Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. Fréttir__________ Matthías Bjamason, stjómarformaður Byggðastofmmar: Ekki fleiri lán í ár án 500milyónanna - hafa lofað um 400 milljóna króna lánum í fiskeldið Lánsloforö Byggðastofnunar til fiskeldis nema nú 400 milljónum króna. Myndin er úr íslandslaxi en mikil óvissa ríkir um framtíð þess fyrirtækis. DV-mynd JAK „Ef við fáum ekki heimild til að taka þessar 500 milljónir króna að láni liggur Ijóst fyrir að Byggðastofn- un veitir ekki fleiri lán á þessu ári. Sannleikurinn er sá að innheimtan hefur hrunið seinnipart ársins. Ástaeöcm er einfaldlega sú að kvótinn er svo víða búinn eða um þaö bil að verða búinn. Þá um leið lækkar sú upphæð sem kemur inn til Byggða- stofnunar því að við hverja birgða- veðsetningu eða afskipun á farmi fær hún hluta til sín hjá þeim fyrirtækj- um sem skulda henni. Það sem við erum að gera er að fá lánsheimild hjá ríkisstjóminni sem nemur 500 milljónum króna,“ sagði Matthías Bjarnason, alþingismaður og for- maður stjórnar Byggðastofnunar, í samtali við DV. Hann sagöi að stjóm stofnunarinn- ar væri búin að gefa lánsloforð til fiskeldis sem nemur 400 milljónum króna. Af þeirri upphæö var ekki lánsfjárheimild fyrir nema 150 miUj- ónum króna og 100 miUjónir frá Framkvæmdasjóði þannig að þama vantar 150 núlljónir. Þá ákvað ríkisstjómin að Byggða- stofnun lánaði til smábátaeigenda sem vom með fjármögnunarlán. Leyfi fékkst tíl 100 mUljóna króna lántöku tU þess en það eru um 250 miUjónir sem þarf til aö leysa máUð og því vahtar 150 milljónir þar. Keypt fyrir 200 milljónir á nauðungaruppboðum Þá benti Mattiiías á að Byggða- stofnun heíði orðið að kaupa eignir á nauðungaruppboðum fyrir um 200 miUjónir króna á móti 7 miUjónum í fyrra. Hann sagði stofnunina eiga eignir sem eru 250 til 300 milljóna króna viröi um næstu áramót. Vegna hlutdeUdarskírteina Hluta- fjársjóðs hefur innheimta lána orðið minni eða sem nemur um 100 mUlj- ónum króna og þannig verður þörfin til fyrir þær 500 miUjónir sem nú er sótt um að taka að láni. „Viö erum með óafgreidd lánslof- orð, hlutaíjárloforð og styrkveitingar upp á 700 miUjónir króna um þessar mundir. Þessi lánsloforð getum við ekki greitt út nema til komi erlend lántaka. Auk þessa liggja fyrir beiðn- ir um lán sem ég tel vera brýna ástæðu til að sinna. Ég tel að þaö þurfi 200 miUjónir tU að sinna þeim,“ sagði Matthías Bjarnason. -S.dór Uwe Beckmeyer, formaöur sendinefndar frá Bremen og Bremenhaven, hitti Jón Baldvin Hannibalsson ufanríkisráðherra um helgina. Uwe er talinn liklegt ráðherraefna þýskra jafnaðarmanna i framtiöinni. DV-mynd GTK • Sendimenn frá Lítt hrifnir af Sendinefnd frá Bremen og Brem- enhaven hélt fundi með sjávarút- vegsráðherra og utanríkisráðherra hér um helgina auk þess sem hún kynnti sér íslenskan sjávarútveg. Fundimir voru óformlegir. Þjóðverjunum, undir forystu einn- ar af vonarstjörnum þýskra krata; Uwe Beckmeyer, voru kynntar hug- myndir um að banna fisksölur er- Bremenhaven: löndunarkvöð lendis með