Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 14
 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RViK, SlMI (1)27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF , ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. I\lýtt ráðuneyti verklítið Ríkisstjórnin er í þann veginn aö gera nýja umhverf- isráðuneytið óþarft með því að kippa mikilvægustu verkefnunum undan því og halda þeim hjá hagsmunaað- ilum, sem áratugum og öldum saman hafa spillt náttúru íslands, í seinni tíð með aðstoð landbúnaðarráðuneytis. Verðandi umhverfisráðherra segist ekki hafa áhyggj- ur af þessu, enda er hann ekki áhugamaður í umhverfis- málum. Hann telur sig hafa öðrum hnöppum að hneppa í Hagstofunni, skipasmíðum og norrænu samstarfi. Hann segist óttast, að umhverfisverkefnin verði of stór. Framsóknarflokkurinn hefur undanfarna mánuði verið að grafa undan umhverfisráðuneytinu. Nú síðast hefur forsætisráðsherra og formaður Framsóknar- flokksins sagt, að hann telji landgræðslu og skógrækt bezt komið fyrir sem fyrr í landbúnaðarráðuneytinu. Þessi hættulega skoðun þarf raunar ekki að koma á óvart. Framtíðar- og óskhyggjunefnd á vegum forsætis- ráðherra hélt því blákalt og grínlaust fram um daginn, að ísland hefði svo góðan orðstír í umhverfismálum, að gera mætti landið að alþjóðamiðstöð þeirra. Staðreyndin er hins vegar sú, að frá upphafi íslands- byggðar hefur hver landsmaður, núlifandi og áður lif- andi, eytt sem svarar einum fermetra gróðurs á hverju einasta ári að meðaltah. Við erum án efa nálægt heims- meti nokkurra Afríkuþjóða í eyðingu umhverfis. Þrátt fyrir eldgos og frostavetur var ísland viði vaxið milli fjalls og úöru og meira að segja vaxið saman um Kjöl, áður en landnámsmenn komu til skjalanna með sauðfé sitt. Okkur og forverum okkar hefur svo tekizt að breyta miklum hluta hálendisins í hreina eyðimörk. Ætlunin með umhverfisráðuneytinu var að feta í fót- spor annarra vestrænna ríkja, sem eru farin að taka slík mál mun fastari tökum en áður. Veigamikill liður viðleitninnar felst í að taka ábyrgðina af verndun um- hverfis frá hagsmunaráðuneytum mengunarvalda. Það kemur sí og æ í ljós, að landbúnaðarráðuneytið gætir hvorki hagsmuna þjóðarinnar né ríkisins. Það stundar hreinræktaða hagsmunagæzlu fyrir búskap með kýr og kindur. Það höfðar meira að segja vonlaus mál gegn þeim, sem gagnrýna landbúnaðarstefnuna. Ein afleiðingin er, að Landgræðsla ríkisins telur verk- efni sitt felast í að útvega beitiland fyrir sauðfé. Hún lætur gróðureyðingarlið vaða uppi, svo sem í Mývatns- sveit og afréttum Mývetninga. Hún höfðar ekki mál gegn þeim, sem hleypa sauðfé í landgræðslugirðingar. Landgræðsla ríkis hefur verið undir húsaga hjá land- búnaðarráðuneytinu og þar með hagsmunaaðilum gróð- urspillingar. Með því að hindra flutning hennar yfir í umhverfisráðuneyti er Steingrímur Hermannsson að tryggja hagsmuni, sem eru andstæðir gróðurverndun. Ráðherrar Alþýðubandalagsins, með ráðherra land- búnaðarmála í broddi fylkingar, hafa tilhneigingu til að yfirbjóða Framsóknarflokkinn í hagsmunum hins hefðbundna landbúnaðar. Þeir styðja hugmyndina um, að umhverfismálin fari ekki í umhverfisráðuneytið. Þegar svo við bætist, að verðandi ráðherra umhverfis- mála ber við önnum og hefur lítinn sem engan áhuga á að fá hin raunverulegu umhverfismál í nýja ráðuneyt- ið, er ekki við að búast, að hin upprunalega hugmynd um alvöruráðuneyti umhverfismála nái fram að ganga. Með marklausu umhverfisráðuneyti er ríkisstjórnin í þann mund að breyta einu mesta framfaramáli þjóðar- innar í skrípaleik, eins konar Þjóðarbókhlöðumál. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. „Eldislax er aðeins um 20% af heildarframboði á laxi...“ segir greinarhöfundur. Svar við spumingunni: Veldur aukning á laxeldi verðhruni? í Dagblaöinu varpaöi K.S. til mín spurningu: „Er hugsanlegt aö hin mikla aukning í laxeldi, sem fyrir- sjáanleg er hér á landi og í grann- löndum okkar, kunni að leiða til veröhruns á laxi?