í fisk- búðum og gerir það ekki á næst- unni, að sögn fisksala sem DV hafði samband við. Um 80% þess fisks sem seldur er í fiskbúðum er ýsa. Verðið var gefið frjálst í september og hefur'verð á ýsu í kjölfar þess hækkað talsvert í Neytendur stórmörkuðum en ekki í fiskbúðum. „Við höfum reynt að miða við það verð sem síðast var heimilað sem lágmarksverð,“ sagði Óskar Guð- mundsson í fiskbúðinni Sæbjörgu í samtali við DV. „Meðan ýsan lækkar ekki meira en þetta á mörkuðunum þá getum við ekki lækkað okkar verð. Verðið þyrfti að fara í 60 krón- ur á markaðnum og vera það um tíma til þess að verð okkar gæti lækkað. Fisksölum sem DV ræddi við bar saman um að verðsveiflna á fisk- mörkuðum, þar sem fisksalar kaupa mest af sínum fiski, gæti nánast ekk- ert í útsöluverði á flski. -Pá Ökukennsla hækkar um 26% vegna virðisaukaskatts Samkvæmt lögum um virðisauka- skatt er gert ráð fyrir að hann legg- ist af fullum þunga á ökukennslu. Því er gert ráð fyrir 26% hækkun á ökukennslu sem þýðir að hver tími hækkar úr 1.744 krónum í 2.192 krón- ur. Algengt er að 20 tímar séu teknir til ökuprófs sem þýðir að heildar- kostnaður hækkar úr 34.880 krónum í 43.940 krónur. „Við teljum að hér sé um tvískött- un að ræða því aö skatturinn er reiknaður af brúttógjaldi fyrir hvern tíma. Við greiðum söluskatt af að- föngum eins og varahlutum og þess háttar og til þess hefði átt að taka thht þegar skatturinn var reiknaður út,“ sögðu Sigurður Gíslason og Gylfi K. Sigurðsson ökukennarar sem ræddu þessi mál við DV. „Við teljum þetta í hæsta máta óeðlhegt og að með þessu sé verið að vega að þeim sem minnst mega sín, nefnilega efnalitlu skólafólki sem þarf að greiða fyrir ökupróf af naumum launum sínum. Við teljum að taka hefði átt tillit th aðfanga og reyna að sjá til þess að hækkunin yrði ekki jafnmikil og raun ber vitni. Helst hefðum við viljað losna með öllu við skattinn rétt eins og önnur kennslustarfsemi er undanþegin," sögðu Sigurður og Gylfi. „Þetta er óljóst enn og verður nán- ar skilgreint í reglugerð," sagði Mörður Árnason, upplýsingafulltrúi fjármálaráöuneytisins, í samtah við DV. „Það þarf að skilgreina hvort litið er á ökukennslu sem mennta- starfsemi eða atvinnustarfsemi. Ef menn kjósa að líta á hana sem at- vinnustarfsemi er hún að sjálfsögðu virðisaukaskattskyld og ætti því að vera heimilt að draga frá innskatt. Hins vegar heimilar 16. grein lag- anna það ekki. Ökukennsla lendir því þarna á milh stafs og hurðar og ég geri ráð fyrir að reynt verði að leiðrétta það.“ Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að kennslustarfsemi, sem ekki hefur unnið sér fastan sess í hinu almenna skólakerfi, s.s. öku-, dans- og reiðkennsla, sé skattskyld. Ákvæði 16. greinar gera ekki ráð fyr- ir að rekstur bifreiða fyrir færri en 5 farþega hafi heimild til frádráttar innskatts. Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fýrir að ökukennarar fái undanþágur frá 16. greininni og verði heimilt að draga frá innskatt. -Pá Ökukennarar óttast að gjaldskrá þeirra hækki um 26% um áramót þegar virðisaukaskattur verður lagður á. Ákvæði laganna eru óljós hvað þetta varðar og verður þvi að veita ökukennurum undanþágu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.