lögum og þröngva útflytj- endum á ferskfiski tU þess að keppa á mörkuðum hér innanlands um fiskinn í samkeppni við innlenda framleiðendur. Þessi hugmynd hefur verið kölluö löndunarkvöð. Þjóðverj- arnir lýstu yfir litlum fógnuði með þá ráðstöfun, enda eru íslendingar stærstu ferskfiskinnflytjendumir í Norðúr-Þýskalandi. -gse DV Háhymingamir: Allt leyndó - segirHelgi Jónasson „Þaö er ákvæöi í samningnum um að við gefum ekkert upp. Ekki verð, afhendingartíma, brottfararstað, komustað eða annað. Þetta er allt leyndó,“ sagði Helgi Jónasson. Helgi er einn þeirra sem vinna að endurreisn Sædýrasafnsins í Hafnarfiröi. Þeir sem vinna aö því verkefhi fengu leyfi til há- hymingaveiða. Þeir veiddu fjóra háhyrninga sem aUir eru seldir. Eins og Helgi sagði verður skýrt frá hvaö fæst fyrir veiðina og hveijir kaupendurnir era. Samn- ingar voru undirrítaðir áður en veiðamar hófúst. „Þaö er ætlunin að opna Sæ- dýrasafnið næsta sumar. Þótt eitthvaö fáist fyrír háhyrningana þá dugar þaö ekki. Við munum leita til ríkis og sveitarfélaga. Það virðist vera erfitt núna en við höfum mætt miklum velvilja. Ég get sagt það að þessar veiðar borga sig þótt upphæöimar, sem þetta skilar okkur, séu ekki neitt verulegar," sagöi Helgi Jónasson. -sme Akureyri: Dagvistar- gjöld hækka um 10% Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Vistgjöld dagvista á Akureyri hafa veríðhækkuð mn 10% ogtók hækkunin gildi um síðustu mán- aðamót. Gjald fyrir 4 tima á leikskóla er eftir hækkunina 5.700 krónur, fyrir 5 tíma 7.000 krónur og há- degispláss kostar 8.600 krónur. Ðagheimilisgjald fyrir böm ein- stæðra foreldra er kr. 9.000 en fyrir aðra 13.200 krónur. Sigríður Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalags, sem situr í félagsmálaráði, lét bóka mótmæli við hækkuninni enda hafi þeim veriö mótmælt við gerð og samþykkt fjárhagsáætlunar þegar Ijóst var hversu fyrirhug- aðar hækkanir á dagvistargjöld- um á árinu vom miklar. í dag mælir Dagfari Lofsvert frumkvæði Guðrúnar Enda þótt Guðrún Helgadóttir vilji ekki tala við fjölmiðla um kjólakaup sín, er umræðunni um nýja kjóhnn hennar Guðrúnar eng- an vegið lokið. Eftir því sem Guð- rún segir minna talar þjóðin meira og er þetta mikill happafengur fyr- ir almannaróminn eftir að hlé varð á umræðunni um brennivínsmálin. Sennilega linnir þessu ekki fyrr en nýtt brennivínskaupamál kemur í leitimar, en til þess em góðar von- ir. Margir frammámenn í þjóðfé- laginu eiga afmæh á næstunni og auk þess á enn eftir að dæma í Hæstarétti í máli Magnúsar Thor- oddsen. Því má gera ráö fyrir að brennandi þjóðfélagsmál af þessu tagi verði ofarlega á baugi fram aö áramótum. íslendingar era áhugasamir um velferðarmál alþingismanna og ráðherra og sem betur fer hafa al- þingismenn séö svo um að eitt umræðuefnið tekur við af öðra. Þeir kaupa ýmist brennivín eða kjóla og fá þá brennivínið fyrir Utið eða lán fyrir Kjólunum. Margar áhugaverðar spumingar hafa vaknað eftir að Guörún fékk lániö hjá alþingi. Yfirleitt hafa menn skilning á því