“ Hreinskilið svar óskast. Þessi spurning er vissulega tíma- bær. í raun brennur hún á flestum ef ekki öllum eldismönnum. Svarið er að auðvitað er það hugsanlegt en engan veginn er þó unnt að ganga út frá því að svo verði. Norð- menn, sem framleiöa og selja meiri lax en aðrir, hafa velt þessari spurningu fyrir sér og reynt að spá fram í tímann. Ég tel ljóst að mikið framboð af laxi hafi lækkað verð verulega á þessu ári og seinni part árs 1988. Hins vegar er margt að hafa í huga og ég vil freista þess að skýra hvernig ég lít á málin. Heildarneysla Heildarneysla á laxi í heiminum er nú 900.000-1.000.000 t/ári. Um þaö bil 200.000 t/ári koma nú frá laxeldi, þ.e. eldi á Atlantshafslaxi. Um 700.000 t/ári eru veiðar á villt- um laxi, mest Kyrrahafslaxi. Þessar veiðar eru sveiflukennd- ar. Hrun á veiðunum ofli verð- hækkun fyrri hluta árs 1988. Erfitt er að spá um þessar veiðar á næstu árum. Vert er þó aö geta þess að aðstæður í haflnu benda til mikils samdráttar í veiðum á öðrum fiski. Þorskveiðar við ísland á þessu ári verða 330-340.0001. en Hafrann- sóknastofnun telur jafnvel vitur- legt að veiða ekki nema 250.0001. á næsta ári. Ýsuveiöin í Norðursjó hefur dregist saman úr 185.000 t. í 80.0001. Veiðar viö Kanada á þorski hafa minnkað úr 7-800.000 t. í 2- 300.0001. og þorskveiðar í Barents- hafi, sem hafa verið 1.000.0001., eru áætlaðar 3-A00.000 t. á næsta ári. Eldislax er aðeins um 20% af heildarframboði á laxi og ljóst er að miklar sveiflur eru í veiðum á vifltum laxi. Þessar sveiflur hafa gríðarleg áhrif á verð. Framleiðslugeta á íslandi er lík- lega um 10.000 t/ári og ekki líklegt að hún verði aukin á næstum árum eins og staðan er nú. Þetta svarar til um 5% af framleiðslu eldislax í heiminum og er ekki líklegt til að hafa áhrif á verð, aðeins um 1% af heildameyslunni. KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður Markaðurinn Nú er Frakkland stærsti markað- urinn fyrir lax (Atlantshafslax); næst koma Bandaríkin og Vestur- Þýskland. Lax er þó aðeins seldur í 10 ríkjum af 50 í Bandaríkjunum. Á næstu árum veröur lax boðinn meira í þessum 40 ríkjum Banda- ríkjanna og Norðmenn segjast vera að vinna nýja markaði í Suðaust- ur-Asíu, Hong Kong, Taiwan og Singapore, auk Japans. Nýlega var haldinn fundur hjartasérfræöinga í Noregi. Þar var upplýst að fitusýra úr fiski, omega 3, ynni gegn hjartasjúkdómum og reyndar fleiri sjúkdómum, t.d. psoriasis. Áhersla var mjög lögð á aukna neyslu fisks. Þar var og bent á að til þess að auka framboð þessarar fitusýru væri helst litið til eldislax. Lax inniheldur mikið af omega 3 og flestar aðrar fisktegundir eru í takmörkuöu framboði vegna of- veiði. Sérfræðingar hafa sett fram æskilegan matseðil fyrir þá sem vilja neyta hoflrar fæðu og af fiski er lax þá oft efstur á blaði. Telja sumir að einmitt vegna þessa muni markaöur fyrir lax aukast á næstu árum. Norðmenn benda á að engin sölutregða hefur verið á laxi. Hann selst allur. Að vísu hafi verð lækkað en makaður- inn hafi aukist. Þetta þýðir stærri markað og hærra verð í framtíð- inni. Þeir spá að hinn gullni tími eldis- lax komi aftur eftir 1-2 ár. Auðvitað eru þetta allt boflalegg- ingar. En við höfum séð alvarlegar verðlækkanir á ýmsum útflutn- ingsvörum okkar áður, t.d. þorsk- blokk, rækju o.s.frv. Verð á laxi er líka háð sveiflum. Það sem veldur erfiðleikum hér er að greinin er svo ung. Hún þolir illa niðursveiflu rétt þegar hún er að byrja að flytja út. Það tekur jú 3 ár að framleiða laxinn sem verið er aö flytja út. í slíkum tilvikum verða íslend- ingar að standa saman og jafna út sveiflurnar. Á sínum tíma voru miklar um- ræður um að leggja niður Atlants- hafsflug Flugleiöa. Framsýnir menn beittu sér þó fyrir því að bjarga þeirri atvinnugrein, at- vinnugrein sem hafði tekið áratugi að byggja upp og erfltt hefði orðið aö endurreisa ef gefist hefði verið upp. Nú tjáði forstjóri Flugleiða okkur í sjónvarpi að ein besta leið Flug- leiða væri að auka Atlantshafs- flugið. „Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina," sagði Storm P. Menn mega ekki missa móöinn. Fiskeldi hlýtur að vera framtíðin. íslendingar hafa ekki efni á að dragast aftur úr í þessari framtíð- argrein. Við veröum að taka á móti öldun- um. Við sléttum ekki sjóinn. Guðmundur G. Þórarinsson „Menn mega ekki missa móðinn. Fisk- eldi hlýtur að vera framtíðin. íslend- ingar hafa ekki efni á að dragast aftur úr 1 þessari framtíðargrein.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.