að forseti Sam- einaðs alþingis skuU ekki hafa haft tíma til að hringja í bankastjóra til aö slá lán. Það fer mikiU tími í þaö að stjórna umræðunni á þingi og ekki von að forsetinn megi vera að því að bregða sér í síma. Hitt vefst fyrir mörgum hvemig Guðrún hafði tíma til að velja sér kjól úr því hún hafði ekki tök á því aö bregða sér í símann. Hvemig mátti forsetinn vera að því að fara í búð- ir ef hún komst ekki í síma? Enn- fremur leikur mörgum hugur á að vita hvort Guðrún hafi keypt sér einn kjól eða marga kjóla, enda þarf veralegt hugmyndaflug til að kaupa sér einn kjól fyrir tvö hundr- uð þúsund og ennþá meiri smek- kvísi til að kaupa sér marga kjóla fyrir þessa upphæð. Guðrún Helga- dóttir er þekkt fyrir ráðdeUd og hefur hingað til ekki séö ástæðu tU að eyða peningum í kjóla eða buxnadress. Hún hefur sjálf viður- kennt að hún hafi verið verst klædda konan í landinu þótt þess megi geta í framhjáhlaupi að það stafar ekki einvörðungu af spar- semi eða smekkleysu heldur af hinu að aUabaUar hafa lagt upp úr því að frambjóðendur alþýðunnar séu Ula klæddir. Nú er það upplýst að Guðrún var á leiðinni tíl PóUands þegar hún uppgötvaöi að hún þyrfti að vera sæmilega tíl fara. Það sem fellur í kramiö hjá íslenskum sósíaUstum feUur ekki í kramið hjá pólskum sósíaUstum. Guörún ber greinUega meiri virðingu fyrir smekkvísi Pól- verja heldur en íslendinga óg era Pólveijar þó ekki þekktir fyrir að ganga um í kjólum sem kosta tvö hundrað þúsund krónur. Hún Guðrún kann sig í útlandinu og klæðir sig eins og hefðarfrú þeg- ar við á. Hún er líka farin að tala eins og hefðarfrú í sjónvarpsþátt- um um siðferðið og þetta er aUt önnur Guðrún sem er forseti held- ur en sú Guðrún sem einu sinni var í framboði fyrir Alþýöubanda- lagið. Þá var hún siðferðispostuU og refsivöndur gagnvart hveijum þeim sem leyfði sér borgaralega hegðan og smekkvisan klæðaburð. Nú er Gunna komin í forsetastól og þarf að heimsækja Pólverja í fin- um fótum og fær lánað í þinginu þegar hún þarf að kaupa sér kjól. Þetta eru miklar framfarir og segir manni hvað það er mikils virði að fólk komist á þing og læri manna- siði. Það eru til dæmis engir mannasiöir hjá fjölmiðlum aö velta sér upp úr því þótt forsetinn fái lán. Þetta er að mörgu leyti rétt at- hugasemd hjá Guðrúnu forseta. Alþingismenn fá borgað fyrir að eiga lögheimUi heima hjá pabba og mömmu en að öðru leyti eru þeir iUa haldnir og þegar grannt er skoðað eru þeir yfirleitt iUa tU fara. Sem stafar sjálfsagt af því að þeir eiga ekki fyrir fótum. Hvað er at- hugavert við það þótt þingið láni þeim tvö hundruð þúsund eða svo til að hafa þá almennUega til fara? Guðrún Helgadóttir hefur tU dæm- is áður bent á það að sumir al- þipgismenn verða að borða pylsur á götuhornum af því þeir hafa ekki efni á almennilegum mat þegar þeir ferðast erlendis. Þetta gengur auðvitað ekki og þess vegna er for- dæmi Guörúnar lofsvert. Alþingi á að lána alþingismönnum svo þeir hafi í sig og á. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.